Skessuhorn - 17.06.2015, Blaðsíða 42
MIÐVIKUDAGUR 17. JÚNÍ 201542
Pennagrein
Uppbyggingu í stað
niðurrifstals
Að undan-
förnu hef-
ur hópur fólks
farið mikinn í
opinberri um-
ræðu á Akranesi. Hópur þessi hef-
ur, án umboðs, kynnt sig sem full-
trúa íbúa sem vernda vilja neðri
Skaga. Málflutningur hópsins hef-
ur gengið fram af mér og mörgum
öðrum bæjarbúum enda eingöngu
um niðurrifstal að ræða. Niðurrifs-
tal sem verðfellt hefur allar eignir á
neðri Skaga þar sem ég bý og það
sem meira er, mér líður vel þar.
Í máli hópsins hefur meðal ann-
ars komið fram að mikill fjöldi
íbúða sé til sölu á svæðinu og það
sé tengt lykt af völdum fiskvinnslu
á svæðinu. Í stuttu mál má segja að
þessi málflutningur sé tóm þvæla,
svo ekki sé tekið sterkar til orða.
Fasteignasalar á svæðinu geta stað-
fest að vandinn liggur hjá Íbúðal-
ánasjóði sem á flestar þær eign-
ir á svæðinu sem eru til sölu. Þetta
eru eignir sem fólk hefur misst en
eru alltof hátt verðlagðar af sjóðn-
um. Margar þeirra hafa fengið lítið
viðhald undanfarin ár og því er það
verðlagningin og kostnaðarsamt
viðhald sem fælir mögulega kaup-
endur frá, ekki lykt. Þrátt fyrir það
hafa undanfarin misseri hlutfalls-
lega fleiri eignir selst á neðri Skaga
heldur en í öðrum hluta bæjarins.
Svo langt hefur verið gengið í
málflutningi hópsins að nefnt hefur
verið að fjöldi nemenda í Brekku-
bæjarskóla hafi staðið í stað frá
1995 þar sem enginn vilji flytja á
neðri Skaga. Sannleikurinn er sá að
skólinn er fullsetinn. Erfitt er að sjá
hvernig fjölga eigi íbúum á svæð-
inu m.a. vegna þess að ekki eru lóð-
ir í boði á svæðinu fyrir fjölbýlishús
eins og í öðrum hluta bæjarins.
Fólk getur þurft að flytja af ýms-
um ástæðum og misst trúna á nú-
verandi búsetu. Í blokkum á efri
Skaga eru margar íbúðir til sölu.
Ekki er það vegna ólyktar trúi ég.
Það eru fjölmargar ástæður sem
rekur fólk til breytinga og því frá-
leitt að láta líta svo út sem að ein-
ungis ein ástæða sé til staðar.
Ef trúa má forsprökkum hóps-
ins er dauði og djöfull yfir neðri
Skaga. Skoðum það aðeins nán-
ar. Hvar hefur uppbygging í ferða-
þjónustu verið mest í bæjarfélag-
inu? Hvar eru flest öll gistiheimili
bæjarins staðsett? Af hverju skyld
nú rísa glæsilegt hús við Suður-
götu þessar vikurnar? Allir, sem
vilja horfa öfgalaust á málin, vita
svarið við þessum spurningum. Það
er nefnilega talsverð uppbygging á
neðri Skaga. Endurbygging Akra-
torgsins tókst afar vel. Nýtt kaffi-
hús hefur opnað við torgið og sem
lífgar uppá nágrennið svo um mun-
ar. Í miðbænum er verið að gera
upp hús og á Breiðinni eigum við
vinsælasta vita í heimi sem alltaf er
fullur af fólki. Er það meint ólykt
sem veldur þessu?
Að sjálfsögðu er ekki svo. Neðri
Skaginn mun á næstu árum end-
urheimta fyrri reisn sína í sátt og
í nábýli við kröftugt atvinnulíf líkt
og ávallt áður. Atvinnulíf fælir ekki
ferðamenn frá. Það sogar til sín
ferðamenn.
Ég vona að sá litli hópur sem
að undanförnu hefur talað niður
mína eign og nágranna minna láti
af þeirri iðju og beini frekar kröft-
um sínum til stuðnings þeirri upp-
byggingu sem stendur yfir á neðri
Skaga og fyrirhuguð er þar á næstu
misserum.
Stöndum saman um kröftugt at-
vinnulíf og blómstrandi mannlíf.
Sturla Magnússon, Deildartúni 2.
Þrjár ungar stúlkur gáfu sig á tal við
blaðamann á Akranesi á mánudags-
kvöld og kváðust vera með stórfrétt
handa honum. Þær hefðu nefni-
lega teiknað stærsta parís í heimi, að
minnsta kosti þann stærsta sem þær
hefðu séð. Þetta voru Málfríður Júlía
Ingvarsdóttir, Hafrún Tinna Haf-
steinsdóttir og Elísabet María Jó-
hannsdóttir. Og parísinn sem þær
teiknuðu var býsna stór. teygði sig
frá síðasta fjórðungi Vogabrautar,
út á Esjubraut og til baka hálfa Kal-
mansbrautina, á að giska um 350m
vegalengd. „Þetta eru 1500 og eitt-
hvað kubbar og mörg ský, fótspor
og fleira,“ sögðu þær. „Við byrjuð-
um klukkan ellefu í morgun,“ sögðu
þær en þá var klukkan að nálgast tíu
um kvöldið. „Ég byrjaði að kríta fyr-
ir utan hjá mér en svo komu þær eftir
smá stund,“ sagði Málfríður.
Parísinn er hefðbundinn að stærst-
um hluta en á nokkrum stöðum eru
gildrur og ef maður lendir í þeim þarf
maður að sæta refsingu. Hún felst
ýmist í að fara til baka eða í svokallað
fangelsi, þar sem þarf að bíða í hálfa
mínútu áður en halda má áfram. Auk
þess skýtur Mikki mús upp kollinum
á nokkrum stöðum. „Elísabet teiknar
sko besta Mikkann. Ég teiknaði einn
áðan en hann leit út eins og rassgat,“
sagði Hafrún og stelpurnar hlógu.
Verkið gekk ekki hikstalaust fyr-
ir sig. „Krítarnar kláruðust í dag en
þá hittum við útlendinga sem keyptu
krítar handa okkur og teiknuðu með
okkur í smá stund,“ sögðu þær. „Svo
vorum við ekki að vanda okkur alls
staðar. En það er allt í lagi, við erum
bara stelpur,“ sagði Elísabet. kgk
Stærsti parís í heimi á Akranesi?
Listamennirnir við upphafsreit paríssins á Vogabrautinni. F.v. Hafrún Tinna Haf-
steinsdóttir, Elísabet María Jóhannsdóttir og Málfríður Júlía Ingvarsdóttir.
Eldfjallið var ein af gildrunum. Ef maður hoppaði þangað
fyrir slysni þurfti maður að fara dágóðan spotta til baka og
dúsa í svokölluðu fangelsi í hálfa mínútu.
Mikki mús skaut upp kollinum á nokkrum stöðum í
parísnum. Það er Elísabet sem á heiðurinn af þessum Mikka.
Líflandsmót hestamannafélaganna
Skugga og Faxa var haldið í blíð-
skaparveðri í Borgarnesi laugardag-
inn 13. júní. Voru 55 sem skráðu sig
og gekk mótið vel fyrir sig. Keppt
var í unglingaflokki, barnaflokki,
ungmennaflokki, B flokki og A
flokki. Glæsilegustu hestar mótsins
voru gæðingarnir Þytur frá Skáney,
sem keppti fyrir Faxa, og Kolbrá
frá Söðulsholti sem keppti fyrir
Skugga.
Efstir í hverjum flokki urðu
þessir:
Unglingaflokkur – Forkeppni
1. Gyða Helgadóttir /
Freyðir frá Mið-Fossum 8,28
2. Húni Hilmarsson /
Eldur frá Kálfholti 8,27
3. Arna Hrönn Ámundadóttir /
Bíldur frá Dalsmynni 8,09
4. Arna Hrönn Ámundadóttir /
Spuni frá Miklagarði 7,71
Unglingaflokkur – A úrslit
1. Gyða Helgadóttir /
Freyðir frá Mið-Fossum 8,46
2. Arna Hrönn Ámundadóttir /
Spuni frá Miklagarði 8,22
3. Húni Hilmarsson /
Eldur frá Kálfholti 8,20
Barnaflokkur – Forkeppni
1. Berghildur Björk Reynisdóttir /
Óliver frá Ánabrekku 8,24
2. Andrea Ína Jökulsdóttir /
Erpur frá Hraunsmúla 7,85
Barnaflokkur – A úrslit
1. Berghildur Björk Reynisdóttir /
Óliver frá Ánabrekku 8,45
2. Andrea Ína Jökulsdóttir /
Erpur frá Hraunsmúla 8,23
Ungmennaflokkur – Forkeppni
1. Klara Sveinbjörnsdóttir /
Óskar frá Hafragili 8,44
2. Þorgeir Ólafsson /
Myrra frá Leirulæk 8,27
3. Sigrún Rós Helgadóttir /
Kaldi frá Hofi I 8,12
4. Berglind Ýr Ingvarsdóttir /
Elísa frá Bakkakoti 8,11
5. Máni Hilmarsson /
Fans frá Reynistað 8,08
Ungmennaflokkur – A úrslit
1. Klara Sveinbjörnsdóttir /
Óskar frá Hafragili 8,61
2. Þorgeir Ólafsson /
Myrra frá Leirulæk 8,32
3. Máni Hilmarsson /
Fans frá Reynistað 8,27
4. Auður Ósk Sigurþórsdóttir /
Aþena frá Miklagarði 8,10
5. Berglind Ýr Ingvarsdóttir / Elísa
frá Bakkakoti 8,09 H
B flokkur – Forkeppni
1. Hrafn frá Smáratúni /
Ámundi Sigurðsson 8,46
2. Hrafnkatla frá Snartartungu /
Halldór Sigurkarlsson 8,40
3. Bráinn frá Oddsstöðum I /
Sigvaldi Lárus Guðmundsson 8,38
4. Vísir frá Valstrýtu /
Ómar Pétursson 8,36
5. Eskill frá Leirulæk /
Gunnar Halldórsson 8,35
B flokkur – A úrslit
1. Vísir frá Valstrýtu /
Ómar Pétursson 8,61
2. Hrafnkatla frá Snartartungu /
Halldór Sigurkarlsson 8,54
3. Glóstjarni frá Efri-Þverá /
Line Sofie Henriksen 8,50
4. Hrafn frá Smáratúni /
Ámundi Sigurðsson 8,49
5. Bráinn frá Oddsstöðum I /
Sigvaldi Lárus Guðmundsson 8,48 H
A flokkur – Forkeppni
1. Þytur frá Skáney /
Haukur Bjarnason 8,51
2. Kolbrá frá Söðulsholti /
Halldór Sigurkarlsson 8,49
3. Gýgur frá Skáney /
Haukur Bjarnason 8,26
4. Lomber frá Borgarnesi /
Axel Ásbergsson 8,18
5. Djass frá Blesastöðum 1A /
Heiðar Árni Baldursson 8,17
A flokkur – A úrslit
1. Kolbrá frá Söðulsholti /
Halldór Sigurkarlsson 8,66
2. Þytur frá Skáney /
Haukur Bjarnason 8,66
3. Djass frá Blesastöðum 1A /
Heiðar Árni Baldursson 8,37
4. Kolbrá frá Stafholtsveggjum /
Jóhannes Jóhannesson 8,20
5. Ögmundur frá Borgarnesi /
Birgir Andrésson 8,19
arg/ Ljósm. iss
Líflandsmót Skugga og Faxa var haldið í Borgarnesi
Halldór Sigurkarlsson og Kolbrá frá Söðulsholti sigruðu A flokkinn
og Kolbrá var jafnframt valinn glæsilegasta hrossið hjá Skugga.
Haukur Bjarnason og Þytur frá Skáney, urðu í öðru sæti í A flokki og
Þytur var valinn glæsilegasti hesturinn hjá Faxa.
Klara Sveinbjörnsdóttir og Óskar frá Hafragili sigruðu ungmenna-
flokk með 8.61.