Skessuhorn - 17.06.2015, Blaðsíða 9
MIÐVIKUDAGUR 17. JÚNÍ 2015 9
Ókeypis heimsendingaþjónusta!
Opið alla daga ársins
Smiðjuvellir 32 - 300 Akranes - Sími 431 5090 - Fax 431 5091 - www.apvest.is
Allt á meiddið!
Plástur - Sárabindi
Teygjubindi - o.m.fl.
Afgreiðslut
ímar:
Virka daga
9–18
Laugardaga
10–14
Sunnudaga
12–14
Komið var í síðustu viku með um
1.800 tonna farm af frystu lang-
reyðarkjöti frá Hval hf. til Tromsö
í Norður Noregi. Hvalkjötið fór
nokkrum dögum áður með flutn-
ingaskipinu Winter Bay frá Hafn-
arfirði. Fyrirhugað er að flytja það
norðausturleiðina svokölluðu til
Kyrrahafs og Japan þar sem kaup-
endurnir bíða. Norðausturleiðin
er siglingaleiðin um Íshafið norð-
ur af Rússlandi. Hún er ófær vegna
ísa nema seinni hluta sumars og
snemma á haustin. Undanfarin ár
hafa siglingar smám saman ver-
ið að aukast þessa leið eftir að ís-
inn fór að hopa á Norðurslóðum.
Komist Winter Bay norðaustur-
leiðina verður það í fyrsta sinn sem
skipsfarmur frá Íslandi fer þessa
leið. Hún styttir siglingaleiðina
mjög milli Norður Atlantshafs og
Kyrrahafs en skip fara þarna ekki
um nema undir eftirliti og helst í
fylgd ísbrjóta. Líklegt má telja að
Winter Bay bíði nú í Tromsö eft-
ir því að ísa létti á leiðinni og að
Rússar gefi leyfi og grænt ljós á að
skipið geti lagt af stað í gegnum Ís-
hafið. mþh
Hvalkjöt komið til Tromsö
Komið með hval að landi í Hvalfirði.
Nú eru afurðir vertíðarinnar frá í fyrra
komnar til Tromsö í Norður Noregi en
flutingaskipið Winter Bay liggur þar nú
við bryggju eftir siglingu frá Íslandi.
Unaðsdagar í Stykkishólmi eru
haldnir fyrir eldri borgara ár hvert á
vegum Hótels Stykkishólms. „Þetta
er þjónusta sem hefur verið í boði á
hótelinu undanfarin ár og hefur vax-
ið hægt og sígandi og nýtur nú auk-
inna vinsælda,“ sagði Lárus Ástmar
Hannesson dagskrárstjóri Unaðs-
daganna þegar blaðamaður Skessu-
horns sló á þráðinn til hans á dög-
unum. „Hóparnir koma til okk-
ar á mánudegi og eru til föstudags.
Innifalið í þessu er í raun alveg fullt
uppihald á meðan á dvölinni stend-
ur og svo er dagskrá yfir daginn og
skemmtidagskrá á kvöldin sem end-
ar á dansleik með hljómsveit á hverju
kvöldi,“ bætir hann við.
Að sögn Lárusar er boðið upp á
Unaðsdaga í þrjár til fjórar vikur
bæði að vori og hausti. Hver bókun
gildir þá fjórar nætur í senn. „Þetta
er liður í að gera hótelið að heils-
ársfyrirtæki. Það hefur verið góð-
ur stígandi í þessu, við höfum unn-
ið í góðu samstarfi við Félag eldri
borgara í Stykkishólmi og marg-
ir hafa komið að þessu með okkur
og aðstoðað okkur við að gera dvöl-
ina ánægjulega. Við ætlum að halda
áfram að gera þetta af metnaði, upp-
færa dagskrána reglulega og fleira í
þeim dúr. Við erum með facebook-
síðu þar sem sjá má meira um Un-
aðsdagana,“ segir Lárus að lokum.
kgk
Unaðsdagar í Hólminum
Á hverju kvöldi Unaðsdaga er kvöldskemmtun sem vekur alltaf mikla lukku meðal gesta. Skemmtuninni lýkur svo með dans-
leik. Ljósm. sá.
Anna Jónsdóttir sópransöngkona
verður á ferðinni um Ísland í sumar
með tónleika sem bera nafnið „Upp
og niður og þar í miðju“. Um er að
ræða sérstaka tónleikaferð sem far-
in er í kjölfar útgáfu hljómdisksins
VAR sem Anna gaf út. Söngkonan
mun halda tónleika á stöðum sem
eru óvenjulegir fyrir tónleikahald,
t.d. í hellum, verksmiðjum, lýsis-
tanki og vitum. Slíkir tónleikastað-
ir búa, að sögn Önnu, yfir frábærum
hljómburði og dulúð sem hún seg-
ir hæfa dagskránni vel. Anna syng-
ur m.a. í Akranesvita klukkan 23:55
laugardaginn 20. júní, klukkan 17
laugardaginn 4. júlí í Vatnshellinum
á Snæfellsnesi og 17. júlí í Surtshelli
í Hallmundarhrauni (tímasetningu
vantar).
„Þegar maður stígur út úr hefð-
bundnum tónleikasal og kemur
sér fyrir á gólfinu hjá áhorfendum
og syngur án meðleiks skapast sér-
stakt andrúmsloft og náin tengsl við
áheyrendur“ segir Anna. Hún segir
það ekki síður markmið sitt að vinna
með íslensku þjóðlögin á lifandi hátt
og eftir nýjum leiðum en það gerir
hún með því að nýta sér hljómburð
óhefðbundinna tónleikastaða, oft
með löngum eftirhljómi og jafnvel
bergmáli. „Eftirhljómurinn verður
órjúfanlegur hluti flutningsins og þó
hann sé að hluta til ófyrirsjáanlegur
er líka hægt að nota hann meðvit-
að, leika á hann eins og hljóðfæri og
syngja inn í bergmálið,“ bætir hún
við. Auk þess að flytja íslensku þjóð-
lögin segir Anna áheyrendum einnig
frá sögu þeirra og hennar tengslum
við lögin. arg
Íslensku þjóðlögin flutt á óvenjulegum stöðum