Skessuhorn - 17.06.2015, Blaðsíða 37
MIÐVIKUDAGUR 17. JÚNÍ 2015 37
Hún var fædd í Stóra-Botni 8.
október 1868, dáin á Akranesi
1. mars 1954. Foreldrar henn-
ar voru Gísli Gíslason og Jórunn
Magnúsdóttir.
Guðrún starfaði sem ljósmóð-
ir og hjúkrunarkona á Akranesi
1902-1938. Heiðursborgari Akra-
nesbæjar varð hún, fyrsta og eina
konan sem hlotið hefur þá við-
urkenningu. Þá hlaut hún einn-
ig riddarakross hinnar íslensku
fálkaorðu, auk ýmissa annarra
viðkurkenninga. Hún stundaði
lengst af ljósmóðurstörf á Akra-
nesi og var einnig annáluð m.a.
fyrir hjúkrunarstörf sín í spænsku
veikinni 1918; gekk hús úr húsi,
hjúkraði fólki og var elskuð og
dáð fyrir. Hún bjó lengi að Mið-
Söndum, Krókatúni 2, og var hús-
ið sem stendur enn, löngum nefnt
eftir henni og kallað Ljósuhús.
Hún tók á móti fyrsta barninu
árið 1893 en síðasta barninu árið
1945, þá orðin 78 ára. Guðrún tók
alls á móti 1.163 börnum. Marg-
ar sögur eru til um áræði hennar
og hvernig hún þurfti að ferðast
á milli bæja í alls konar veðrum.
Sjálf sagði hún: „Mér er það af
Guði gefið að láta ekki augnabliks
andbyr skerða rósemi mína.“ Það
hefur eflaust oft komið sér vel.
Um Guðrúnu sagði Ólafur læknir
Finsen sem var náinn samstarfs-
maður hennar: „Guðrúnu má hik-
laust telja með bestu ljósmæðrum
landsins enda hefur hún alla þá
hæfileika sem hverri ljósmóður
eru nauðsynlegir: Góð greind og
athygli, mikið líkamsþrek, þolin-
mæði, kjark, kunnáttu og hand-
lagni. Sem nærri má geta hefur
oft orðið að reyna á þessa hæfi-
leika hennar því fyrir hana komu
hinar erfiðustu fæðingar.“
Guðrún var frumkvöðull að því
að stofna sjóð sem nefndur var
Styrktarsjóður sængurkvenna á
Akranesi. - „Tilgangurinn með
sjóðnum,“ sagði Guðrún, „er sá
að hjálpa fátækum sængurkonum
um fatnað og annað sem til þarf
þegar neyðin kreppir að.“ Guð-
rún þótti afar skemmtileg kona,
létt og kát, kom vel fyrir sig orði
enda skáldmælt nokkuð þótt hún
flíkaði því lítt. Henni mun hafa
þótt kaffi gott, eins og fleirum, og
mun oft hafa verið heitt á könn-
unni á Söndum.
Kaffið mitt, ég þakka þér
þínar kjarabætur.
Þú hefur löngum líknað mér
langar vökunætur.
Ingibjörg Pálmadóttir skráði.
Heimildir: Bragi Þórðarson.
Guðrúnar Gísladóttur er minnst á
sýningunni Saga líknandi handa sem
opnuð var í Guðnýjarstofu í Görðum á
Akranesi síðastliðinn fimmtudag.
Þær settu svip á samtíð sína
Helga Pétursdóttir
1884-1971
Dragháls, Litli Botn, Geitaberg, Grafardalur, Hávarsstaðir
Guðrún Gísladóttir
1868 – 1954
Stóri-Botn, Akranes
Guðrún Gísladóttir með þúsundasta
ljósubarnið sitt.
Guðrún Gísladóttir fyrir framan Ljósuhús.
Helga amma mín var ekki margmál
og lá fremur lágt rómur. Stóð oft
við eldhúsgluggann á Draghálsi og
horfði út dalinn a þar sem Geita-
bergsvatnið blasti við og topp-
urinn á Esjunni krýndi útsýnið í
fjarska. Stundum sagði hún eitt-
hvað en þagði oftast, íhugul á svip.
Þótt ég eigi þessa mynd af henni
í huganum var hún samt alltaf að
vinna eitthvað. Það var ekki fyrr
en hún var orðin ansi fullorðin að
hún leyfði sér að sauma út, þá sat
hún í stofunni og naut samveru við
litskrúðugar rósir, fjarlægar hall-
ir eða flóknar munsturflækjur sem
ófu sig eins og ormar um stram-
mann eða javann sem urðu að púð-
um eða myndum á vegg.
Amma var fædd á Draghálsi árið
1884, sjötta barn Georgs Péturs
Jónssonar og konu hans Halldóru
Jónsdóttur. Afi minn Beinteinn
Einarsson var fæddur árið 1873
í Litlabotni og þegar þau amma
giftust hófu þau búskap þar.
Amma las mikið, helst ljóð og
æviminningar, fannst lestur skáld-
sagna hálfgerð tímasóun. Kunni
mikið af ljóðum og fór stundum
með þegar sá gállinn var á henni.
Hún fylgdist vel með fólki út um
allt land, hafði kannski áhyggj-
ur af búendum á Hornströndum
ef illa áraði eða Austfirðingum ef
gerði kalt rigningarsumar þótt
hún þekkti engan á þessum svæð-
um. Hún trúði á hið smáa í tilver-
unni, að koma jafnt fram við alla,
tala hlýlega til barna og fara vel að
skepnum. En var afar laus við af-
skiptasemi þótt hún hefði kannski
átt að taka af skarið í einstaka til-
fellum. Og blandaði sér lítið í um-
ræður gesta og heimamanna en
fylgdist vel með og sagði stund-
um: „Æ, aumingja maðurinn.“
Eða: „Hvers lags ósköp eru þetta,
hörmung er að heyra.“ Blótaði
ekki en sagði ansans eða eitthvað
álíka þegar hún þurfti að leggja
áherslu á eitthvað. Hún var trú-
uð en trúði líka á hið yfirskilvit-
lega, huldufólk var staðreynd fyrir
henni og umgengni við náttúruna
var einnig umgengni við huldar
verur og vætti og bar að sýna vel-
vild og nærgætni í hvívetna eins og
reyndar veraldlegu fólki líka.
Þóra Elfa Björnsson skráði.
Umfjöllun um Helgu er hluti sýn-
ingarinnar Gleym þeim ei sem nú
stendur yfir í Safnahúsi Borgfirðinga
í Borgarnesi.
Helga Pétursdóttir á yngri árum.
Helga Pétursdóttir.
Stéttarfélags Vesturlands verður í
Alþýðuhúsinu, Sæunnargötu 2a, Borgarnesi,
fimmtudaginn 25. júní 2015, kl. 20:00
Dagskrá:
Venjuleg aðalfundarstörf samkvæmt 1.
félagslögum
Breyt2. ingar á lögum og reglugerðum
Siðare3. glur Stéttarfélags Vesturlands lagðar fram
til staðfestingar
Önnur4. mál
Verður heppnin með þér í ár?
Þrír heppnir félagar úr hópi fundarmanna fá
óvæntan glaðning.
Glæsilegar veitingar.
Félagar: Sýnum samstöðu, fjölmennum á
aðalfundinn!
Stjórn Stéttarfélags Vesturlands
S
K
E
S
S
U
H
O
R
N
2
01
5
Aðalfundur
Atkvæðagreiðslu um kjarasamninga Stéttarfélags
Vesturlands við Samtök atvinnulífsins stendur yfir.
Vegna samninga sem undirritaðir voru 29. maí sl. og félagið
stendur að með Flóabandalaginu fer fram póstatkvæðagreiðsla
og þurfa kjörgögn að berast skrifstofu félagsins í
síðasta lagi kl. 12 á hádegi þann 22. júní.
Verslunarmannadeild félagins greiðir atkvæði rafrænt
með öðrum félögunum innan LÍV og þeirri
atkvæðagreiðslu lýkur á sama tíma.
Félagsmenn, látið ekki ykkar atkvæði liggja ónotuð.
Stjórn Stéttarfélags Vesturlands SKE
S
S
U
H
O
R
N
2
01
5