Skessuhorn


Skessuhorn - 17.06.2015, Blaðsíða 41

Skessuhorn - 17.06.2015, Blaðsíða 41
MIÐVIKUDAGUR 17. JÚNÍ 2015 41 vann myndina ásamt Hjálmtý. „Ég var leiðsögumaður með breska ferð- menn hér á Snæfellsnesi. Í hópnum var gamall breskur hermaður sem sagði mér að vinur hans hefði verið í flugsveit á Íslandi og að þeir hefðu misst eina vél þegar þeir voru stað- settir hér. Í framhaldi af þessu fór ég að grúska í þessari sögu og skrifaði loks grein um þetta flugslys,“ sagði Karl Smári. Greinin sem hann vitnar til er frá 2006 í sjöunda bindi bóka- flokksins „Fólkið, fjöllin, fjörðurinn“ sem gefinn er út af Eyrbyggjum – Hollvinasamtökum Grundarfjarðar. Kvikmyndin sem er tæplega klukkutíma löng verður sýnd í sjón- varpi RUV, væntanlega á vetri kom- anda. mþh „Þetta hefur heldur betur undið upp á sig og það er mikið gleðiefni að þessi mynd skuli klárast á meðan enn er á lífi fólk sem tók þátt í þessum atburðum að einhverju leyti og vissu hvernig þeir lögðust í þessa sveit, það er Eyrarsveitina. Við Grundfirðing- ar megum vera afskaplega þakklát- ir þeim Karli Smára Hreinssyni og Hjálmtý Heiðdal fyrir að hafa tek- ið þessa sögu svona vel fyrir og gert henni svona góð skil í kvikmynd. Við megum líka vera þakklát öðrum þeim sem lögðu hér hönd á plóg,“ sagði Ingi Hans Jónsson sagnaþul- ur í Grundarfirði þegar heimilda- kvikmyndin Svartihnjúkur – stríðs- saga úr Eyrarsveit var frumsýnd á dögunum í Bæringsstofu í Sögumið- stöðinni í Grundarfirði. Kvikmynd- in greinir frá sviplegu flugslysi sem varð þegar bresk herflugvél með sex manna áhöfn flaug á Svartahnúk fyr- ir botni Kolgrafafjarðar í nóvem- ber 1941. Allir fórust og lík tveggja manna hafa aldrei fundist. Áhrifamikill atburður Sýning myndarinnar mæltist vel fyr- ir hjá íbúum Grundarfjarðar sem fjölmenntu í Bæringsstofu til að sjá hana. Í þeim hópi voru íbúar úr Eyr- arsveit sem upplifðu flugslysið sem börn. Bjarni Alexandersson og Ásta Bjarnadóttir frá Stakkhamri og Arn- ór Kristjánsson og Auður Jónasdótt- ir frá Eiði voru öll á einu máli um að kvikmyndin væri vel heppnuð. „Mér fannst hún bara alltof stutt. Það var of mikið klippt út af efni sem hefði mátt geta betri skil,“ sagði Arnór Kristjánsson í spjalli við blaðamann Skessuhorns eftir frumsýninguna. „Já, en við verðum að gera okkur grein fyrir því að ekki var hægt að koma öllu fyrir í svona stuttri kvik- mynd,“ sagði Bjarni Alexanders- son. Ásta Bjarnadóttir bætti því við að ýmislegt hafi gerst í tengslum við þennan voveiflega atburð með- al heimafólksins í Eyrarsveit sem er frásagnar virði. „Eins og til dæmis á bænum Kolgröfum. Þar komu allt í einu inn í hús um 30 manns, allt hermenn sem voru að leita að flak- inu. Bæjarhúsin voru mjög lítil. Það var ekkert áhlaupaverk að koma öll- um þessum mönnum fyrir, hvað þá heldur fatnaði þeirra og búnaði. Það vantaði mat handa öllum þessum mönnum. Ingvar Agnarsson bóndi fór niður í fjöru og sótti síld úr flæð- armálinu í Kolgrafafirði og gaf þeim. Þá var síld í firðinum eins og gerð- ist nú síðustu árin. Fólkið í Kolg- rafafirði gerði allt sem það gat til lið- veislu,“ benti Ásta á. Mikil vinna að baki Hjálmtýr Heiðdal er framleiðandi og leikstjóri myndarinnar. „Ég hafði gert eina mynd áður sem fjallaði um atburði í stríðinu. Hún var um steinda kirkjuglugga úr dómkirkj- unni í Coventry í Englandi sem síð- ar höfnuðu að hluta til í Akureyrar- kirkju. Sú mynd kveikti áhugann á að gera þessa. Við fórum margar ferðir hingað vestur á Snæfellsnes í efnis- öflun og líka nokkrar ferðir til Bret- lands. Mikið var tekið upp af viðtals- efni við fólk og þó að ekki hafi allt ratað í myndina þá er það efni allt til og verður varðveitt,“ sagði Hálmtýr. Kvikmyndin á sér marga ára að- draganda. Karl Smári Hreinsson Kvikmyndin Svartihnjúkur frumsýnd í Grundarfirði Þau Arnór Kristjánsson og Auður Jónasdóttir frá Eiði og Ásta Bjarnadóttir og Bjarni Alexandersson á Stakkhamri voru öll ánægð með kvikmyndina. Karl Smári Hreinsson og Hjálmtýr Heiðdal stóðu fyrir gerð myndarinnar um slysið í Kolgrafafirði. Hér eru þeir í Sögumiðstöðinni í Grundarfirði og Hjálmtýr heldur á líkani af samskonar vél og fórst. Ljósm. tfk. Eyþór Garðarsson forseti bæjarstórnar í Grundarfirði óskaði kvikmyndagerða- mönnum til hamingju með kvikmyndina. Grundarfjarðarbær var meðal aðila sem styrktu gerð hennar. Ljósm. tfk. Skaginn frá Skipaskaga IS2009101044 Sköpulag: 8,76 (ein 9,5 og þrjár 9,0) Kostir: 8,50 (sex 9,0) Aðaleinkunn: 8,60 Skaginn tekur á móti hryssum í sumar að Litlu-Fellsöxl. Verð kr. 100.000 + Vsk. (75.000 tollurinn + 25.000 hagaganga og ein sónarskoðun innifalin) Gleipnir frá Skipaskaga, þriggja vetra sonur Skagans. Upplýsingar: Jón Árnason, sími 899-7440 SKE SS U H O R N 2 01 5 Til leigu jarðirnar Mið-Garðar og Syðstu-Garðar, Borgarbyggð Arion banki hf. auglýsir til leigu jarðirnar Mið-Garða (landnr. 136073) og Syðstu-Garða (landnr. 136082), Borgarbyggð. Um er að ræða land, þ.m.t. ræktun, útihús og íbúðarhús. Jarðirnar leigjast saman. Á Mið-Görðum eru helstu mannvirki íbúðarhús. Fjós byggt 1985 með 32 básum og stíum fyrir geldneyti og áföstu mjólkurhúsi. Mjaltabás með átta tækjum og 2.500 lítra mjólkurtankur ásamt fylgibúnaði. Flatgrya, hlaða og hesthús. Á Syðstu-Görðum eru helstu mannvirki íbúðarhús, hesthús, geymslur og atgrya sem er til helminga hlaða og hjarðós. LIT ehf. Ingi Tryggvason hrl. löggiltur fasteignasali Borgarbraut 61 310 Borgarnes sími: 437-1700 gsm: 860-2181 netfang: ingi@lit.is veang: lit.is Samkvæmt Þjóðskrá Íslands er land jarðanna talið vera samtals um 450 hektarar og þar af ræktun 67 hektarar en hún mun vera talsvert stærri. Jarðirnar henta fyrst og fremst til kúabúskapar, þ.e. mjólkur- og nautakjötsframleiðslu. Kröfur eru gerðar um menntun í búfræðum eða reynslu af búrekstri. Gerður verður tímabundinn leigusamningur en að honum loknum kemur til greina að selja leigutaka jarðirnar ásamt öllu því sem þeim tilheyrir. Umsóknir/tilboð um leigu sendist undirrituðum í síðasta lagi 10. júlí 2015. Í þeim komi fram upplýsingar um menntun og reynslu umsækjanda af búrekstri ásamt hugmyndum um búrekstur á jörðunum og framtíðarsýn hvað það varðar. Áskilinn er réttur til að taka hvaða tilboði sem er eða hafna þeim öllum. Allar nánari upplýsingar á skrifstofu. SK ES SU H O R N 2 01 5

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.