Skessuhorn


Skessuhorn - 17.06.2015, Blaðsíða 47

Skessuhorn - 17.06.2015, Blaðsíða 47
MIÐVIKUDAGUR 17. JÚNÍ 2015 47 Eimskip | Korngörðum 2 | 104 Reykjavík | Sími 525 7000 | www.ebox.is eBOX er ný, þægileg og einföld lausn til að flytja minni sendingar frá Evrópu til Íslands. Á ebox.is er reiknivél sem segir þér á augabragði hver flutningskostnaðurinn er. Traust og áreiðanlegt leiðakerfi Eimskips á Norður-Atlantshafi tryggir að sendingin þín kemur heim með fyrstu ferð. Auðvelt og fljótlegt. auðveldar smásendingar Í STÓRUM SKIPUM RÚMAST LÍKA SMÆRRI SENDINGAR ������� ��������� � e���.�� F ÍT O N / S ÍA Eins og Skessuhorn greindi frá í síðustu viku hefur Frjálsíþróttafélag Borgarfjarðar lagt í það stórvirki að festa kaup á nýjum og fullkomn- um tímatökutækjum, en slík tæki eru ein forsenda þess að félagið geti haldið lögleg frjálsíþróttamót. „Ef það á að halda úti einhverju frjáls- íþróttastarfi verður að vera hægt að bjóða upp á mót öðru hvoru. Ef maður getur það ekki verður þetta starf dálítið erfitt allt saman. Þetta eru sem sagt rafmagnstímatökutæki sem við vorum að fjárfesta í, lögleg tímatökutæki, nú til dags er ekki nóg að vera bara með gömlu góðu skeiðklukkurnar.“ sagði Bjarni Þór Traustason, gjaldkeri Frjálsíþrótta- félags Borgarfjarðar, í samtali við Skessuhorn. Hann bætir því við að ákveðið hafi verið að ráðast í þessa fjárfestingu vegna aukins áhuga á frjálsum íþróttum og nefnir í því samhengi SamVest, samstarfsverk- efni íþróttafélaga á Vesturlandi og sunnanverðum Vestfjörðum. „Með tilkomu SamVest kemur meira ut- anumhald um frjálsíþróttastarfið, það er alltaf einhver dagskrá í gangi og við erum að reyna að spila að- eins með í því,“ segir hann. Á dögunum voru tækin afhent og af því tilefni var boðað til opins barna- og unglingamóts í Borgar- nesi miðvikudaginn 10. júní þar sem tækin voru vígð. „Þarna voru um hundrað keppendur frá 16 ára og allt niður í fjögurra ára. Mótið gekk mjög vel fyrir sig og nýju tímatöku- tækin virkuðu,“ segir Bjarni glaður í bragði og bætir því að hann hafi verið með 30 krakka í frjálsíþrótta- skóla UMFÍ í vikunni og því ákveð- ið að halda mótið þennan dag svo þau gætu einnig tekið þátt. Að sögn Bjarna hafa fjölmargir komið að fjármögnun tækjakaup- anna með einum eða öðrum hætti. „Ungmennafélag Stafholtstungna styrktu mjög ríflega, SamVest fékk tvo styrki sem voru lagðir í þetta. Ei- ríkur Ingólfsson smiður, sem fagn- aði stórafmæli sínu fyrir skömmu, ákvað að nýta tækifærið og styrkja UMSB og það fé var látið renna til þessara tækjakaupa. Það er ágætt að þeir sem gáfu viti hvert peningarnir fóru,“ segir Bjarni glaður í bragði. „Svo styrktu UMSB og aðildar- félög innan sambandsins okkur eft- ir fremsta megni,“ bætir Bjarni við og nefnir að Kvenfélög á svæðinu, Rótarý- og Lionsklúbburinn hafi einnig lagt þeim lið. „En mín von og trú var sú að Borgarbyggð kæmi að þessu með veglegum hætti. Það var búið að setja á stefnuskrána að keypt yrðu ný tímatökutæki fyrir Unglinga- landsmót UMFÍ sem á að halda hér á næsta ári. Ég leit þannig á málið að fyrst þetta var sett í stefnuskrána hlytu þau að ætla sér að taka stóran þátt í þessu. Ég er ekki alveg nógu sáttur með hikstið í Borgarbyggð í þessu máli, það hefur aðeins stað- ið á svörum frá þeim,“ segir Bjarni ómyrkur í máli. kgk/ Ljósm. tfk. Ný tímatökutæki tekin í notkun í Borgarnesi Ánægðir keppendur með verðlaunapeningana sem þeir fengu á mótinu. Spretthlaupskappar koma í mark á frjálsíþróttamótinu í síðustu viku. Skagamenn heimsóttu erkifjendurna í KR í Frostaskjólið í áttundu umferð úrvalsdeildar karla í knattspyrnu á mánudagskvöldið. Leikurinn byrjaði fjörlega og bæði lið sóttu. Strax á 7. mínútu leiksins bjargaði Gylfi Veig- ar Gylfason glæsilega á marklínu eftir þunga sókn KR-inga. Aðeins þrem- ur mínútum síðar fékk Ásgeir Mar- teinsson dauðafæri þegar hann komst einn í gegn, lék á markvörð KR-inga en skaut framhjá opnu markinu úr nokkuð þröngu færi. Skagamenn léku vel sín á milli og voru betri aðil- inn í leiknum framan af en KR-ingar komust hægt og sígandi inn í leikinn og jafnræði var með liðunum síðasta korter fyrri hálfleiks. Aðeins mínútu áður en hálfleiksflautan gall kom Ás- geir Marteinsson Skagamönnum yfir þegar hann skallaði frábæra fyrirgjöf Ólafs Vals Valdimarssonar í bláhorn- ið. Síðari hálfleikur hófst þar sem sá fyrri endaði. Bæði lið sköpuðu sér færi en í þetta sinn höfðu heima- menn heldur yfirhöndina. Þeir fengu þrjú ákjósanleg marktækifæri á fimm mínútum, það besta fékk Óskar Örn Hauksson þegar hann þrumaði bolt- anum hátt yfir fyrir opnu marki. Það var hins vegar á 61. mínútu að KR-ingar jöfnuðu. Óskar Örn átti þá skot sem fór af Almarri Ormarssyni og í markið. Eftir þetta duttu Skagamenn held- ur til baka og vörðust sóknaraðgerð- um heimamanna. Lokamínúturn- ar voru þó heldur betur fjörugar. Ár- mann Smári bjargaði á línu frá Jacop Schoop og örfáum sekúndum síðar mátti litlu á muna að Þorsteinn Már Ragnarsson næði að skora úr dauða- færi en Árni Snær varði frá honum í marki Skagamanna. Næsta kapít- ula í æsilegum lokamínútum skrifaði Jón Vilhelm Ákason. Hann átti frá- bært skot af um 25 metra en Stefán Logi í marki KR-inga náði að koma hönd á boltann áður en hann small í þverslánni. Lokatölur í Frostaskjól- inu, 1-1. Næsti leikur Skagamanna verður á Akranesvelli mánudaginn 22. júní. Þá fá þeir Keflvíkinga í heimsókn og verður sá leikur að sjálfsögðu í beinni á vef Skessuhorns. kgk ÍA gerði jafntefli við KR Ásgeir Marteinsson skoraði mark ÍA þegar liðið gerði jafntefli við KR í fjörugum leik í Frostaskjólinu á mánudag. Ljósm. úr safni frá leik við Víking R: gbh. Ágúst Júlíusson sundkappi af Akra- nesi var í sundlandsliði Íslands á Smáþjóðaleikunum sem haldnir voru í Reykjavík dagana 2. - 6. júní. Hann keppti í 100m flugsundi og 50m skriðsundi og var einnig í boð- sundssveit Íslands í 4x100m fjór- sundi og 4x100m skriðsundi. Ágúst varð í 5. sæti í 100m flugsundi og bætti tíma sinn á árinu, synti á 56,22 sek. og var aðeins 0,24 sekúndum frá sínum besta tíma. Hann varð síðan í 4. sæti í 50m skriðsundi og bætti Akranesmet, sem hann átti sjálf- ur, um 0,46 sekúndur er hann synti vegalengdina á 24,20 sekúndum. Í 4x100m fjórsundi synti Ágúst flug- sundið og varð liðið í 2. sæti. Aðr- ir íslenskir sundmenn í karlaflokki voru þeir Kolbeinn Hrafnkelsson sem synti baksund, Anton Sveinn McKee sem synti bringusund og Alexander Jóhannesson sem synti skriðsund. Í 4x100m skriðsundi hafnaði boðsundssveitin í 4. sæti. Með Ágústi í liði voru þeir Alexand- er Jóhannesson, Kristinn Þórarins- son og Anton Sveinn McKee. Framkvæmd Smáþjóðaleikanna tókst með ágætum og var Íslending- um til sóma. Fjölmargir Skagamenn störfuðu sem sjálfboðaliðar á leikun- um, ekki bara við sundmótið held- ur einnig fararstjórn og hinar ýmsu íþróttagreinar sem keppt var í svo sem blak, körfubolta, frjálsar íþrótt- ir, golf og fimleika. tg Að loknum Smáþjóðarleikum Ágúst ásamt Blossa, lukkudýri Smáþjóðaleikanna, og nokkrum sjálfboðaliðum af Akranesi. Skagakonur mættu sameiginlegu liði HK/Víkings í fyrstu deilda kvenna á Akranesvellinum á laugardag. Fyr- irfram var búist við hörkuleik enda reiknað með því fyrir tímabilið að bæði þessara liða myndu berjast um sæti í úrslitakeppninni um laust sæti í úrvalsdeild að ári. Leikurinn var jafn framan af fyrri hálfleik. Heimamenn í ÍA tóku frum- kvæðið í sóknarleiknum en gestirnir í HK/Víkingi vörðust vel og gáfu fá færi á sér. Svipað var uppi á teningn- um í síðari hálfleik. Skagakonur sóttu áfram og sköpuðu sér nokkur góð færi en tókst ekki að koma boltanum í netið. Þær vildu fá vítaspyrnu undir lok leiksins þegar brotið var á Eyrúnu Eiðsdóttur en dómari leiksins sýndi því engan áhuga og leiknum lauk því með markalausu jafntefli. Úrslit leiksins þýða að Skagakonur sitja í fjórða sæti A-riðils með fjögur stig eftir tvo leiki en eiga leik til góða á liðin fyrir ofan sig og meira að segja tvo leiki á Augnablik. Næsti leikur liðsins er útileik- ur gegn Haukum. Sá verður leikinn á gervigrasinu á Schenkervellinum í Hafnarfirði á fimmtudaginn næst- komandi og hefst klukkan 18:00. kgk Markalaust jafntefli hjá Skagakonum Leikmenn Víkings Ólafsvíkur gerðu sér ferð í Kópavoginn síð- asta laugardag og mættu HK á gervigrasinu í Kórnum í sjöttu umferð fyrstu deildar karla í knatt- spyrnu. Leikurinn var daufur fram- an af þar til rétt rúmur hálftími var liðinn. Þá áttu Víkingar þrjú skot í sömu sókninni. Fyrst skaut Ing- ólfur Sigurðsson í varnarmann, því næst átti Alfreð Hjaltalín skot sem markvörður HK-inga varði. Bolt- inn datt í markteiginn þar sem Arnar Sveinn kom aðvífandi og skaut en í varnarmann og yfir. Það var svo á 38. mínútu að Ingólfur átti stungusendingu inn fyrir vörn HK á William Dominguez sem lék á markvörðinn og kom Víkingum yfir. Staðan í hálfleik 0-1, gestun- um í vil. Aðeins fjórum mínútum eft- ir að flautað var til síðari hálfleiks átti varnarmaður slæma sendingu, beint fyrir fætur William Dom- inguez sem lagði boltann á Alfreð sem skoraði úr dauðafæri. Á 54. mínútu fengu Víkingar víti eftir að boltinn fór í hönd varnarmanns. Ingólfur steig á punktinn en Beitir Ólafsson varði í marki HK-inga. Fátt markvert gerðist það sem eftir lifði leiks og tveggja marka sigur Víkinga í Kópavoginum verðskuldaður. kgk Verðskuldaður sigur Víkings Ó. Víkingar fagna marki fyrr í sumar. Ljósm. úr safni.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.