Skessuhorn


Skessuhorn - 17.06.2015, Page 18

Skessuhorn - 17.06.2015, Page 18
MIÐVIKUDAGUR 17. JÚNÍ 201518 „Þú spyrð hvernig lands- lagið verði eftir 100 ár,“ segir Sigurborg Kr. Hannesdóttir þegar hún er beðin um að sjá fyrir sér um framtíðina. „Ég vil svara þér hvernig ég vil láta hlutina þróast og hverju þarf að breyta til að við komust þangað. Að mínu mati þarf heimurinn á því að halda núna, meira en nokkru sinni fyrr að við, fólkið, stígum inn í styrkinn okkar og vægi mann- eskjunnar verði sem mest.“ Sigurborgu finnst að kosningaréttur kvenna fyrir öld síðan hafi verið al- gjör bylting og er glöð yfir því að á það sé minnt. „Og það var sannar- lega bylting en mér finnst, eins og staðan er í dag, að það hafi ekki verið nóg. Hvernig yrði þá næsta bylting og hvernig er hægt að styrkja stöðu kvenna inn í þá þróun? Ég hnýt um þann kúltúr og leikreglur sem gilda til dæmis í pólitík og víðar. Ég ætla til dæmis að leyfa mér að fullyrða, að það sem hefur verið að gerast hjá FIFA hefði ekki gerst ef fleiri kon- ur væru þar innanborðs. Konur virðast nefnilega standa fyrir önn- ur gildi, líklega af því að við höfum yfirleitt séð um uppeldið og erum þá e.t.v. tilbúnari að hugsa um kom- andi kynslóðir og afkomu þeirra. Í þeirri menningu sem núna er við- höfð nær í raun enginn að blómstra. Gildi umhyggju þarf því til að bjarga mannkyni því við getum ekki haldið áfram að á þeirri braut sem við höf- um verið hér á jörðinni.“ Hvað þyrfti að breytast? Sigurborg heldur áfram að velta fyr- ir sér stöðunni eftir hundrað ár og hvað þurfi að breytast. „Það er þessi keppni, að samræðan og ákvarðana- takan snúist um hverjir verði ofan á og hverjir undir, átakaafstaða, hún þarf að breytast. Konur eiga auð- veldara með að komast að sameig- inlegri niðurstöðu. Ég hef fáa karl- menn hitt sem eru tilbúnir að láta af skoðun sinni, þ.e. „gefast upp,“ fyr- ir konu í málum þar sem þeir hafa á annað borð sterka. En við sjáum muninn víða á ólíkri afstöðu til kvenna og karla. Nýr ríkissáttasemj- ari var spurður hvort það væri beyg- ur í henni. Hefði karl verið spurð- ur svona? Mér hefur líka sýnst þeg- ar konur eiga í hlut, að þá sé reiknað með því að karlarnir í kringum þær ráði. Þannig loðir til dæmis við, ef kona heldur einhverju fram, að það sé ekkert víst að hún geri það af eig- in hvötum, hún gæti allt eins ver- ið málpípa eiginmannsins eða ein- hvers annars karlmanns. Það er al- slæmt. Við getum ekki bara hald- ið áfram og vonað að þetta breyt- ist. Það erum við sem þurfum að vakna, karlar og konur. Setja breytt vinnubrögð á dagskrá, þ.e. taka af- stöðu til þeirra vinnubragða sem við viljum viðhafa. Skoða hvort okk- ur sé að takast að breyta eða hvort við þurfum að gera hlutina öðru- vísi.“ Sigurborg segir að konur og karlar séu ólík er kemur að ákvörð- unum en með samvinnu kæmi það besta frá báðum. „Við konur erum oft hikandi þegar kemur að stórum ákvörðunum, þar eru karlar hins vegar sterkir. Samvinna myndi gefa hið besta frá báðum. Það sækir einn- ig á mig að við þurfum að hyggja að frumeðlinu. Við konur erum sterk- ar saman, í systralaginu og þegar við leyfum okkur að vera við sjálfar, að því þurfum við að hlúa.“ Ræktun mannsandans „Þegar horft er hundrað ár fram í tímann þá verður ríkjandi kynslóð sem er ekki einu sinni fædd,“ segir Sigurborg og heldur áfram. „Miðað við tækiþróunina sjáum við hvern- ig samskiptin eru að breytast með símum og fleiri slíkum tækjum. Það hefur verið rannsakað að unglingar í dag eigi erfiðara með að lesa í lík- amstjáningar. Ef þessi þróun held- ur áfram einnig án ræktunar manns- andans, hvernig verða þá framtíðar- leiðtogar okkar í stakk búnir til að hugsa um velferð mannkyns? Það er ekki nóg að vera með nýja tækni, við verðum að vera manneskjur og vaxa sem slíkar. Því er ræktun mannsand- ans nauðsynleg. Þar hafa hljóðlátar byltingar eins og vaxandi vinsældir jóga, hugleiðslu og núvitundar, þar sem konur eru algjörlega leiðandi, orðið til mikils góðs. Ef fólk hefur ekki pláss fyrir fólk, þá verður sam- félagið ekki gott. Það væri stórkost- legt ef það yrði eðlilegt eftir 100 ár að fundir Alþingis og víðar hæfist með hugleiðslu.“ Konur verða að sleppa takinu Sigurborg segir einnig að konur geti verið stjórnsamar og smámunasamar og þær verði að sleppa takinu. „Það er hins vegar alltaf verið að segja konum hvernig þær eigi að vera og við leggjum gríðarlega mikið á okk- ur til að þess að fara eftir því. En ef við erum ekki sáttar í eigin skinni þá virkjum við ekki þetta afl sem við búum yfir. Hver og einn ber ábyrgð á sinni hamingju, við konur berum ábyrgð á okkar hamingju og karlar á sinni. Og bæði kynin bera svo sam- eiginlega ábyrgð á því að vera sam- ferða í samfélaginu og að hamingjan verði allra. Stuðningur er mikilvæg- ur en enginn má sitja og bíða eftir því að einhver bjargi sér. Og ekkert vinnst með því að fara í stríð. Samtal er betra til árangurs. Það er komið að því að við vöknum, segir Sigur- borg Kr. Hannesdóttir að lokum. bgk „Gildi umhyggju þarf til að bjarga mannkyni“ - segir Sigurborg Kr. Hannesdóttir í Grundarfirði Sigurborg Kr. Hannesdóttir í Grundarfirði. Sendum íslenskum konum baráttukveðjur í tilefni aldarafmælis kosningaréttar Spá fyrir um stöðu jafnréttismála eftir næstu hundrað ár Grilli! Brauð, kökur & snúðar Skólabraut 12 – 14 Akranesi Sími 434 1413 bob@aknet.is Sími: 431 2060 bob@aknet.is • Sími: 431 2060 Smá*Prent www.smaprent.is

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.