Skessuhorn


Skessuhorn - 20.12.2017, Side 40

Skessuhorn - 20.12.2017, Side 40
MIÐVIKUDAGUR 20. DESEMBER 201740 ingurinn samþykktur með naumum meirihluta og þar með lauk nærri tíu vikna sjómannaverkfalli. Fljótlega að verk- falli loknu héldu sjómenn til veiða. Saxhamar SH var eitt af fyrstu skipunum sem leysti landfestar og hélt út á miðin að kvöldi um leið og niðurstaða atkvæðagreiðslunnar lá fyrir. Óvissu var farið að gæta með loðnuveiðar vegna verkfallsins, en að því loknu var með hraði farið að hefja undirbúning fyr- ir loðnuvertíðina. Verkfallið var langt og erfitt og hafði áhrif á fjölmarga, bæði sjómenn og fiskverkafólk, sem og fólk og fyrirtæki í tengdum atvinnugreinum. Höfðu sjómenn, sem Skessuhorn ræddi við eftir að niðurstaðan lá fyrir, að nógu lengi hefði verið heima setið og báru bros á vör. Mönnum var verulega létt. Snjó kyngdi niður Aðfararnótt sunnudagsins 26. febrúr kyngdi niður snjó á suð- vesturhorni landsins svo annað eins hefur ekki sést í háa herrans tíð. Snjóþekjan mældist 63 cm djúp að Neðra-Skarði í Hval- fjarðarsveit, en á Akranesi var 45 cm jafnfallinn snjór. Björg- unarfélag Akraness var ræst út að morgni dags til að ferja heil- brigðisstarfsfólk til og frá vinnu og þá þurftu björgunarsveita- menn að koma sjúkrabílum til aðstoðar við Hafnarfjall, en þar var ófært nema vel búnum jeppum. Í þéttbýlinu á Akranesi var farið að ryðja árla morguns og voru helstu stofnæðar bæjarins orðnar snjólausar um hádegi. Blíðuveður var þennan dag og fólk mikið á ferðinni. Foreldrar drógu börn á snjóþotum um bæinn og krakkar léku sér í snjónum. Margir skelltu sér í vetr- arklæðin, reimuðu á sig gönguskóna og gerðu sér ferð í bak- aríið, enda gekk bolludagurinn í garð daginn eftir og eins gott að eiga nóg af bollum með rjóma, sultu og súkkulaði. Yngsti skátahöfðingi landsins Grundfirðingurinn Marta Magnúsdóttir var í marsmán- uði kjörin Skátahöfðingi Ís- lands. Varð hún yngsti skáta- höfðinginn í sögu Bandalags íslenskra skáta, aðeins 23 ára gömul. Marta er jafnframt að eins önnur konan til að gegna embættinu. „Ég hef mjög mik- inn áhuga á og ástríðu fyrir vel- ferð ungmenna og tel að hægt sé að tryggja hana að hluta til í gegnum skátastarfið,“ sagði Marta í samtali við Skessuhorn í mars. „Það er mjög góður andi og hvatning í skátunum. Þar er reynt að mæta hverjum og einum á þeirra eigin forsendum og gleðin höfð í fyrirrúmi í öllum verkefnum og ferðum. Þegar farið er svona að þá eflist sjálfstraust hvers og eins. Markmið skátanna er að efla ungt fólk til virkni í samfélaginu. Flest verkefna skátanna eru samvinnu- verkefni eða samfélagsverkefni og skátahreyfingin fagnar öllu samstarfi skátanna og annarra félaga.“ Misjafnt gengi karla og kvenna í körfunni Bæði Snæfell og Skallagrímur gátu státað af því að eiga lið í Domino‘s deild karla og kvenna þegar keppnistímabilið 2016-2017 hófst. Það breyttist hins vegar í lok móts, því karlal- ið beggja félaga féllu úr deild þeirra bestu og leika nú í 1. deild- inni. En miðað við gengi þeirra framan af vetri má leiða líkum að því að þau muni gera tilkall til sæti í efstu deild að nýju. Í Domino‘s deild kvenna var annað uppi á teningnum. Vest- urlandsliðin náðu glæsilegum árangri. Skallagrímur gafst ekki upp fyrr en í fulla hnefana gegn Keflavík eftir æsispennandi undanúrslitarimmu. Snæfellskonur, sem lyftu deildarmeistara- titlinum, mættu Keflavík í úrslitarimmunni en urðu að játa sig sigraðar í þetta skiptið. Það sem af er ári hafa bæði þessara liða hikstað aðeins í deild- inni, vegna meiðsla og/ eða barneigna leikmanna en deildin er afar jöfn og liðin þurfa aðeins að ná smá rispu til að blanda sér í baráttuna um sæti í úrslitakeppninni í vor. ÍA átti ekki gott tíma- bil í 1. deild karla síðasta vetur og hefur gengi liðs- ins verið afleitt það sem af er yfirstandandi keppnis- tímabili. Grundfirðing- ar gerðu prýðilegt mót í 3. deildinni síðasta vetur en hafa ver- ið lengur í gang í ár. Reiðskemma vígð í Stykkishólmi Ný reiðskemma var vígð í Stykkishólmi við hátíðlega at- höfn um miðjan marsmánuð. Fyrsta skóflustungan var tekin í júní á síðasta ári og gengu byggingarframkvæmdir að óskum. Reiðskemman byltir aðstöðu til hestaíþróttastarfs í Stykkis- hólmi og hafði fyrsta reiðnámskeiðið þegar verið haldið þeg- ar skemman var vígð. Skemman er 38x18 metrar að stærð, byggð úr einingum frá Límtré Vírneti. Kostnaður við bygg- inguna var undir áætlun, að sögn Nadine Walter, formanns Hesteigendafélags Stykkishólms. „Það var mikil samvinna við þetta verkefni og dugnaður félagsmanna sem gerði það að verkum að við erum ánægð með fjárhagslega niðurstöðu,“ sagði Nadine í samtali við Skessuhorn. Borgarnes 150 ára Miðvikudaginn 22. mars voru 150 ár liðin frá því Borgarnes fékk löggildingu sem verslunarstaður og forsendur urðu fyr- ir myndun þéttbýlis. Síðan hefur staðurinn þjónað sem mið- stöð verslunar- og þjónustu í Borgarfirði og sem þjónustu- bær í þjóðbraut landsmanna. Á 150 ára afmæli bæjarins voru íbúarnir 1954 og stefnir í að þeir muni rjúfa 2000 íbúa múr- inn í fyrsta sinn í sögunni og það á afmælisárinu. Í tilefni afmælisins var boðað til hátíðardagskrár í Borgarnesi með fjölda viðburða, s.s. hátíðarfundi sveitarstjórnar í Kaupangi, elsta húsinu í Borgarnesi, skóflustungu að nýrri viðbyggingu Grunnskólans í Borgarnesi og opnun ljósmyndasýningar í Safnahúsi. Þá hófst á afmælisdaginn forsala á tveggja binda verki um sögu Borgarness sem ritað var í tilefni afmælisins af þeim frændum Heiðari Lind Hanssyni og Agli heitnum Ólafssyni. Bókin kom út í sumar og hefur sala gengið vel. Vill reisa listaverk í Borgarfirði Listamaðurinn Hilmar Páll Jóhannesson vill reisa níu metra hátt listaverk út af Seleyri við syðri enda Borgarfjarðarbrú- arinnar. Um er að ræða hönd sem rís upp úr Borgarfirði og heldur á exi sem vísar á haf út. Innblásturinn sækir listamað- urinn í Egils sögu en hugmyndina að verkinu fékk hann í til- efni af 150 ára afmæli Borgarness. Hann sagði frá því í Skessu- horni í aprílbyrjun að verkið yrði gjöf til allra Borgfirðinga og að hann hefði fengið vilyrði frá einkaaðilum um fjármögnun verksins. Uppsetning þessi væri hins vegar háð því að sveitar- félagið vildi þiggja gjöfina fyrir hönd íbúa. Viðtökur við hug- myndinni hafa verið dræmar. Gaf sér slökkvibíl í afmælisgjöf Kristján Andrésson, húsasmíðameistari á Hvanneyri, fagnaði sextuxafmæli sínu í aprílmánuði. Eins og gengur fá menn gjarn- an góðar gjafir við slík tækifæri. Ein gjafanna var þó mest um- fangs, nefnilega slökkvibíll sem afmælisbarnið gaf sjálfum sér. Bíllinn er amerískur, framleiddur af American - LaFrance og þjónaði á Keflavíkurflugvelli til ársins 1983 en fór árið 1985 til Landsvirkjunar sem hafði hann til taks við Búrfellsvirkjun. Sjálf- ur er Kristján í Slökkviliði Borgarbyggðar og stjórnarmaður í Fornbílafjelagi Borgarfjarðar og er bíllinn til sýnis og geymslu í húsnæði félagsins í Brákarey í Borgarnesi. Eftir að Kristján fékk bílinn hélt hann sérstaka forsýningu á honum á Hvanneyri og höfðu krakkarnir í þorpinu sérstaklega gaman af framtakinu. Riðu á sjötugsafmælinu Hestamannafélagið Dreyri varð sjötíu ára gamalt fimmtudag- inn 11. maí síðastliðinn. Afmælinu fögnuðu félagsmenn með því að sýna sig og sjá aðra í veðurblíðunni á Akranesi laug- ardaginn fyrir afmælisdaginn. Fóru Dreyramenn miðbæjar- reið frá hestuhúsahverfinu á Æðarodda og riðu sem leið lá að Akratorgi í miðbæ Akraness. Vakti uppátæki þeirra forvitni og ánægju meðal vegfarenda. Þegar komið var að Akratorgi var áð á blettinum neðan Suðurgötu og gestum og gangandi boð- ið að virða fyrir sér hestana, klappa þeim og jafnvel bregða sér á bak. Var teymt undir börnum sem voru mörg hver himin- lifandi með uppátækið. Hestamannafélagið Dreyri sækir nú stuðning við byggingu reiðshallar á Æðarodda. Sinubruni í Eyja- og Miklaholtshreppi Fimmtudaginn 11. maí kom upp eldur í sinu í vegarkanti skammt sunnan við bæinn Dal í Eyja- og Miklaholtshreppi. Hvasst var í veðri þegar eldurinn kom upp og náði hann að breiðast fljótt um þurra jörðina. Um tíma var óttast að eld- urinn kæmist að mannvirkjum og að sögn slökkvistjóra stóð nokkuð tæpt að verja hús og mannvirki gróðrastöðvarinnar á Lágafelli, en tókst þó blessunarlega. Svæðið sem brann var milli 10 og 15 hektarar að stærð og taldi slökkviliðsstjóri víst að eldurinn hefði kviknað út frá sígarettuglóð, líkt og Mýra- eldarnir vorið 2006. Fjölmennt slökkvilið var kallað út og komu slökkviliðsmenn frá slökkviliðunum í Borgarbyggð, Stykkishólmi og Grundarfirði til aðstoðar auk fjölda heima- manna. Bændur komu með haugsugur fullar af vatni og fólk gekk meðfram eldröndinni með klöppur. Undir lokin sleppti þyrla Landhelgisgæslunnar vatni yfir síðustu glæðurnar. Meiriháttar tjón á lífríki Andakílsár Í maí á þessu ári varð mik- ið umhverfisslys af manna- völdum í Andakílsá í Borgar- firði þegar Orka náttúrunn- ar lét hleypa þúsundum rúm- metra af aur og uppsöfnuð- um setlögum úr uppistöðu- lóni ofan Andakílsvirkjunar og niður í ána. Aldrei áður í 70 ára sögu virkjunarinnar Framhald á næstu opnu Fréttaannáll ársins 2017 í máli og myndum
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.