Skessuhorn


Skessuhorn - 17.06.2015, Blaðsíða 30

Skessuhorn - 17.06.2015, Blaðsíða 30
MIÐVIKUDAGUR 17. JÚNÍ 201530 Sendum íslenskum konum baráttukveðjur í tilefni aldarafmælis kosningaréttar „Ég er búin að vera hérna í tæpar þrjár vikur, í sauðburði hérna hjá mömmu og pabba,“ sagði Elín Margrét Böðvars- dóttir þegar blaðamaður Skessuhorns leit við á Hrúts- stöðum í Dölum laust fyrir mánaðamótin síðustu. „Ég fer svo líklega suður til Reykja- víkur í lok vikunnar og byrja að vinna á hjá Íslandsdeild Amnesty International. Ég var að vinna þar í vetur við út- hringingar og verð í fullu starfi í sumar.“ Aðspurð um hvað fel- ist í starfinu segir Elín það vera götukynningar til að kynna starfsemi samtakanna, söfnun undirskrifta og síðast en ekki síst fjáraflanir. „Amnesty eru stærstu mannréttindasamtök í heimi og standa fyrir vitundar- vakningu um allt sem varðar mannréttindi. Samtökin veita fé í rannsóknir, safna undir- skriftum og beita þrýstingi. Umfram allt er aldrei gefist upp, það er enn verið að safna undirskriftum og þrýsta á mál- efni mörgum árum eftir að þau komust kannski í fréttirnar,“ segir Elín. Undirskriftum safna samtökin ekki síst gegnum netið og með svoköll- uðu SMS-átaki. Bæði eru aðgerð- arátök þar sem áhugasamir skrá sig í gagnagrunn og gefa leyfi fyr- ir því að haft sé samband við þá við söfnun undirskrifta. Þeir sem eru hluti af SMS-átakinu geta svarað með smáskilaboðum. „Við erum til dæmis að safna núna, gegnum SMS-in, vegna bloggara í Sádí-Ar- abíu sem var dæmdur í tíu ára fang- elsi og til þúsund svipuhögga fyrir skoðanir sínar,“ segir Elín. Í Ungmennaráð UN Women Elín var ein þeirra sem kom að stofnun Ungmennaráðs UN Wo- men árið 2012, sat í fyrstu stjórn- inni og hefur verið varaformað- ur ráðsins síðan í haust. „Starf- semi UN Women er í raun tvíþætt. Í fyrsta lagi að uppræta ofbeldi gegn konum alls staðar í heimin- um. Í öðru lagi fjárhagsleg og póli- tísk valdefling kvenna í vanþróuð- um ríkjum. Það er gert með því að styrkja grasrótarhópa í vanþróuð- um löndum,“ segir Elín og bætir því við að Styrktarsjóður UN Wo- men til afnáms ofbeldis gegn kon- um sé sá sjóður Sameinuðu Þjóð- anna sem fær flestar styrkumsóknir en er hvað mest fjárþurfi. Ungmennaráðið UN Women stendur fyrir fjölda viðburða á ári til að vekja athygli á málefnun- um og afla fjár. Liður í því starfi eru skólakynningar ráðsins í fram- haldsskólum og efri bekkjum grunnskólanna. „Skólakynningun- um er alls staðar mjög vel tekið og fleiri og fleiri skólar sem taka þátt með hverju árinu sem líður. Þegar við fórum af stað með þetta höfð- um við sjálf samband við skólana en núna eru þeir farnir að leita til okk- ar af fyrra bragði. Við vorum með um það bil 30 skólakynningar í vet- ur og þurftum að neita nokkrum því við önnuðum ekki eftirspurn, því miður,“ segir hún. Starf að félagsmálum bæði gefandi og skemmtilegt Aðspurð segist Elín ekki vita hve- nær hún fór að velta málefnum samfélagsins fyrir sér, það hafi ver- ið mjög snemma. „Ég held ég hafi alltaf verið samfélagslega þenkj- andi. Þegar ég var lítil vildi ég alltaf hlusta á fullorðna fólkið tala saman frekar en að fara út að leika mér,“ segir hún og hlær við. Þegar komið var fram á mennta- skólaárin hóf Elín virka þátttöku í samfélagsmálunum. Hún hóf nám við Verzlunarskóla Íslands þar sem hún sat í hagsmunaráði í tvö ár, var formaður ráðsins seinna árið, sat í kjörstjórn, var bekkjarfulltrúi síns bekkjar og áfram mætti telja. Árið 2012 stofnaði hún og sat í ung- mennaráð Dalabyggðar ásamt ungu fólki í heimasveitarfélaginu. Síð- asta haust hóf hún svo nám í stjórn- málafræði við Háskóla Íslands og þá tók stúdentapólitíkin við. „Ég kom inn í fjármála- og atvinnulífs- nefnd Stúdentaráðs síðasta haust sem óháður aðili. Var svo ekki leng- ur óháð þegar fór að líða að kosn- ingum í vor, þá var ég aldeilis Vök- umegin í lífinu,“ segir hún og hlær. Úr varð að hún bauð sig fram fyrir Vöku, félag lýðræðissinnaðra stúd- enta, í síðustu stúdentaráðskosn- ingum og er núna varamaður á félagsvísindasviði. Einnig situr hún í stjórn félagsins. Aðspurð segist Elín ekki sjá fram á að hætta nokkurn tímann afskipt- um sínum af málefnum samfélags- ins. „Ég er „réttindapervert,“ ef hægt er að nota það orð. Þetta er eiginlega áhugamál og ég er í þessu öllu af því ég fæ mikið út úr því. Bæði líkar mér félagsskapurinn og að geta haft áhrif. Allt þetta starf er bæði gefandi og skemmtilegt,“ seg- ir hún en nefnir að hún beri sérstak- ar taugar til starfsemi Ungmenn- aráðs UN Women. „Það er helsta stoltið og á alltaf stað í hjarta mínu. Er náttúrlega búin að vera þar frá upphafi og einn af stofnmeðlimum. Án þess að gera lítið úr hinum er það svona það sem mér þykir vænst um,“ segir hún og brosir. Varðandi framtíðina nefnir Elín að hún hafi verið kjörin hagsmuna- fulltrúi Politica, félags stjórnmála- fræðinema, fyrir komandi skólaár. „En ég þarf líklega að segja mig úr því embætti vegna þess að ég er að flytja til Frakklands í haust og verð í skiptinámi við Sciences Po í París næsta vetur. Ég er virkilega spennt fyrir því,“ segir Elín að lokum, glöð í bragði. kgk Elín Margrét Böðvarsdóttir: „Ég er „réttindapervert,“ ef hægt er að nota það orð“ Elín Margrét Böðvarsdóttir, sjálftitlaður „réttindapervert“ frá Hrútsstöðum í Dölum. UPPLÝSINGATÆKNIFÉLAGIÐ Soffía Sóley Magnúsdóttir löggiltur fasteigna- og skipasali / löggiltur leigumiðlari Ragnheiður Rún Gísladóttir löggiltur fasteigna og skipasali

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.