Skessuhorn


Skessuhorn - 20.12.2017, Page 6

Skessuhorn - 20.12.2017, Page 6
MIÐVIKUDAGUR 20. DESEMBER 20176 Næsta blað SKESSUHORN: Starfsfólk Skessuhorns verður í fríi til og með miðvikudagsins 27. des- ember nk. Það mætir til vinnu fimmtudaginn 28. desember og undirbýr útfáfu fyrsta blaðs á nýju ári sem kemur út miðvik- daginn 3. janúar 2018. Gleðilega hátíð! -mm Snorri sjötugur BORGARFJ: Í tilefni þess að Snorri á Auga- stöðum er að verða 70 ára þann 21. des- ember ætlar fjölskylda hans að bjóða öllum þeim sem vilja heiðra hann með nærveru sinni að Hraunfossum á afmælisdaginn. Húsið verður opnað klukkan 18:00 og verður opið það sem eftir lifir afmælis- dagsins. Léttar veitingar í boði. Snorri vil benda á að hann þarfn- ast ekki gjafa og nærvera vina er meira en nóg til að gleðja hann. Allir velkomnir. Bestu kveðjur frá fjölskyldunni á Augastöðum. -fréttatilk. Dimmiterað í FSN GRUNDARFJ: Væntanlegir útskriftarnemendur í Fjölbrauta- skóla Snæfellinga í Grundar- firði lyftu sér upp á dögunum og skelltu sér í búninga áður en þeir voru með sprell í sal skól- ans. Þarna var svokölluð dimm- isjon eins og hefð er fyrir hjá út- skriftarnemendum. Það er frek- ar fámennur hópur sem útskrif- ast núna en það eru 9 nemend- ur sem kveðja skólann í dag, 20. desember. -tfk Margvísleg verk- efni lögreglunnar VESTURLAND: Verkefni lögreglunnar voru margvísleg í liðinni viku. Síðdegis mánudag- inn 11. desember var einn öku- maður stöðvaður og handtekin, grunaður um akstur undir áhrif- um fíkniefna. Um kvöldið sama dag var ekið á ljósastaur við hitaveitutankana í jaðri Akra- nesbæjar. Ljósastaurinn brotn- aði og ökumaður kenndi sér lít- illa eymsla og var því fluttur á sjúkrahúsið til skoðunar. Þriðju- daginn 12. desember var hringt í lögregluna vegna útlendinga sem voru fastir í snjó. Lögreglan vísaði málinu áfram á bílaleig- una. Á fimmtudaginn 14. des- ember var tilkynnt um þjófnað úr dósagámi í Skorradal, ekki er vitað hverjir voru að verki eða hversu miklu var stolið af dós- um og flöskum. Síðdegis sama dag losnaði timbur af bifreið og fauk á bíl sem var að koma úr gagnstæðri átt og skemmdi bíl- inn töluvert en engin slasaðist. Í vikunni rann mannlaus bíll á staur á plani pósthússins á Akra- nesi og flutningabíll í Ólafsvík rann í hálku utan í lítið hvítt hús við Fiskmarkaðinn. -arg Akranesviti 24.-26. desember Lokað 31. desember - 1. janúar Lokað Bæjarskrifstofur Akraneskaupstaðar 25.-26. desember Lokað 1. janúar Lokað Bókasafn Akraness 25.-26. desember Lokað 1. janúar Lokað Íþróttamiðstöðin og Jaðarsbakkalaug 23. desember 09:00-16:00 24. desember 09:00-11:00 25.-26. desember Lokað. 30. desember 09:00-18:00 31. desember 09:00-11:00 1. janúar Lokað Íþróttahús Vesturgötu 18.-21. desember 07:00-22:00 22. desember 07:00-18:00 23.-26. desember Lokað 27.-29. desember 07:00-19:00 30. desember - 1. janúar Lokað. 2. janúar 07:00-19:00 Bjarnalaug Lokað frá 20. desember til og með 2. janúar 2018. SK ES SU H O R N 2 01 7 Akraneskaupstaður yfir jól og áramót Athugið að opnunartími er hefðbundinn fyrir utan eftirfarandi daga: Freyjukórinn, Karlakórinn Söng- bræður og Reykholtskórinn, í sam- starfi við Reykholtskirkju-Snorra- stofu, halda aðventutónleika í Reyk- holtskirkju fimmtudaginn 21. des. nk. kl 20:30. Stjórnandi allra kór- anna er Viðar Guðmundsson. Með- leikarar eru Jón Bjarnason organisti í Skálholti á orgel og píanó, Heim- ir Klemenzson nýbakaður faðir á píanó og Atli Guðlaugsson skóla- stjóri Tónlistarskóla Mosfellsbæjar á Trompet. Á söngskránni eru lög sem bera með sér mildan blæ aðventu og jóla. Aðgangseyrir er kr. 1500 fyrir full- orðna en börn 12 ára og yngri greiða ekki. Allir velkomnir. Kórfélagar óska íbúum Borgarbyggð- ar svo og landsmönn- um öllum gleðilegra jóla- og áramótahá- tíða og farsældar á komandi ári. -fréttatilkynning Aðventutónleikar í Reykholti Svipmynd frá tónleikum kóranna í fyrravetur. Ljósm. úr safni Skessuhorns/bhs.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.