Skessuhorn


Skessuhorn - 17.06.2015, Blaðsíða 43

Skessuhorn - 17.06.2015, Blaðsíða 43
MIÐVIKUDAGUR 17. JÚNÍ 2015 43 Krossgáta Skessuhorns Hér er ný krossgáta fyrir lesendur að spreyta sig á að leysa. Þeir sem vilja geta sent Skessuhorni lausnarorð/ in á netfangið: krossgata@skessuhorn.is fyrir klukkan 15 á mánudögum. Þeir sem ekki hafa aðgang að tölvu- pósti sendi lausnir á Kirkjubraut 56, 300 Akranesi (at- hugið að póstleggja þarf lausnir í síðasta lagi á föstu- degi). Dregið verður úr réttum innsendum lausnum og fær vinningshafinn bókagjöf frá Skessuhorni. 62 lausnir bárust við krossgátu í blaðinu í síðustu viku. Lausnin var: „Álitlegur“. Vinningshafi er: Þóra S Einarsdóttir, Hamravík 6, 310 Borgarnesi. mm Fyrir- lestur Hrakför Nefnd þegar Röð Ætt Mór Spyrja Angan Tónn Mynni Eðli Upphr. Þar til Reyr Tölur Stöng Hitar Síðan Fag Kunn- ingi 4 Smábiti Glögg- ur Tekur Villt 1 Fákur Tóm Kvakar Ílát Merki 150 Blóm Öflug Enni Laðaði Næði Vilji Skran Vætu Spilið Mergur 1001 2 Duft Kusk Hellti Klípa Kvaka Vægð Kropp Rölt Vendi Strax Rasa Ásókn Frelsi Ljá Svarar 6 Drjóla Depill Óregla Hrekkir Áma 8 Dæld Kl. 15 Elfum Reipi Vafstur Til Jurta- seyði Tónn Sefar Korn Fjöldi Stafur Etur Óregla Áhald Hlaupa Tæp Tvíhlj. 51 Kám Hópur Skinn Planta Vangi Hress Ver Refsing 9 Fruma 5 Blundur Sýl Harð- fisk Titill Hrópar Löt Gruna 3 Slæmir Dreifa Ókunn Reykur 7 1 2 3 4 5 6 7 8 9 Fjölmennt var á Langasandi í síð- ustu viku þegar Bláfáninn var dreg- inn að húni þriðja árið. Bláfáninn er alþjóðlegt umhverfismerki og tákn um markvissa og skilgreinda umhverfisstjórnun. Það var Katrín Magnúsdóttir frá Landvernd sem afhenti Regínu Ásvaldsdóttur bæj- arstjóra fánann. Til að fá Bláfánann þarf bað- ströndin á Langasandi að uppfylla 32 skilyrði sem lúta að vatnsgæð- um, umhverfisstjórnun, upplýs- ingagjöf og öryggi. Það eru ein- ungis tvær aðrar baðstrendur sem hafa fengið fánann hér á landi; Bláa Lónið og Nauthólsvík en sérstaða Langasands er að um náttúrulega strönd er að ræða. Akraneskaup- staður tekur sýni úr sjónum reglu- lega og hafa þau komið mjög vel út. Þá er einnig fjölmörg fræðslu- verkefni unnin með börnum á öll- um aldri á Akranesi í tengslum við umhverfið og Langasand. mm/ akranes.is Bláfáninn kominn á loft við Langasand Börn frá þremur leikskólum á Akranesi voru viðstödd fánahyllinguna og sungu m.a. lagið „Ein á báti“ eftir Valgerði Jónsdóttur. Þeir duttu heldur betur í lukkupott- inn ferðamennirnir sem voru að spóka sig við Kaffi Emil í Grund- arfirði nýverið. Þá kom akandi hákarlakóngurinn Hildibrandur Bjarnason í Bjarnarhöfn. Í kerru aftan í jeppa sínum var Hildibrand- ur með vænan hákarl. Hákarlinn var hann nýbúinn að sækja af tog- veiðiskipinu Hring SH sem var að landa um morguninn. Voru ferða- mennirnir mjög áhugasamir um skepnuna og skoðuðu hana í bak og fyrir. Ekki spillti svo fyrir að fá fróðleik frá Hildibrandi sjálfum í kaupbæti. tfk Ferðamenn fengu óvænta hákarlasýningu Föstudagskvöldið 19. júní býður Frystiklefinn í Rifi upp á einstakann listviðburð þegar alþjóðlegur hópur sirkuslistamanna mætir í klefann og setur upp verkið Melodic Objects. Verkið er samspil listamanna og tónlistarmanns sem flytjur lifandi tónlist í verkinu. Hópurinn hefur ferðast um víða veröld til sýninga og í honum eru þrír af fremstu djög- glerum (ens. Jugglers) í heiminum í dag. Hópurinn hafði frétt af upp- gangi Frystiklefans og hafði því sjálf- ur frumkvæðið að því að heimsækja Vesturland. „Þetta er mikill hvalreki fyrir menningarlífið á svæðinu og mikið gleðiefni að hópur af þessum mælikvarða sækist eftir því að koma hingað vestur,“ segir Kári Viðars- son frystiklefastjóri. Sýningin hefst klukkan 20:00 og eins og tíðkast í Frystiklefanum eru það áhorfendur sjálfir sem ráða því hvað þeir borga fyrir aðganginn. mm Sirkus Melodic Objects í Frystiklefanum Laugardaginn 19. júní verður margt um að vera á Hvanneyri. Þá munu tvær listsýningar verða opn- aðar á staðnum. Klukkan 14:00 verður opnuð sýning í kaffihús- inu í Skemmunni. Þar sýnir Elísa- bet Haraldsdóttir m.a. nýja kaffi- bolla. Þar verða kaffibarþjón- ar og sérfræðingar í mjólkurlist (e. Latte Art) frá Reykjavík Roas- ters og gefst gestum tækifæri til að fá sér kaffisopa úr sýningarboll- unum. Klukkan 15:30 opnar síð- an Ólöf Erla Bjarnadóttir sýningu á mjólkurkönnum í Landbúnaðar- safninu í Halldórsfjósi. Könnurn- ar brenndi hún í gas/viðarofni að Nýp á Skarðsströnd. Bjarni Guð- mundsson forstöðumaður safns- ins mun opna sýninguna og segja nokkur orð um mjólkurskólana á Hvanneyri og Hvítárbakka. Mjólk og kleinur verða í boði kvenfélags- ins 19. júní. Kvenfélagið á einmitt 77 ára afmæli þennan dag og bjóða kvenfélagskonur upp á skemmti- legan fróðleik um konur, fyrirlestur sem Danfríður Skarphéðinsdótt- ir heldur á Skemmuloftinu. Á und- an leikur Soffía Björg nokkur lög. Heimafólk hvetur gesti til að koma í heimsókn á Hvanneyri. Mjólkurkönnur Ólafar Erlu Elísabetu Haraldsdóttur, leirlist- arkonu og menningarfrömuð á Hvanneyri, þekkja margir. En hver er Ólöf Erla Bjarnadóttir? Hún starfar nú sem deildarstjóri í Mynd- listarskólanum í Reykjavík en hef- ur stundað leirmunagerð frá árinu 1982. Árið 2012 hlaut hún styrk frá Menningarráði Vesturlands til að vinna verkefnið „Mjólkurkönn- ur fyrir Vesturland – Baula.“ Ólöf Erla bjó lengi á Hvanneyri og lang- aði hana að búa til eitthvað sem tengdist bæði bændum og Vestur- landi og kviknaði þá hugmyndin af mjólkurkönnunum. „Hugmyndin var að búa til mjólk- urkönnur úr leir sem mætti nota við borðhald, hvunndags og spari, allt frá rjómalögg út í kaffið til þess að hella mjólk út á grautinn,“ sagði Ólöf Erla í samtali við Skessuhorn. Ári síðar var hún búin að þróa hug- mynd sína og þá var lagt af stað að Nýp á Skarðsströnd, þar sem könn- urnar eru brenndar. Könnurnar eru glerjaðar með glerungum sem inni- halda íslensk jarðefni og brenndar í sérstökum hlöðnum ofni sem á, að sögn Ólafar Erlu, sér engan líkan hér á landi. Ofninn, sem gengur fyr- ir gasi og viði, gefur allt öðruvísi lit á leirinn heldur en hefðbundinn raf- magnsofn. Nú þegar tvö ár eru liðin frá því Ólöf Erla hófst handa við að búa til könnurnar mun hún halda sýn- ingu á þeim í Landbúnaðarsafninu á Hvanneyri. Sýningin mun verða opin til 12. júlí. „Mér fannst við hæfi að sýna þær á þessum afmælisdegi íslenskra kvenna en auk þess á kvenfélagið í Andakíl 77 ára afmæli þennan dag,“ bætir Ólöf Erla við. Þetta er í fyrsta skipti sem Ólöf Erla sýnir allar könnurnar sínar saman en hún mun einnig sýna könnur sem brenndar hafa verið í rafmagnsofni svo hægt verði að bera þær saman við könnurnar úr ofnin- um frá Nýp. Hægt verður að kaupa könnurnar hjá Ólöfu Erlu á sýning- unni og vonast hún til þess að könn- urnar fari í sölu á Vesturlandi í fram- haldinu. arg Leirlist og kvenfélagshátíð á Hvanneyri Könnur í brennslu í ofninum góða að Nýp.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.