Skessuhorn


Skessuhorn - 17.06.2015, Blaðsíða 33

Skessuhorn - 17.06.2015, Blaðsíða 33
MIÐVIKUDAGUR 17. JÚNÍ 2015 33 Sendum íslenskum konum baráttukveðjur í tilefni aldarafmælis kosningaréttar hest ég vildi ekki eiga. Það getur líka verið góður skóli. Reyndar lærði ég það strax sem krakki, að ef þú eignast eitt sinn góðan hest, þá veistu hvaða hross þú átt að forðast.“ Sextán ára gömul hleypir Bogga heimdraganum og fer þá fyrst til Reykjavíkur. Sótti meðal ann- ars námskeið í listmálun í Reykja- vík og lærði handtök hjá Hjálmari Þorsteinssyni frá Akranesi og löngu síðar fór hún einnig á námskeið hjá Bjarna Þór Bjarnasyni listamanni. Á heimilinu á Báreksstöðum má víða á veggjunum finna prýðileg listaverk eftir hana. Bogga vann um tíma á Landspítal- anum og hugðist um tíma leggja fyr- ir sig nám í hjúkrun. En ekki fór það svo því að Hvanneyri fór hún árið 1948 og kynntist þar manninum sem átti eftir að verða örlagavaldur og ástin í lífi hennar; Ólafi Guðmunds- syni. Hann var sonur Guðmundar Jónssonar skólastjóra og Ragnhildar Ólafsdóttur konu hans. „Við bjugg- um fyrst um okkur í ráðsmannshús- inu. Þá vorum við um tíma í Sví- þjóð þar sem Óli var við framhalds- nám. Hann starfaði svo eftir það hjá Bútæknideild RALA og veitti starfi hennar forstöðu á Hvanneyri. Þá var hann einnig mikill músíkmaður og starfaði sem organisti og kenndi skólastrákunum kórsöng. Guðmund- ur skólastjóri, tengdafaðir minn, var sjálfur ekki mikill hestamaður en hafði þó ekkert á móti hrossum. Þá mátti maður eiga hross á Hvann- eyri og þau voru í þá tíð ekki talin fyrir neinum. En í sveitina vildi ég helst ekki flytja nema hafa hross. Það varð líka úr og smám saman stækkaði hrossastofninn, einkum eftir að flust var að Báreksstöðum. Barist við herrana Þau Sigurborg og Ólafur eignuðust fimm börn á Hvanneyrarárunum. Börnin komu í heimin árin 1953 til 1963. Barnabörnin eru í dag ellefu og barnabarnabörnin eru einnig ell- efu. Á Hvanneyri bjuggu þau til 1975 að þau fluttu að Báreksstöðum sem er næsta jörð við Hvanneyrarstað. Ólafur veikist tíu árum síðar og deyr 1985, að morgni Hvítasunnudags fyrir réttum 30 árum. Eftir það hef- ur Bogga búið ein, ræktað hross en notið aðstoðar barna sinna og vina, en einkum hefur Jón sonur hennar stutt hana í því. „Það hefur reynd- ar plagað mig að ég þurfti mikið að hafa fyrir því að halda ábúðarrétt- inum hér á Báreksstöðum. Sú bar- átta hófst eiginlega strax daginn sem Ólafur minn dó og stóð í mörg ár. Mér finnst sjálfri þetta ekki vera fal- leg saga og vil segja hana. Þessi bar- átta stóð í mörg ár bæði við ráðu- neytið, Ríkiskaup og skólastjóra. Lauk með því að jörðin var gerð að landlitlu rýrðarkoti, hér fyrir ofan veg, sem ég þurfti að greiða fyrir hærra verð en ríkið fékk þegar það seldi Eiðarskóla, svo ég taki dæmi. Ég gleymi aldrei hvað mér sárnaði þegar ég fékk að sjá verð á öðrum ríkisjörðum sem seldar höfðu ver- ið, fyrir miklu lægri upphæð en ég þurfti að reiða fram, loksins þeg- ar salan gekk í gegn. Líklega hefur verið okrað á mér til að ég myndi hrökklast frá kaupunum. Mér fannst þá og finnst reyndar enn að það hafi stórlega verið brotið á rétti mín- um. Öll sú barátta reyndi á og upp- skar ég meðal annars hjartaáfall af álaginu sem þessu fylgdi. Ég var til dæmis grandalaus látin skrifa undir plagg þess efnis að ég byggi í húsi en ekki á jörð. Síðar var það plagg not- að í baráttunni gegn mér. Reynd- ar finnst mér þetta óréttlæti minna mig svolítið á hvernig farið var með móður mína norður á Ströndum vorið eftir að faðir minn lést. Það vantar enn víða í samfélagið okk- ar þennan samhug og hlýhug sem fleiri mættu tileinka sér. Hlutirnir eiga aldrei að vera bara svartir eða hvítir. Þessi millivegur, mannlegi þátturinn, er alltof oft að gleymast. Stjórnendur stofnana hins opinbera ættu til dæmis að skylda til að sækja nám í mannlegum samskiptum áður en þeir taka að sér slíkar trúnaðar- stöður.“ Það er þungt í Boggu út af þessu, en við verðum einhuga um að snúa talinu upp í eitthvað léttara. Studd af ýmsum Hestamennsku og hrossarækt byrj- aði Bogga að stunda að einhverju ráði um og eftir 1970 en mest eft- ir að þau Ólafur fluttu að Báreks- stöðum þar sem rýmið varð betra til ræktunarstarfs og útreiða á slétt- um grundunum. Áður en flutt var að Báreksstöðum hafði Bogga þó eignast góðan vin í Gunnari Bjarna- syni sem þá bjó á Hvanneyri ásamt Guðbjörgu konu sinni og börnum. „Gunnar Bjarnason var mikill vin- ur minn og hvatti mig óspart áfram í að eignast góð hross og láta þetta áhugamál mitt verða að einhverju. Hann varð þannig áhrifavaldur í lífi mínu og reyndar fleiri góðir að auki. Nefni ég Reyni heitinn Aðalsteins- son sem sýndi fyrir mig Skeifu á Landsmótinu á Þingvöllum 1970 og reið henni til sigurs. Þá var Þorkell Bjarnason einn af þessum sterku, traustu vinum, Einar á Skörðugili, Davíð á Grund og ýmsir fleiri. Ás- geir mágur minn og fleiri skyld- menni hafa líka reynst mér vel,“ all- ar götur síðan Óli minn féll frá. Skeifa var afburðahross Á Hvanneyrarárunum eignaðist Bogga meðal annars kynbótahryss- una Skeifu sem átti eftir að verða örlagavaldur í hrossarækt hennar. Hryssa sem gat af sér afburða gæð- inga, eins og Sikil, Ófeig, Borgfjörð, Kátínu og Flugsvinn. „Ég eignaðist Skeifu þegar hún var 5 eða 6 vetra. Skeifa var kennd við Kirkjubæ þótt hún væri frá Nautabúi í Skagafirði. Hún var skagfirskra og húnvetnskra ætta undan hryssunni Ósk og Ljúfi frá Blönduósi. Skúli í Skarði sagði Skeifu taumléttasta hross sem hann hefði riðið, hafði mikinn burð og sterka lund. Skeifa var rauð með hvíta skeifu í enni og var feikna- vel gerð. Það þurfti engar hlífar á hana og dugðu hringamél, hún var svo næm. Var raunar fram eftir öll- um aldri að auka viljann. Skeifa varð ekki gömul, ég missti hana í keldu og hef saknað hennar æ síðan. Engu að síður fékk ég undan henni gæð- inga, hvern öðrum betri, sem ég er þakklát fyrir,“ segir Bogga. Varar við slæmu lyfi Bogga segist í dag ekki eiga sjálf neitt hross af ætt Skeifu. Hún kveðst vera að fækka hrossunum, þau séu komin undir tuttugu að tölu. „Ég fór í að- gerð á hné í október í haust, var orð- in svo slæm í hnénu að ég var hætt að geta farið á hestbak. Raunar var það Jón sonur minn sem bannaði mér að fara meira á bak, var líklega orðinn hræddur um gömlu konuna, móður sína. Því fór ég í þessa að- gerð og sé núna fram á að geta gert eitthvað meira en klappað blessuð- um hestunum mínum. Ég er óðum að hressast enda að losna við þess- ar hliðarverkanir sem slæm bólgu- eyðandi lyf höfðu á mig, lyf sem ég hafði verið látin éta alltof lengi. Ég vil endilega koma nafninu á þessu lyfi á framfæri, öðrum til varnað- ar. Það heitir „Miloride – mite“ og var gefið við bjúg og átti að vera vatnslosandi. Í allri umræðunni um ný lyfjalög er nauðsynlegt að koma svona löguðu á framfæri. Það vant- ar nefnilega mikið upp á eftirfylgni við hliðarverkanir sem lyf geta haft. Allavega veiktist ég hastarlega og var að endingu orðin ósjálfbjarga hér heima í rúmi þegar börnin mín komu og mér var bjargað. Það mátti ekki tæpara standa. Nú hefur kom- ið í ljós að þetta lyf eyðir B vítamíni úr líkamanum. Ég hreinlega missti málið og var komin með flogaköst þegar börnin mín komu að mér. Það lá því nærri,“ segir Bogga. Hundrað ára á góðum gæðingi Bogga á Báreksstöðum kveðst í dag sátt og ekki er hún síst ánægð með að vera að ná heilsu að nýju. „Allavega er ég orðin vel málhress, eins og þú heyrir,“ segir hún hlæjandi og bæt- ir við; „þú getur rétt ímyndað þér hvernig það var fyrir konu eins og mig að missa málið!“ Bogga fylg- ist vel með, ekki þó síst með af- komendum sínum sem sumir hverj- ir eru á kafi í hestamennku; ræktun og keppni. Þeir eiga ekki langt að sækja áhugann. Hún og Jón Ólafs- son sonur hennar eiga Báreksstað- ina saman, „ofan vegar þetta rýrð- arkot,“ eins og Bogga kallar jörðina sína í dag. Og þar halda þau mæðgin hross. „Hér vil ég vera eins lengi og ég get til að láta drauma mína ræt- ast. Uppáhalds bókin mín er einmitt Gamlinginn sem hvarf. Hundrað ára karl sem strýkur af elliheimilinu þegar hann er að verða hundrað ára og flakkar um allan heim og gerir margt af því sem hann hefur lang- að til að gera, en ekki komið í verk. Ætli ég verði ekki bara hundrað ára kerling hér í sveitinni eftir fimmtán ár, ríðandi um brosandi út í heiminn á viljugum hesti, það kæmi mér alls ekki á óvart,“ segir Bogga á Báreks- stöðum að endingu. mm Bogga á Skeifu sinni á Hvanneyrarengjum. Myndina tók Ólafur Guðmundsson. Bogga lærði strax á unglingsárum að mála. Hér er mynd eftir hana af Laxfossi í Norðurá. „Ég hef alltaf kosið viljug hross, taumlétt og ganggóð,“ segir Bogga. Stykkishólmsbær

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.