Skessuhorn


Skessuhorn - 20.12.2017, Síða 44

Skessuhorn - 20.12.2017, Síða 44
MIÐVIKUDAGUR 20. DESEMBER 201744 Snorrahátíð í Reykholti Fjölmenni sótti höfuðstaðinn Reykholt í Borgarfirði heim laugardaginn 15. júlí. Þá voru sjötíu ár síðan Norðmenn af- hentu Íslendingum styttu Gustavs Vigelands af Snorra Sturlu- syni. Afhending styttunnar fyrir sjötíu árum þótti stórviðburð- ur á Íslandi og söfnuðust saman mörg þúsund manns í Reyk- holti þegar styttan var afhjúpuð að viðstöddum Ólafi krón- prins Noregs. Þétt dagskrá var í Reykholtskirkju-Snorrastofu þennan hátíðisdag í sumar þar sem margir tóku til máls. Með- fylgjandi mynd er frá Snorrahátíð hinni fyrri. Torfæra við Akrafjallsrætur Sjötta og síðasta umferð Íslandsmótsins í torfæru var haldin í gryfjunum við Fellsenda við rætur Akrafjalls í júlílok. Alls voru 19 bílar skráðir til leiks og allir luku þeir keppni. Að- stæður til torfæruaksturs voru með besta móti, skýjað og ör- lítil gola. Fjöldi áhorfenda lagði leið sína á keppnina og fylgd- ist með torfæruköppunum klífa skriður, skríða kletta og stöku sinnum velta niður. Fótablautir ferðamenn Ferðalangar sem hugðust skoða Kirkjufell og Kirkjufellsfoss á stórstreymi í ágústmánuði urðu votir í fæturnar. Göngustíg- ar hafa verið lagðir um svæðið og eru þeir mikið til bóta mið- að við það sem áður var. Einn galli er þó á gjöf Njarðar, því á stórstreymi flæðir yfir allt svæðið og ekki hægt að ganga upp að fossinum þurrum fótum. Í staðinn hafa ferðalangar brugðið á það ráð að ganga meðfram veginum með tilheyr- andi hættu fyrir sig og aðra vegfarendur, ellegar verða blaut- ir í fæturna. Landað með handafli Grænlenski togarin Polar Amaroq landaði tæplega 600 tonn- um af frosnum fiski í Grundarfirði um miðjan ágústmánuð. Var löndunin ekki í frásögur færandi nema fyrir þær sakir að aflinn var allur í 18 kg öskjum sem eru lausar í lest skipsins. Þurfti því að umstafla þeim öllum við löndunina sem tekur langan tíma, enda kassarnir um það bil 33 þúsund talsins. Það voru starfsmenn löndunarþjónustunnar Djúpakletts ehf. sem sá um löndunina og flutti aflann á frystihótelið við höfnina. HB Grandi hætti fiskvinnslu á Akranesi Í lok ágúst var síðasti vinnudagur í bolfisksvinnslu HB Granda á Akranesi. Þá tóku jafnframt gildi uppsagnir þess starfsfólks sem ekki hafði fengið vinnu innan fyrirtækisins eða hjá dótt- urfélögum þess, né hjá öðrum fyrirtækjum. HB Grandi hætti bolfisksvinnsla á Akranesi og færði hana í vinnsluna við Norð- urgarð í Reykjavík 1. september. Að sögn Vilhjálms Vilhjálms- sonar forstjóra fluttust 29 starfsmenn af Akranesi yfir í vinnsl- una í Reykjavík og hófu þar störf. Nokkrir að auki fengu störf hjá hrognavinnslu Vignis G Jónssonar og hjá Norðanfiski á Akranesi. Tólf starfsmenn höfðu hvorki fengið aðra vinnu né boð um önnur störf innan HB Granda samstæðunnar þeg- ar vinnslunni á Akranesi lauk. En sama dag og HB Grandi hætti bolfisksvinnslu á Akranesi var tilkynnt um kaup Ísfisks í Kópavogi á fiskvinnsluhúsinu við Bárugötu 8-10. Upphaflega stóð til að Ísfiskur flytti alla starfsemi sína á Akranes um næstu mánaðamót, en nú liggur fyrir að sá flutningur verður næsta sumar. Ísfiskur hf. sérhæfir sig í vinnslu á ýsu og þorski í neyt- endapakkningar á markað í USA og Kína. Fyrirtækið vinnur úr fjögurþúsund tonnum af fiski sem allur er keyptur á mark- aði. Með kaupunum skapast rými til að tvöfalda vinnslugetu fyrirtækisins og er því búist við aukinni starfsemi Ísfisks eft- ir flutning á Akranes. Um fjörutíu störf fylgja starfsemi fyrir- tækisins nú en þeim gæti fjölgað. Hólmarar eignuðust ærslabelg Seint í ágústmánuði tóku íbúar Stykkishólms í notk- un nýjan ærslabelg. Hann er staðsettur á lóð Grunn- skólans í Stykkishólmi, aust- an megin við skólabygg- inguna. Vígsla hans var lið- ur í dagskrá bæjarhátíðar- innar Danskra daga. Ærsla- belgur, eða loftdýna, er leik- tæki, niðurgrafinn belgur sem blásinn er upp og síð- an hoppað á eins og á tram- pólíni. Leiktæki sem þetta er að finna víða um land. Oftast eru ærslabelgirnir blásnir upp á morgnana og loftinu hleypt úr á kvöldin. Þeir eru helst notaðir yfir sumartímann en jafnan hafðir vindlausir á vetrum. Það var Sturla Böðvarsson, bæjarstjóri í Stykkishólmi, sem vígði nýja leiktækið með hoppi ásamt hópi ungra Hólmara. Af meðfylgjandi mynd að dæma höfðu allir gaman af vígslunni sem að henni komu, bæði bæjarstjórinn og börnin sem að- stoðuðu hann við verkið. Erfitt strandveiðitímabil Fjölmargir smábátasjómenn réru á strandveiðar á liðnu sumri eins og undanfarin ár. Undir lok tímabilsins ræddi Skessuhorn við nokkra sjómenn sem réru frá höfnum í Snæfellsbæ. Var al- mennt frekar þungt í þeim hljóðið eftir sumarið, meiri brælur en á síðasta ári og lengra þurfti að róa eftir fiski. Þá var verð- ið með eindæmum lágt framan af sumri þó það hafi aðeins hækkað í ágústmánuði. Tónlistarskóli Borgarfjarðar fimmtugur Fimmtíu ár eru síðan Tónlistarfélag Borgarfjarðar hafði frum- kvæði að stofnun tónlistarskóla í héraðinu. Var þeim tíma- mótum fagnað á afmælisdaginn, 7. september síðastliðinn með opnu húsi í tónlistarskólanum og síðar með uppsetningu skólans á söngleiknum Móglí. Var hann frumsýndur í Hjálma- kletti í Borgarnesi í desember og fékk afar góðar viðtökur. Að sýningunni stóðu um 70 manns á öllum aldri, bæði nemendur, kennarar og fyrrum nemendur tónlistarskólans. Snarlækkað afurðaverð til bænda Afurðaverð á sauðfjárafurðum til bænda lækkaði um þriðjung frá því á síðasta ári, og hafði þá lækkað um ein 10% frá árinu þar á undan. Kom lækkunin illa við bændur, sem höfðu þá þeg- ar lagt út fyrir nánast öllum kostnaði við lambakjötsframleiðslu haustsins. Landssamtök sauðfjárbænda og Bændasamtök Íslands kölluðu eftir aðgerðum stjórnvalda og bændur voru eðli málsins samkvæmt þungir á brún. „Ef ekki verður hækkun afurðaverðs á næsta ári þá er bara sjálfhætt,“ sagði Eyjólfur Ingvi Bjarnason, bóndi í Ásgarði og formaður Félags sauðfjárbænda í Dölum, í samtali við Skessuhorn. Davíð Sigurðsson í Miðgarði, formað- ur Félags sauðfjárbænda í Borgarfirði, sagði að afurðastöðvarn- ar þyrftu að huga að endurskipulagningu á sínum rekstri. „Tap- rekstri þeirra virðist endalaust velt yfir á bændur,“ sagði hann og Þóra Sif Kópsdóttir á Ystu-Görðum, formaður Félags sauðfjár- bænda á Snæfellsnesi, tók í sama streng. „Þetta er vandi afurða- stöðvanna. Reksturinn hjá þeim gengur illa og þær eru að velta vandanum yfir á bændur.“ Eftir að afurðaverðslækkun til bænda var boðuð sprakk rík- isstjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar. Að kosningum loknum tók við stjórn Sjálfstæðisflokks, Framsókn- ar og Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs. Í stjórnarsátt- mála nýrrar ríkisstjórnar var tilgreint að eitt af fyrstu verkefnum hennar yrði að „bregðast við vanda sauðfjárbænda til skemmri og lengri tíma,“ eins og þar stendur. Bifreiðastöð ÞÞÞ varð níræð á árinu Bifreiðastöð ÞÞÞ á Akra- nesi fagnaði 90 ára starfs- afmæli miðvikudaginn 23. ágúst síðastliðinn. Fyrirtæk- ið var stofnað 23. ágúst 1927 af Þórði Þ. Þórðarsyni og Sigríði Guðmundsdóttur á Hvítanesi við Kirkjubraut 16 á Akranesi. Eigendur þess í dag eru bræðurnir Þórður Þ. Þórðarson og Ólafur Þórð- arson, barnabörn Þórðar og Sigríðar. „Okkar helsta verk- efni er að þjónusta fyrirtæki og einstaklinga á Akranesi og í nágrenni bæjarins, eins og ver- ið hefur alla tíð. Það er jafnframt stærsta verkefnið sem fram- undan er,“ sagði Þórður Þ. Þórðarson í samtali við Skessu- horn. Framhald á næstu opnu Fréttaannáll ársins 2017 í máli og myndum
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.