Skessuhorn


Skessuhorn - 17.06.2015, Blaðsíða 21

Skessuhorn - 17.06.2015, Blaðsíða 21
MIÐVIKUDAGUR 17. JÚNÍ 2015 21 Kvennalistans hafi margir múrar horfið. Konur urðu meðvitaðri um eigin getu og ágæti og karlar gátu ekki lengur hunsað þau mál sem Kvennalistinn bar fram og konur í öðrum flokkum áttu auðveldara að taka upp svokölluð kvennamál í eigin flokkum. Þingkonur Kvenna- listans á Vesturlandi „Þó að ég sé eina Kvennalistakon- an sem var kjörin á þing á Vest- urlandi notuðum við kjörtímabil- ið vel til að láta sem flestar radd- ir frá Vesturlandi hljóma í þing- sölum í anda stefnu Kvennalist- ans. Þannig fóru Ingibjörg Daní- elsdóttir, Birna Lárusdóttir og Snjólaug Guðmundsdóttir tíma- bundið inn á þing sem varakonur mínar, fluttu tillögur og tóku þátt í þingstörfum. Þetta veitti þeim dýrmæta reynslu en undirstrikaði líka breiddina í starfi okkar.“ Dan- fríður segir að mörg orð og hugtök sem Kvennalistakonur notuðu hafi virkað framandi þar á meðal hug- takið um reynsluheim og menn- ingu kvenna. Og sannarlega hafi þær fundið fyrir því að útlit þeirra og klæðaburður hafi verið mun meira undir smásjá en hjá körlum. Þannig talaði einn stjórnmálamað- ur t.d. um þær sem „vaðmálskell- ingar á kúskinnsskóm“. Mörg- um konum sem studdu Kvenna- listann fannst erfitt að gefa það upp í sinni heimabyggð. „Þessar „huldukonur“ voru dyggar stuðn- ingskonur og aðstoðuðu okkur á margan hátt,“ segir Danfríður – „slíkur stuðningur var ómetanleg- ur og erum við afar þakklátar fyr- ir hann.“ Vel undirbúnar Að mati Danfríðar byggðist árang- ur Kvennalistans fyrst og fremst á mikilli samstöðu og góðri sam- vinnu þeirra kvenna sem störfuðu innan vébanda hans. „Allt frá stofn- un Vesturlandsanga unnum við öt- ullega að því að undirbúa fram- boðið sem best. Við ferðuðumst um og héldum fundi og ráðstefn- ur um ýmis málefni sem brunnu á okkur og við fórum reglulega í heimsóknir, t.d. á vinnustaði, ekki bara rétt fyrir kosningar. Við vild- um heyra raddir fólksins í kjör- dæminu. Það var ekkert smá átak að kynna sér alla málaflokka en afar lærdómsríkt og áhugavert.“ Engir styrkir „Á þessum tíma var ekki venj- an að leita eftir styrkjum til fyr- irtækja og annarra þannig að við urðum að vinna að fjáröflun sam- hliða vinnunni við framboðið,“ segir Danfríður er talið berst að fjármálunum. „Þetta var auðvitað allt sjálfboðavinna en konur gengu mjög fúsar til þessara verka. Við bökuðum og seldum kaffi og kök- ur á fundunum til að eiga fyrir sal- arleigu. Á hverju sumri fórum við og seldum ferska tómata og annað grænmeti á Snæfellsnesi og í Döl- um. Fólk var ánægt með að fá ný- meti ofan á brauðið í miðjum hey- önnum og um leið gafst okkur dýrmætt tækifæri til að spjalla við fólk.“ Vestlendingar framsýnir Að mati Danfríðar voru Vestlend- ingar framsýnir og tilbúnir til að styðja þetta framtak kvenna á sín- um tíma. Auðvitað hafi þar spilað inn í einhver nýjungagirni en áber- andi hafi verið að fólk hafi almennt verið tilbúið til að hlusta á hvað þær höfðu fram að færa. Í því sambandi er fyrsti framboðsfundurinn sérlega minnisstæður að sögn Danfríðar. „Á fundinn mættu 12 karlar, allir vel undirbúnir og ein kona, sú sem opnaði húsið. Þetta varð mjög góð byrjun því þarna vorum við spurðar í þaula um allt milli himins og jarð- ar. Við gátum ekki alltaf svarað öll- um spurningum og viðurkenndum það. Því var yfirleitt vel tekið og við notuðum tímann eftir fundinn til að finna svör og komum enn betur undirbúnar á næsta fund.“ Betur má ef duga skal Frambjóðendur Kvennalistans fengu stundum að heyra að þær væru bara menntaðar miðstéttar- konur, sem ekki þekktu lífsskil- yrði fólks í landinu. Á Vesturlandi var breiður hópur kvenna úr ýms- um áttum starfandi í Kvennalist- anum. „Þar var grasrótin að verki í öllum sínum fjölbreytleika,“ seg- ir Danfríður. „Eitt af sérkenn- um Kvennalistans var að við vor- um allar tilbúnar að styðja aðr- ar konur en okkur sjálfar. Okkur þóttu neðri sætin á framboðslist- anum álitleg og sáum okkur ekki í því fyrsta! Ég þurfti að hugsa mig rækilega um og hefði aldrei gefið kost á mér í fyrsta sætið ef ég hefði ekki þekkt það einvalalið sem stóð að framboðinu. Sem betur fer hef- ur margt breyst og nú gerist það að konur leiða framboðslista en betur má ef duga skal. Þegar ég hugsa til baka spyr ég mig sem dæmi, gætu karlmenn nútímans séð fyrir sér að þeir færu einir á kjörstað og kon- ur sæti heima án atkvæðisréttar? Ég held að fáum dytti það í hug nú en þannig var raunveruleikinn fyrir 100 árum. Kvennalistinn var ævintýri í íslenskri pólitík sem ef- laust á eftir að endurtaka sig með einhverjum hætti. Þó margt hafi áunnist blasa enn við mörg verk- efni til að ná jafnrétti í raun. Og þó þokast hafi í rétta átt hvað varðar launajafnrétti kynjanna er enn óútskýrður og óásættanlegur munur á launum karla og kvenna. Það er verkefni sem væri við hæfi að leysa á þessu ári þegar 100 ára kosningarrétti kvenna er fagnað“ segir Danfríður Skarphéðinsdóttir að lokum. bgk Sendum íslenskum konum baráttukveðjur í tilefni aldarafmælis kosningaréttar Eitt af blöðunum sem samtök um Kvennalista gáfu út. Eins og sjá má hafa sum mál ekki enn hlotið brautargengi. Framboðslistinn eins og hann var skipaður í kosningum til Alþingis árið 1987 Sölu- og jónustuumbo› fyrir og Bílver ehf. Grundarfjarðarbær Hespuhúsið

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.