Skessuhorn


Skessuhorn - 17.06.2015, Blaðsíða 28

Skessuhorn - 17.06.2015, Blaðsíða 28
MIÐVIKUDAGUR 17. JÚNÍ 201528 Sendum íslenskum konum baráttukveðjur í tilefni aldarafmælis kosningaréttar Undanfarið hefur Facebook hópurinn Beauty Tips vakið mikla athygli. Sannkölluð bylting hefur átt sér stað innan hópsins þar sem persónu- legar frásagnir af kynferðis- legu ofbeldi hafa hrúgast inn á síðuna undir myllumerkjunum #þöggun og #konurtala. Kon- urnar hafa sagt sögu sína hver á fætur annarri og ekkert dregið undan. Í hópnum eru rúmlega 28 þúsund konur á öllum aldri og sífellt bætist í hópinn. Ás- laug María Agnarsdóttir, tvítug kona í Borgarnesi, er konan á bak við þennan stóra hóp. Það var í febrúar 2014 sem Áslaug stofnaði Facebook hópinn Beauty Tips. „Mér fannst vanta hóp þar sem stelpur gætu spjallað saman um förðun og annað útlitstengt. Síð- an var opin öllum til að byrja með og það bættist fljótt í fjöldann og ég lokaði hópnum,“ segir Áslaug. „Í byrjun voru þetta mest stelpur en svo fóru að bætast við margir strák- ar. Ég lét svo kjósa um hvort stelp- urnar vildu hafa strákana þarna inni líka. Stelpunum fannst óþægilegt að hafa strákana með enda eru þær að ræða allt á milli himins og jarðar þarna inni,“ bætir hún við. Hún seg- ir þónokkra stráka hafa fengið und- anþágu og því séu nokkrir karlmenn meðlimir í hópnum. Líkt og Áslaug segir er ýmislegt rætt innan hóps- ins. Stelpurnar leita ráða varðandi ýmis mál hjá hver annarri og deila reynslusögum. Sökuð um þöggun Að sögn Áslaugar hófst byltingin í kjölfar umræðu sem birtist á vef- síðunni. Þar var þjóðþekktur maður nafngreindur og óskað eftir reynslu- sögum frá stúlkum sem „lent höfðu í honum“. Áslaug segist hafa eytt þeim umræðuþræði út af síðunni á endanum. „Athugasemdirnar voru orðnar mjög ljótar og það var allt komið í rifrildi. Þá fannst mér kom- inn tími til að eyða þessu út. Ég lét stelpurnar tvær, sem umræðan snerti mest, vita og þær voru alveg sáttar við að þessu yrði eytt út,“ útskýrir Áslaug. En ekki voru allir sáttir við að umræðunni hefði verið eytt. Ein- hverjar konur á síðunni sökuðu Ás- laugu um þöggun. „Ég var ekki að þagga neitt niður, síður en svo. Þessi tiltekna umræða var bara komin út í rugl og langt út fyrir velsæmismörk. En það voru einhverjar stelpur sem töldu mig vera að þagga niður í þessum málum.“ Eftir að færslan var tekin út spruttu reynslusögur fram, hver á fætur annarri. Umræðurn- ar voru merktar með myllumerkinu #þöggun og #konurtala. „Það kom bara algjör sprengja. Ég var reynd- ar í vinnunni þegar þetta fór af stað, svo fékk ég bara sms og ég var spurð hvort ég væri búin að sjá það sem væri í gangi inni á síðunni,“ segir Áslaug sem ekki hefur tölu á hversu margar konur eru búnar að segja frá, þær skipti hundruðum. Talaði við lögmann Áslaug segir að frásagnirnar hafi haft mikil áhrif á sig. „Fyrst tók ég þessu mjög persónulega. Ég komst ekki yfir að útskýra hvers vegna ég hafði eytt hinum þræðinum.“ En Áslaug segir að eftir það sé greini- leg þörf fyrir umræðuna, miðað við fjölda þeirra kvenna sem hafa stig- ið fram og húna hafi eftir að bylt- ingin fór af stað fengið mikið hrós. „Ég var samt hrædd við þessa um- ræðu fyrst. Ég var mest hrædd við að lenda í einhverju meiðyrðamáli eftir að Sveinn Andri Sveinsson lögmað- ur kærði DV vegna umfjöllunar sem birtist um hann í því blaði. En ég talaði við lögmann og komst að því að ég lendi ekki í neinum vandræð- um þó einhver annar skrifi eitthvað á síðunni.“ Áslaug leggur áherslu á að hver og einn beri ábyrgð á sínum ummælum og að ekki borgi sig að nafngreina fólk í umræðum. „Fólk þarf að muna að í hópnum skrifa all- ir undir sínu eigin nafni. Ég hef eytt einni eða tveimur umræðum þar sem aðilar hafa verið nafngreindir en það voru engir eftirmálar af því. Það er frábært ef konur geta notað síðuna til að létta á sér og fá stuðn- ing eða ráð en ekki nota hana til að sverta mannorð annarra.“ Hún seg- ir vera nokkuð um það að blaða- menn sæki sér efni á síðunni. „Fyrst hugsaði ég með mér að ekkert mætti leka út en ég held að ég geti ekkert gert í því ef það gerist. Ég reyndi að stoppa þetta af á einum fjölmiðli þar sem var birt skjáskot með nöfnum, en ég fékk ekki einu sinni svör. Þess vegna má maður heldur ekki gleyma að maður er þarna inni undir nafni,“ útskýrir hún. Dramatískar umræður Í stórum hópi sem þessum þurfa engu að síður að gilda reglur. Áslaug hefur sett reglurnar eftir þörfum og segir að yfirleitt gangi allt vel í hópn- um. „Ég kemst samt ekki yfir að lesa allt á síðunni. En stelpur geta sent mér tilkynningu um þræði ef þeim líst ekki á þá. Ég get þá skoðað þá og eytt þeim. Það eru líka tvær aðrar sem hafa verið að hjálpa mér aðeins með þetta. Til að byrja með voru þær að hjálpa mér að henda út strák- unum,“ segir Áslaug og brosir. Hún segist hafa gaman af síðunni, þó að umræðan í hópnum geti stundum orðið mjög dramatísk. „Ég var rosa- lega hörð á því fyrst að stelpurnar væru ekki leiðinlegar við hvora aðra en hópurinn er orðinn svo stór núna að það er ekki hægt að fylgjast með því. Það eru svo margir þarna inni og fólk er svo misjafnt. Ég er ekkert að skipta mér af því þó þetta fari út í eitthvað drama, ég eyði umræðun- um bara ef þær verða mjög ljótar.“ Konur á öllum aldri eru meðlimir í hópnum, þær yngstu unglingar og þær elstu komnar yfir fertugt. Fleiri Beauty Tips hópar hafa skotið upp kollinum í kjölfarið, þar sem meiri aldursskipting er. Áslaug segist vita um fjóra aðra hópa sem eru með aldurstakmörk og svo sé einn hópur sem er fyrir bæði stráka og stelpur. Ætlar í sálfræði Áslaug er upprunalega frá Reykja- vík en hefur búið í Borgarnesi í rúm tíu ár. Hún lauk stúdentsprófi frá Menntaskóla Borgarfjarðar vor- ið 2014 og starfar nú á leikskólan- um Hraunborg á Bifröst. „Ég vildi aðeins ná að kúpla mig frá skól- anum. En ég stefni á að fara í sál- fræðinám í haust.“ Hún segir bylt- inguna í hópnum hafa hjálpað henni við að ákveða hvað hún vildi læra. „Ég var alveg búin að velta því fyr- ir mér en var ekki ákveðin. En eftir þessa umræðu gat ég tekið ákvörð- un. Mér finnst svona hlutir áhuga- verðir,“ segir hún. Áslaug ætlar því að flytja til Reykjavíkur í lok sum- ars. Þar ætlar hún að búa með yngri bróður sínum, sem stundar nú nám við Menntaskólann í Reykjavík. Þegar hún flýgur úr hreiðrinu verða foreldrar hennar einir eftir í kotinu. „Ég á sex systkini og er næst yngst. Það eru allir fluttir að heiman nema ég, þannig að mamma og pabbi eru að spá í að flytja líka.“ Þrátt fyrir að hafa búið í Borgarnesi rúmlega hálfa ævi sína þá segist hún ekki vita hvar ræturnar liggi. „Mér líður mjög vel hérna en ég sæki samt mjög mik- ið í bæinn. Ég hef alltaf sótt mikið þangað og er eiginlega allar helgar þar hjá systur minni.“ Konur standa saman Hún segir næstu skref með hópinn Beauty Tips vera óljós. Hún ætli samt ekki að hætta að stýra síðunni í bráð. „Ég held alltaf að þetta fjari út en svo gerist það ekki. Ég ætla að leyfa þessu að rúlla, ég held að ég tími ekki að hætta. Mér finnst þetta svo merkilegt, ég hef unnið mik- ið fyrir þessu og þetta hefur tekið á. Það er greinilega þörf fyrir hóp sem þennan, þar sem konur hvar sem er á landinu geta staðið saman og skil- að skömminni þangað sem hún á heima.“ grþ Áslaug María Agnarsdóttir: Konur mótmæla þöggun um kynferðislegt ofbeldi Áslaug María Agnarsdóttir stjórnar grúppunni Beauty Tips á Facebook. Garðaþjónustan Sigur-Garðar Tökum að okkur alla almenna skrúðgarðavinnu Snæfellsbær

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.