Skessuhorn


Skessuhorn - 20.12.2017, Qupperneq 2

Skessuhorn - 20.12.2017, Qupperneq 2
MIÐVIKUDAGUR 20. DESEMBER 20172 Mikilvægt er þegar sækja á jólaboð um há- tíðarnar að fylgjast vel með veðurspám og færð á vegum áður en haldið er af stað í lengri ferðir. Förum gætilega. Spáð er vestan 10-15 m/s og éljagangi framan af degi á fimmtudag en dregur úr vindi og éljum síðdegis. Léttskýjað austantil á landinu og frost frá núlli og í fimm stig. Á föstudaginn gengur í suðaustan 13-18 m/s og dálitla snjókomu í fyrstu, síðan rigningu eða slyddu um landið sunnanvert. Hiti 1 til 7 stig, mildast syðst. Hægari suðvestanátt um kvöldið og slydduél en styttir upp á aust- urhelmingi landsins og kólnar aftur í veðri. Á Þorláksmessu er gert ráð fyrir suðvestan 5-10, en norðaustlægri á Vestfjörðum. Snjó- koma með köflum á vesturhelmingi lands- ins en bjartviðri austantil. Hiti um og undir frostmarki. Á aðfangadegi er spáð vaxandi norðaustanátt, 8-15 síðdegis. Snjókoma norðan- og austanlands en bjart sunnan heiða og frost 1 til 5 stig. Gera má ráð fyrir norðanátt með éljum en þurrt sunnanlands á jóladegi og kalt í veðri. Í síðustu viku var spurt á vef Skessuhorns „Tekur þú þátt í vefkönnunum?“ Flestir svör- uðu „Já, stundum“ eða 45% svarenda, 33% svöruðu „Já, stöku sinnum“ og 11% svar- enda svöruðu „Já, alltaf“ en 8% svöruðu neitandi og 3% vissu ekki svarið. Spurning næstu viku er: Hvernig spáir þú að árið 2018 verði í saman- burði við 2017? Allir þeir sem gefa vinnu sína til styrktar ýmsum góðum málefnum nú á aðventu eru Vestlendingar vikunnar. Markaðir, tónleika- hald og almenn góðvild eru með talin. Til minnis Veðurhorfur Spurning vikunnar Vestlendingur vikunnar Sendum íbúum Vesturlands, félagsmönnum, félagasamtökum, fyrirtækjum og öðrum velunnurum hugheilar jóla- og nýjárskveðjur Þökkum gott samstarf og stuðning á árinu Stjórn Hollvinasamtaka HVE SK ES SU H O R N 2 01 4 Bók væntanleg um Víking AK 12 Þúsund hitaeiningar á Þorlák 26 Jóla-myndagáta 34 Jóla-krossgáta 36 Fréttaannáll ársins 38-48 Ábendingar um eldvarnir 51 Átján barna saumaklúbbur 52 Ég er skáldið Jósefína 54-55 Eldgos, missir og von 56-57 Diddi slim rifjar upp ferilinn 58-59 Kveðjur úr héraði 60-65 Endurminningar um farskóla 66-67 Hjónin í Stóra-Ási 68-69 Ég er ekki sjónin mín 70-71 Bernskujól fréttaritara 72 Bjögga jólabarn 73 Það halda margir að ég sé vitlausari en ég er 74-75 Vargurinn tekinn tali 76-77 Það er allt til á Nesinu 78-79 Íþróttagarpur á níræðisaldri 80 Ef þú tekur Guðnýju að þér þá færðu jörðina með 82-83 Í hjálparstarfi í Afríku 84-85 Traðahjón tekin tali 86-87 Búinn að keyra tvisvar til tunglsins 88 Hljómsveitin Tíbrá og sveitaballárin 90-91 Þá mega jólin koma fyrir mér 92-93 Hóf smíðar tólf ára og er enn að 94-95 Sagnaritari samtímans 98-99 Dvöldu í sumar við leiðsögn á Grænlandi 100-101 Ingvar Ingvarsson 102-104 Ung kona á heimshornaflakki 106-107 Hugvekja séra Geirs Waage 108 Skötuhlaðborð í hádeginu á þorláksmessu Borðapantanir í síma 430-6767 Gleðileg jól! Fluconazol ratiopharm Fæst án lyfseðils Eru bólgur og verkir að hrjá þig? Verkir í liðum? FRÉTTAVEITA VESTURLANDS – www.skessuhorn.is 51. tbl. 20. árg. 20. desember 2017 - kr. 750 í lausasölu Til alþingismanna Tökum upp US Dollar Meðal efnis í Jólablaði Skessuhorns: Lionsklúbburinn Harpa í Stykk- ishólmi og Lionsklúbbur Stykkis- hólms, ásamt nokkrum velunnur- um, afhentu Dvalarheimili aldraðra í Stykkishólmi á dögunum blöðru- ómskoðunartæki af fullkomnustu gerð. Það voru þær Ragnheiður formaður Hörpu og Sesselja gjald- keri ásamt þeim Ríkharði og Jóni Einari frá Lkl. Stykkishólms sem afhentu Kristínu forstöðukonu Dvalarheimilisins þetta þarfa tæki. Mikil gleði var ríkjandi við afhend- inguna og strax hafist handa við að læra á gripinn. -fréttatilkynning Afhentu blöðruómskoðunartæki Síðdegis síðastliðinn föstudag var allt tiltækt slökkvilið í Borgarnesi kallað út. Eldur logaði þá í íbúð á neðri hæð í húsinu við Skúlagötu 14. Enginn var í íbúðinni þegar eldur- inn kom upp. Slökkvistarf gekk vel, að sögn Bjarna Kr Þorsteinsson- ar slökkviliðsstjóra Borgarbyggðar. Allir gluggar í íbúðinni á neðri hæð- inni voru lokaðir og því skorti eldin- um súrefni til að ná sér á strik. Engu að síður urðu miklar skemmdir af sóti, hita og reyk. Ekki sér á húsinu að utan eftir brunann. Skúlagata 14 er nær hundrað ára gamalt og sögufrægt hús í Borgar- nesi. Það stendur á mótum Egils- götu og Skúlagötu. Húsið teikn- aði Guðjón Samúelsson húsameist- ar ríkisins og í það var starfsemi Sparisjóðs Mýrasýslu flutt árið 1920 þar sem hann var starfræktur allt til 1962 að flutt var í nýbyggingu við Borgarbraut 14, þar sem Ráðhúss Borgarbyggðar er í dag. Húsið við Skúlagötu hefur þó æ síðan verið kallað Gamli sparisjóðurinn. mm Eldur kom upp í sögufrægu húsi í Borgarnesi Frá vettvangi slökkvistarfs undir kvöld á föstudaginn. Ljósm. Guðrún Jónsdóttir. „Fyrir hönd starfsmanna sinna vilja fyrirtækin Skaginn hf., Þor- geir & Ellert hf. og 3X Techno- logy ehf. stuðla að bættum gæð- um og faglegri vinnu við barna- og unglingastarf íþróttahreyfinga í heimabyggð. Við trúum á gildi íþróttaiðkunar til forvarna og vilj- um gjarnan að stuðningurinn verði nýttur í þágu þess,“ segir í tilkynn- ingu frá fyrirtækjunum. Stofnað- ir hafa verið sérstakir bankareikn- ingar hjá Íslandsbanka, annars veg- ar á Akranesi og hins vegar á Ísa- firði, sem eingöngu verða ætlað- ir til stuðnings við barna- og ung- lingastarf íþróttahreyfinganna. Alls nemur stuðningurinn á þessu ári 4,5 milljón króna. „Stuðningurinn er veittur í nafni starfsmanna fyrirtækjanna og er ætlað að bæta barna- og unglinga- starf íþróttahreyfinganna árið 2018. Þar sem barna- og unglinga- starf er langtímaverkefni gefa fyr- irtækin nú jafnframt fyrirheit um sambærilegan stuðning, að ári, fyr- ir árið 2019. Skaginn og Þorgeir & Ellert styðja Íþróttabandalag Akraness samtals að upphæð þrjár milljónir króna og hafa fyrirtækin greitt þá upphæð inn á bankareikn- ing 0552-14-350180. 3X Techno- logy styður Héraðssamband Vest- firðinga að upphæð 1,5 milljón króna og hefur fyrirtækið greitt þá upphæð inn á bankareikning 0556-14-400730.“ Stuðningurinn er ekki sérstaklega ætlaður ákveðnum aðildarfélög- um innan íþróttahreyfinganna og munu forsvarsmenn hreyfinganna því annast með hvaða hætti stuðn- ingurinn nýtist, í þágu barna- og unglingastarfs í heimabyggð. Sér- staklega er tekið fram að stuðning- urinn er einungis ætlaður sem við- bót við núverandi barna- og ung- lingastarf og ekki ætlaður til frek- ari fjárfestinga innan íþróttahreyf- inganna. mm Myndarlegur stuðningur Skagans3X við barna- og unglingastarf
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.