Skessuhorn


Skessuhorn - 17.06.2015, Blaðsíða 14

Skessuhorn - 17.06.2015, Blaðsíða 14
MIÐVIKUDAGUR 17. JÚNÍ 201514 Eftir að íbúar á Hvanneyri, foreldrar og aðstandendur barna við Hvann- eyrardeild Grunnskóla Borgar- fjarðar, höfðu gengið af fundi sveit- arstjórnar eftir atkvæðagreiðsluna á fimmtudag um að leggja skól- ann niður, þá safnaðist fólk saman á kaffihúsinu Skemmunni á Hvann- eyri. Þar réð fólk ráðum sínum. Blaðamaður Skessuhorns hitti full- trúa Íbúasamtaka Hvanneyrar þar til að fræðast betur um sjónarmið þeirra í málinu. Þetta voru þau Álf- heiður Sverrisdóttir, Hallgrím- ur Sveinsson, Bryndís Geirsdótt- ir, Borgar Páll Bragason, Helga Svavarsdóttir, Sólrún Halla Bjarna- dóttir, Sigurður Guðmundsson og Birgitta Sigþórsdóttir. Af samtali við þau má ráða að Íbúasamtök- in ætla ekki að sætta sig við það að Hvanneyri standi án grunnskóla í framtíðinni. Jafnvel er til skoðunar að stofna þar einkaskóla fyrir börn á Hvanneyri og í nágrenni. Skilja ekki ákvörðun Sigurður Guðmundsson átti fyrstur orðið. „Okkur finnst að með því að loka grunnskólanum hér á Hvann- eyri að þá sé verið að loka á frekari uppbyggingu hér á staðnum. Við horfum á allt það fólk sem hefur verið að flytja hingað. Það að skóli sé til staðar fyrir börnin ræður mjög miklu um að það tekur þá ákvörð- un að flytja af höfuðborgarsvæðinu í lítið samfélag með minni skóla en þar er boðið upp á. Fólk er að sækjast eftir einmitt þessu. Manni finnst svolítið sérstakt að sveitar- félagið sjái ekki einmitt tækifæri í því að hlúa að þessum litlu ein- ingum hér í Borgarbyggð einmitt til að laða að fleira fólk. ,,Grunn- skólinn á Hvanneyri er að koma af- skaplega vel út í könnunum, bæði hvað varðar ánægju nemenda og foreldra. Sem dæmi má nefna að 100% foreldra barna í Hvanneyr- ardeild Grunnskóla Borgarfjarðar telja börnin sín ánægð í skólanum samkvæmt niðurstöðum úr Skóla- púlsinum. Þrátt fyrir þessa miklu ánægju með skólann og þrátt fyrir það sterka og góða starf sem þar er unnið á að loka.”“ Bryndís Geirsdóttir bætti við að það hefði slegið þau að í skýrslu starfshóps Borgarbyggðar um framtíð skólamála sé eins og að það virðist ekki vera gert neitt ráð fyr- ir frekari uppbyggingu í sveitarfé- laginu. „Við skiljum ekki þær for- sendur. Mörg okkar eru fólk sem sest að í sveitarfélaginu vegna þess að við sjáum framtíðarmöguleika hér.“ Helga Svavarsdóttir benti hér á að Hvanneyri sé sá staður sem sé í einna mestum vexti í sveitarfélaginu en samt eigi að loka þar. Hópurinn útskýrði að unga fólkið á Hvann- eyri sé af ýmsum toga. Þar er bæði fólk sem ílengist þar eftir að hafa stundað nám á staðnum, fólk sem hafi búið þar í æsku og sótt sér nám og komið aftur, eða fólk sem flyt- ur á staðinn án þess að hafa átt nein sérstök tengsl þar áður. „Það er svo að þegar fólk er búið í námi og er ígrunda hvað gera eigi næst og hvar eigi að velja búsetu, þá skoðar fólk einna fyrst hvernig skólaumhverf- ið er. Það sýnir sig að fasteignaverð stendur hvað sterkast á þeim stöð- um þar sem fjölbreytt framboð er af góðum kostum varðandi skóla. Þessi ákvörðun núna gæti leitt til þess að fasteignaverð á Hvanneyri lækki,“ sagði Bryndís. Við þessi orð bætti Hallgrímur Sveinsson inn dæmi sem hann sagðist hafa sem vísbendingu um mikilvægi skóla fyrir þéttbýlismyndun. „Marg- ir halda því fram að Melahverf- ið í Hvalfjarðarsveit hafi ekki vax- ið eins og menn hafa vænst, einmitt vegna þess að þar er ekki skóli,“ sagði hann. Telja vinnubrögð ekki til fyrirmyndar Hópurinn var einróma um að þau hefðu sjálf átt frumkvæði að allri samræðu sem Íbúasamtökin hafa átt við sveitarfélagið um málefni grunnskólans á Hvanneyri. Aldrei hafi verið komið að fyrra bragði úr ráðhúsinu í Borgarnesi til að eiga samræðu við þau. „Ráðamenn þar hafa bara kom- ið til að hlusta. Þau hafa aldrei get- að tekið neina rökræðu um sína af- stöðu í þessum málum. Eina sem gert var er að það var haldinn íbúa- fundur í Hjálmakletti í Borgar- nesi í apríl síðastliðnum. Hann var boðaður með fjögurra daga fyrir- vara um páska. Fundurinn var sett- ur upp í þjóðfundarstíl þar voru borðstjórar sem áttu að draga sam- an niðurstöðurnar og skila þeim af sér til sveitarfélagsins. Eðlileg- ast hefði verið að þessi hópstjór- ablöð væru notuð til að vinna sam- antektarskýrsluna sem að ráðhús- ið birti þar sem að fólk ræddi sam- an um sínar hugmyndir og skiluðu einhverri heildarniðurstöðu sem ákveðin sátt var um. Samantektar- skýrslan eftir fundinn byggir hins vegar eingöngu á gulum miðum sem fólk skrifaði á sínar hugmyndir um sparnað, hver í sínu horni. Okk- ur þykir fundurinn missa algjörlega marks þegar svona er unnið úr nið- urstöðum hans,“ sagði Hallgrím- ur Sveinsson og bætti við: „Fyrir hönd Íbúasamtaka Hvanneyris og nágrennis óskuðum við eftir að fá að sjá hópstjórablöðin en fengum svar þar sem okkur var bara vísað í skýrsluna. Okkur er kunnugt um að á öllum nema einu borði kom fram á hópstjórablöðum að það eigi að standa vörð um grunnstoðir og hlífa skólunum. Þessum blöðum höfum við kallað eftir en fáum þau ekki. Þetta er dæmi sem ég nefni því það er lýsandi fyrir vinnuferlið. Þau ætluðu sér aldrei að ræða við íbúa um þessi mál. Við vitum ósköp vel að fjárhagsstaðan er ekki góð en vinnubrögðin sem hafa verið í boði af hálfu sveitarstjórnar í þessum málum eru ekki til eftirbreytni.“ Slæmur fjárhagur fékkst ekki ræddur Hallgrímur Sveinsson sagði það gagnrýnivert hvernig stafshóp- ar um hagræðingu og niðurskurð væru settir saman. „Þetta eru Borg- nesingar að spara í sveitunum. Við sjáum ekki margar tillögur um að spara í Borgarnesi. Ákveðnir aðil- ar tala eins og þetta sé ekkert mál og fólk verði búið að gleyma þessu á morgun. Þessi niðurskurður var ekki kosningamál í fyrra. Þá gengu menn um og töluðu um að það yrði að standa vörð um skólana. Það var talað eins og fjárhagsstaða Borgar- byggðar væri fín. Stefnuskrár allra flokkanna eru til og það er hægt að fletta þessu öllu upp.“ Bryndís Geirsdóttir rifjaði nú upp að fyrir síðustu kosningar í fyrra hefði aðeins einn maður tjáð sig um það opinberlega að fjárhag- ur Borgarbyggðar væri mjög slæm- ur. „Þetta var Magnús Magnússon ritstjóri á Skessuhorni. Þegar þetta var borið undir frambjóðendur á framboðfundum þá vildi enginn kannast við neitt. Það var hlegið að Vinstri grænum á kosningafundi í Logalandi í fyrravor þegar þau töl- uðu um að þau vildu standa vörð um grunnskólana í sveitarfélaginu. Það þótti ekki við hæfi að tala um slíkt því menn væru nýkomnir úr slagnum í kjölfar efnahagshruns- ins og meira yrði ekki skorið niður í þessum málaflokki.“ Skortur á umræðu Fulltrúar Íbúasamtakanna ásaka sveitarstjórn Borgarbyggðar um skort á samráði og upplýsingum. „Haldinn var fundur í Logalandi en hann var að frumkvæði íbúa, ekki sveitarstjórnar. Þar mættu kjörnir fulltrúar að eigin sögn til að hlusta en þau hlusta ekki með eyr- unum. Það er fullreynt að svo sé. Þetta er rosalega sérstakt og ólíkt því sem gert er til dæmis í Fjarða- byggð. Þar er tekinn langur tími í að ígrunda svona mál. Svo er farið í öll byggðalögin þar sem umræða og kynning fer fram. Hér í Borg- arbyggð er hins vegar eins og lítill pólitískur hópur taki ákvarðanir og það er ekki einu sinni reynt að ná tali af íbúunum. Við erum ósátt við að það er ekkert samtal við okkur sem búum hér,“ sagði Hallgrímur. Sólrún Halla sagði það merki- legt að á sveitarstjórnarfundi eins og þeim sem haldinn var á fimmtu- dag þar sem stórar ákvarðanir voru teknar, að þar skyldi ekki fara fram nein umræða á sjálfum fundinum. „Það var bara búið að ákveða hlut- ina áður en fulltrúar gengu inn hvernig þetta ætti að vera. Eina manneskjan sem stóð upp og lagði fram bókun gegn þessu sat síð- an hjá við atkvæðagreiðsluna. Hún kom með þá bókun tilbúna á fund- inn en hvar var búið að ræða þetta,“ spurði hún. Hafa ekki trú á íbúunum Þau hjá Íbúasamtökunum voru á einu máli um lokun Hvanneyr- ardeildar Grunnskóla Borgar- fjarðar væri mjög til þess fallið að skapa óöryggi og óvissu. „Það eru allavega tvær fjölskyldur sem eru að hætta við að kaupa hús á þessu litla svæði. Önnur fjölskyldan er hætt við að koma hingað og hin er að fara,“ sagði Birgitta Sigþórsdóttir. „Lokun skólans er mjög baga- leg því það var allt að vinna með Hvanneyri. Þetta lýsir því bara að sveitarstjórn hefur enga trú á íbúum hér. Enda er það svo að þau virðast ekki hafa verið í sambandi við fólk- ið sitt né gera þau sér grein fyrir því hvað er að gerast. Hér á ég fyrst og fremst við fulltrúa meirihlut- ans. Það er þó líka því miður svo að of margir af íbúum sveitarfélags- ins hafa ekki haft næga hugmynd um hvað hefur verið að gerast hér á Hvanneyri. Ótrúlega margir virð- ast halda að Hvanneyri sé bara stór sveitabær,“ sagði Borgar Páll. Hallgrímur tók undir þetta. ,,Hvanneyrarskólinn hefur feng- ið að gjalda fyrir fjölgun íbúa á Hvanneyri. Áður var hér skóli upp í 7. bekk en þegar fjölgaði var ekki pláss. Í stað þess að byggja upp þá var hver árgangurinn af öðrum fluttur í burtu. Og það er ástæðan fyrir að einingin er lítil í dag. Það er 60 barna samfélag á grunnskóla- aldri á Hvanneyri í dag og af þeim er rúmlega 30 ekið í burtu á hverj- um morgni. Þetta gleymist í um- ræðunni.“ Ákvörðun sem riðlar samstöðu Aftur kom hópurinn að því að þeirri skoðun að nýjustu ákvarðanir sveit- arstjórnar Borgarbyggðar í skóla- málum myndu veikja samheldn- ina í sveitarfélaginu. „Skaðinn er þegar orðinn verulegur þegar sam- bandið milli sveitanna í Borgarfirði og Borgarness er annars vegar. Við sjáum það skýrt þegar fólk er í alvöru byrjað að tala um að kljúfa sveitarfé- lagið í tvennt og búa til tvö úr einu. Nú er uppbygging víða í Borgar- byggð. Við gætum gert svo margt með samtakamáttinn að vopni. En svo kemur svona mál upp og sundr- ar fólkinu.“ Sigurður Guðmundsson sagði að þrátt fyrri þetta væri órofa samstaða meðal íbúa Hvanneyrar. „Ég held að utanaðkomandi fólk átti sig ekki alveg á því hvað hún er sterk. Sam- staðan nær þvert yfir kynslóðirn- ar. Hvanneyri og fólkið sem bygg- ir staðinn hefur alltaf þurft að berj- ast fyrir sínum hlut í gegnum tíð- ina. Eldra fólkið er mjög duglegt að stappa stálinu í okkur sem erum yngri.“ Borgar Páll sagði að þau hafi trú á sveitarfélaginu en ekki á fólkinu sem er að stjórna núna. „Við, sum hver allavega, stöndum kannski frammi fyrir því hvort við eigum bara að gefast upp og flytja á brott eða berjast áfram. Þau í sveitarstjór- ninni hafa tekið ákvörðun. Við get- um svarað því með að segja: „Gott og vel, við ætlum bara að byggja upp samt vegna þess að við höfum trú á framtíð Hvanneyrar.“ Núna þurfum við að sannfæra fólk um að fara ekki því það felast mikil og góð tækifæri í að búa hér.“ Athuga stofnun einkaskóla Í máli hópsins sem hér var rætt við kom fram að nú væri í athug- un að stofna sjálfstæðan einkarek- inn grunnskóla á Hvanneyri. „Ef við sem búum á Hvanneyri trú- um á samfélagið og framtíðina hér þá getum við hreinlega farið aðr- ar leiðir. Í ljósi þess hversu illa er staðið að þessari ákvörðun um að loka Hvanneyrardeild Grunnskóla Borgarfjarðar hljótum við að skoða það að leita nýrra lausna,“ sagði Borgar Páll Bragason. „Hugmyndin um slíkan einka- skóla sem yrði stofnaður af íbúum hér á Hvanneyri liggur fyrir. Það er raunhæfur möguleiki. Eðli málsins samkvæmt viljum við undirbúa það vel. Það er hópur að skoða þetta,“ sagði Helga Svavarsdóttir. Mikil samræða á sér stað með- al íbúa Borgarbyggðar um málefni sveitarfélagsins á líðandi stundu og í nánustu framtíð. Síðasta orðið er fráleitt sagt í þeirri umræðu. mþh Þungt hljóð í fulltrúum Íbúasamtaka Hvanneyrar og nágrennis Fulltrúar Íbúasamtaka Hvanneyris og nágrennis sem ræddu við Skessuhorn. Helgu Svavarsdóttur vantar á myndina.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.