Skessuhorn - 17.06.2015, Blaðsíða 35
MIÐVIKUDAGUR 17. JÚNÍ 2015 35
Kallar eftir
staðreyndum í umræðu
Ragna segir að þegar komi að um-
ræðunni um stóriðjuna þá kjósi hún
að líta á þau mál heildrænt fyrir
samfélagið. „Hvað með atvinnuna?
Íbúar hér á svæðinu njóta mjög
góðs af starfseminni á Grundar-
tanga. Við hér á Hótel Glym erum í
góðu samstarfi og eigum mikil við-
skipti við fyrirtæki á Grundartanga.
Að sjálfsögðu á ég hagsmuni í mál-
inu og fer ekkert leynt með það en
það gildir líka um aðra sem búa hér.
Stóriðjan á Grundartanga er ekki
fjötur um fót fyrir ferðaþjónustu í
Hvalfirði eða á Vesturlandi.“
Hótelstjórinn á Glym kallar eft-
ir því að fólk sýni þroska til að vega
og meta staðreyndir í umræðunni
um stóriðjuna. „Tökum sem dæmi
Umhverfisvaktina og umræðu
tengda ætlaðri mengun. Hvert er
næsta býli við Grundartanga í dag?
Það er Miðfell sem á land alveg nið-
ur að verksmiðjunni. Ég gekk um
daginn um flóann í grennd við stór-
iðjuna til að mynda þar hryssu með
tvö folöld sem hún hafði kastað þar.
Bústofninn þeirra á Miðfelli geng-
ur í haga þarna þétt upp að stóriðj-
unni en aldrei mælist nein mengun
í honum. Þetta segir ótrúlega mikið
um stöðuna í mínum huga.“
Undanfarið hafa greinarskrif íbúa
Kjósarhrepps, svo sem hjá Bubba
Morthens og Skúla Mogensen um
stjóriðjuuppbyggingu á Grundar-
tanga, vakið bæði athygli og umtal.
Ragna veltir því fyrir sér af hverju
Kjósverjar handan fjarðar séu svo
mikið á móti stóriðjunni á Grund-
artanga. „Eru einhver önnur sjón-
armið en umhverfissjónarmið sem
ráða ferðinni? Erum við að tala um
tilfinningar? Þær eiga ekkert heima
í svona máli. Ég bý hér niður við
sjóinn og horfi yfir fjörðinn og hef
mínar skoðanir á því sem ég sé hjá
þeim en ég ber þær ekki á torg. „Ég
er ein af þeim sem fagnaði því þeg-
ar Skúli Mogensen keypti jörð-
ina í Hvammsvík. En hann verður
að átta sig á því að verksmiðjurnar
eru þarna og þær voru þarna þegar
hann keypti. Ég sé ekki stóru breyt-
inguna þó það komi ein verksmiðja
í viðbót.“
Óttast hvergi stóriðjuna
Við þessi síðustu orð berst talið að
fyrirhugaðri sólarkísilverksmiðju
Silicor Materials. „Ég sé enga
ástæðu til að óttast hana. Vissu-
lega er þetta að sumu leyti óþekkt
stærð. En hví ætti ekki að treysta
því sem sagt er af hálfu þeirra sem
Sportveiði í ám og vötnum, og þá einkum fluguveiði, er mikið frístundaáhugamál
hjá Rögnu. Hún er tíður gestur, meðal annars í veiðivötnunum í Svínadal í Hval-
fjarðarsveit. Hér er hún með sex punda laxahrygnu sem hún veiddi á Gunnugils-
breiðu í Ytri Rangá í fyrrasumar.
að því verkefni standa að sú verk-
smiðja muni menga mjög lítið? Ég
ætla það að þeir sem veita leyfin
hafi bæði þekkingu og dómgreind
til að leggja mat á þessa hluti. Slíkt
á við í þessu sem öðru. Fyrirtæki
sem ætla í svona rekstur þurfa að
fara í gegnum ákveðin ferli. Þar er
og á að vera fagfólk sem hægt er að
treysta. En hins vegar tel ég að það
sé komið gott hér í Hvalfirði þeg-
ar og ef þessi verksmiðja kemur. Ég
efast um að svæðið beri meiri stór-
iðju en þá yrði hér. Hins vegar má
telja víst að fleiri fyrirtæki bætist
við eða eflist í kjölfarið vegna ým-
iss konar þjónustu við stóriðjuna
og það er mjög jákvætt fyrir sam-
félagið. Við sjáum mörg dæmi þess
nú þegar hér á svæðinu.“
Ragna segist hvergi óttast stór-
iðjuna. „Ég hef þá skoðun og trú
að Hvalfjörður geti í framtíðinni
orðið þjóðgarður í byggð, í sam-
floti með stóriðjunni en ekki á
móti henni. Ég tel öll tækifæri og
allar forsendur til slíks. Það yrði
kannski fyrsti stóri þjóðgarður-
inn í byggð með ótal náttúruperl-
um. Lítum bara á Grunnafjörð sem
er í næsta nágrenni við stóriðjuna
og með búsetu fólks og umferð allt
um kring. Það er svæði sem er frið-
að samkvæmt Ramsar-sáttmálanum
og heldur fyllilega sínu lífríki með
mjög miklu og einstæðu fuglalífi og
ósum tveggja gjöfulla veiðiáa.“
Sér mikla möguleika
í Hvalfirði
Hótelstjórinn á Glym hefur greini-
lega ákveðna framtíðarsýn varðandi
Hvalfjörð sem hún telur að eigi
geysimikla möguleika í ferðaþjón-
ustu til framtíðar. „Kjósin, innsti
hluti Hvalfjarðar og Hvalfjarðar-
ströndin að norðanverðu eru ein-
stakt svæði. Við erum bakgarður
Reykjavíkur og eigum að markaðs-
setja þessi svæði sem slík. Suðurland
og Suðurnes eru yfirfull af ferða-
mönnum og nú á Hvalfjörður mikil
tækifæri. Það sem vantar eru fleiri
góð hótel og góð afþreying. Hér
á Vesturlandi er ýmislegt í deigl-
unni. Við hér á Hótel Glym höfum
til dæmis verið að bjóða upp á ka-
jakferðir í samstarfi við aðra í Hval-
firði. Það var verið að opna íshell-
inn í Langjökli sem ég fagna mjög.
Brátt verður opnað glæsilegt hótel
í Húsafelli sem er mikið gleðiefni.
Allt verða þetta valkostir í afþrey-
ingu og þjónustu fyrir ferðamenn
á Vesturlandi og styrkir svæðið og
starfsgreinina hér í heild. Ég hefði
gjarnan viljað sjá hótelrekstur til að
mynda í Hvammsvík. Það yrði mik-
ill styrkur að því að fá meiri ferða-
þjónustu inn á svæðið. Öll mark-
aðssetning á svæðum er dýr og þess
fleiri sem koma að slíku, þess betra.
Ég sé mjög mikil tækifæri, ekki síst
í fólkinu sem byggir Hvalfjarðar-
sveit. Það þarf hins vegar að bæta
aðgengi víða, svo sem við fossinn
Glym. Það er náttúrperla í einka-
eigu en þarna þarf að eiga sér stað
samtal ríkis, sveitarstjórnar og land-
eigenda til að koma betra skikki á
málin. Það eru miklir möguleikar
svo sem í Þyrilsnesi og í tengslum
við fjörurnar og í sjálfum firðinum,
það er sjónum. Það er pláss fyrir
fleiri ferðaþjónustuaðila hér,“ seg-
ir Ragna Ívarsdóttir hótelstjóri á
Hótel Glym í Hvalfirði.
mþh
Laugardaginn 20. júní
12:00-18:00 Malarrifsviti opin með ljósmyndasýningu um Þórð frá Dagverðará
14:00 og 16:00 Jöklarinn sýndur í „fjósinu“
Sunnudaginn 21. júní
12:00-18:00 Malarrifsviti opin með ljósmyndasýngu um Þórð frá Dagverðará
15:00 Gönguferð í samstarfi við Þjóðgarðinn, gengið frá Svalþúfu og
Lóndröngum að Malarrifsvita og rifjaðar upp sögur af Þórði í leiðinni.
16:30 Jöklarinn sýndur í „fjósinu“
Skeifunni 3h ll Sími: 588 5080 ll dynjandi.is
Öryggis- og
hlífðarfatnaður
Dynjandi býður upp á hlífðar- og öryggis fatnað
sem uppfyllir ströngustu kröfur markaðarins.
Hafðu samband og við aðstoðum!