Skessuhorn


Skessuhorn - 17.06.2015, Blaðsíða 27

Skessuhorn - 17.06.2015, Blaðsíða 27
MIÐVIKUDAGUR 17. JÚNÍ 2015 27 Sendum íslenskum konum baráttukveðjur í tilefni aldarafmælis kosningaréttar Rósa Guðmundsdóttir hefur mörg járn í eldinum. Auk þess að starfa við sjávarútveg í fjöl- skyldufyrirtækinu GRun þá er hún bæjarfulltrúi og á sæti í bæjarráði í Grundarfirði þar sem hún er fædd og uppalin. „Árið 2005 útskrifaðist ég úr viðskiptafræði við Háskólann í Reykjavík og flutti svo heim aftur. Það var mikið grín gert að mér af samnemendum mínum að ég skyldi ákveða að flytja aftur til baka í Grundar- fjörð á þeim tíma. Þeim þótti það frekar undarlegt að flytja á brott úr Reykjavík og út á land með slíka menntun í far- teskinu. Andinn þarna syðra var þannig þá að slíkt þótti ekki fínt. En ég vil hins vegar alltaf vera svona landsbyggð- arkona ef ég get. Ég fór því bara heim þegar ég var búin með námið,“ segir Rósa. Með ofnæmi fyrir ýsu Flestir hefðu ætlað að hún færi ein- faldlega að starfa við fyrirtækið GRun. Það hvílir á traustum merg, var upphaflega stofnað af afa hennar Guðmundi Runólfssyni og er enn í dag í eigu fjölskyldunnar. Svo fór þó ekki. Rósa þoldi ekki ýsu og ýsa var á þessum árum ein helsta vinnslu- tegund fyrirtækisins. „Ég var ein- faldlega með ofnæmi fyrir ýsu sem lýsti sér í vanlíðan og uppköstum ef ég fann lyktina af þeim fiski. Því fór ég að vinna hjá flutningafyrirtækinu Ragnari og Ásgeiri hér í Grundar- firði þegar ég sneri heim úr nám- inu. Þar var ég til vorsins 2008 að mér bauðst að koma hingað í fjöl- skyldufyrirtækið GRun. Ég stökk til og hef verið hér síðan. Hér þekkti ég auðvitað vel til, hafði unnið hér sem unglingur með skóla. Ég ákvað hreinlega að láta ýsuofnæmið ekki trufla mig við störf og þrjóskaðist áfram. Ég hafði tekið ofnæmistöflur en hætti því hægt og rólega. Þannig tókst mér á vissan hátt að aðlagast þessu. Ég er þó með þetta óþol enn í dag þó það hafi lagast. Í dag finn ég ekkert fyrir ýsunni í vinnslunni en ég má hins vegar ekki borða hana. Ég því get alveg unnið hérna. Þetta á bara við um þessa einu fisktegund, ég hef ekki fundið fyrir þessu varð- andi neinar aðrar sjávarafurðir. Lík- lega eru einhver efnasambönd í ýs- unni sem valda þessu.“ Vinna ferskan fisk Helstu verkefni Rósu hjá fyrirtæk- inu eru að hafa umsjón með fisk- vinnslunni. Hún segist algerlega sátt við að hafa valið sér sjávarútveg- inn sem starfsvettvang. „Ég er mjög ánægð hérna og er ekkert að fara að breyta til. Þetta er búinn að vera skemmtilegur tími. Vinnslan hefur breyst mjög mikið á síðustu árum. Þegar ég kom 2008 þá var hér nær eingöngu stunduð frysting. Við vor- um mjög lítið í ferskum fiski nema aðeins annað slagið. Sú vinnsla hef- ur hins vegar vaxið mjög mikið en dregið úr frystingu að sama skapi. Í dag er varla hægt að kalla okkur frystihús eins og áður fyrr. Við horf- um til framtíðar og erum að huga að auknum fjárfestingum fyrir vinnsl- una, bæði fyrir ferska fiskinn og þann frosna. Ég myndi segja að nú séum við fiskvinnsla, ekki frystihús. Það er stigsmunur þar á, sumir myndu segja eðlismunur,“ útskýrir Rósa. „Fiskurinn er unninn hér og búið um hann til útflunings. Honum er síðan ekið með bílum suður. Þorsk- urinn fer mjög mikið beint í skip og á markaði sem einkum eru í Frakk- landi. Þar erum við með samninga við stóra kaupendur. Karfinn fer hins vegar mest ferskur í flökum til Þýskalands. Allt ferlið við vinnsluna er þaulskipulagt alveg fram í veiðar um borð í skipunum.“ Hún segir að í dag sé það svo að vinnslan í landi stýri veiðunum úti á miðunum. Skip fyrirtækisins leit- ast við að veiða það sem vinnslan og kaupendur óska eftir hverju sinni. „Þess vegna get ég ekki skilið þessa umræðu um að slíta samband vinnslu og veiða. Lykillinn að því að það sé hægt að framleiða toppverðmæti úr þessum fiski er að við höfum einmitt þessa stýringu allt frá því fiskurinn er veiddur. Þetta hjálpar okkur bæði við vinnsluna og líka í sjálfum sölu- málunum. Við getum sýnt fram á að við höfum fulla stjórnun og yfirsýn í öllu ferlinu. Jafnrétti í Grundarfirði Eins og nefnt var í upphafi þá er starfsvettvangur Rósu á fleiri svið- um en í sjávarútveginum. Hún hefur átt sæti í bæjarstjórn Grundarfjarðar fyrir hönd Sjálfstæðisflokksins síðan 2006, eða í níu ár. Hún situr einn- ig í bæjarráði. „Þetta er skemmtilegt en getur verið lýjandi. Það fylgir því mikil vinna að vera í bæjarstjórn, þetta er miklu meiri vinna en fólk gerir sér grein fyrir. En maður reyn- ir að gera sitt besta.“ Aðspurð hafnar Rósa því að hug- ur hennar standi til frekari metorða í stjórnmálunum svo sem að leggja í framboð til þings. „Nei. Ég er mjög sátt við þetta eins og það er. Mín stjórnmálaþátttaka miðar að því að vinna fyrir nærsamfélagið. Ég hef engan áhuga á að fara í landsmálin.“ Þar sem þetta viðtal er hugsað til birtingar í Skessuhorni á aldarafmæli kosningaréttar kvenna á Íslandi, þá er ekki úr vegi að ræða aðeins um jafnréttismálin í Grundarfirði við sveitarstjórnarkonuna Rósu Guð- mundsdóttur. „Þau eru í ágætu lagi hér í Grundarfirði. Hér hafa konur alltaf haft mikil áhrif. Á tímabili fyr- ir aðeins nokkrum árum síðan voru konur yfir grunnskólanum, leikskól- anum og fjölbrautaskólanum. Bæj- arstjórinn á þeim tíma var kona sem og forseti bæjarstjórnar. Læknirinn var líka kona. Konur í Grundarfirði eru mjög duglegar og hafa ekkert verið að veigra sér við að taka að sér stjórnunarstörf ef slíkt hefur verið uppi á teningnum,“ slær hún föstu. Rósa rifjar í framhaldi af þessum orðum upp að frekar megi finna vís- bendingar um að forpokahátturinn í jafnréttismálum sé meiri fyrir sunn- an heldur en vestur í Grundarfirði. „Á árunum 2008 og 2009 sátum við þrjár konur í bæjarráði Grundar- fjarðar. Eitt sinn komum við okk- ur saman um að Grundarfjarðar- bær skyldi niðurgreiða skólamat til grunnskólabarna í sveitarfélaginu. Það kom frétt í Fréttablaðinu í kjöl- farið með fyrirsögn sem hófst á orð- unum „Húsmæður í Grundarfirði ákváðu....“ Ég hef aldrei orðið jafn reið yfir neinni fyrirsögn í blaði og þarna. Þetta fannst mér mjög léleg blaðamennska að setja þetta svona fram. Við vorum ekki húsmæður heldur kjörnir fulltrúar að sinna sín- um störfum.“ mþh Rósa Guðmundsdóttir í Grundarfirði: Kláraði viðskiptafræðina og haslaði sér völl í sveitarstjórnarmálum og sjávarútvegi Rósa Guðmundsdóttir við Grundarfjarðarhöfn. Bláa skipið í baksýn er togarinn Hringur SH sem gerður er út af GRun. Bifreiðaþjónusta Harðar ehf. Smur og dekkjaþjónusta Sala á dekkjum og olíuvörum Borgarbraut 55 - 310 Borgarnesi 437 1192 / 847 8698 - midgardur@vesturland.is Sólmundarhöfði 7 www.sh7.is

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.