Skessuhorn


Skessuhorn - 17.06.2015, Blaðsíða 15

Skessuhorn - 17.06.2015, Blaðsíða 15
MIÐVIKUDAGUR 17. JÚNÍ 2015 15 Hópur íbúa í uppsveitum Borgarfjarð- ar er afar óánægður með þá ákvörðun sveitarstjórnar Borgarbyggðar frá því á fimmtudag að ætla að loka Hvann- eyrardeild Grunnskóla Borgarfjarð- ar og stefna jafnvel í framhaldinu að lokun annað hvort grunnskóladeild- arinnar á Varmalandi eða Kleppjárns- reykjum. „Það hefur algjör trúnaðar- brestur orðið milli okkar sem búum í sveitinni og sveitarstjórnar sem að stórum hluta er skipuð Borgnesing- um. Okkur þykir sýnt að hagsmun- ir sveitanna og þéttbýlisins í Borg- arnesi fara ekki lengur saman,“ segir Bjarni Benedikt Gunnarsson í Hlíð- arkletti í Reykholtsdal í samtali við Skessuhorn. Hann segir að hópur fólks undirbúi nú stofnun nýs sveitar- félags sem myndi kljúfa sig út úr nú- verandi Borgarbyggð. „Það eru vissu- lega engin fordæmi fyrir því í seinni tíð að þetta hafi verið gert hér á landi, en við ætlum okkur að láta á það reyna. Við einfaldlega sættum okkur ekki við hvernig farið er með málefni okkar,“ segir Bjarni Benedikt. Hann segir að þessi hópur hafi haldið sig til hlés og vonast til að sveitarstjórn Borgarbyggðar myndi ekki ganga það skref að loka grunn- skólum í dreifbýlinu. „Við héldum í vonina og vildum ekki skaða sveit- arfélagið með umræðu um þetta fyrr en ljóst yrði hvort sveitarstjórn stigi skrefið um lokun grunnskól- anna okkar. Nú munum við með öll- um tiltækum ráðum undirbúa stofn- un nýs sveitarfélags. Það verður ekk- ert endilega á grunni Borgarfjarðar- sveitar, eins og hún var fyrir síðustu sameiningu fyrir níu árum, heldur munum við bjóða íbúum dreifbýlis- ins norðan Hvítár að skoða þetta með okkur, ásamt svæðinu sunnan Hvítár og ef til vill Skorradalshreppi ef áhugi er fyrir hendi.“ Bjarni segist sjálfur almennt hafa fulla trú á hagkvæmni stærðarinn- ar þegar umræðan um sveitarfélög sé annars vegar, en það þurfi þá að vera að því gefnu að fólk hafi sömu markmið. „Það má líkja þessu við hjónaband. Ef aðilar þess hafa sitt- hvora sýn á áherslur og hvernig verja á fjármunum, þá slitnar upp úr sam- bandinu, það verður skilnaður. Við höfum horft upp á að illa hefur verið farið með peninga með ýmsum verk- efnum í Borgarnesi, eytt álíka háum upphæðum þar á einu ári í allskyns gæluverkefni sem nú á að sækja til okkar í sveitinni með að loka skól- unum okkar. Þetta bara sættum við okkur ekki við,“ segir Bjarni. „Sveitarstjórnarfólk skilur ekki þarfir sveitarinnar og þau lífsgæði sem fólk hefur sóst í með að velja sér þar búsetu. Unga fólkið á Hvann- eyri hefur til dæmis verið að sækja í þá kosti sem þéttbýli í sveit hefur. Það er tilbúið að leggja á sig meiri aksturskostnað og ýmislegt óhag- ræði, en kostirnir eru skólarnir á staðnum. Það eru börnin okkar sem þetta snýst um. Þau sameina okkur sem samfélag og um þau snýst allt hjá ungu fólki. Nú vill sveitarstjórn slíta frá okkur þessa kosti og breyta um leið samfélagsgerðinni. Hún samþykkir stefnumarkandi tillögu án þess að ígrunda afleiðingarnar. Vissulega sparar þessi aðgerð sveit- arstjórnar, að loka dreifbýlisskólun- um, peninga ef ekkert annað gerist. En um leið er verið að tapa burtu tækifærum sem felast í styrkleikum Borgarfjarðar. Þetta snýst einnig um trú sveitarstjórnarfólks á samfélagið sem það á að veita forystu. Það er allt í lagi að halda uppi óhagstæðum skólaeiningum ef þú raunverulega trúir því að samfélagið muni vaxa og að þar muni fjölga íbúum og þar með börnum. Það eru meira að segja vísbendingar um tugi nýrra starfa á næstu árum og einhvers staðar verða börn þeirra starfsmanna að vera í skóla,“ segir Bjarni. Aðspurður um næstu skref segir Bjarni Benedikt að hópur íbúa muni nú bera saman bækur sínar og leitað verði m.a. lögfræðilegrar aðstoðar því lagalega er hægt að skapa ýmsan þrýsting í svona máli. „Ég ætla hins vegar ekki að fara nánar út í það á þessari stundu. Málið er einfald- lega svo skammt á veg komið. Þá munum við skoða skulda- og eigna- stöðu Borgarfjarðarsveitar fyrir síð- ustu sameiningu og fara í ýmsa aðra undirbúningsvinnu. Við erum með- vituð um að engin fordæmi eru fyrir því hér á landi að farið hafi verið til baka út úr sameiningu sveitarfélaga. Því verður á brattan að sækja. Það er hins vegar allt í lagi, við erum tilbú- in í þann dans sem sveitarstjórnar- fólkið í Borgarnesi bauð til,“ sagði Bjarni Benedikt Gunnarsson að endingu. mm Hópur íbúa vill stofna nýtt sveitarfélag og kljúfa út úr Borgarbyggð Bjarni Benedikt Gunnarsson. Á Hvanneyri búa 260 manns allt árið um kring, þar af rúmlega 60 börn á grunnskólaaldri og um 40 á leikskólaaldri, en íbúum fjölg- ar yfir skólaárið vegna nemenda Landbúnaðarháskóla Íslands. Á Hvanneyri er nú rekinn grunnskóli fyrir 1.-4. bekk en sá skóli er einn af þremur deildum Grunnskóla Borgarfjarðar (GBF). Sá skóli var stofnaður fyrir fimm árum þeg- ar að Grunnskóli Borgarfjarðar, sem varð til árið 2005 við samein- ingu Andakílsskóla á Hvanneyri og Kleppjárnsreykjaskóla, var sam- einaður Varmalandsskóla. Skólinn starfar nú á þessum þremur stöð- um. Eftir útskrift úr Hvanneyr- ardeild Grunnskóla Borgarfjarð- ar halda börnin frá Hvanneyri til náms á Kleppjárnsreykjum. Sveitarstjórn Borgarbyggðar ákvað á fundi sínum þann 11. júní síðastliðinn að hætta grunnskóla- haldi á Hvanneyri eftir skólaslit vorið 2016. Íbúasamtök Hvann- eyrar og nágrennis harma það að sveitarstjórn hafi ekki trú á upp- byggingu á Hvanneyri eða í sveit- um sveitarfélagsins. Þessi ákvörð- un þeirra er ekkert annað en yf- irlýsing þess efnis. Á sama tíma og við hörmum þessa niðurstöðu fögnum við því að sveitarstjórn ætli sér að ræða við foreldra barna við Varmalandsdeild Grunnskóla Borgarfjarðar og kanna þeirra hug varðandi sameiningu starfstöðva áður en ráðist verður í niðurskurð þar. Þetta samtal fengu íbúar og foreldrar á Hvanneyri ekki. All- ir þeir fundir sem við höfum set- ið með sveitarstjórn um málið voru boðaðir af íbúum en aldrei að frumkvæði sveitarstjórnar. Iðulega var sveitarstjórn mætt til að hlusta en ekki til að svara fyrirspurnum eða ræða málin. Í skýrslu hagræð- ingarnefndar um fræðslumál eru margar grafalvarlegar rangfærslur sem m.a. Íbúasamtökin og skóla- ráð GBF hafa bent á en þær hafa ekki verið leiðréttar. Þar má til dæmis nefna upplýsingar/áætlun um nemendafjölda í Hvanneyrar- deild GBF næstu sjö árin. Þess ber einnig að geta að allar upplýsing- ar um væntanlegan nemendafjölda í skýrslunni byggja á því að engin íbúafjölgun verði í sveitarfélaginu á næstu árum. Að auki er skýrslan greinilega skrifuð út frá þeim út- gangspunkti að Hvanneyrardeild GBF skuli lögð niður sama hvað og eru heimildir valdar út og túlk- aðar eins og þær henta málstaðn- um. Svona vinnubrögð eru torskil- in og siðlaus. Á sama tíma og íbúa- fundur er haldinn á vegum Borg- arbyggðar um skotsvæði í landi Hamars og um endurnýjun lagna og gangstétta í einni götu í Borg- arnesi boðar sveitarstjórn ekki til íbúafundar um lokun grunnskóla á Hvanneyri. Einnig hafa um 550 kosningabærir íbúar á starfsvæði Grunnskóla Borgarfjarðar undir- ritað yfirlýsingu starfstöðvunum til stuðnings en sveitarstjórn kýs að hunsa vilja þess fólks. Um 98% þeirra sem náð var tali af skrifuðu undir yfirlýsinguna. Á fundi sem íbúar boðuðu til í Logalandi þann 25. maí síðastliðinn komu skoð- anir íbúa afdráttarlaust fram. Far- ið var fram á að sveitarstjórn héldi í heiðri sáttmálann sem gerður var og er grundvöllur þess að samein- aða sveitarfélagið Borgarbyggð er til. Sveitarstjórnarmeðlimum og sveitarstjóra var boðið að leggja orð í belg og svara fyrirspurnum í lok fundar en forseti sveitarstjórnar var sá eini sem steig í pontu. Hann lýsti því yfir að sveitarstjórn hefði bæði hlustað á og heyrt málflutn- ing fólksins og hann ítrekaði það að engin ákvörðun hefði verið tek- in í málinu. Íbúasamtökin telja það þó skýrt og greinilegt að ákvörðun í þessu máli hefur legið fyrir lengi, það sést glögglega ef horft er til vinnubragða sveitarstjórnar. Íbúasamtök Hvanneyrar og ná- grennis skilja vel kröfuna um sparn- að og margar tillögur sem sett- ar eru fram í skýrslu hagræðingar- nefndar fræðslumála eru að okkar mati mjög góðar. En í stað þess að fara leiðir sem að kæmu jafnt niður á öllu sveitarfélaginu og væri meiri sátt um velur sveitarstjórn að fara þá leið sem er hvað mest íþyngj- andi fyrir íbúana. Íbúasamtökun- um þykir það óskiljanlegt, sér í lagi vegna þess að sumar mildari leið- ir sem hagræðingarnefnd fræðslu- mála setur fram í sinni skýrslu myndu ná fram jafn mikilli ef ekki meiri hagræðingu en hlýst af því að leggja af grunnskólahald á Hvann- eyri, ef marka má útreikninga við- komandi nefndar. Ítrekað hafa íbúar sveitarfélags- ins óskað eftir upplýsingum um hversu mikill heildarsparnaður hlýst af því að leggja niður Hvann- eyrardeild Grunnskóla Borgar- fjarðar en sveitarstjórn virðist ekki geta svarað þeirri spurningu. Að sama skapi hefur hún ekki getað svarað því hvaða þættir eru teknir inn í þær sparnaðartölur sem birt- ar eru í skýrslu hagræðinganefnd- ar fræðslumála. Íbúasamtökin velta því fyrir sér hvernig sveitarstjórn getur leyft sér að taka svo íþyngj- andi ákvörðun fyrir sveitarfélagið án þess að hafa svona grunnstað- reyndir um málið á hreinu eða rök- ræða málið við þá sem það snertir mest. Grunnskóli er kjarni hverr- ar byggðar og oftar en ekki sú lög- bundna þjónusta sem ræður þróun byggðarinnar en íbúum á Hvann- eyri hefur fjölgað gríðarlega á síð- ustu árum. Í þessu samhengi má nefna að fleiri bekkir grunnskóla hafa verið reknir á Hvanneyri. Þegar íbúum staðarins hefur fjölg- að hefur sveitarstjórn iðulega leyst málin með því að fækka bekkjar- deildum grunnskólans í stað þess að sjá hag í því að stækka skólann og gera Hvanneyri þannig að enn fýsilegri búsetukosti. Það er eitt- hvað mikið bogið við slíka nálg- un. Miðað við samkeyrð gögn frá Mennta- og menningarmálaráðu- neytinu og Hagstofu Íslands er enginn þéttbýliskjarni af stærðar- gráðu Hvanneyrar án grunnskóla. Þessi ákvörðun sveitarstjórnar, að leggja niður grunnskólahald á Hvanneyri, er því algjörlega úr takti við þá grunnþjónustu sem í boði er í öðrum þéttbýliskjörnum landsins, sem og úr takti við alla þá uppbyggingu sem á sér stað á Hvanneyri og í uppsveitum Borg- arbyggðar. Að auki er það eflaust fordæmalaust að sveitarfélag hætti grunnskólarekstri í þéttbýliskjarna sem er í örum vexti. Íbúasamtök Hvanneyrar og ná- grennis hafa trú á sínu samfélagi og sínu sveitarfélagi. Við höfum fulla trú á þeirri uppbyggingu sem á sér nú stað á Hvanneyri og í upp- sveitum Borgarbyggðar og viljum við horfa til framtíðar. Grunnskóli á Hvanneyri er stærsta forsend- an fyrir áframhaldandi íbúafjölgun á staðnum, fyrir þeirri íbúafjölg- un sem m.a. gildandi Aðalskipu- lag Borgarbyggðar (2010-2022) og nýlegar fjárfestingar sveitarstjórn- ar í nýjum leikskóla á Hvanneyri, í gatnagerð og í bættri aðkomu að grunnskólanum gera ráð fyrir. Við teljum ákvörðun sveitarstjórn- ar um lokun Hvanneyrardeildar Grunnskóla Borgarfjarðar byggða á ótraustum gögnum og vinnuferl- ið ekki standast kröfur um sann- gjörn og eðlileg vinnubrögð, m.a. vegna þess að allt samtal við íbúa skortir. Þessi einhlíta ákvörðun er tekin í fullkominni ósátt við íbúa sveitarfélagsins. Sýnt er að sveit- arstjórn reynir hér að spara aurinn en kastar í stað þess krónunni í al- gjörri skammsýni. Virðingarfyllst, Stjórn Íbúasamtaka Hvanneyrar og nágrennis Álfheiður Sverrisdóttir Birgitta Sigþórsdóttir Borgar Páll Bragason Bryndís Geirsdóttir Hallgrímur Sveinn Sveinsson Sigurður Guðmundsson Sólrún Halla Bjarnadóttir Yfirlýsing frá Íbúasamtökum Hvanneyrar og nágrennis - Varðandi áform sveitarstjórnar um að loka Hvanneyrardeild Grunnskóla Borgarfjarðar

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.