Skessuhorn


Skessuhorn - 17.06.2015, Blaðsíða 40

Skessuhorn - 17.06.2015, Blaðsíða 40
MIÐVIKUDAGUR 17. JÚNÍ 201540 „Það er erfitt að gera sér grein fyrir því hvernig konum leið með það fyrir hundrað árum að hafa ekki kosningarétt og sama er hægt að segja um sveitaómaga og fleiri sem ekki höfðu þennan rétt þá,“ segir Birgitta Jónsdóttir alþingis- skáld og kafteinn Pírata en það eru þeir titlar sem hún kýs að nota yfir starfsheiti sín. Hún segir það athyglisvert að ekki þurfi að fara neitt rosalega langt aftur í tímann til að finna ýmislegt misrétti sem tíðkist sem betur fer ekki í dag. „Fyrir mig, persónulega, á ég erfitt með að gera mér grein fyrir þessu öllu. Ég sjálf hef ekki þekkt konu sem upplifði það að hafa ekki kosningrétt. Ég var það ung þegar langamma mín dó að við ræddum þetta ekki en hún er sú persóna af þessari kynslóð sem ég hafði mest samneyti við. Amma mín, sem var svo fædd árið 1922, fór ýmsar ótroðnar slóðir í æsku. Hún var t.d. að tefla skák og spila fóbolta. Hvorugt þótti þá eðlilegt að ungar stúlkur gerðu. Hún var mjög góð í skákinni en þorði ekki að halda áfram vegna tíðarandans. Formæður mínar tóku sér nú ýmislegt fyrir hendur.“ Er hrifin af samvinnu- félagshugsjóninni Birgitta segist hafa fengið áhuga á þjóðmálum með móðurmjólkinni. Hún las líka mikið í æsku. „Ég las mikið af ljóðum og þá eftir skáld sem höfðu ýmislegt fram að færa í þjóðmálunum eins og Halldór Lax- nes, Steinn Steinarr og Jóhannes úr Kötlum. Þetta voru skáld sem höfðu mikil áhrif á mig. Þeir sáu heiminn á annan og heilstæðari hátt en marg- ir. Ég hef aldrei verið neitt flokks- pólitísk og raunar aldrei haft neinn áhuga á neinum flokkum,” segir hún. „Að vera pólitískur er það að hafa skoðanir og ég hef alltaf haft mjög sterkar skoðanir. Það á ekki að tengja það beint við flokka. Mér finnst það líkjast trúarbrögðum. Á pólitíska ásnum er ég eins og svo margir. Ég get samsannað mig við ýmislegt sem margir myndu segja hægra megin en þá á ég við borgar- legu réttindin, að sumu leyti er ég nú vinstra megin þegar kemur að velferð, en ég er sérstaklega hrifin af samvinnufélagshugsjóninni sem er kannski svolítið forn framsókn- arlegt. Þegar ég var á Núpi í Dýra- firði, þar sem ég var á sama tíma og fleiri sem hafa svo dottið inn í ein- hver pólitísk hlutverk, þá fann ég þar hefti sem kallaðist „Heimspeki anarkismans“ og mér fannst það mjög heillandi hugmyndafræði að maður bæri ábyrgð á sér og sínum í samfélaginu sem maður er hluti af. Þetta þekkir til dæmis fólk vel sem hefur búið í litlum sveitarfélögum. Þar eiga sér allir einhver hlutverk. Maður á sér þá einhvern stað og er um leið hluti af einhverju.“ Ákvað að verða skáld Móðir Birgittu, Bergþóra heitin Árnadóttir tónlistarkona, var í hópi þeirra íslensku tónlistarmanna sem fyrsta má telja til „trúbadora,“ þeirra sem fluttu boðskap í tónlist sinni við gitarspil. „Já, hún var alþýðuskáld. Hún flutti tónlist sína meðal annars hjá Menningar- og fræðslusamtök- um alþýðu, sem eru samtök sem mér finnst vanta í dag. Liður í því var að hún fór um landið og flutti tónlist sína. Hún samdi lög við ljóð margra okkar bestu ljóðskálda og henni tóks svo vel upp að tengja þau tón- list sinni að margir héldu að ljóðin væru hennar líka. En hún flutti boð- skapinn þeirra og kynnti hann al- menningi.” Birgitta segir þetta hafa haft mikil áhrif á sig og þess vegna hafi hún ákveðið á unglingsárum að verða skáld en ekki tónlistarmaður. „Fyrsta ljóðið mitt fjallaði um eft- irmála kjarnorkustríðs. En fyrsta ljóðabókin mín var mjög persónuleg og fjallaði meðal annars um sjálfs- víg föður míns, en hann hvarf í Sog- ið á aðfangadag 1987 og hefur aldrei fundist.“ Stóð ekki til að verða stjórnmálamaður Vegna þess að Birgitta ákvað fjórtán ára gömul að verða skáld þá kallar hún sig nú þingskáld, þó svo að hún sé fyrst og fremst aðgerðarsinni á Al- þingi. „Það stóð aldrei til að ég yrði stjórnmálamaður. Það kom algjör- lega óvænt og í kjölfar búsáhalda- byltingarinnar. Fyrsti hópurinn sem ég tók þátt í að búa til í ársbyrjun 2009 fékk heitið „Samstaða, banda- lag grasrótarhópa. Ég tók svo þátt í að búa til Borgarahreyfinguna og fór á þing fyrst fyrir hana. Við stofn- uðum hana formlega átta vikum fyr- ir kosningar og í anda jafnréttis- stefnu minnar þá lagði ég áherslu á að við mundum fá konur í framboð í helmingi kjördæma en það bara tókst ekki, þess vegna ákvað ég að gefa kost á mér í oddvitasæti á síð- ustu stundu.“ Fyrir síðustu kosning- ar ákvað svo Birgitta ásamt fleirum að stofna Pírataflokkinn. Birgitta segir það mega rekja til þess að hún fór að vinna við vefþróun árið 1995 þegar netið var að ryðja sér til rúms. “Ég var í talsverðu frumkvöðlastarfi þarna og var t.d. með fyrsta gallerí- ið á netinu í samstarfi við Apple um- boðið, fyrstu beinu myndútsend- inguna á netinu og ýmislegt fleira. Fyrir þetta hlaut ég viðurkenning- ar og á meira að segja bikar sem ég fékk í verðlaun fyrir bestu heimasíðu einsaklings árið 1996. Ég heillaðist mjög af þessum heimi sem vefum- hverfið var. Á þessum tíma var ég al- veg að gefast upp á þessari innan- sveitarkróníku sem tíðkast hefur á Íslandi og öllum þessum klíkum sem maður varð að vera í til að komst eitthvað áfram, enda hef ég aldrei nennt að vera í neinu svoleiðis. Ég hef alltaf verið minn eiginn herra og vil ekki komast áfram á verðleikum annarra. Það er sú sterka innræting sem ég fékk í mínu uppeldi.“ Birgitta segist hafa skrifað mjög pólitísk ljóð á þessum tíma sem þóttu ekki „kúl“ og náðu því ekki til margra. „Ég var farin að trúa því að ég væri ömur- legt skáld og jafnvel þó ekki ómerki- legri útgáfa en Almenna bókafélag- ið hafi gefið fyrstu ljóðabókin mína út á sínum tíma auk þess að komast í skólaljóðin og vera yngsta skáldið þar. Það var mér dýrmætt þegar ég byrjaði að nota Internetið og tengj- ast strax lesendum mínum. Ég stóð síðan fyrir Drápu ásamt fleira fram- sýnu fólki sem var margmiðlunarhá- tíð sem við sendum í beinni útsend- ingu á Internetið og mun hafa ver- ið ein af fyrstu myndútsendingum heimsins á sínum tíma og eftir það kynntist ég skáldum alls staðar að úr heiminum sem voru að nota tækni- lega hluti og vinna að róttækum skáldskap. Vefurinn sem ég gerði í kringum þessa drápu var með einu fyrsta blogginu árið 1996 og þar hélt ég dagbók sem var hluti af nið- urtalningu á viðburðinn sjálfan. Í framhaldi af þessu var mér boðið á verðlaunaafhendingu í New York þótt ég væri ekki að fá verðlaun sjálf. Þar hitti ég mikið af fólki sem var að gera stórkostlega hluti á Internetinu og sem höfðu áhrif inn í samfélagið. Þarna varð ég ástfangin af Internet- inu og þeim möguleikum sem við skapast með skapandi hugsun með tækninni til að laga samfélagið okk- ar.“ Það er dyggð að deila hlutum Birgitta segir mikinn miskilning hjá fólki að Píratar séu bara tölvunör- dar sem hafi ekkert fram að færa. „Fyrst og fremst viljum við nýta tölvutæknina til að gera þjóðfélag- ið betra. Við viljum hvetja fólk til að taka meiri þátt í að móta samfé- lag sitt, að það nýti sér þá möguleika sem tæknin veitir til beins lýðræðis og aðhalds gagnvart valdhöfum. Við stöndum vörð um friðhelgi einka- lífsins, við stöndum vörð um tján- ingarfrelsið og réttinn til að deila. Ég þarf ekki leyfi til að lána bók sem ég er með í höndunum en hið sama gildir ekki um tölvugögn á Inter- netinu. Mér var kennt það þegar ég var barn að það væri dyggð að deila hlutum en ekki glæpur sem það hef- ur verið gert að á netinu. Ég hef fullan skilning á að listamenn og all- ir sem hafa skapað eitthvað fái borg- að fyrir það en það verður ekki gert með að glæpavæða deilingar á net- inu. Mér finnst spennandi að vera í hópi með fólki sem vill koma með nýjar lausnir.“ Píratar eru þrír á þingi og Birg- itta segir það hafa gert það að verk- um að þau verði að forgangsraða því ekki komist þau yfir allt. „Við erum í því sem við erum best en við erum langt í frá best í öllu. Ég hef gjarnan verið á sömu línu og Vinstri græn- ir í umhverfismálum og treysti svo- lítið á þeirra dómgreind í þeim málaflokki. Ég get svo verið fylgj- andi Sjálfstæðisflokknum í sumu og Samfylkingunni eða Bjartri framtíð í öðru. Jafnvel Framsókn en ég hefði samt viljað sjá þá leggja fram alvöru frumvarp um samvinnufélög,“ segir Birgitta og hlær. Þurfum að vinna saman „Það er alltaf verið að benda á hve allir séu ósammála um allt á Alþingi. Ég vil að við vinnum meira saman að fleiri góðum málum. Ég vil líka færa völdin nær fólkinu og get því alls ekki sætt mig við það að skipu- lagsvald sé tekið af sveitarfélögum. Ég vil virkja almenning betur og mér finnst mikilvægt að fólk geri sér grein fyrir því hvað það er að búa í samfélagi. Aftenging fólks við nátt- úruna og samfélagið er hættuleg og einangrar fólk. Þótt ég sé róttæk þá er ég rosalega jarðbundin mann- eskja og heimakær. Sem dæmi um það þá var að setja niður kartöflur um daginn og fékk fjólublátt útsæði frá Alaska og það vill svo til að það er í píratalitaskalnum.“ Fólk vill laga grunninn Píratar hafa fengið mikið fylgi í skoðanakönnunum að undanförnu og jafnvel svo mikið að þeir fengju hreinan meirihluta á Alþingi en fylgið er þó minnst í Norðvestur- kjördæmi. Birgitta segist ekki hafa hugmynd um hvers vegna það kjördæmi skeri sig úr en hún tel- ur margar ástæður vera fyrir miklu fylgi í könnunum. „Fólkið í land- inu er vonandi komið á þann stað að það vilji láta laga grunninn svo sömu neikvæðu hlutirnir séu ekki alltaf að gerast ár eftir ár. Þetta er svolítið eins og ef ein skemmd kart- afla er í útsæðinu þá skemmast hin- ar líka. Kerfið er þessi skemmda kartafla og það þarf að laga kerf- ið. Það er hægt að laga þetta og ég get lofað því að ef ég verð ein- hvern tíma þingforseti þá skal ég laga þetta. Þess vegna hef ég meiri áhuga á að verða þingforseti en for- sætisráðherra. Ég vil völdin inn í þingið og ég vil gera vinnustað- inn á Alþingi þannig að það sé fýsi- legt fyrir ungt fólk að koma þangað inn,” segir Birgitta Jónsdóttir þing- skáld og kafteinn Pírata. hb Birgitta Jónsdóttir þingskáld og kafteinn Pírata: Þótt ég sé róttæk þá er ég rosalega jarðbundin og heimakær Birgitta Jónsdóttir. Birgitta í hlíðum Kerlingar á Snæfellsnesi. Við fossinn Dynjanda, sem Birgittu þykir fallegasti foss í heimi.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.