Skessuhorn


Skessuhorn - 17.06.2015, Blaðsíða 17

Skessuhorn - 17.06.2015, Blaðsíða 17
MIÐVIKUDAGUR 17. JÚNÍ 2015 17 Sendum íslenskum konum baráttukveðjur í tilefni aldarafmælis kosningaréttar „Ég hugsa framtíðina út frá stöðunni í dag og sé hvað kon- ur eru orðnar öflugar og vel menntaðar miðað við það sem var og ég vona að við höldum áfram á þeirri braut,“ segir Ing- unn Ríkharðsdóttir leikskóla- stjóri um eigin framtíðarsýn. „En konur eru alltaf of prúðar. Það er líka merkilegt að enn er það svo að ef kona er ákveðin, þá er hún frekja sem er nei- kvætt, en ekki karlar. Þarna er skilgreining á konum sem ég vona að verði horfin í fram- tíðinni og að konur framtíðar- innar sjái sig sem jafningja karla og af sömu stærð. Við sem sjáum um uppeldið erum þau einu sem getum breytt því hvernig konum vegnar. Hver manneskja sem elur upp og mótar barn verður að huga að því að allir séu jafngildir. Það er ábyrgðarhluti að vera for- eldri, fullt starf þar sem m.a. þarf að leggja inn þessi gildi um jöfnuð allra manna.“ „Mér finnst vanta þessa borgaralegu vitund, að fólk hafi réttindi en einn- ig ríkar skyldur í samfélagi sem það lifir í,“ segir Ingunn. „Lífið er al- mennt ekki bara að njóta, því fylgja líka skyldur. Fólk þarf að leggja af mörkum og vera virkir þátttakend- ur og ekki bara bíða eftir að einhver annar geri hlutina. Þetta er sameig- inlegt verkefni og hver og einn á að taka ábyrgð á því, ekki bara að hafa skoðun á því sem aðrir gera. Ég held reyndar að við séum komin á rétt- ari braut og kannski verður ástandið enn betra eftir 100 ár. Öll þessi gildi skipta máli og því fleiri sem hugsa um að vera góðir og tillitssamir við aðra, láta gott af sér leiða og vera ábyrgir, því betra. Ég vona sann- arlega að okkur mannkyninu lán- ist það. Mikil umræða er um þessa borgaralegu vitund í skólunum í dag, sem betur fer. Ef við förum að umgangast fólk af virðingu þá gæti okkur ef til vill tekist þetta.“ Konur þurfa að líta að sig sem jafngildar Ingunni er einnig ofarlega í huga hvað konur smækka sig oft sjálfar. „Konur þurfa að líta á sig sem jafn- gildar, hafa kjark og þor til að tak- ast á við stór verkefni sem skipta máli og geta haft áhrif. Kannski væri ráðið að afhenda konum fleiri tæki- færi og völd. Ég er hugsi yfir því af hverju það hefur ekki gerst, því mik- ið var rætt um það sem leið í endur- reisn Íslands. Konur halda alla jafna öllum þráðum heimilisins í höndum sér, hafa yfirsýn yfir stærri myndina og eru því vanari að horfa til fram- tíðar. Við eru einnig varkárari í eðl- inu því við erum alltaf að passa upp á svo marga. Kannski liggur skýr- ingin hjá okkur sjálfum en margar konur eru mjög frambærilegar og þurfa sannarlega ekkert að skamm- ast sín eða afsaka sig. Skýringin gæti líka verið sú að umhverfið er óvægið og frekt og við konurnar tökum það meira inn á okkur og kærum okkur síður um það. Fólk þarf almennt að láta þessar borgaralegu skyldur sig varða. Ef við höfum þær ekki sem markmið, þjóðin, þá er það eins og að fara í ferðalag og vita ekkert hvert ferðinni er heitið. Við þurfum að setja okkur vegvísa, þá verður ferðin kannski eins og við ætluðum og við náum á leiðarenda.“ Ingunn segist einnig vera hugsi yfir því hvernig Ís- lendingar komu út úr hruninu. „Það eru alls kyns ritsóðar sem hafa geyst fram og telja sig hafa réttindi til að tjá sig en bera engar skyldur og enga ábyrgð, skýla sér jafnvel með nafn- leysi. Það er sannarlega ekki gott innlegg né uppbyggjandi.“ Kynjabundin launamunur „Og launin,“ segir Ingunn með þunga; „af hverju er launamunur enn við líði árið 2015? Ég vona að við verðum búin að leiðrétta hann eftir 100 ár en er hrædd um að svo verði ekki. Mér finnst að það eigi að vera skylda hjá sveitarfélögum að upplýsa um launakjör og þá er ég að tala um laun og launakjör sem falla ekki undir kjarasamninga, yfirvinnu, akstur og ýmis önnur laun. Ég vinn sjálf hjá sveitarfélagi og held að það geti orðið erfitt að fá þessar upplýs- ingar, sem ætti ekki að vera ef leit- að væri eftir þeim. Opinberir að- ilar eiga að sýna fordæmi í þessu. Ef konur taka ekki skrefið fram á við í launamálunum, þá gerist ekk- ert, burt með hugtakið kvennastétt! Maður þarf ekki alltaf að njóta sól- arinnar þótt hún sé góð og við verð- um að vilja breytingar til að eitthvað gerist. Við verðum að ala fólkið okk- ar í því að konur og karlar séu jöfn og dætur okkar og dætur þeirra, viti að þær fái sömu laun og karlar fyr- ir sömu vinnu. Margir ungir feður taka mikinn þátt í uppeldinu og vilja það, sem er gott. En ég tel að karlar og konur skilji hluti oft á ólíkan hátt og mistökin eru kannski að gera ráð fyrir að allir skiljir hlutina eins. Það er mikilvægt að muna að það gerist ekkert af sjálfu sér og ef við viljum meiri gæði þá verðum við að vinna í því.“ Fyrirtækið Ísland er alltaf að breyta um stjórnendur „Ef við ákveðum að Ísland sé eins og fyrirtæki, þá blasir sérstök mynd við,“ segir Ingunn og heldur áfram. „Fyrirtækið hefur ekki framtíðar- stefnu, markmið, matskerfi né að- gerðaáætlun, ef árangur næst ekki. Á fjögurra ára fresti breytir fyrirtækið Ísland síðan um stefnu og og stjórn- endur. Hvaða fyrirtæki þolir það? Ekkert. Það verður að setja stefnu sem heldur lengur en bara fjögur ár, því spyr ég hvernig ætlum við að ná árangri á þennan hátt? Þeir sem gæfu kost á sér til Alþingis, væru þá að sækja um vinnu hjá fyrirtækinu Íslandi, sem hefði eins og önnur fyr- irtæki, grunngildi, stefnu, markmið og ákveðna starfshætti. Það er enn verið að messa það sama yfir manni og hefur gengið síðustu áratugina og ætlum við að hafa það óbreytt næstu hundrað árin? Flestir geta verið sammála um þessi mikilvægu grunngildi og við, Íslendingar, eig- um meira að segja stærri möguleika í að koma þeim á, af því að við erum ekki fleiri. En af því að við erum sí- fellt að breyta þá náum við eng- um eða litlum árangri. Eins og ég sagði fyrr, það myndi engu fyrirtæki að detta í hug að nota þessa hug- myndafræði að reka reglulega alla stjórnendur á fjögurra ára fresti og setja allt upp á nýtt. Við byrjuðum á ákveðinni stefnumótun með Þjóð- fundinum. En hvað gerðum við svo? Okkar vandi liggur í því sem áður var sagt. Við klárum aldrei neitt, vegna þessara tíðu skipta, hætt- um alltaf á miðri leið. Við þurfum að finna þessi grunngildi og meg- instoðir okkar sem þjóðar, setja al- mennilega vegvísa og halda okkur við þá. Annars miðar okkur ekkert áfram,“ segir Ingunn Ríkharðsdótt- ir að lokum. bgk Borgaraleg vitund er afar mikilvæg Ingunn Ríkharðsdóttir leikskólastjóri á Akranesi spáir í framtíðina Ingunn Ríkharðsdóttir, leikskólastjóri á Akranesi. Spá fyrir um stöðu jafnréttismála eftir næstu hundrað ár Fótaaðgerðastofa Kristínar Snotra LANDNÁMSSETur Íslands Snæfellsnes Excursions Snæfellsnes - The best kept secret in Iceland

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.