Skessuhorn


Skessuhorn - 20.12.2017, Síða 55

Skessuhorn - 20.12.2017, Síða 55
MIÐVIKUDAGUR 20. DESEMBER 2017 55 Tvífætlingar heimskir en brúklegir En þrátt fyrir að tvífætlingarnir vaði ekki í vitinu segir skáldlæðan mikla þá engu að síður brúklega til ýmissa, einfaldra og einhæfra verka. „Tvífæt- linga hef ég getað notað til að létta mér lífin, en aðeins undir styrkri handleiðslu. Með mikilli fyrirhöfn má til dæmis þjálfa þá til að sækja mjólk úr ísskáp og hella í skál,“ segir hún en þar með þrýtur hæfni manns- ins að mestu. Jósefína drekkur mikið af mjólk og helst engan annan vökva nema rjóma. „Ég er eiginlega mjólka- hólisti,“ segir Jósefína sem lætur það vera fyrsta verk mannanna að morgni dags að sækja henni fyrsta mjólkur- sopann. „Ef tvífætlingarnir standa sig vel og eru jafnvel búnir að sækja handa mér mjólk áður en ég vakna þá leyfi ég þeim að klappa mér. Það geri ég til að verðlauna þá og reyna að hvetja til þess að þeir endurtaki leikinn,“ segir Jósefína. Hún gæt- ir þess þó að dekra mannfólkið ekki um of, það megi ekki fá þær grillur í höfuðið að það geti gert hluti sem aðeins eru köttum megnugir. „Þess vegna hef ég aldrei treyst tvífætlingi fyrir verki sem krefst vitsmuna. Frek- ar nota ég Eið,“ segir hún og blaða- maður hváir. Hver er Eiður? „Hann Eiður Svanberg er málfarsköttur og frændi minn. Hann er hér í fóstri og greiðir fyrir vatnið og þurrfóðr- ið með því að vinna sem ritari minn,“ segir Jósefína en bætir því við að það hafi gengið fremur illa. Eiður er vit- grannur af ketti að vera, ólæs og lep- ur vatn úr krana. Jósefína segir hann hreint ekki starfi sínu vaxinn. „Ég hef verið að reyna að kenna honum að draga til stafs en með litlum árangri. Hann getur ekki einu sinni skrif- að nafnið sitt. Stundum er engu lík- ara en að Eiður sé tvífætlingur,“ seg- ir hún vonsvikin en bætir því við að Eiður sé þó skárri kostur til að gegna stöðu ritara en tvífætlingur. Bara vond dýr sem heita Snati Jósefína hefur vakið undrun og að- dáun mannanna. Hún hefur verið dugleg að birta stórfenglegan kveð- skap sinn á Facebook-síðu sinni. Þar fer hún stundum ófögrum orðum um samfélag mannanna og er mjög gagnrýnin, enda telur hún manns- lífið innihaldssnautt og ómerkilegt samanborið við líf kattanna. En þó hún sé gagnrýnin mjög vex aðdáun mannanna á skáldskap hennar jafnt og þétt. „Tvífætlingarnir eru hús- bóndahollir og taka skömmunum fagnandi, þeir vita ekki betur. En ég er sanngjörn læða og hrósa því sem hrósa ber. Til dæmis tel ég tví- fætlingana hafa gert eitt vel og það er að koma á fót sérstakri nefnd um tvífætlinganöfn, sem þeir kalla tví- fætlinganafnanefnd eða eitthvað í þá veruna. Þó þeir viti ekki mikið þá höfðu þeir að minnsta kosti vit á því. Hugsaðu þér, annars gætu tví- fætlingar jafnvel gæti heitið Jósef- ína!“ segir Jósefína og hlær ákaf- lega þegar hún hugsar til slíkr- ar fjarstæðu. „Það væri jafn fárán- legt og ef kettir hétu Snati eða kisur segðu voff. Það eru bara vond dýr sem heita Snati og segja voff,“ seg- ir hún: Orðið voff sem vitað er að vondir hundar kunni af öllum ljótum orðum fer einna verst í munni. Eftir að Jósefína fór með vísuna varð hún að skola munninn með því að fá sér mjólkursopa. Svo illa fer orðið voff í munni hennar að það skilur eftir sig óbragð. Fáir geta lært að þegja Eftir að hafa mjálmað klukku- stundum saman við blaðamann, malað stuttlega frá lífshlaupi sínu, hugðarefnum og flutt nokk- ur stórbrotin ljóð fyrir blaðamann bar hann upp spurningu um fjöl- skyldulíf Jósefínu, sem hann lang- aði að fá svar við. Varð þá Jósef- ínu á orði: Mannfólkið er merkilegt og mesta furða hvað upp úr því sem stríður straumur stendur mikill orðaflaumur. Talmál flestum tekst að læra á tveimur árum en furðulegt er frá að segja hvað fáir geta lært að þegja. Sló samstundis þögn á blaða- mann, sem stöðvaði segulbands- upptökuna og gekk frá skrifbók sinni. Hann þakkaði Jósefínu fyr- ir viðtalið og bjóst til að halda heim á leið. „Sæktu nú mjólkur- lögg úr ísskápnum áður en þú ferð og helltu í skálina mína,“ mjálmaði Jósefína þá. Blaðamaður gerði eins og hún bað og honum til mikill- ar ánægju leyfði skáldlæðan mikla honum að klappa sér stutta stund eftir að hún hafði lapið fylli sína. „Það er til margra hluta nytsam- legt, það má vel brúka tvífætlinga til einfaldra hluta,“ segir Jósefína Meulengracht Dietrich, skáld og mannfræðingur, að endingu. kgk Sendum viðskiptavinum og félagsmönnum okkar bestu óskir um gleðileg jól og farsæld á komandi ári. Þökkum viðskiptin á árinu sem er að líða SK ES SU H O R N 2 01 4 Jósefína er hirðusöm og þvær sér oft á dag. „Umgengni lýsir innri ketti,“ segir hún og bætir því við að hundar séu skítugustu dýr sem fyrir- finnast á jörðinni. Kennslustund hjá Jósefínu, skömmu áður en hún gafst endanlega upp á því að kenna málfarskettinum ólæsa, Eiði Svanberg, að draga til stafs. Jósefína mjálmar stórbrotið ljóð sem hún hefur ort sjálf. Gleðileg jól gamur.is 5775757 gamur@gamur.is Starfsfólk Íslenska Gámafélagsins óskar viðskiptavinum sínum og landsmönnum öllum gleðilegra jóla og velfarnaðar á nýju ári. Við þökkum samstarfið á liðnu ári og hvetjum Íslendinga áfram til stórra afreka í endurvinnslumálum. Hugsum áður en við hendum. Starfsfólk Íslenska Gámafélagsins.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.