Skessuhorn


Skessuhorn - 17.06.2015, Blaðsíða 4

Skessuhorn - 17.06.2015, Blaðsíða 4
MIÐVIKUDAGUR 17. JÚNÍ 20154 Kirkjubraut 54-56 - Akranesi - Sími: 433 5500 - www.skessuhorn.is Skessuhorn kemur út alla miðvikudaga. Skilafrestur auglýsinga er kl. 14.00 á þriðju- dögum. Auglýsendum er bent á að panta auglýsingapláss tímanlega. Skráningar- frestur smáauglýsinga er til 12.00 á þriðjudögum. Blaðið er gefið út í 3.800 eintökum og selt til áskrifenda og í lausasölu. Áskriftarverð er 2.573 krónur með vsk. á mánuði. Elli- og örorkulífeyrisþegar greiða kr. 2.230. Rafræn áskrift kostar 2.023 kr. Rafræn áskrift til elli- og örorkulífeyris- þega er 1.867 kr. Áskrifendur blaðs fá 50% afslátt af verði rafrænnar áskriftar. Verð í lausasölu er 750 kr. SKRIFSTOFA BLAÐSINS ER OPIN KL. 9-16 VIRKA DAGA Útgefandi: Skessuhorn ehf. skessuhorn@skessuhorn.is Ritstjórn: Magnús Magnússon, ritstjóri s. 894 8998 magnus@skessuhorn.is Guðný Ruth Þorfinnsdóttir gudny@skessuhorn.is Kristján Gauti Karlsson kgauti@skessuhorn.is Magnús Þór Hafsteinsson mth@skessuhorn.is Auk þeirra eiga efni í blaðinu: Anna Rósa Guðmundsdóttir, Birna G. Konráðsdóttir og Haraldur Bjarnason Auglýsingar og dreifing: Emilía Ottesen, markaðsstjóri emilia@skessuhorn.is Valdimar Björgvinsson valdimar@skessuhorn.is Umbrot og hönnun: Ómar Örn Sigurðsson omar@skessuhorn.is Tinna Ósk Grímarsdóttir tinna@skessuhorn.is Bókhald og innheimta: Guðbjörg Ólafsdóttir bokhald@skessuhorn.is Prentun: Landsprent ehf. Kvennafrídagurinn að þessu sinni er ekkert venjulegur. Hann er í senn af- mælis,- hátíðis- og baráttudagur. Tímamót þegar gott er að staldra við og rifja upp söguna, til að við getum af henni lært. Nú eru hundrað ár síðan konur fengu fyrst kosningarétt hér á landi og kjörgengi til þings. Fram að því voru þær ekki taldar þess verðar að greiða atkvæði um hvaða karlar skyldu náðarsamlegast stýra landinu. Þetta var svona risastór karlaklúbbur og sann- iði til; það er víða að finna karlaklúbba enn þann dag í dag. Konur hafa sem- sagt einungis fengið að kjósa í hundrað af ellefu hundruð ára byggðarsögu. Þetta er náttúrlega kostuglegt. Ekki síst þar sem konur hafa alltaf verið á að giska helmingur landsmanna. En baráttunni fyrir jafnri stöðu karla og kvenna lauk ekki 1915. Hún var rétt að hefjast og er alls ekki lokið. Enn þyk- ir það sjálfsagt að það séu konurnar sem hlaupa til ef barnið veikist á leik- skólunum. Þær taka frekar frí frá sinni vinnu ef skólarnir boða til foreldra- viðtala og það eru þær sem þurfa að afsaka það fyrir vinnuveitanda sínum að þær þurfi að fara með barnið til tannlæknis eða sinna öðrum viðvikum sem tilheyra hinu hefðbundna heimilis- og fjölskyldulífi. Enn í dag er mælanleg- ur verulegur munur á launum eftir kynjum. Hinn svokallaði óútskýrði launa- munur er til staðar, þótt vissulega hafi dregið úr honum. Þrátt fyrir þetta hefur margt áunnist á þessum hundrað árum. Um það getum við lesið með beinum og óbeinum hætti í gegnum ýmis viðtöl í Skessuhorni í dag. Við getum til dæmis lesið um hvaða viðbrögð konur fengu þegar þær voru að hasla sér völl á vinnumarkaðinum um miðja síðustu öld og áratugina þar á eftir. Þessar konur þurftu virkilega að berjast. Þær þurftu jafnvel að verja fyrir kynsystrum sínum þá ákvörðun að fara að vinna úti. Hinar sögðust vera „bara heima“ þegar þær voru spurðar hvað þær störfuðu. „Bara heima,“ eins og það hafi ekki verið og sé ekki heilmikið starf. Það var hins vegar ekki svo að þær sem fóru á vinnumarkaðinn til jafns við karla, væru að gera það að gamni sínu að láta heimilið verða „án húsmóður“ og brjóta þannig upp aldagamla hefð. Fyrirvinnan var einfaldlega ekki að skaffa nóg og þá þótti það smám sam- an hinn eðlilegasti hlutur að konur tækju jafnan þátt í öflun til heimilisins líkt og karlarnir. Nú svo var í mörgum tilfellum ekki um það að ræða að það væri karlmaður á heimilinu. Þrátt fyrir að konur færu að gera sig gildandi á vinnumarkaði þurftu þær áratugina sem eftir fylgdu að afsaka það að vinna úti. Þannig höfðu hin karllægu gildi greypt sig svo fast í þjóðarsálina að jafn- vel konurnar töldu sig þurfa að afsaka þá hegðun að hverfa að heiman til að sækja vinnu. Og þessu er alls ekki lokið. Ennþá þarf að setja lög sem banna fyrirtækjum að hafa hlutfallslega of marga karla í stjórn, það þarf að setja lög til að konur fái jafn mikið greitt fyrir sömu vinnu og karlar og það þarf sífellt að endurnýja það sem heitir jafnfréttislög. Hundrað árum síðar! Karlremba er illur sjúkdómur en því miður er hann svona eins og reyking- ar, þótt menn viti að þeir eigi ekki að sýna karlrembu þá gera þeir það, ýmist meðvitað eða ómeðvitað. Reykingamaðurinn veit að það styttir lífið og rýrir lífsgæðin að brúka tóbak, en hann heldur því samt áfram. Að sama skapi af- námu Bandaríkjamenn þrælahald og leyfðu svörtum að kjósa, en fordómar í garð litaðs fólks hurfu ekki við það. Að hluta var um sýndarmennsku að ræða, einhvers konar „skuespil“ alveg eins og jafnrétti er í augum karlrembunnar. Af þessu öllu má sjá að raunverulega er ekki búið að jafna stöðu kynjanna hér á landi. Það hefur mikið áunnist, en ekki nóg samt. Skessuhorn heiðr- ar baráttuþrek íslenskra kvenna með útgáfu sinni þessa vikuna. Megi þeim farnast sem allra best að ná fullnaðarsigri og okkur karlmönnunum að vinna á fordómunum. Munum einfaldlega að því betri sem við erum við konurnar, því meiri líkur eru á að við fáum það þúsundfalt endurgoldið. Magnús Magnússon Leiðari Ekki lengur „bara heima“ Síðastliðinn laugardag voru 130 nemendur brautskráðir úr öllum deildum Háskólans á Bifröst við há- tíðlega athöfn og góðu veðri. Vil- hjálmur Egilsson rektor óskaði út- skriftarnemum til hamingju með áfangann og hvatti nemendur til að leggja rækt við Bifrastargildin og að þekkja muninn á metnaði og græðgi. Einnig þakkaði hann öll- um þeim sem lögðu sitt af mörkum til samfélagsins í Norðurárdalnum, nemendum og starfsfólki skólans, hollvinum, fulltrúaráði og stjórn. Útskriftarverðlaun hlutu; Ás- geir Rúnar Viðarsson í Háskóla- gátt, Sigurbjörg R. Hjálmarsdótt- ir af viðskiptasviði fyrir hæstu ein- kunn grunnnema, Fanney Daníels- dóttir fyrir hæstu einkunn á meist- araprófi á viðskiptasviði, Elsa Guð- rún Jónsdóttir fyrir hæstu einkunn á meistaraprófi á lögfræðisviði og Hlynur Jónsson fyrir hæstu ein- kunn á meistaraprófi á félagsvís- indasviði. Að auki fengu eftirfarandi fjórir nemendur felld niður skóla- gjöld á vorönn í tilefni af framúr- skarandi námsárangri, þau Svanberg Halldórsson á viðskiptasviði, Björn Líndal Traustason á lögfræðisviði, Tjörvi Schiöth og Sigurður Kaiser Guðmundsson á félagsvísindasviði. Í ávörpum fulltrúa allra útskriftar- hópa kom fram mikil ánægja með að hafa valið Háskólann á Bifröst. Verkefnaálag væri mikið en það væri gott veganesti fyrir framtíðina. Tal- að var um mikla samkennd á meðal nemenda og að Háskólinn á Bifröst væri góður skóli til að öðlast fram- úrskarandi menntun. Gráður koma ekki sjálfkrafa Í ræðu sinni við útskriftina lagði Vil- hjálmur Egilsson rektor m.a. áherslu á að Háskólinn á Bifröst ætti erindi við íslenskt samfélag og að skólinn hefði það að markmiði að útskrifa forystufólk fyrir atvinnulíf og sam- félag. „Gráður koma ekki sjálfkrafa í Háskólanum á Bifröst. Fyrir þeim þarf að hafa og oft eru vinnudag- arnir langir og strangir. En erfiðið í skólanum er góður undirbúning- ur undir það sem verður. Við Há- skólann á Bifröst lærir fólk ekki ein- ungis það sem í bókunum stendur eða það sem fram kemur í fyrirlestr- um og í umræðum í tímum. Eitt af helstu gildum skólans er samvinna og mikið er lagt upp úr því að nem- endur læri að vinna saman, treysta hver öðrum og hjálpast að við að leysa verkefni. Hæfileikinn til þess að vinna með öðru fólki er afar verðmætur og menntun af þessu tagi nýtist í öllum störfum alltaf og alls staðar“. mm Brautskráðu 130 nemendur frá Háskólanum á Bifröst Vilhjálmur Egilsson rektor Háskólans á Bifröst útskrifar hér nemendur. Ljósm. bifrost.is Eva Hlín Alfreðsdóttir hefur ver- ið ráðin framkvæmdastjóri Ljómal- indar í Borgarnesi. Eva Hlín lauk prófi í viðskiptafræðum með áherslu á markaðssamskipti frá Háskólanum á Bifröst um áramótin. Hún hefur síðan þá verið í nokkrum afleysing- arstörfum, meðal annars hjá Mark- aðsstofu Vesturlands og við blaða- mennsku á Skessuhorni. Þá var hún einnig verkefnastjóri Gleðileikanna 2015 sem hlutu eins og kunnugt er foreldraverðlaun Heimilis og skóla. Sveitamarkaðurinn Ljómalind var opnaður á nýjum stað í Borgarnesi 1. maí síðastliðinn og er nú til húsa við Brúartorg 4. „Eftir flutningana var aukið við bæði þjónustuna og vöruúrvalið. Nú er Ljómalind heils- ársverslun og það er gríðarleg aukn- ing á vöruframboði. Við erum að taka inn nýja söluaðila í umboðs- sölu og það er einnig aukin umferð viðskiptavina. Það varð því ljóst eft- ir flutningana að það þyrfti að ráða framkvæmdastjóra í utanumhald og ég var ráðin í það verkefni,“ segir Eva Hlín í samtali við Skessuhorn. Sveitamarkaðurinn Ljómalind er rekinn af þrettán konum af Vestur- landi sem leggja til sjálfboðavinnu í versluninni. Að sögn Evu Hlín- ar verður áfram lögð áhersla á að veita góða þjónustu og að vera með handverk og árstíðabundna og ferska matvöru úr héraði. „Mitt starf verð- ur að halda utan um markaðinn og svo koma sjálfboðaliðar að störfum við afgreiðslu. Það er spennandi að sjá nýja söluaðila koma inn og nýja matvöru. Við brugðum á það ráð til að bregðast við kjötskorti vegna verkfalls dýralækna að taka inn fersk- an og vakúmpakkaðan fisk. Það hef- ur mælst mjög vel fyrir, við erum bæði með löngu og laxaflök og mun- um bjóða upp á það áfram. grþ Eva Hlín ráðin framkvæmdastjóri Ljómalindar Eva Hlín Alfreðsdóttir tekur hér á móti blómvendi fyrir hönd Ljómalindar frá Sigursteini Sigurðssyni arkitekt hjá Gjafa. Myndin er tekin við opnun Ljómalindar á nýjum stað 1. maí. Framfarafélag Borgarfjarðar hefur staðið fyrir sveitamörkuð- um síðan sumarið 2011. Fyrstu markaðir voru í Reykholti. Sumarið 2013 voru haldnir þrír markaðir í gömlu hlöðunni í Nesi í samstarfi við bændur þar. Kaffisala og heilgrillað lamb var á boðstólnum. Mikill fjöldi fólks kom við og þótti þessi staður og samsetning einstak- lega heppileg til að halda slík- ar samkomur og má segja að Sveitamarkaður í Reykholtsdal hafi verið komið á kortið það sum- ar. Þá voru um jólin 2013 og 2014 haldnir jólamarkaðir sem heppnuð- ust vel. „Þar sem aðstæður gáfu ekki svigrúm til að halda Rabarbarahátíð í ár, eins og til stóð að gera að árleg- um viðburði í Reykholti, var ákveð- ið að halda sveitamarkað í Nesi að þessu sinni til að hefðin um mark- aði í Reykholtsdal myndi ekki tapast niður. Verður markaðurinn haldinn næstkomandi laugardag í Nesi. Fjölbreytni verðu mikil af sölu- varningi á laugardaginn og má þar til dæmis nefna að Muurikka kemur með saftpotta, Islan- duskruss með mysudrykk, tréútskurð frá Skagafirði, ásamt þeim mörgu sem hafa verið með borð á síðustu mörkuðum eins og t.d. Garð- yrkjustöðina á Þorgautsstöð- um og KvíKví brjóstsykur, Sólbyrgi með jarðaberin sín og fleiri áhugaverða seljend- ur. „En eru laus borð fyr- ir áhugasama seljendur og áhugasömum bent á að hafa samband við Kristbjörgu á netfang- ið kgum@simnet.is Til stendur að halda sveitamarkaði jafnvel oftar í sumar og vonum við að áframhald verði á Rabarbarahátíðina næsta sumar,“ segir í tilkynningu frá Fram- farafélaginu. mm Framfarafélagið heldur sveitamarkað í Nesi á laugardaginn

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.