Skessuhorn - 20.12.2017, Blaðsíða 62
MIÐVIKUDAGUR 20. DESEMBER 201762
Kveðjur úr héraði
Fullveldisafmælisárið 2018, sem rís
um áramótin, markar fleira en 100
ára áfanga í lífi þjóðar. Þá verða
40 ár liðin frá því að við fjölskyld-
an fluttum að Kleppjárnsreykjum
í Reykholtsdal. Skólinn, sem við
höfðum ráðið okkur að, var þá ekki
nema 18 ára, rekinn af Samtökum
sveitarfélaga í Borgarfirði norð-
an Skarðsheiðar. Aðstaða skólans
var í sókn og kraftur í uppbygging-
unni, svo að líflegur tími fór í hönd.
Það er notalegt að horfa til baka og
virða fyrir sér, hvernig það var að
koma inn í gróið samfélag og verða
smátt og smátt hluti af því.
Minningar og þakklæti sækja
jafnan á mig þegar jólin nálgast.
Þau, sem eru bæði merkileg og
dásamleg. Í þeim kristallast allt það
fegursta sem lífið veitir okkur. Litla
Jesúbarnið, sem sigrar allt heims-
ins prjál með lítillæti sínu og hrein-
leika liggur í jötunni. Foreldrarnir
og hjörðin öll eru á verði, líka him-
intunglin. Á jólanótt greini ég jafn-
an hvernig jörðin öll stöðvast and-
spænis þessari tæru mynd, þar sem
myrkur og kvíði víkja.
Það er magnað, hverju hátíð
litla barnsins og ljóssins fær áorkað
með okkur mönnunum. Það hleyp-
ur í okkur þvílíkt kapp að undir-
búa hana. Mín forréttindi eru, að
hafa fengið að lifa og starfa í fallegu
sveitinni okkar, Reykholtsdalnum,
og margar af mínum bestu minn-
ingum eru bundnar þessum undir-
búningi þar. Öll sveitin iðaði af eft-
irvæntingu og spenningi á hverri
aðventu, allt þurfti að gerast áður
en hátíðin gengi í garð. Kirkjan
markaði jafnan upphafið með fyrsta
sunnudegi aðventunnar, og þá
hófst umstangið fyrir alvöru. Kven-
félagið hafði í þá daga unnið meira
og minna allt árið að jólabasarnum
í Logalandi með listrænu og gagn-
legu handverki og bakstri, þar sem
hvert heimili hafði sína sérgrein.
Þar voru einnig góðgerðasamtök á
borð við Kiwanis að selja jólapapp-
ír og svo var setið yfir kaffisopa og
spjalli þangað til kominn var tími til
að halda heim að baka fyrstu smá-
kökusortina. Í huganum bjó viss-
an um að hafa lagt góðum málefn-
um lið, að ágóðinn yrði notaður til
að gleðja og bæta hag þeirra, sem
þyrftu. Kirkjukórinn átti næsta leik
með aðventustund í félagsheim-
ilinu, helgistund með söng, sögum
og kaffiveitingum. Gamla kirkjan
leyfði ekki slíkar uppákomur. Þá
voru aðventusamkomur að ryðja
sér til rúms við kirkjur og það þurfti
nú að lyfta Grettistaki þegar fyrsta
samkoman af slíku tagi var undirbú-
in. Leitað var víða liðsinnis, allt átti
að ljóma. Og ljósin lifnuðu í kirkju-
garðinum, og smátt og smátt fóru
ljósarendur að skreyta þakskeggin.
Hvergi njóta þær sín nú betur en í
skammdegi dreifbýlisins. Þá störf-
uðu í sveitinni tveir skólar, Reyk-
holtsskóli og Kleppjárnsreykja-
skóli þar sem aukið líf var í tuskun-
um á þessum tíma. Litlu jólin voru
undirbúin eftir föstum hefðum þar
sem hver hlekkur var mikilvægur.
Föndur, skreytingar, sögur, leik-
rit og söngur - allt var stundað af
kappi. Jólatónleikar Tónlistarskól-
ans juku enn á stemninguna. Allt
samfélagið tók þátt í þessum lifandi
tíma, beint eða óbeint með gleði og
rausnarskap. Með þeim sem unn-
ið hafa að undirbúningi hátíðarinn-
ar með börnum, lifir blikið í aug-
um þeirra og ákafinn smitar langt
fram um veg. Í gluggum skólans,
sem snúa útað götunni birtast sömu
myndirnar ár eftir ár og segja veg-
farendum hvað klukkan slær.
Þessi tími, sem er svo ríkulegur
af samhjálp og samveru, náunga-
kærleika og friði – veitir næringu
og þrótt í mannlífið og við finn-
um á eigin skinni að það er sælla
að gefa en þiggja og að hin kristnu
gildi veita sálarró. Á aðfangadags-
kvöldinu, þar sem eftirvænting
barnanna fær útrás og krafturinn,
sem spennan hefur byggt upp veitir
fullnægju, er gott að eiga vísan aft-
ansöng kirkjunnar. Margir leggja
þá leið að leiðum ástvina sinna,
kveikja lifandi ljós og inni fyrir bíða
hlý faðmlög sveitunganna, söng-
ur og jólaboðskapurinn. Friður og
fögnuður ríkir.
Þessar minningar eiga sér allar
samsvörun í bernskuminningun-
um, og allar jólasögur greina frá því
sama. Megi þessir uppbyggilegu
siðir jólaföstunnar viðhaldast um
ókomin ár og hátíðin framundan
færa öllum nær og fjær sanna gleði
og farsæld á nýju ári.
Með kveðju úr Borgarfirði,
Jónína Eiríksdóttir
Ljósm. Björg Guðlaugsdóttir
Það er magnað hverju hátíð litla barnsins og ljóssins fær áorkað
Nú styttist óðum í að árið 2017 líði
undir lok en það hefur að mínu mati
flogið hratt hjá. Það sem stend-
ur upp úr hjá mér við árslok er, að
mikilvægt er að horfa sér nær, rækta
sinn eigin garð og njóta hans, það
þarf ekki alltaf að sækja langt yfir
skammt. Þó sumarið hefði getað
verið hlýrra fyrir okkur íbúa Grund-
arfjarðar þá voru alveg nokkrir virki-
lega góðir dagar. Ég var svo heppin
að geta notað einn af blíðviðrisdög-
unum til þess að ganga upp á Mýr-
arhyrnuna og gat því notið útsýnis
úr tæplega 600 m hæð. Náttúran hér
í kring er meðal þeirra kosta við að
búa í Grundarfirði. Við höfum gríð-
arlega fallegan fjallgarð sem umvef-
ur okkur og það er því stutt að sækja
fallegar gönguleiðir við hæfi hvers
og eins. Einnig má nefna Kolgrafa-
fjörðinn sem iðar af dýralífi og þar
má skella sér á gúmmíbát eða kajak
og litast um eftir selum, höfrungum
eða fljúgandi örnum. Ég hvet alla til
þess að njóta þessarar stórkostlegu
náttúru!
Þegar líður að jólum verður mér
gjarnan hugsað til þeirra sem minna
mega sín. Jólin eru ekki gleðileg-
ur tími fyrir alla, því miður. Fyrir
suma eru þau kvíðvænleg, fyrir aðra
eru þau áminning um erfiða tíma og
hjá einhverjum eru þau haldin fjarri
fjölskyldu og vinum. Sem betur fer
eru þau tími gleði, kátínu og sam-
veru fyrir flesta. Hugsum sérstak-
lega vel til náungans á aðventunni,
sýnum samhug og samkennd í verki,
það er dýrmætara en nokkur gjöf.
Njótum tímans með þeim sem eru
okkur kærastir, ef við höfum tök á.
Stressum okkur ekki á bakstri, jóla-
kortagerð, þrifum eða öðru, jólin
koma sama hvað.
Með ósk um gleðileg jól og
farsæld á komandi ári,
Berghildur Pálmadóttir,
Grundarfirði
Jólin koma - sama hvað