Skessuhorn


Skessuhorn - 20.12.2017, Qupperneq 32

Skessuhorn - 20.12.2017, Qupperneq 32
MIÐVIKUDAGUR 20. DESEMBER 201732 Rannsóknir sýna að það fólk sem er undir mesta álagi, finnur fyrir mik- illi streitu er á sama tíma það fólk sem er hamingjusamast og finnur mestan tilgang í lífinu. Álagið teng- ist því að hafa mikið af mikilvægum atriðum í lífinu. Endurskoðun á rannsóknunum sem kenndu okkur að streita væri hættuleg heilsunni hefur sýnt að það er ekki streitan sem slík sem er hættuleg heilsunni heldur viðhorf okkar til hennar. Þannig er að streituviðbrögð eru fleiri og flóknari en áður var tal- ið. Flestir kannast við ótta-flótta (e.“fight-flight” ) viðbragðið. Sem sagt að fara annað hvort í árásarham eða flýja. Árásarhamur getur verið að bregðast við með reiði og geð- vonsku. Flótti gæti lýst sér í afneit- un, að horfast ekki í augu við vanda- málin, heldur flýja þau til að mynda í óhóflegri líkamsrækt eða tölvu- leikjum (sem hvoru tveggja er ann- ars ágætt). Nýrra er ótti-flótti-frjósa (e.“fight-flight-freeze”), þá er kom- inn þriðji möguleiki sem er að lam- ast af ótta. Fólk sem hefur upplif- að líkamsárásir eða nauðgun seg- ir stundum frá slíkum viðbrögðum. Einnig þegar fólk fær mjög slæm- ar fréttir af sjúkdómum eða dauða. Þetta eru svolítið yfirdrifin viðbrögð við þessu venjulega hversdagslega stressi og vonandi tengir þú lesandi góður ekki við þau. Þriðja útgáfan er líklegri til að hæfa því, en það er svokallað “áskorunarviðbragð” (e. challenge). Það kemur fram þegar fólk mætir álaginu sem áskorun en ekki sem ógn. Það hefur í för með sér gjörólík líffræðileg viðbrögð, t.d. fer hormónið DHEA út í blóðið. DHEA hjálpar við viðhald og upp- byggingu líkama, sem er beinlínis gott fyrir heilsuna. Venjuleg daglega streita vekur oftast þetta viðbragð og er því alls ekki til að óttast. Hugsaðu um hvað það er sem vekur streitu eða áhyggjur dagsdag- lega, punktaðu það helst niður. Til dæmis er það að koma börnunum í skólann á réttum tíma oft eitthvað sem hækkar blóðþrýsting foreldra. Af hverju er það mikilvægt? Svarið er auðvitað undir hverjum og einum komið. Það getur verið að lífsgildi ykkar sé að standa sig vel í lífinu og því mikilvægt að mæta þar sem maður á að vera. Það gæti líka verið að í ykkar huga sé menntun barnsins mikilvæg og þess vegna mikilvægt að það mæti, eða að þið hafið áhyggj- ur af ímynd fjölskyldunnar: „Hvað ætli fólk segi..?“ eða ýmislegt ann- að sem kemur til greina. Málið er að við höfum oftast áhyggjur af því sem skiptir okkur máli, börnin okkar, vinnan, tengslin við fólkið í kringum okkur. Rannsóknir sýna að það fólk sem er undir mesta álaginu og finn- ur fyrir mikilli streitu er á sama tíma það fólk sem er hamingjusamast og finnur mestan tilgang í lífinu. Álag- ið tengist því að hafa mikið af mik- ilvægum atriðum í lífinu. Fagnaðu streituviðbrögðum því þau eru leið líkamans til að hjálpa þér að mæta álagi. Aukin hjartsláttur og önd- un gefur ekki bara vöðvunum held- ur líka heilanum, aukið súrefni, sem hjálpar þér að bæði leysa vandamálin og hlaupa á eftir krakkanum! And- aðu djúpt og segðu brosandi : „Ég er svo stressuð/stressaður.“ Vitandi að það er gott og hjálplegt. Loks langar mig að nefna enn eitt streituviðbragð sem er alls ekki slæmt en kemur fram við mikla streitu eins og þegar hamfarir verða eða dauðsföll. Það nefnist tengsla- viðbragð (e. tend and befriend) og lýsir sér í þörf fyrir að vera með fólki, og hjálpa til. Margir kannast við þetta frá sjálfum sér t.d. þegar vin- ir eða ættingjar verða fyrir sorg, við viljum hitta þau eða færa þeim eit- hvað sem léttir undir. Eða við heyr- um fréttir af viðbrögðum venjulegs fólks við sprengjuárásum eða slys- um, þar sem fólk opnar heimili sín fyrir bláókunnugu fólki eða legg- ur sig í lífshættu við að hjálpa þeim í neyð. Þegar þetta gerist fer horm- ónið oxýtósín (e. oxitocin) á fullt í líkamanum en það er þekkt sem ást- arhormón og hefur meðal annars þau áhrif að styrkja hjartað og fyrir- byggja hjartaáföll. Samantekt, gagnleg ráð: Skoðaðu gildin þín, hvað • er mikilvægt fyrir þig og af hverju? Þegar þú sérð að álag- ið í lífinu stafar af mikilvægum hlutum verður það ekki ógn heldur áskor- un. Ef áhyggj-• ur og álag stafa af lítilvæg- um hlutum,mæli ég með því að hætta einfaldlega að láta þá stressa sig. Sýndu það hugrekki að fá að-• stoð við verkefnin sem þér finnst þú ekki ráða við eða við að byggja upp sjálfstraust- ið. Talaðu um vandann, þú ert ekki sú eina eða sá eini sem ert í þessari glímu. Síðast en ekki síst ræktaðu • tengslin við fólkið í kringum þig, það er gott á svo margan hátt, það að hafa góð tengl bæði verndar þig og veitir stuðning þegar á þarf að halda. Bjóðum jólastressið velkomið. Það verður til af því að við viljum skapa ástvinum góðan tíma á jólun- um, með vel völdum gjöfum, frá- bærum mat í hreinu og fallegu um- hverfi, ekki satt? Ekkert ógnvænlegt við það. Bara ekki eyða of miklu, það gleður ástvini ykkar ekkert sér- staklega ef að þið farið á hausinn í febrúar… (Byggt að mestu á bókinni The upside of stress eftir Kelly McGoni- gal). Steinunn Eva Þórðardóttir Höf. er sjálfstætt starfandi fræðari um jákvæða sálfræði, stofnandi Hér núna. Upplýsingar um Hér núna: Hér núna stendur fyrir námskeiðum og fyrirlestrum. Námskeiðin eru um styrkleika, með fræðslu um núvitund og sjálfsvinsemd. Fyrirlestrar eru unnir í samvinnu við þá sem panta, t.d. um góð og slæm áhrif streitu, góðvild, þakklæti, og almennt um það að blómstra í lífinu. Kæru nemendur, foreldrar og starfsfólk Grunnskóla Borgarfjarðar Sendum ykkur okkar bestu jóla- og nýárskveðjur með þökk fyrir ánægjulegt samstarf á árinu sem er að líða Skólastjórnendur GRUNNSKÓLI BORGARFJARÐAR HVANNEYRI KLEPPJÁRNSREYKJUM VARMALANDI SK ES SU H O R N 2 01 5 Óska starfsmönnum mínum og viðskiptavinum gleðilegra jóla og farsæls komandi árs. Þakka samskiptin á árinu sem er að líða. Eiríkur Ingólfsson SK ES SU H O R N 2 01 4 Árið 2017 var viðburðaríkt hjá félagskonum í Kvenfélagi Reykdæla í Borgarfirði. „Að sjálfsögðu voru við með fundi og kaffisölur. Bollubingó vorum við með en það tengist bollu- deginum og tókst svo vel að ákveðið hefur verið að halda því áfram. Vill kvenfélagið þakka öllum velunnur- um fyrir þátttökuna. En við héldum líka námskeið í vattarsaumi og svart- saumi,“ segir Ásthildur Thorsteins- son formaður félagsins. Mánudaginn 4. desember var jólafundurinn kvenfélagsins hald- inn og var félagskonum í Kvenfé- lagi Hálsasveitar og Hvítársíðu boð- ið í heimsókn. „Við fengum þá sam- býlinga Albert Eiríksson og Bergþór Pálsson til að halda fyrirlestur um borðsiði og jólahald. Ekki skemmdi fyrir að Páll frá Fljótstungu, fað- ir Bergþórs, mætti með þeim fé- lögum. Lagið var tekið og að end- ingu var drukkið kaffi og jólapakk- ar teknir upp.“ Að endingu verður síðan hald- ið jólaball og að þessu sinni verður það Hvítársíða sem sér um hátíðina í Brúarási 29. desember, en þessi þrjú félög skiptast á um að halda ballið. Loks segir Ásthildur að Kvenfélags Reykdæla standi á tímamótum því á næsta ári fagnar það 90 ára afmæli. Verður þess minnst með ýmsu móti. „Það verður áfram gott og gaman að vera í kvenfélagi,“ segir Áshildur Thorsteinsson. mm Það verður áfram gott og gaman að vera í kvenfélagi Albert, Ásthildur og Bergþór. Miðstöð íslenskra bókmennta lét nýlega gera könnun á viðhorfi þjóð- arinnar til bóklesturs, þýðinga og opinbers stuðnings við bókmennt- ir. „Niðurstöðurnar gefa fullt til- efni til bjartsýni um framtíð bók- menntanna og tungunnar,“ segir í tilkynningu. Fram kemur að sam- kvæmt niðurstöðum könnunarinn- ar les mikill meirihluti þjóðarinn- ar einungis eða oftar á íslensku en öðrum tungumálum. Meirihluti Ís- lendinga er sammála þeirri fullyrð- ingu að mikilvægt sé að þýða nýjar erlendar bækur á íslensku. Loks er meirihluti landsmanna einnig sam- mála þeirri fullyrðingu að mikil- vægt sé að íslensk bókmenning hafi aðgang að opinberum stuðningi. Um 66% Íslendinga les einung- is eða oftar á íslensku en á öðrum tungumálum. 28,9% les einungis á íslensku, 36,7% les oftar á íslensku og 17,5% les jafnoft á íslensku og öðru tungumáli. 15,6% svarenda les oftar á öðru tungumáli en ís- lensku og 1,3% les einungis á öðru tungumáli. Þeir sem eru 34 ára og yngri lesa mun síður á íslensku en þeir sem eldri eru. mm Mikill meirihluti les ein- göngu eða oftast á íslensku Merkingarfullt líf er fullt af streitu Heilsupistill Steinunnar Evu
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.