Skessuhorn


Skessuhorn - 20.12.2017, Page 50

Skessuhorn - 20.12.2017, Page 50
MIÐVIKUDAGUR 20. DESEMBER 201750 Árleg kaffistofukeppni var haldin í Grundaskóla á Akranesi föstudag- inn 15. desember. Um er að ræða skemmtilega hefð þar sem starfs- fólk og nemendur breyta kaffistof- unum sínum í einhverskonar ævin- týraheim. Dómnefnd sker svo úr hverjir hafa best skreyttu kaffistof- una. Hver deild í skólanum tekur sig til og velur þema til að skreyta eftir en alls eru fjórar deildir sem keppa. Mikill metnaður var í öllum deildum og var eflaust erfitt verk fyrir dómara að velja sigurvegara. Ævintýraheimur á yngsta stigi Á yngsta stigi skólans réðu ævin- týrin ríkjum og þegar inn á deild- ina var komið gátu gestir horft á teiknimynd sem sýnd var með skjávarpa. Kaffistofan sjálf var einn ævintýraheimur þar sem öll helstu ævintýrin komu við sögu. Þar var að finna rúmið hans Bangsímons, fangelsi Hans og Grétu, heim- ili Mikka og Mínu, sjóræningja- skip og fleira. Þegar blaðamann bar að garði voru börn af Garða- seli að skoða þennan ævintýraheim alveg heilluð á öllu sem bar fyr- ir augu þeirra inni á þessari litlu kaffistofu. Malt og appelsín í unglingadeildinni Eigendur Ölgerðarinnar hefðu ef- laust verið ánægðir með Unglinga- deild Grundaskóla þennan daginn en þar réðu malt og appelsín ríkj- um. Starfsmenn klæddu sig upp sem annað hvort malt- eða appels- ínflöskur og sungu: „Ég hef elsk- að þig frá okkar fyrstu kynnum...“ fyrir gesti og gangandi, kannski þó mest hvort fyrir annað því eins og allir vita elskar maltið appels- ínið og öfugt. Þegar komið var inn í unglingadeildina mátti sjá bæði skemmtilega stemningu en einnig var hægt að fá fræðslu um drykkina tvo. Á ganginum var búið að setja upp tímalínu þar sem segir frá því hvenær og hvernig drykkirnir urðu til. Inni á kaffistofu deildarinnar var svo allt skreytt hátt og lágt með malti og appelsíni. Strumparnir réðu ríkjum Á neðstu hæð skólans höfðu list- og verkgreinar, ásamt íþróttakenn- urum og stjórnunarálmunni, búið til strumpaheim. Þegar niður var komið tók á móti fólki fallegi skóg- urinn sem strumparnir búa í og heimili Kjartans. Kjartan sjálfur tók á móti gestum ásamt Æðstastr- umpi og kettinum Brandi. Kjart- an og Æðstistrumpur voru þó alls engir vinir, eins og allir vita. Inni á kaffistofunni var búið að gera sjálf- an strumpaheiminn og mátti þar sjá bæði strumpa og sveppina sem þeir bú í. Strumparnir voru búnir að setja upp og skreyta jólatréð og gátu gestir stoppað við og dansað fáeina hringi í kring um það áður en þeir héldu áfram í skoðunarferð um skólann. Martröð fyrir jólanótt á miðstigi Á miðstigi tóku starfsmenn og nemendur þetta skrefinu lengra og voru ekki aðeins með skemmtileg- ar skreytingar heldur nokkurskon- ar leikþátt. Þegar inn á deildina var komið tók á móti fólki martröð fyrir jólanótt. Þar voru nemend- ur og starfsmenn klæddir upp sem draugar eða aðrar ógnvekjandi ver- ur, sem toguðu og potuðu í gesti og reyndu að hræða þá burt. Á kaffi- stofunni tók á móti gestum sann- kallaður jólaheimur, ekkert drauga- legur. Þar var að finna fallega jóla- skreytta kaffistofu með kökuborði og öllu tilheyrandi. arg Kaffistofukeppni Grundaskóla á Akranesi Inni á kaffistofunni á neðstu hæðinni var að finna sjálft heimili strumpanna. Þeir sem hættu sér í gegnum ógnvekjandi ganga miðstigsins inn á kaffistofu fengu að sjá þar jólaheim sem búið var að setja upp. Börn af Garðaseli voru alveg heilluð af ævintýraheiminum á kaffistofunni á yngsta stigi Grundaskóla. Á neðstu hæð skólans var að finna strumpaland. Heimili Bangsímons var m.a. að finna á kaffistofunni á yngsta stigi. Ekki nóg með að á miðstigi var kirkju- garður þá mátti þar finna drauga sem reyndu að hræða gesti. Starfsfólk unglingadeildarinnar klæddu sig upp sem ýmist maltflaska eða appelsínflaska. Malt og appelsín var meira að segja að finna undir trénu í kaffistofunni í unglingadeildinni. Það var frekar ógnvekjandi að koma inn á miðstigið. Kjartan sjálfur tók á móti gestum í strumpalandi. Eins gott að skólastjórinn sá hann ekki. Á kaffistofu unglingadeildarinnar var malt og appelsín í hávegum haft.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.