Skessuhorn


Skessuhorn - 17.06.2015, Blaðsíða 2

Skessuhorn - 17.06.2015, Blaðsíða 2
MIÐVIKUDAGUR 17. JÚNÍ 20152 Þorskkvótinn verði 239.000 tonn LANDIÐ: Hafrannsókna- stofnun hefur lagt til að leyft verði að veiða 239.000 tonn af þorski á næsta fiskveiðiári. Það er 23.000 tonna aukn- ing á þorskkvótanum milli ára. Aukningin nemur 10,6%. Einnig er lagt til að ýsukvót- inn verði aukinn úr 30.400 tonnum á þessu fiskveiðiári í 36.400 tonn á því næsta. Þar er aukningin 19,7%. Haf- rannsóknastofnun telur ástand flestra nytjafiskastofna frekar gott. Þorskstofninn er sagður á uppleið og vaxandi árgangar eru taldir lofa góðu. Stofnunin kynnir skýrslu sína um veiði- ráðgjöf næsta fisveiðiárs í dag og hana má skoða á vef henn- ar hafro.is. Hafrannsókna- stofnun ráðleggur að kvóti ís- lensku sumargotssíldarinnar verið minnkaður um 14,4% á næsta ári. Hann fari þann- ig úr 83.000 tonnum í 71.000 tonn. Hrygningarstofn síldar- innar er metinn um 342.000 tonn en var metinn vera um 430.000 tonn í fyrra. Stofninn er sagður hafa minnkað vegna þess að 2011 árgangur síldar- innar er mjög lélegur. Íslenska sumargotssíldin er sú síld sem hafði vetrarsetu í Kolgrafa- firði sem frægt varð með mikl- um síldardauða. Fram kom í gær að stjórnvöld munu fylgja ráðleggingum Hafrannsókna- stofnunar um heildarafla úr fiskistofnum á næsta fiskveiði- ári. -mþh Ýmislegt gekk á í umferðinni VESTURLAND: Alls urðu níu umferðaróhöpp í umdæmi Lögreglunnar á Vesturlandi í vikunni sem leið. Þar af eitt skammt frá Hellnum á Snæ- fellsnesi. Ökumaður þeirrar bifreiðar var fluttur með þyrlu á sjúkrahús en meiðsli hans reyndust sem betur fer minni en búst var við í fyrstu. Þá voru fjórir ökumenn teknir fyrir akstur undir áhrifum fíkniefna og þrír undir áhrifum áfeng- is. Þar af einn ökumaðurinn sem var grunaður um að vera bæði undir áhrifum áfengis og fíkniefna. Annar ökumaður reyndist vera með lítilræði af fíkniefnum í sínum fórum sem talið var amfetamín og ætlað til eigin nota. –mm Á kvenréttindadaginn, föstudaginn 19. júní næstkomandi, eru aðeins hundrað ár liðin frá því að íslenskar konur hlutu fyrst kosn- ingarétt og kjörgengi til Alþingis. Notum tækifærið meðan við höldum upp á daginn til að minnast þess að jafnrétti og mannrétt- indi eru ekki sjálfgefin. Það verður vestlæg átt 3-8 m/s á landinu öllu á fimmtudag og föstudag en 8-13 m/s sunnan til. Skúrir eða rigning á fimmtu- dag en þurrt að kalla á föstudag. Hiti 7-18 stig. Hlýjast sunnanlands á fimmtudag en Norðanlands á föstudag. Á laugardag snýr í hæga austlæga eða breytilega átt með dá- lítilli vætu með köflum en þurrt að mestu leyti norðan til. Hiti 10-15 stig víðast hvar á landinu. Á sunnudag og mánudag má bú- ast við mildu veðri. Hægri norðaustan- eða breytilegri átt. Skýjað verður en úrkomulítið. Í síðustu viku var spurt á vef Skessuhorns: „Hvernig veðri spáir þú á vestanverðu land- inu í sumar?“ Flestir, eða þriðjungur svar- enda, voru heldur svartsýnir og svöruðu: „Það verður blautt og kalt.“ 23,15% spáðu sól og blíðu og jafn margir spáðu miðl- ungsgóðu sumri. „Það verður kalt en þurrt,“ sögðu 9,72% en 10,65% þorðu engu að spá um veður komandi sumars. Í þessari viku er spurt: „Hver er mesti sparifatadagurinn í þínum huga?“ Fjölmargar konur og karlar láta sig málefni samfélagsins varða og berjast fyrir auknu jafnrétti. Þau eru Vestlendingar vikunnar. Til minnis Veðurhorfur Spurning vikunnar Vestlendingur vikunnar Klettagörðum 5, 104 Reykjavík | stolpi@stolpiehf.is Gámaleiga Er gámur lausnin fyrir þig? Búslóðageymsla � Ártíðabundinn lager � Lager � Sumar-/vetrarvörur Frystgeymsla � Kæligeymsla � Leiga til skemmri eða lengri tíma Við getum líka geymt gáminn fyrir þig 568 0100 stolpiehf.is HAFÐU SAMBAND Veiðimönnum var gert mögulegt að komast á afmarkaðan hluta Arnar- vatnsheiðar þegar veiði hófst sam- kvæmt venju mánudaginn 15. júní. Ástand vegaslóða á heiðinni er hins vegar enn slæmt vegna snjóa- laga og kulda í vor. Allir vegaslóð- ar eru ófærir utan leiðarinnar í Úlfs- vatn þar sem búið er að fara um með dráttarvél, hreinsa af snjó og ræsa fram vatni. Öll umferð fyrir norð- an Helluvað er ómöguleg, mikill aur í öllum vegaslóðum og eins og kunnugir þekkja þá liggur sá vegur að hluta um moldarbala sem enn eru með öllu ófærir. Veiðifélag Arnarvatnsheiðar var- ar við því að aka utan vegaslóðanna. „Við munum svo láta fréttir af fram- vindunni á vef félagsins um leið og eitthvað breytist til batnaðar (www. arnarvatnsheidi.is). Það góða er að ísinn er farinn af Úlfsvatni þannig að menn þurfa ekki að hafa með sér ísborinn þetta sumarið!“ mm Umferð takmörkunum háð á Arnarvatsheiði til að byrja með Þessi mynd var tekin úr flugvél yfir heiðinni 4. júní síðastliðinn. Óvenjumikill snjór var þá enn og ís á Úlfsvatni. Ísinn hefur þó tekið upp af vatninu og var umferð leyfð þangað á mánudaginn að uppfylltum ströngum skilyrðum að menn færu ekki í neinar akstursæfingar utan vegarslóðans. Stefán Gísli Örlygsson hefur að baki 25 ára feril sem refaskytta hjá Hval- fjarðarsveit. „Ég byrjaði á þessu 17 ára gamall. Ég er með þann hluta Hvalfjarðarsveitar sem áður var Leirár- og Melasveit.“ Undanfar- ið hefur Stefán verið við refaveiðar á þessu svæði. Síðastliðinn laugar- dag náði hann læðu með yrðlingum í Leirárdal í Skarðsheiði. Nokkrum dögum fyrr veiddi hann refinn (karl- dýrið) sem var á heimleið að gren- inu í Leirárdal með þrjá gæsarunga í kjaftinum. Nú í byrjun vikunnar vann Stefán að því að uppræta gren- ið. „Þetta hafa verið svona tvö til fjög- ur greni á ári að jafnaði á þessu svæði, til viðbótar við að maður hefur fellt ýmis hlaupadýr. Fjöldi refa á svæð- inu hefur verið svipaður síðustu árin. Það er þó nokkuð af ref í Hvalfjarð- arsveit og fleiri tugir dýra sem eru felld þar á hverju ári. Það er vinna að halda þessum dýrum í skefjum en Hvalfjarðarsveit hefur staðið sig vel í því að sinna þessu,“ segir Stef- án. Að hans sögn virðast refir koma víða að inn á svæðið. „Refir eru frið- aðir í þjóðgörðunum á Þingvöllum og á Snæfellsnesi auk þess sem það er griðland nyrst á Vestfjörðum þar sem veiðar á þeim eru bannaðar. Það flækjast dýr af þessum svæðum vítt og breitt inn á Vesturlandið.“ Stefán segir að hann hafi nú á dögunum unnið annað greni. Það var í kjarrskóginum ofan við Fiski- læk. „Þar náði ég tveimur fullorðn- um dýrum og sjö yrðlingum. Á þess- um grenjum sem ég hef komið að í vor og sumar hefur aðdráttur dýr- anna nánast eingöngu verið egg æð- arfugls, gæsa og álfta. Það er ekki að sjá að mikið sé af mófuglaeggjum. Kannski er ekki mikið varp hjá þeim eða þeir ekki komnir af stað. Það er eins og allt í náttúrunni sé einhvern veginn seinna á ferðinni í ár. Yrð- lingarnir eru til dæmis mun minni miðað við árstíma samanborið við í fyrra. Það má segja að þeir séu nú tveimur til þremur vikum yngri, ef svo mætti segja, nú en um miðjan júní á síðasta ári.“ mþh Skaut ref með þrjá gæsarunga í skoltinum Refurinn sem Stefán felldi fyrr í þessum mánuði í Leirárdal og gæsarungarnir sem hann hafði í kjaftinum og var að bera heim að greni sínu. Sjávarsafnið og Sjávarkistan í Snæ- fellsbæ hafa auglýst til umsóknar rekstur verslunar og veitingastaðar með sjávarfang í Ólafsvík. Í Sjávar- safninu hefur verið rekin verslun með sjávarfang um árabil og yfir sumar- tímann hefur verið hægt að skoða lif- andi íslenska fiska í búrum. Nú stend- ur til að gera breytingar og opna einn- ig veitingastað, þar sem fiskur er í að- alhlutverki. Ingi Hans Jónsson, sagna- maður í Grundarfirði, var fenginn til að gera drög að hinu nýja Sjávarsafni. „Það liggur fyrir hönnun og ákvörðun um að búa þarna til alveg einstakt fyr- irbæri, samblöndu af sjómannastofu, veitingahúsi og safni. Hugmyndin er sú að vera með sjávarréttaveitingahús sem selur bæði tilbúna rétti til að taka með heim og að hægt verði að fá veit- ingar á staðnum. Síðan er þetta frá- bæra fiskasafn sem hefur verið rekið þarna í nokkur ár. Nú er búið að fara með þetta í gegnum skemmtilegt ferli og þetta er samblanda af mjög mörg- um skemmtilegum hugmyndum sem eiga að geta virkað mjög vel í sjávar- þorpi,“ segir Ingi Hans. Hann segir að í raun sé fullkomin vöntun á slíkri þjónustu á Snæfellsnesi. „Það vantar bæði aukna afþreyingu fyrir ferðafólk og aukna þjónustu. Ferðamannageir- inn er að stækka svo hratt, við erum að sjá ofsalega aukningu hér á Snæ- fellsnesi. Þrátt fyrir að Íslendingar séu með eitthvað um 200 söfn og setur víðsvegar um landið, þá er hvergi neitt sambærilegt til staðar,“ segir hann. Vilja fá hafnar- menningu í bæinn Ingi Hans segir að upprunalega hafi verið hugmyndin að horfa til heima- aðila sem myndu vilja búa sér til tæki- færi úr hugmyndinni en lítið hafi komið út úr því. Nú þurfi því að víkka sjóndeildarhringinn og leita út fyr- ir næsta nágrenni eftir áhugasömum aðilum. „Það er nauðsynlegt að fá að þessu borði öfluga og áhugsama aðila sem eru tilbúnir að taka í keflið með okkur. Við ætlum að leggja dálítið á okkur og opna samfélagið í Ólafsvík fyrir hafnarmenningunni, líkt og gert hefur verið í Reykjavík,“ segir Ingi Hans. Hann segir að húsnæðið sé á besta stað og að töluverð undirbún- ingsvinna sé að baki. „Það er hins veg- ar ekkert skynsamlegt að fara að fjár- magna uppbyggingu öðruvísi en að fá aðila sem hefði áhuga á rekstrinum til að koma að borðinu með okkur sem fyrst, að koma með okkur í að draga þennan vagn. Við erum með vagninn en okkur vantar hrossið. Nú þarf að spýta í lófana og verða svolítill Óls- ari. Þeir eru vanir að taka hlutina með trompi og áhlaupi,“ segir Ingi Hans að endingu. Umsjón verkefnisins er í höndum Átthagastofu Snæfellsbæj- ar og geta áhugasamir leitað þangað eftir nánari upplýsingum. grþ Leitað að nýjum rekstraraðilum Sjávarsafnsins Svona lítur líkanið út sem sýnir hugmyndir Inga Hans um innviði og rekstur Sjávarsafnsins. Ljósm. mþh.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.