Skessuhorn


Skessuhorn - 17.06.2015, Page 39

Skessuhorn - 17.06.2015, Page 39
MIÐVIKUDAGUR 17. JÚNÍ 2015 39 „Ég er frá Akranesi og var búsett þar þangað til eftir að ég útskrifaðist úr Fjölbrautaskóla Vesturlands. Ég ólst upp á Esjubrautinni með mó- ann sem bakgarð. Það var paradís fyrir ímyndunaraflið, fullt af hól- um og skurðum. Eitt það skemmti- legasta sem við gerðum, ég og Sibba vinkona mín, var að þykjast vera indjánar. Þá földum við okk- ur í „indjánavirkjum“ og réðumst á njólana sem voru óvinir okkar,“ segir Bjarney Hinriksdóttir, oftast kölluð Baddý, grafískur hönnuð- ur og nýútskrifaður jógakennari frá Akranesi. Hún hefur eytt stórum hluta ævi sinnar úti í heimi, komið víða við og lengi haft mikinn áhuga á ferðalögum. Þann áhuga telur hún að megi rekja aftur í barnæsku og máli sínu til stuðnings vísar hún í ljóð sem hún samdi þegar hún var barn. „Ég skrifaði ljóð þegar ég var sex ára sem hljómar svona: Akranes er lítill bær ákaflega fagur Þarna eru nokkrar ær og hrútur sem er magur Ef yfir hann er horft af sæ sérðu fjöllin háu Hopp og hí nú burt ég ræ nú sé ég blómin bláu. Þegar ég horfi til baka þá seg- ir þetta mér að ævintýraþráin hafi sennilega kviknað mjög snemma. Ég fór svo sem skiptinemi til Brasi- líu þegar ég var 18 ára og eft- ir það varð ekki aftur snúið,“ seg- ir Baddý. Þessa dagana er hún stödd í bæn- um Ubud á Balí í Indónesíu þar sem hún var að klára jógakennara- nám. „Ég fann hjá mér mikla þörf fyrir að byrja að kenna jóga og valdi þennan stað vegna námsins, sem fór algerlega fram úr mínum björt- ustu vonum. Þetta er mjög andlega nærandi staður og alveg fullkom- inn fyrir jóganám,“ segir hún. Þó Baddý hafi komið víða við og heim- sótt fjölmarga staði á ferðum sínum eru sumir staðir henni eðlilega ofar í huga en aðrir. „Ég fór til Grikk- lands í fyrsta skipti í fyrra með kær- astanum mínum og fann fyrir mik- illi tengingu við þann stað. Fólkið, fegurðin, ástríðan fyrir matargerð, veðurfarið og sagan. Það eru ein- hverjir töfrar í gangi þarna. Ég gæti vel hugsað mér að búa þar hluta úr ári,“ segir Baddý. Elskar að hanna Þrátt fyrir að hafa dvalið mikið er- lendis hefur Baddý núna fasta bú- setu í Reykjavík. Þar stundaði hún nám við Listaháskóla Íslands á sín- um tíma áður en hún hélt til Ítalíu og nam grafíska hönnun við Istituto Superiore di Comunicazione í Míl- anó. Síðan lærði hún vörumerkja- hönnun og ímyndarsköpun fyrir- tækja við Elisava hönnunarskólann í Barselóna á Spáni. „Það lá kannski beinast við að ég lærði grafíska hönnun þar sem ég eyddi mest öll- um tíma mínum sem barn og ung- lingur í að teikna og mála. Þegar ég var í menntaskóla heillaðist ég svo af auglýsingagerð og sálfræðinni á bak- við hana sem varð til þess að ég valdi mér þetta nám. Ég elska að hanna, aðallega vegna sköpunarkraftsins sem fylgir því,“ segir hún. „Þegar ég vann á auglýsingastofunni Hvíta húsinu elskaði ég að vinna verkefni sem höfðu eitthvað með félagslega vitund að gera. Sjónvarpsauglýsing- in „Hægðu á þér,” sem var gerð fyr- ir Umferðarstofu var þar í sérstöku uppáhaldi,“ bætir hún við en nefnir einnig að henni hafi þótt bæði afar skemmtilegt og krefjandi að hanna útlitið fyrir RIFF kvikmyndahátíð- ina í fyrra. Þar teiknaði hún lund- ann, sem er merki hátíðarinnar, í hryllingsmyndastíl 7. áratugarins. „Það er frábært að vinna verkefni þar sem maður fær algert frelsi,“ segir Baddý. „Við erum öll gerð úr sama efni“ Vegna þess hve Baddý er víðförul stenst blaðamaður ekki mátið að biðja hana að bera saman stöðu kvenna á Íslandi miðað við það sem hún hefur kynnst á ferðum sínum um heiminn. „Ég myndi segja að hún væri mjög góð miðað við á flest- um stöðum. En þar sem ég sé oftast bara yfirborðið vil ég ekki lýsa neinu yfir. Ég veit bara að íslenskar konur eru miklar ofurkonur og ná þangað sem þær vilja,“ segir Baddý og bætir því við að auðvitað þyki henni launa- munur fráleitur en ekki aðeins milli karla og kvenna. Einnig þyki henni fáránlegt hvernig störf eru metin og hvernig þau eigi að vera launuð, það sé eitthvað sem hún skilur ekki. Annars vill hún setja jafnréttisbar- áttuna í víðara samhengi. „Þegar við gerum okkur grein fyrir því að við erum öll gerð úr nákvæmlega sama efni, að við erum í raun eitt með náttúrunni og erum ekki kyn okkar, menning, hörundslitur, trúarbrögð eða kynhneigð, þá verður heimur- inn betri,“ segir Baddý. „Þangað til verður alltaf einhvers konar aðskiln- aður. Það verða sterkir einstakling- ar, menn og konur með góð gildi, sem munu standa saman og breyta heiminum. Það verða líklega ekki pólitíkusar, að minnsta kosti ekki eins og staðan er í dag,“ bætir hún við að lokum. kgk Ævintýraþráin kviknaði sennilega mjög snemma - spjallað við Bjarneyju Hinriksdóttur, grafískan hönnuð og jógakennara frá Akranesi Bjarney Hinriksdóttir, grafískur hönnuður og jógakennari, bregður sér í jógastöðuna „Astavakrasana“ úti á Balí fyrir skömmu. Nadine E. Walter er sölu- og mark- aðsstjóri Sæferða í Stykkishólmi. Hún kemur frá Abenberg, sem er um fimm þúsund manna þorp ná- lægt Nürnberg í Bæjaralandi, en fluttist fyrst til Íslands árið 1998. „Ég kom upphaflega til Íslands út af íslenska hestinum sem ég kynnt- ist í Þýskalandi í gengum FEIF, sem er alþjóðlegt samfélag um íslenska hestinn. Ég var ákveðin í að vinna við hesta.“ Þá var Nadine 15 ára gömul. „Eftir menntaskólann vann ég við hesta hér í Stykkishólmi tvo vetur, 1998 og 1999,“ sagði Nad- ine þegar blaðamaður Skessuhorns sló á þráðinn til hennar á dögunum. Að þessum tveimur vetrum loknum fór hún aftur til Þýskalands og lauk námi hjá Nürnberg Messe GmbH, sem sérhæfir sig í að setja upp vöru- sýningar. Árið 2001 flutti hún til Ís- lands á nýjan leik og hóf störf hjá Sæ- ferðum. „Þá byrjaði ég í sjoppunni í Særúnu og var svo á Baldri sem þerna í einn vetur, en alltaf á skrif- stofunni á sumrin. Síðan var ég tvo vetur sem háseti á Baldri. Ég hafði aldrei farið út á sjó og var dálítið sjó- veik fyrst um sinn þegar ég starfaði sem þerna. Tók sjóveikistöflur heil- an vetur. Karlarnir sögðu alltaf við mig að sjóveikin myndi lagast eftir þrjá daga en ég vildi ekki bíða eft- ir því,“ segir Nadine og hlær. „En þegar ég var orðin háseti þá þurfti ég ekki sjóveikistöflur lengur, það mun- aði öllu að geta verið uppi líka,“ bæt- ir hún við. Síðan 2004 hefur hún starfað í landi á skrifstofu Sæferða og tók svo við stöðu sölu- og markaðsstjóra í mars 2010. Sem markaðsstjóri sér hún meðal annars um auglýsinga- mál fyrirtækisins, sýningaþátttöku, heimasíðu fyrirtækisins, samninga- gerð við ferðaskrifstofur, samfélags- miðlana og fleira í þeim dúr. Einn- ig sér hún um verslunina, Hafnar- kaffið og matseðlana um borð í bát- unum. „En það er mjög mikill kost- ur að hafa verið um borð í öllum bátunum. Ég fékk innsýn í allt og það hjálpar mér mikið sem markaðs- stjóra í dag, ég veit um hvað hlutirn- ir snúast,“ segir hún og kveðst mjög ánægð í starfi sínu hjá Sæferðum. Hestamennskan er lífsstíll Nadine býr í Stykkishólmi ásamt tveimur börnum sínum, þeim Sím- oni Andra og Signýju Ósk Sævars- börnum og lætur mjög vel af bæn- um og bæjarbúum. „Ég vil varla vera annars staðar. Okkur líður bara mjög vel hérna og við erum ekkert á leið- inni til Þýskalands eða neitt svoleið- is. Mér finnst þetta mjög spennandi og fjölbreytt starf og gaman að vinna með ferðaþjónustunni. Vonandi get ég verið áfram hjá Sæferðum og haldið áfram að selja sem mest fyrir fyrirtækið,“ segir hún og hlær við. Aðspurð um áhugamál sín seg- ist hún taka mikinn þátt í félags- lífi bæjarins. „Ég er í Lionsklúbbn- um Hörpu og er formaður hesta- eigendafélagsins HEFST,“ seg- ir hún en bætir því þó við að hest- arnir séu áhugamál númer eitt, tvö og þrjú. „Það vantar ekki, ég á átta og hálft hross eins og er og ríð út á nánast hverjum einasta degi,“ seg- ir hún og telur víst að hún sé búin að smita börnin af hestabakteríunni. „Já, ég er búin að smita börnin, þau eru með mér í þessu. Að sinna hross- unum kostar auðvitað mikinn tíma á hverjum degi, eftir vinnu og svoleið- is. Þetta er bara lífsstíll,“ segir Nad- ine að lokum. kgk Markaðsstjóri Sæferða kom til Íslands vegna hrossanna Nadine Walter, sölu- og markaðsstjóri Sæferða í Stykkishólmi. Á útreiðum í nágrenni við Stykkishólm. Ljósm. Sumarliði Ásgeirsson.

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.