Skessuhorn - 17.06.2015, Blaðsíða 8
MIÐVIKUDAGUR 17. JÚNÍ 20158
Akranes, Hvalfjarðarsveit og Kjós
voru án rafmagns fyrir hádegi í dag
í um 40 mínútur í kjölfar þess að
vöruflutningabíl með gámalyftara
var ekið undir raflínu við Akranes.
Við óhappið leysti Vatnshamarslína
2 út. Vegna viðgerðar á spenni á
Brennimel í Hvalfirði var ekki hægt
að sjá Akranesi fyrir rafmagni það-
an, að því að fram kemur í tilkynn-
ingu frá Landsneti. Viðgerðaflokk-
ur fór á vettvang á Vatnshömr-
um og tókst að koma rafmagni á
að nýju rétt fyrir hádegi. Óljóst er
hversu mikil bilun varð á búnaði á
Vatnshömrum.
mm
Fjórir sækja um
starf skólastjóra
GRUNDARFJ: Grundar-
fjarðarbær auglýsti starf skóla-
stjóra grunnskólans laust í
vor. Á vef bæjarins er sagt
frá hverjir sækja um starfið,
en umsóknir voru fjórar. Um
starfið sækja Anna Kristín
Magnúsdóttir, Guðmundur B.
Sigurbjörnsson, Gunnsteinn
Sigurðsson og Sigurður Gísli
Guðjónsson. –mm
Ingunn verður
Ísleifur
VESTM.EYJAR: Ingunn
AK 150, sem HB Grandi hef-
ur selt til Vinnslustöðvarinn-
ar í Vestmannaeyjum, mun fá
nafnið Ísleifur VE þegar hún
flyst til Eyja. Vefurinn afla-
frettir.is greinir frá þessu. Ing-
unn verður afhent nýjum eig-
endum á næstunni. Vinnslu-
stöðin keypti einnig Faxa RE
af HB Granda en það skip
verður afhent síðar á þessu ári.
Nafnið Ísleifur VE hefur ver-
ið notað á báta í Vestmanna-
eyjum í nærfellt heila öld.
Fyrsti Ísleifur VE kom þangað
árið 1916. Það skip sem í dag
heitir Ísleifur VE er frá árinu
1976. Því skipi verður lagt en
var notað síðast á loðnuvertíð-
inni í vetur. –mþh
Gullhólmi SH
verður Hörður
STYKKISH: Línubáturinn
Gullhólmi SH 201, sem seld-
ur var á dögunum frá Agusts-
son í Stykkishólmi til GPG
Seafood með aðalstöðvar á
Húsavík, hefur nú fengið nýtt
nafn og númer. Hann á að
heita Hörður Björnsson ÞH
260 með heimahöfn á Raufar-
höfn. Skipið hefur staðið und-
anfarið í slippnum á Akureyri
þar sem viðhald og málning
fer fram. Skrokkurinn verð-
ur dökkblár en yfirbygging að
öllum líkindum hvít. –mþh
Sýning til að
minnast 100 ára
afmælisins
SNÆFELLSBÆR: Föstu-
daginn 19. júní klukkan 14
verður opnuð sýning með há-
tíðarbrag í Átthagastofu Snæ-
fellsbæjar í Ólafsvík. Hún er
til að minnast 100 ára afmæl-
is kosningaréttar og kjörgeng-
is kvenna til Alþingis. Sýn-
ingin er hugsuð til að fagna
þessum tímamótum með því
að minnast nokkurra kvenna
sem markað hafa spor sín í
Snæfellsbæ. Sjöundi bekkur
Grunnskólans í Snæfellsbæ
hefur útbúið myndband sem
tengist kosningaafmælinu.
Það verður frumsýnt við opn-
unina. Í fréttatilkynningu frá
Átthagastofunni er hvatt til
þess að allar konur mæti. Eigi
þær íslenska skautbúning-
inn eða þjóbúninginn eru þær
sömuleiðis hvattar til að koma
í honum. „Við hvetjum einnig
vinnuveitendur í Snæfellsbæ
að gefa frí eftir hádegi þenn-
an dag til að gera starfsfólki
sínu kleift að taka þátt í hátíð-
ardagskrá okkar. Það eru all-
ir velkomnir og að sjálfsögðu
eru karlmenn einnig hjartan-
lega velkomnir,“ segir í til-
kynningunni. –mþh
Hrun í veiði á
úthafskarfa
MIÐIN: Fáum sögum fer af
aflabrögðum íslenskra skipa
á úthafskarfa djúpt suðvest-
ur af Íslandi þetta ári. Að
þessu sinni fóru tvö skip
HB Granda, frystitogararnir
Þerney og Örfirisey til veiða
á þessari fisktegund. Kristinn
Gestsson skipstjóri á Þern-
ey RE segir í frétt á vef HB
Granda að veiðin hafi brugð-
ist. ,,Ég var að vísu í landi en
Þerney fékk ágætan afla í
fyrstu tveimur holunum og
síðan datt botninn gjörsam-
lega úr veiðinni. Kvótinn er
reyndar orðinn það lítill að
fá skip stunda veiðarnar. Út-
lendingarnir veiða rétt utan
200 mílna lögsögumark-
anna og þaðan berast frétt-
irnar um aflabrögðin. Haf-
svæðið innan íslensku lög-
sögunnar er það stórt að örfá
skip geta ekki leitað á því að
nokkru gagni. Karfinn þéttir
sig á mjög afmörkuðu svæði
og það er eins og að leita að
nál í heystakki að finna hann
nema skipin séu þeim mun
fleiri.“
–mþh
Aflatölur fyrir
Vesturland
6. - 12. júní.
Tölur (í kílóum)
frá Fiskistofu:
Akranes 21 bátur.
Heildarlöndun: 39.638 kg.
Mestur afli: Ebbi AK:
18.390 kg í fimm löndunum.
Arnarstapi 17 bátar.
Heildarlöndun: 19.670 kg.
Mestur afli: Jóhannes á
Ökrum AK: 2.002 kg í þrem-
ur löndunum.
Grundarfjörður 32 bátar.
Heildarlöndun: 123.186 kg.
Mestur afli: Hringur SH:
51.430 kg í einni löndun.
Ólafsvík 40 bátar.
Heildarlöndun: 136.244 kg.
Mestur afli: Ólafur Bjarna-
son SH: 29.130 kg í fjórum
löndunum.
Rif 38 bátar.
Heildarlöndun: 198.122 kg.
Mestur afli: Magnús SH:
47.028 kg í fjórum löndun-
um.
Stykkishólmur 30 bátar.
Heildarlöndun: 72.943 kg.
Mestur afli: Birta Dís GK:
9.337 kg í fjórum löndun-
um.
Topp fimm landanir á
tímabilinu:
1. Hringur SH – GRU:
51.430 kg. 10. júní
2. Helgi SH – GRU:
35.414 kg. 6. júní
3. Rifsnes SH – RIF:
33.373 kg. 12. júní
4. Örvar SH – RIF:
29.566 kg. 11. júní
5. Magnús SH – RIF:
18.701 kg. 9. júní
mþh
Lýsisverksmiðjan Lýsi hf. í Reykja-
vík ætlar að kaupa meirihluta hluta-
fjár í fiskvinnslufyrirtækinu Akra-
borg á Akranesi. Samningar hafa
verið undirritaðir um þetta með
fyrirvara um að samkeppnisyfir-
völd samþykki kaupin. Akraborg
hefur um árabil verið stór kaup-
andi og verkandi á þorsklifur og
hefur um þriggja ára skeið stund-
að eigin lýsisframleiðslu á Akra-
nesi. Fyrirtækið var stofnað 1989
og hjá því starfa 50 manns. Stærstu
eigendur undanfarin ár hafa ver-
ið danskir aðilar auk fyrirtækisins
Triton ehf. á Íslandi. Danir munu
áfram ætla að eiga stóran hlut í
Akraborg. Lýsi hf. hefur stundað
lýsisframleiðslu um áratugaskeið.
Um 140 manns starfa hjá fyrirtæk-
inu.
„Það breytist ekkert við þetta
á Akranesi. Rekstur hér verður í
sama horfi og verið hefur,“ seg-
ir Rolf Hákon Árnason fram-
kvæmdastjóri Akraborgar í samtali
við Skessuhorn.
mþh
Lýsi kaupir meirihluta í Akraborg á Akranesi
Lifrarvinnsla hjá Akraborg á Akranesi. Ljósm. úr safni Skessuhorns.
Rafmagnslaust í 40 mínútur á
Akranesi og nágrenni
Mánudaginn 8. júní síðastliðinn
gerði vestan rok og úrhellisrigningu
um vestanvert landið samhliða hita-
stigi niður undir frostmarki þeg-
ar leið á nóttina. Lambfé var víðast
hvar komið út hjá sauðfjárbændum
og eru nokkur dæmi um að ær hafi
farið sér að voða. Mestur skaði, sem
Skessuhorni er kunnugt um, varð þó
líklega á Brekku í Norðurárdal þar
sem bændur höfðu á miðvikudags-
kvöldið fundið á fjórða tug fullorð-
inna áa dauðar. Höfðu þær hrakist
undan veðri og lent í lækjum og ein-
hverjar í Norðurá þar sem flóð gerði
um nóttina í úrhellisrigningunni
enda mikill snjór í fjöllum. Bændur
reyndu sitt til að ærnar yrðu í haldi
og vari, en allt kom fyrir ekki, ein-
hverjar þeirra hröktust undan veðr-
inu. Þórhildur Þorsteinsdóttir er
bóndi á Brekku ásamt Elvari Óla-
syni manni sínum. Hún skrifaði á
fésbókarsíðu sína:
„Þegar við fórum á stjá aftur á
þriðjudagsmorgun og fórum að gá
að fénu blasti við okkur nöturleg
sjón. Fé hafði hrakist undan veðrinu
og ofan í læki, undir kletta og í árf-
arveg. Við gengum um girðinguna
og fundum sífellt fleira fé dautt.
Fé á öllum aldri, mikið af ungu fé
sem maður hefði haldið að væri vel í
stakk búið að takast á við svona veð-
ur og auðvitað líka kindur sem voru
ekki nægjanlega í stakk búnar að
takast á við svona aðstæður,“ skrifar
Þórhildur. Þeirra beið það verkefni
að grafa dauðar ær og koma móð-
urlausum lömbum á hús. Þórhildur
segir að fjárhagslegt tjón sé auðvitað
mikið en ekki síst sé þetta tilfinn-
ingalegt áfall. „Þetta var alls ekki
á bætandi eftir þetta kalda vor. En,
við bítum í skjaldarrendur og horf-
um fram á veginn,“ sagði Þórhildur
Þorsteinsdóttir. mm
Misstu á fjórða tug fullorðinna
kinda í vestan áhlaupi
Norðurá var eins og stjórfljót yfir að líta seint á mánudagskvöldið þegar þessi
mynd var tekin. Ljósm. þþ.
Eins og fram hefur komið í
fréttum þá hefur sjór kóln-
að við landið og það gæti
hafa átt sinn þátt í seinni
vorkomu og köldu veðri
það sem af eru sumri. Þeg-
ar Hafrannsóknastofn-
un kynnti ráðgjöf sína fyr-
ir nýtingu nytjastofna í haf-
inu umhverfis landið fyrir
helgi var einnig fjallað um
umhverfisskilyrði í sjónum.
Þar var meðal annars sýnd
þessi mynd sem sýnir dreif-
ingu hitastigs sjávar á 50
metra dýpi við landið í maí
nú í vor og maí fyrra, það er
árið 2014. Rautt er hlýi sjór-
inn en grænt og blátt táknar
kaldari sjó.
Efri myndin er maí 2014
og sú neðri maí 2015. Eins
og sjá má var sjórinn svalari
við vestanvert landið í maí nú
í ár heldur en í fyrra. Hvort
þetta muni síðan hafa víð-
tækari áhrif svo sem á göng-
ur makríls í sumar getur tím-
inn einn leitt í ljós.
mþh
Kaldari sjór við Vesturland