Skessuhorn


Skessuhorn - 20.12.2017, Qupperneq 52

Skessuhorn - 20.12.2017, Qupperneq 52
MIÐVIKUDAGUR 20. DESEMBER 201752 Sunnudagurinn 12. nóvem- ber síðastliðinn er eftir- minnilegur í marga staði fyrir hjónin Elvar Grét- arsson og Aðalbjörgu Öllu Sigurðardóttur á Akra- nesi. Þennan dag varð Elv- ar fimmtugur og boðið var til veislu. Það sem afmælis- barnið vissi hins vegar ekki var að hann var að fara að gifta sig. Afmælisdeginum höfðu þau ákveðið að verja heima í rólegheitum með börnum, tengdabörnum og barnabörnum. Allir voru búnir að koma sér vel fyr- ir þegar dyrasíminn hring- ir og Elvar var beðinn að athuga hver væri að koma. „Ég þekkti ekki hvaða mað- ur var að hringja, en hann kynnti sig sem Þráinn. Ég opnaði og sá að upp kom ungur maður með tösku og hélt að þetta væri sölumað- ur þegar hann stoppaði hjá mér. Ég hefði viljað sjá framan í sjálfan mig þegar Alla kom aðvífandi og tilkynnti mér að þetta væri sókn- arpresturinn og við værum að fara að gifta okkur,“ rifjar Elvar upp. Elvar segir að Alla hafi planað þetta allt frá a-ö. „Hún sannfærði prestinn um að koma heim, keypti jakkaföt sem hún gaf mér í afmælisgjöf og svo þeg- ar presturinn mætti á svæð- ið, var hún búin að kaupa hringana. Dætur okk- ar voru beðnar um að vera vottar og yngsta barnabarn- ið sá um að rétta hringana. Elvar hafði ekki hugmynd um þessa uppákomu en var samt ekki í vafa um hvert svarið yrði þegar bónorð- ið var borið upp. „Prest- urinn var samt í einhverj- um vafa, þegar Alla tal- aði fyrst við hann, og hafði spurt hana hvað gerðist ef ég segði NEI! Alla var ekki lengi að svara prestingum og sagði honum einfaldlega að þá gæti hann bara jarð- að hann!“ Því skal þó haldið til haga að Elvar var búinn að biðja um hönd Öllu fyr- ir allnokkru síðan, en ekk- ert var hins vegar búið að ákveða um stund eða stað þessarar stóru stundar í lífi hjónanna. mm Þráinn Haraldsson prestur gaf Elvar og Öllu saman á heimili þeirra. Fimmtíu ára afmælið breyttist óvænt í brúðkaup Það var margt um manninn þegar blaðamaður Skessuhorns kom inn í hús á Krókatúninu á Akranesi fyr- ir stuttu síðan. Börn hlaupa um allt húsið í leik. En þó var ekki mik- ill hamagangur eða læti eins og við mætti búast þegar átján börn koma saman. Þessi átján börn eru börn sex vinkvenna sem hafa frá átján ára aldri haldið hópinn í „saumaklúbbi“ og saumaklúbbi innan gæsalappa því þær viðurkenna að það hafi að- eins einu sinni gerst að þær hafa tek- ið upp handavinnu þegar þær hafa hist. Æskuvinkonur „Við kynntumst samt sumar þeg- ar við fæddumst, aðrar í grunn- skóla. En við fórum að halda hóp- inn í framhaldsskóla,“ segir Úrsúla Guðmundsdóttir sem á eitt barn af þeim átján sem trítla um húsið. Hinar í saumaklúbbnum eru Elísa- bet Stefánsdóttir sem á fjögur börn, Margrét Egilsdóttir sem á sex börn, Eyrún Jóna Reynisdóttir sem á tvö börn, María Mist Helgadóttir sem á eitt barn og Guðný Kristín Guðna- dóttir sem á fjögur börn. Öll eiga börnin svo feður, sem í þessu tilviki eru einungis sex eins og mæðurnar, en það verður að teljast óalgengt í nútímasamfélagi. Meðaltalið hátt eða lágt? Það er mikið að gerast á meðan blaðamaður spjallar við þessar ungu mæður sem flestar eru nýlega orðn- ar þrítugar. Tvær þeirra gefa brjóst á meðan við spjöllum og ein hleyp- ur á eftir barni en hinar ná að sitja nokkuð rólegar og spjalla. Yngsta barnið í hópnum er lítil stúlka sem er ekki nema fjögurra vikna gömul, en alls fæddust þrjú börn inn í hóp- inn á árinu 2017. „Eru þetta samt eitthvað mörg börn,“ spyr Eyrún Jóna. „Þetta eru að meðaltali ekki nema þrjú börn á mann. Er það eitt- hvað svakalegt,“ spyr hún og hlær. „Það eru þrjár sem eiga fjórtán börn af þessum átján,“ stingur María að. „Það eru bara tvær sem draga nið- ur meðaltalið!“ segir Elísabet og skellihlær. Þótt flestar þeirra hafi lokið barnaeignum þá eru nokkrar sem segja að þær hafi áætlanir um að eignast fleiri börn. Það hefur þó sína kosti að hafa stóran barnahóp. Mörg barnanna eru fædd á sama ári og hafa því fé- lagsskap hvort af öðru þegar mæð- urnar hittast. Þær hittast þó ekki oft með öll börnin. „Við bjóðum í afmæli og skírn og svona,“ seg- ir Guðný. Elísabet segir að það hafi alltaf verið ætlunin að hittast einu sinni á ári og taka hópmynd af börn- unum „en það hefur aldrei geng- ið eftir.“ Hún er þó hörð á því að svona mót verði endurtekið að ári. „Við stefnum að því að hafa þetta svona árlegt.“ Þrítugsferð á þrítugasta og fyrsta aldursári „Annars erum við ekki saumaklúbb- ur sem saumar,“ læðir Guðný inn í umræðuna. „Við borðum góðan mat og fáum andlega pásu frá börnum og heimilisverkum,“ segir hún og skellihlær og hinar taka undir. Allar eru þær sammála að þetta eina kvöld í mánuði sem þær hittast sé kærkom- ið frí. Þá hafa þær einnig gert áætl- anir um að fara í utanlandsferð sam- an og hafa gefið hvorri annarri upp í flugmiða. „Við ætluðum að fara í lok nóvember í ár,“ segir María en nokkuð greinilegt er hvers vegna sú utanlandsferð gekk ekki upp þar sem tvær þeirra hafa börn sem eru innan við þriggja mánaða. „Þannig að þrítugsferðin verður farin á næsta ári,“ segir Guðný. „Við höfum tekið loforð af hverri annarri um að eng- in verði að fæða þegar við ætlum að fara,“ bætir hún við og allar hina skellihlæja. klj Efri röð f.v.: Vignir Gauti Guðjónsson, Arnfinnur Guðni Ottesen, Erlingur Orri Guðjónsson og Samúel Kári Ottesen. Neðri röð f.v: Þórður Ármann Ottesen, Bryndís Jóna Ottesen, Valey Rún Birkisdóttir, Reynir Snær Birkisson, Ernir Leó Helgason, Vigdís Birna Arnþórsdóttir, Dagný Bára Guðjónsdóttir með Lilju Maren Guðjónsdóttir, Jóhannes Egill Guðjónsson, Stefán Þórarinn Jökulsson, Fanney Alda Guðjónsdóttir, Írena Mjöll Jökulsdóttir með Þórunni Öldu Jökulsdóttir og Hafdís Ylfa Jökulsdóttir. Átján börn í einum saumaklúbbi Guðný Kristín, Margrét, María Mist, Eyrún Jóna, Elísabet og Úrsúla. Þrjú yngstu börnin eru með á myndinni.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.