Skessuhorn


Skessuhorn - 20.12.2017, Page 65

Skessuhorn - 20.12.2017, Page 65
MIÐVIKUDAGUR 20. DESEMBER 2017 65 Kveðjur úr héraði Óskum íbúum Hvalfjarðarsveitar og landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári Þökkum ánægjulegt samstarf á árinu sem er að líða SK ES SU H O R N 2 01 4 Stykkishólmsbær sendir Vestlendingum bestu óskir um gleðileg jól og farsæld á komandi ári, með þakklæti fyrir árið sem er að líða Hvað ætti ég að skrifa í þessari jólakveðju, hugsaði ég þegar ég var á leiðinni í vinnuna í morgun, í kolsvarta myrkri og sex stiga hita og aðeins örfáir dagar til jóla. Það var tvennt sem ég var ákveðin í. Annað var að gleyma mér ekki í að skrifa um hversdagslegt þras sem við Íslendingar erum mörg hver svo dugleg við, svo sem kosningar, misskiptingu gæða, kynjajafnrétti, alltof mikla farsímanotkun lands- manna og alls konar gerðir af bylt- ingum. Hitt sem ég var ákveðin í að skrifa ekki um var þessi umræða um hvort það mætti skreyta jólatré fyrr en á Þorláksmessu eða hvenær mætti byrja að kveikja jólaljósin á aðventunni. Ég hef þá skoðun að aðventan eigi bara að vera eins og fólk vill hafa hana, það er gott að kveikja ljós og setja upp skreyt- ingar þegar skammdegið er hvað svartast og lýsa upp þennan tíma þangað til sólargangurinn fer að lengjast á ný. Ég hef líka þá skoð- un að á aðventunni sé gott að hvíla hversdagsþrasið og tala um allt það sem viðkemur jólunum, ef að fólki hugnast það. Á leiðinni velti ég fyrir mér að- ventunni og hvað hún þýddi í hug- um fólks sem býr í þessu landi á norðurhjara og sér daginn stytt- ast og myrkrið verða meira með hverjum deginum sem líður. Það hefur ekki breyst að undirbúning- ur jólanna skiptir flesta töluverðu máli á einn eða annan hátt og við erum mörg hver önnum kafin í að njóta alls þess sem boðið er upp á þennan tíma. Það er í rauninni mjög gott að geta gleymt skamm- deginu í alls konar jólastússi og undirbúningi og finna eftirvænt- inguna og spennuna vaxa dag frá degi. Aðventan ætti að vera tími um- burðarlyndis. Ég held að það sé allt í lagi að nágrannarnir séu byrj- aðir að skreyta hjá sér í nóvember ef það gleður þá. Þeim fjölgar sem setja jólatré upp, jafnvel í byrjun desember og njóta þess allan mán- uðinn i stað þess að skreyta jóla- tréð seint á Þorláksmessukvöld. Í minni bernsku var jólatréð aldrei skreytt fyrr en á Þorláksmessu og ekki kveikt á því fyrr en á aðfanga- dag. Ég held þessum sið en finnst bara gaman að sumir séu löngu búnir að skreyta hjá sér. Á leiðinni í vinnuna var verið að spila jólalög í útvarpinu og ég tók eftir því að í textanum komu fram þessi einföldu sannindi; sælla er að gefa en þiggja. Það er svo sannar- lega rétt og í næstu línu kom að best væri að fyrirgefa og geta tek- ið á móti hækkandi sól með gleði í hjarta. Þessu tók ég sérstaklega eftir af því ég var að hugsa um jólakveðjuna mína fyrir Skessu- hornið svo ég fór að leita á netinu til að finna textann í heild sinni. Við þá leit sá ég að jólatextar eru almennt afskaplega fallegir og verið er að syngja um yndisleg jól og hve ljúft er að fagna þeim með gleði og frið í hjarta í faðmi fjölskyldunnar. Það er dapurt að sumir vilji alls ekki heyra jólalög- in í desember og missa af þess- um frábæra boðskap. Næst þegar þið heyrið jólalag spilað, veltið þá fyrir ykkur textanum. Það er svo mikil saga jólanna í þeim og þeir kveikja hjá okkur hlýjar minning- ar um liðin jól. Minningarnar eru oft svo sterkar að við finnum lykt- ina af rauðkálinu og hangikjötinu og þær verma í kuldanum. Jólin eru líka hátíð birtunn- ar og þau boða það að daginn fari að lengja. Það er ekki öruggt að við náum öll að ljúka öllu því sem við viljum ljúka fyrir jól. Eitt er víst að alltaf verður ákaflega gam- an þá. Þegar klukkan slær sex á aðfangadag þá koma jólin, sama hvort smákökusortirnar urðu tvær eða tólf eða hvort að það tókst að fanga nógu margar rjúpur. Þá get- um við Íslendingar sameinast og staldrað við og hækkað í útvarpinu og hlustað á: Í dag er glatt í döprum hjörtum, því Drottins ljóma jól. Í niðamyrkrum nætursvörtum upp náðar rennur sól. Að lokum vil ég senda hug- heilar jólakveðjur til landsmanna og vona að árið 2018 verði okk- ur farsælt. Hrafnhildur Hallvarðsdóttir, Stykkishólmi Sælla er að gefa en þiggja
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.