Skessuhorn


Skessuhorn - 17.06.2015, Blaðsíða 36

Skessuhorn - 17.06.2015, Blaðsíða 36
MIÐVIKUDAGUR 17. JÚNÍ 201536 Skessuhorn birtir hér minningarbrot um sex konur af Vesturlandi sem voru upp á sitt besta fyrir 100 árum, þeg- ar konur fengu fyrst kosningarétt og kjörgengi til Alþing- is. Þetta voru allt konur sem settu svip sinn á mannlíf- ið, hver á sinn hátt, hvort sem var á heimili þeirra eða í byggðarlaginu. Samantekt efnis var í höndum Guðrúnar Jónsdóttur hjá Safnahúsi Borgfirðinga en kveikjan að þess- um minningarbrotum hér var opnun sýningar um 15 kon- ur í Safnahúsinu á sumardaginn fyrsta síðastliðinn. Þriggja þessara kvenna er getið á sýningunni í Safnahúsinu en einn- ig er hér leitað út fyrir starfssvæði safnsins og kvenna af Akranesi, Snæfellsnesi og úr Dölum minnst. Ýmsar konur skráðu þessar upplýsingar. Skessuhorn þakkar þeim öllum framlag sitt. mm Þær settu svip á samtíð sína Björg amma mín var fædd í Svefn- eyjum á Breiðafirði 20. nóvem- ber 1890. Átta ára gömul flutti hún með foreldrum sínum, Krist- björgu Sveinsdóttur og Hermanni Hermannssyni, eldri hálfsystur og bræðrunum Hermanni og Hirti, að Kvíabryggju í Eyrarsveit. Ekki höfðu þau verið þar lengi þegar Kristbjörg þurfti að yfirgefa börnin sín og eig- inmann og halda til dvalar á Laug- arnesspítala. Hún lést 49 ára göm- ul úr holdsveiki, sem þá var ólækn- andi sjúkdómur. Björg var tæpra 13 ára og Margrét hálfsystir hennar, 22 ára, tók við heimilinu. Björg eignað- ist níu systkini, þó ekki hafi öll kom- ist á legg. Lífið var ekki létt og fá- tæktin mikil. Átján ára réðst Björg sem vinnu- kona á prestssetrið að Setbergi. Hún eignaðist tvö börn án frekara sambands við barnsfeðurna. Fátæk vinnukona í byrjun tuttugustu aldar átti fáa aðra kosti en að fela ráðsettu fólki börnin sín til fósturs, þau Jens- ínu Maríu og Ágúst Líndal, sem lést síðar úr barnaveiki, tveggja ára. Það hlýtur að hafa verið stúlku um tví- tugt þung raun. Björg kynntist ungum og mynd- arlegum sjómanni, Sigurjóni Hall- dórssyni, f. 1898 í Miklholti í Mikla- holtshreppi. Þau hófu búskap í Lár- koti og þar fæddust synirnir Pétur Breiðfjörð 1918 og Hermann Krist- berg 1922. Vorið 1923 festu þau kaup á Norður-Bár og þar fædd- ust synirnir Ágúst 1925 og Halldór 1926. Björg sá um búskapinn í Bár, hún var í raun bóndinn enda átti sjórinn hug Sigurjóns allan. Hann var dug- mikill skipstjóri, rak í áratugi Far- sælsútgerð sína, síðari árin með son- unum. Sigurjón var oft langdvöl- um á sjónum, fjarri heimilinu. Björg naut þá aðstoðar vetrarmanna og síðar sonanna. Hún var góð búkona, dugleg og sterk og af henni stafaði myndugleiki. Hún var mikill dýra- vinur og barngóð með afbrigðum. Hún kunni ógrynni kvæða sem hún söng við vinnu sína. En eins og bú- mennska og barnauppeldi væri ekki nóg, þá dvöldu gjarnan í Bár ein- stæðingar og gamalamenni. Dvalar- heimili voru óþekkt hugtak og um- önnun þessa fólks kom í hlut hús- móðurinnar. Árið 1948 hættu þau hefðbundn- um búskap í Bár og keyptu Odds- hús, Nesveg 3, í Grafarnesi, nú Grundarfjörður. Fyrstu árin hélt Björg skepnur eins og tíðkaðist í vaxandi þorpinu. Á sumrin undi hún í sveitinni sinni og flutti þá málleys- ingjana, vini sína, með sér. Björg var bóngóð, sanngjörn og hreinskilin. Hún var þó dul og flík- aði ekki tilfinningum; um hið liðna þýddi ekki að fást. Hún ku hafa átt stórt skap, en ekki var hún langræk- in. Hún var gestrisin og rausnarleg og margir nutu góðs af að komast í eldhúsið til hennar. Björg Ágústsdóttir skráði. Efni að hluta byggt á Guðríðarætt, Niðjatali Guðríðar Hannesdóttur. Björg Hermannsdóttir 1890 – 1977 Svefneyjar, Eyrarsveit Myndatexti og myndir koma í sérsendingu frá Björg Ágústsdóttur. Myndatexti og myndir koma í sérsendingu frá Björg Ágústsdóttur. Steinunn var fædd í Knarrarhöfn í Hvammssveit í Dalasýslu. Foreldr- ar hennar voru Þorgils Friðriksson bóndi og kennari og Halldóra Sig- mundsdóttir kona hans. Þau eign- uðust 14 börn og var elstur Friðjón, en hann dó 6 ára. Næstelst var svo Steinunn. Halldóra lést frá stórum barnahópi þegar Steinunn var 17 ára og tók hún þá við heimilinu og upp- eldi yngri systkinanna ásamt föður sínum og með aðstoð Helgu systur sinnar. Þorgils var áhugamaður um menntun barna sinna og hlutu þau öll framhaldsmenntun. Steinunn fór til Reykjavíkur og var einn vetur við nám í Kvennaskólanum. Eftir að hún kom heim aftur giftist hún árið 1918, Þórði Kristjánssyni bónda og hreppstjóra á Breiðabólsstað á Fellsströnd og þar bjó hún æ síðan. Steinunn var gáfuð kona og skáld- mælt. Hún var kennari í sveitinni í mörg ár og bjuggu nemendur oft á Breiðabólsstað. Steinunn var einn- ig farkennari. Hún var mikil félags- málakona og var ein af stofnendum kvenfélagsins Hvatar á Fellsströnd, og ungmennafélagsins Auðar djúp- úðgu. Steinunn sat í stjórn Sam- bands breiðfirskra kvenna í mörg ár. Hún sat í skólaráði Húsmæðra- skólans á Staðarfelli frá stofnun hans og var prófdómari þar frá upphafi. Steinunn var víðlesin og fylgdist vel með þjóðmálum. Á hennar tíð var ungmennafélagsandinn ríkjandi hjá ungu fólki og kjörorðið var „Íslandi allt“. Átti það vel við Steinunni, hún vildi styðja öll góð málefni og það sem til framfara horfði. Heimilið á Breiðabólsstað var alltaf mannmargt og gestrisni í há- vegum höfð. Fjölskyldan öll var mjög tónelsk og öll börn Steinunn- ar lærðu á hljóðfæri. Alltaf var mikið sungið og oftast tekið lagið er gest- ir komu. Afkomendur hennar eru mjög músikalskir og margt góðra tónlistarmanna. Öll barnabörn Steinunnar dvöldu á Breiðabólsstað lengri og skemmri tíma, auk fleiri barna skyldra og óskyldra. Steinunn var sæmd fálkaorðunni fyrir störf sín að félags- og kennslumálum í Dala- sýslu. Þau hjón Steinunn og Þórður nutu virðingar og vináttu allra sveit- unga sinna og allra er þeim kynnt- ust. Steinunn og Helga systir hennar gáfu út ljóðabók með ljóðum sínum. Hún heitir „Úr handraðanum.“ Þrúður Kristjánsdóttir skráði Þá sumarið kemur er sorgunum létt og sigurbros leikur um vanga, Því allt sem í harðindahlekki var sett fær hvíld eftir veturinn langa. Það birtir og hlýnar um höf og um láð og hugina lífsgleði fyllir og vonirnar glæðast, með vaxandi dáð þá vorsólin hnúkana gyllir. _ _ _ _ _ _ _ _ En við megum samt ekki efast um eitt, þeir allir í sál sinni geyma þann gimstein, sem fegursta gullið fær skreytt, þó gleymist hann falinn þar heima. Við skulum því upplyfta huganum hátt og heiminn í sólskini líta og efla og styrkja, hvern örlítinn mátt, sem áfram því góða vill flýta. Steinunn Þorgilsdóttir. Steinunn Þorgilsdóttir 1892-1984 Knarrarhöfn, Breiðabólsstaður Sumarkoma 1917 (Steinunn Þorgilsdóttir) Fremst: Þórður Kristjánsson, Steinunn Þorgilsdóttir. Standandi frá vinstri: Sigurbjörg, Friðjón, Halldór, Sturla og Guðbjörg.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.