Skessuhorn


Skessuhorn - 20.12.2017, Qupperneq 67

Skessuhorn - 20.12.2017, Qupperneq 67
MIÐVIKUDAGUR 20. DESEMBER 2017 67 hingað er rösk sex tíma hestaferð. Við lögðum snemma af stað, upp úr klukkan ellefu fyrir hádegi. Kristján á Indriðastöðum leggur til hestana ég fékk þann jarpa og svo var brúnn hestur undir reiðing, á hann fór koff- ortið mitt, stór taska með námsbók- um og önnur sem öll landakortin eru í og þetta er nú ljóti flutningurinn skal ég segja þér. Veðrið var leiðin- legt. Hauga slydda en logn að mestu. Fyrst komum við að Stóru-Drageyri. Þar býr föðurbróðir minn. Þar þurfti ég að laga baggana á Brún og ekki var við annað komandi en koma í bæinn. Næst var komið við í Haga. Vilmund- ur sagðist aldrei fara þar framhjá þeg- ar hann hefði verið að flytja kennara á milli. Þetta myndi nú verða í síð- asta sinn er hann færi svona reisu, því hvorutveggja væri að börnin hans væru að verða af barnaskólaaldri og heilsan væri nú hvað lökust og væri hún þó oft búin að vera léleg. Hjónin í Haga höfðu svo sannar- lega búist við okkur, eftir þeim við- tökum er við og hestarnir fengum þar. Eftir að við héldum frá Haga fór óðum að dimma enda sá árstími er skammt nýtur birtu og þegar við komum að Vatnshorni var komið myrkur. Þótti nú Vilmundi ekki ann- að ráð en fara þangað og biðjast gist- ingar. Bóndinn Höskuldur Einarsson kom til dyra og var með lugt í hendi. Vilmundur segir honum að hann sé hér kominn til að biðjast gisting- ar fyrir sig og kennarann. Var það fúslega veitt, enda ekki talið ráð að við værum að halda lengra í myrkri og óvissu um hvernig áin Fitjá væri því hún hefði verið mikil að undan- förnu. Þó mér þætti leitt að komast ekki á leiðarenda á tilsettum tíma, verð ég að játa að ég var fegin að fara úr blautum fötum og fá mat og hvíld. Það voru víst allir snemma á fót- um næsta morgun, því ég þótt- ist vakna snemma en þá voru all- ir komnir á fætur. Yfir morgunkaffi ræddu þau hjón Sólveig og Hösk- uldur um það við mig að ég byrjaði ekki kennslu fyrr en næsta dag. Ég ætti að geta bætt börnunum þenn- an dag með því að kenna ögn leng- ur nokkra daga af þessum mánuði sem framundan væri. Þau buðust til að láta vita í Bakkakot. Við Vilmund- ur drifum okkur nú af stað. Veður var orðið gott. Nokkurt vatn var í ánni en ekki til neinnar tafar. Við þurft- um að koma við á Sarpi og láta vita að skólinn byrjaði næsta morgun. Úr því héldum við rakleitt áfram og vor- um komin hér laust fyrir hádegi. Vil- mundur gaf sér rétt tíma til að mat- ast og dreif sig síðan heim. Hér er sex manns í heimili. Hjónin Eyvör Eyj- ólfsdóttir og Þorsteinn Vilhjálmsson, synir þeirra tveir og tvö fósturbörn. Börnin eru öll á skólaaldri, hér verða 10 nemendur. Það er bara einn sem fer heim og heiman, en öll eru í há- degismat og miðdegiskaffi. Veðrið hefur verið gott síðan ég kom hér, en nokkuð frost. Héð- an sjást engir bæir og útsýni er lítið. Húsið er hlýtt þó það sé víst nokkuð við aldur. Járnklætt timbur, ein hæð á hlöðnum kjallara. Hleðslan í kjallar- anum er að vissu marki listaverk því það hefur verið notað grjót úr holt- um hér í grend og klesst í á milli með múr. Krakkarnir eru öll dugleg að læra svo ég má gæta mín, svo eru þau líka heilmikið að vinna í hönd- um; prjóna, sauma, flétta mottur úr renningum og fleira. Í rökkrinu er farið að fela hlut, raða gátur, kveðast á. Nú síðustu daga hefur snjóað og þá er farið út með sleða. Hér kemur póstur tvisvar í mán- uði. Maður sá er annast póstflutn- ing hingað heitir Magnús Sigurðs- son bóndi í Arnþórsholti í Lundar- reykjadal. Fullorðinn maður, hesta- maður, hress í anda. Hann gistir hér alltaf þegar hann er í póstferð. Myndarlegar húsfreyjur og stór heimili Þegar blaðamaður innir Vilborgu eftir jólahefðum í farskólanum seg- ir hún að það hafi ekkert verið gert úr þeim. Hún kenndi börnunum ein- göngu og engin kennsla var yfir há- tíðarnar. Hins vegar hafi kvennfé- lagskonur stundum séð um ein- hverja jólaskemmtun. Þennan vetur gerði mikið frost og í byrjun 1945 talar Vilborg um að frost hafi farið niður í rúmlega -20°C. Um miðjan janúar var Vilborg komin í Grafardal þar sem mannmargt var í heimili og hún dáðist að húsfreyjunum að taka á móti og sjá fyrir þessum mannfjölda sem fylgdi farskólanum. Skorradalsvatn er nú komið á traustan ís og fórum við eftir því. Það styttir mjög leiðina, svo fórum við þvert yfir hálsinn milli Skorradals og Grafardals skammt fyrir vestan bæ- inn í Haga. Það er þó nokkuð mikill snjór á þessari leið og frost er mikið hér voru -24° er við komum og hafði það verið um og yfir -20° undanfarna daga. Hér er tvíbýli. Hjónin heita Jónas- ína Bjarnadóttir og Þorsteinn Böðv- arsson. Salvör Brandsdóttir og Jón Böðvarsson eru því bændur bræð- ur. Börnin eru átta, svo það verður margt hér þegar aðkomubörn bæt- ast við. Þá verður hér um 20 manns. Hér er ekki ósvipaðir staðarhættir og í Efstabæ. Það sést enginn bær héð- an. Húsfreyjur skipta þannig verkum að þær annast eldhúsverk sinn mán- uðinn hvor. Það er nú ekki neitt smá- ræði sem þarf til að annast að taka skólann og allt sem honum fylgir. En allt gengur þetta eins og í sögu og henni góðri. Þegar krakkarnir geta ekki verið úti í fríum eða á kvöld- in þegar inn er komið er setið með handavinnu, lagðar fram gátur, kveð- ist á og fleira. Sum hafa yndi af skák. Hér er mjög sniðugt manntafl hag- lega gert úr hornstiklum völum og fleiru er til hefur fallið. Elsta dóttir- in á bænum átti afmæli. Þá var veisla með súkkulaði, rjóma og margskonar meðlæti. Það var einn aðkomugest- ur. Um kvöldið var svo sest í stærsta herbergið í húsinu, sagðar sögur eða lesnar og sungið mikið, þó enginn væru hljóðfæri. Þetta var hressandi tilbreyting í önn hversdagsins. Strákapör á skólatíma Það er nokkuð greinilegt af skrifum Vilborgar að dagarnir hafi gengið nokkuð venjulega fyrir sig. Þó voru nokkrar undantekningar. Til dæmis var henni stundum boðið í heimsókn á næstu bæi, eða í veislur hjá kvenfé- laginu. En börnin áttu líka sinn þátt í að skapa dagamun fyrir farskóla- kennarann. Í morgun vaknaði ég við hressilega flengingu, já með alvöru vendi eða sóp. Drengirnir höfðu munað eftir að það var Bolludagurinn og vakn- að snemma. Í fyrstu varð ég alveg þrumulostin af undrun og nær því farin að kalla á hjálp en þá gátu þeir ekki varist að tala saman svo ég áttaði mig. Jafnframt lagði ilm úr eldhúsi er gaf til kynna að bakstur væri hafinn. Já það er langur vinnudagur hjá hús- freyju á svona stórum heimilum. Núna einn daginn báðu drengirn- ir mig að gefa frímínútur eftir mat í einni heild og kenna svo alla tíma er eftir væru í einu. Mér hefur fall- ið svo vel við þennan hóp að ekki var hægt annað en verða við bón þeirra. Ég bauðst til að koma með þeim út ef þeir vildu hlaupa í skarðið eða fara í stórfiskaleik. En ég hef stundum gert það mér til skemmtunar. Nei, þeir afþökkuðu það og sögðust ekki vilja stelpurnar með. Eftir nokkra stund heyri ég að prúðmennið hann Guðmundur kemur inn með fjasi. Ég heyri ekki orðaskil og tel að hans mál skipti mig engu. Ég greini að hann segir; „ég held bara að strákaskamm- irnar séu að verða vitlausir“. Ég fer því út, hrópa og flautaði. Í fyrstu ansar enginn en brátt koma dreng- irnir kafrjóðir og hálf niðurlútir. Af þeim leggur megna hlandforarlykt. Ég spyr hvar í ósköpunum þeir hafi verið. Þeir segjast bara hafa verið í Bruggaraleik, tekið fötuna úr fjósinu sem höfð var til að ausa með flórinn fyllt hana og svo hafi þeir sumir var- ið fötuna en aðrir verið yfirvald og reynt að ná henni. Það hafi bara ver- ið smávegis slest á þá. Nú hófst mik- ill handþvottur en allir urðu að fara í eldhúsið til að þvo sér. Júlla blessunin bara hló og sagði þeir væru nú meiri uppfinningamennirnir. Um vorið lauk svo farskólanum með prófi og Vilborg snéri aftur heim. Hún giftist síðar Einari Helga- syni árið 1949 og átti með honum einkabarnið Ásdísi. Þau fluttu að Læk árið 1953 þar sem Vilborg hefur búið síðan. klj Mófellsstaðir og Mofelsstaðakot í Skorradal. Loftmynd: Mats Wibe Lund. LANDBÚNAÐARHÁSKÓLI ÍSLANDS sendir sínar bestu jóla- og nýársóskir
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.