Skessuhorn


Skessuhorn - 17.06.2015, Blaðsíða 11

Skessuhorn - 17.06.2015, Blaðsíða 11
MIÐVIKUDAGUR 17. JÚNÍ 2015 11 Leikskólakennari Menntaður leikskólakennari óskast til starfa á leikskóladeild Laugargerðisskóla. Starfað er í nánu samstarfi við grunnskólann undir stjórn skólastjóra Laugargerðisskóla. Starfshlutfallið er 80% 4 daga vikunnar. Starfstíminn er frá 15. ágúst 2015 - 31. maí 2016. Umsókn með upplýsingum um menntun, starfsreynslu og umsagnaraðila sendist til Kristínar Bjarkar Guðmundsdóttur, skólastjóra á laugarg@ismennt.is, hreint sakavottorð þarf að fylgja. Nánari upplýsingar veitir skólastjóri í síma 894-4600. Umsóknarfrestur er til 30. júní. SK ES SU H O R N 2 01 5 Í tilefni af því að í ár eru liðin 100 ár frá því að konur hlutu kosningarétt á Íslandi er saga formæðra okkar rifj- uð upp, vítt og breytt um landið. Í Guðnýjarstofu í Görðum á Akranesi er myndum af sögu líknandi handa brugðið upp, en hjúkrun, yfirseta og öll umönnun barna og aldraðra hef- ur að meira og minna leyti verið í verkahring kvenna í áranna rás, við mjög mismunandi aðstæður. Á sýn- ingunni er sýnt örlítið brot af öllu því sem sagan geymir um þetta efni og með henni er minning allra þeirra kvenna heiðruð sem hafa með fórn- fýsni og umhyggju líknað, huggað og grætt mein. Í Skessuhorni í síðustu viku var ít- arlega sagt frá sýningunni og m.a. rætt við Ingibjörgu Pálmadóttur sem hafði veg og vanda að uppsetn- ingu sýningarinnar ásamt starfsfólki Akraneskaupstaðar. mm Sýningin Saga líknandi handa opnuð í Guðnýjarstofu Hjúkrunarfræðingar og sjúkraliðar sem viðstaddir voru þegar sýningin var opnuð sl. fimmtudag. Ljósm. Ágústa Friðriksd. Stjórn Samtaka atvinnurekenda á sunnanverðum Vestfjörðum (SASV) veittu í liðinni viku hjónunum Pétri Ágústssyni og Svanborgu Siggeirs- dóttur í Stykkishólmi viðurkenningu með þökk fyrir áralanga og dygga þjónustu við íbúa og atvinnulíf sam- félaganna við sunnanverða Vestfirði með reglulegum vöru- og farþega- flutningum til og frá Brjánslæk. Efnt var til hátíðlegs kvöldverðarboðs með þeim hjónum á Patreksfirði þar sem viðurkenningin var veitt að við- stöddum fulltrúum í stjórn og vara- stjórn SASV, bæjarstjóra Vestur- byggðar, sveitarstjóra Tálknafjarð- arhrepps og öðrum góðum gestum. Eins og kunnugt er hafa Pét- ur og Svanborg samið við Eimskip um kaup á fyrirtæki sínu, Sæferð- um sem þau hjónin stofnuðu fyrir meira en þrjátíu árum. Beðið er álits Samkeppniseftirlitsins áður en unnt er að ganga endanlega frá viðskipt- unum. Í kjölfar þess hyggst Pétur standa í síðasta sinn vaktina í brúnni á Baldri sem skipstjóri í áætlunar- ferð ferjunnar milli Stykkishólms, Flateyjar og Brjánslækjar. Rekstur og þjónusta við vöru- og farþegaflutninga með Baldri á Breiðafirði hefur verið farsæll und- ir stjórn Péturs og Svanborgar allt frá upphafi er þau hjónin tóku við rekstrinum um síðustu aldamót. Engum er jafn vel ljóst og reglu- legum notendum þjónustunnar hve mikilvæg samgönguæð Baldur er fyrir samfélögin vestra. „Var því vel við hæfi að þakka þeim hjónum að leiðarlokum fyrir dygga og óeigin- gjarna þjónustu við Vestfirðinga við það tækifæri sem efnt var til á Pat- reksfirði,“ segir í frétt frá SASV. mm Vestfirðingar heiðra Pétur og Svanborgu Smiðjuvöllum 17 – Akranes – sími: 431-2622 www.bilas.is - Fylgstu með okkur SK ES SU H O R N 2 01 5 Írskir dagar á Akranesi nálgast Íbúar, félagasamtök og fyrirtæki á Akranesi eru hvött til þess að taka virkan þátt í Írskum dögum. Ef þú lumar á góðri hugmynd eða vilt vera með viðburð endilega sendu okkur póst. Listasmiðja Ertu 14 til 20 ára og langar til að vera með í listasmiðju og koma fram á Írskum dögum? Sendu okkur þá umsókn. Rauðhærðasti Íslendingurinn NÝTT Götugrill Listmálarar 15 dagar í Írska og við teljum niður. Skráningar á irskirdagar@akranes.is 2. – 5. júlí 2015 „allir mála vegginn“

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.