Skessuhorn


Skessuhorn - 20.12.2017, Side 68

Skessuhorn - 20.12.2017, Side 68
MIÐVIKUDAGUR 20. DESEMBER 201768 Þau hafa smám saman verið að byggja upp ferðaþjónustu á jörð sinni, sem er rík af góðum hlunn- indum, ekki síst heitu vatni. En á sama tíma tekið lítil skref, ekki vilj- að fara of geyst til að geta staðið við allar skuldbindingar. Kíkt var í kaffi til hjónanna í Stóra Ási í Hálsasveit, þeirra Láru Kristínar Gísladóttur og Kolbeins Magnússonar. Sitt hvoru megin við hálsinn Þau gengu í sama skóla en þekkt- ust ekki mikið á þeim tíma þar sem níu ára aldursmunur er á. Eru einn- ig alin upp í sömu sveit, sitt hvorum megin við hálsinn sem sveitin dreg- ur nafn sitt af, Hálsasveit. Lára er alin upp á Hofsstöðum en Kolbeinn á Stóra Ási og þar settu þau sig nið- ur og hófu búskap fyrst í félagi við foreldra hans. „Ég flutti hingað árið 1987 og við fluttum inn á tengdafor- eldra mína í gamla bæinn hér,“ segir Lára þegar spurt er um upphaf bú- skapar þeirra. Kolbeinn bætir við að hann hafi þá þegar verið kominn inn í búskapinn með foreldrum sín- um og þau hjónin hafi í raun gengið inn í þá samvinnu. „Á þessum tíma var hér blandað bú eins og gerðist víða, kindur og kýr og svo eitthvað af hrossum. En 1989 tökum við al- farið við, kaupum jörðina og for- eldrar mínir flytja í minna hús sem þau byggðu sér hér á hlaðinu.“ Sumarbústaðalandið Jörðin Stóri Ás er hlunnindarík ekki síst fyrir að þar er nóg af heitu vatni. Ungu hjónin höfðu löngun til að nýta það eitthvað frekar en bara til heimilisnota og fóru að velta fyrir sér ýmsum möguleikum. „Við eig- um hérna land sem er skógi vaxið og nóg af heitu vatni svo okkur datt í hug að kannski gætum við skipu- lagt það og leigt út sumarhúsalóðir,“ segir Kolbeinn aðspurður um þetta svæði. „Undirbúningur að því hófst árið 1991 en þetta gekk rólega til að byrja með. Meðal annars reiknuð- um við með því að allir vildu fá stórt land, væru að fá sér sumarhús til að vera út af fyrir sig, en það var mik- ill misskilningur.“ Lára tekur und- ir það og bætir við að þau hafi orð- ið að játa sig sigruð og ákveðið að endurskipuleggja allt svæðið. „Fólki leið eins og „Palli var einn í heim- inum“ að því er virtist og hafði bara áhuga á því að flytjast í annað þétt- býli. Við minnkuðum því lóðirnar svolítið og líklega er það allt í lagi vegna þess hversu skógivaxið þetta svæði er. Það býður upp á að vera prívat þótt húsin standi þéttar en við ætluðum upphaflega.“ Hugmynd- in með sumarhúsasvæðinu var ekki eingöngu að nýta land og hlunnindi heldur einnig að skapa atvinnu fyrir Kolbein sem er smiður. „Það hefur alveg verið nóg að gera fyrir smið- inn í þessu,“ segir Kolbeinn bros- andi. „Verkefnin hafa verið allt frá grunnum upp í heil hús svo yfir því er ekkert hægt að kvarta.“ Breyttir búskaparhættir Kúabændur hafa ekki farið var- hluta af því undanfarin ár að kröf- ur um fjós og aðbúnað í þeim hafa breyst. Svipað var uppi á teningn- um hjá Kolbeini og Láru. Fjósið á Stóra Ási var barn síns tíma svo þau stóðu frammi fyrir því að fara í mikl- ar endurbætur eða hætta með kýrn- ar. „Við ákváðum árið 1999 að hætta bara með kýrnar. Við hefðum þurft að bæta við meiri kvóta og ráðast í miklar endurbætur á fjósinu svo við mátum það svo að það væri ekki for- svaranlegt enda farin að fikra okkur inn á nýjar slóðir. Við vorum einnig búin að fækka fénu svo við í raun og veru vorum farin að feta okkur inn á nýja búskaparhætti, ekki síst með sumarbústaðalandinu,“ segir Kol- beinn. Veitingasala og rekstur „félagsheimilis“ Meðfram breytingum heima fyr- ir skellti Lára sér í kennaranám og lauk því. Það er grunnskóli skammt frá svo hún vissi að það yrði ekki erfiðleikum bundið að fá vinnu. Hún kenndi í fimm ár en þá hófst nýtt ævintýri. „Ég hafði lengi unnið við ferðamennsku á sumrin, bæði í Húsafelli og í Reykholti og stundað nám í ferðafræðum. Hafði oft hugs- að um hvernig við gætum byggt upp okkar eigin ferðamennsku hér heima því staðsetningin okkar og heita vatnið býður upp á ýmsa möguleika,“ segir Lára og heldur áfram. „Það komu síðan upp hug- myndir um að byggja hér jarðböð og veitingasölu. Það varð því úr að við, í félagi við þrjá aðra aðila, gerð- um langtíma leigusamning við eig- endur félagsheimilisins hérna, Brúa- ráss. Á síðasta ári hófumst við handa við að taka húsið allt í gegn og að- laga fyrir þá starfsemi sem við höfð- um í huga. Húsið er rekið sem veit- inga- og kaffihús, minjagripaversl- un, upplýsingamiðstöð og tónleika- hús eða „félagsheimili“ sem verð- ur jafnframt áfram til afnota fyr- ir eigendur. Það hefur ekkert verið ákveðið með hvort jarðböð verði að veruleika eða ekki, þá hugmynd ætl- um við bara að þróa áfram í róleg- heitum og taka eitt skref í einu.“ Lára segir að þau hafi ekki farið af stað með Brúarás vegna atvinnuleys- is. „Hugsunin var frekar sú að hér gæti verið áfangi í að búa til atvinnu á svæðinu, ekki síst fyrir unga fólk- ið á bæjunum og fá það til að koma aftur heim eftir nám. Þótt margir hér um slóðir vilji lifa af sauðkind- inni þá vita allir hvernig það er. Við fórum sem sagt í heljarinnar fram- kvæmdir við húsið á síðasta ári og opnuðum helgina sem þjóðin var að kjósa sér nýja forseta. Þetta hef- ur gengið mjög vel, verið sígandi lukka og þannig viljum við hafa það. Ég hætti því að kenna, því það er víst ekki hægt að vera á öllum stöðum í einu,“ segir hún og brosir. Brúaráss hópurinn keypti einnig stöðvarhús- in á Laxeyri, en þar hafði áður verið rekin laxeldisstöð. „Við ákváðum að sleppa ekki því tækifæri,“ segir Kol- beinn, „þótt í augnablikinu sé ekkert ákveðið hvaða starfsemi verður þar. Það kemur bara í ljós.“ Hrossarækt og viðurkenningar Þegar Lára og Kolbeinn rugluðu saman reitum kom hún með eina góða hryssu með sér í búið, sem hún hafði átt heima á Hofsstöðum. Þau hófu ræktun undan henni og hef- ur gengið mjög vel. Þau hafa tvisv- ar fengið viðurkenninguna Rækt- unarbú Vesturlands og eignast hátt dæmd kynbótahross. „Það verður hins vegar að koma fram að þetta hefði aldrei getað gengið hjá okkur ef við hefðum ekki fengið gríðarlega hjálp frá bræðrum Láru. Það verð- ur nefnilega lítið verðmæti í hrossi ef það er ekki vel tamið. En góðar skepnur geta borgað vel,“ segir Kol- beinn og Lára bætir við: „Það er hægt að selja mjög góð hross á ágæt- is pening, hvort sem er til útlanda eða innanlands, hross sem henta í keppni, en svona venjuleg hross gefa nú ekki mikið í aðra hönd því kostn- aðurinn er alltaf mikill við uppeldi og tamningu.“ Þau segjast einn- ig hafa verið ónísk á að kaupa góða folatolla. Það skipti líka máli. „En staðreyndin er auðvitað sú að þetta er alltaf happadrætti. Þú getur bæði verið með góða meri og fola en ekk- ert sérstakt komið út úr því,“ bætir Kolbeinn við. „Höfum farið gætilega því við viljum búa hér áfram“ -segja hjónin í Stóra Ási, Kolbeinn Magnússon og Lára Kristín Gísladóttir Hjónin í Stóra Ási, Kolbeinn Magnússon og Lára Kristín Gísladóttir, í árlegum útreiðatúr Hofsstaðafjölskyldunnar síðasta sumar. Stóri Ás hefur tvisvar fengið viðurkenningu sem ræktunarbú ársins á Vesturlandi. Hér taka hjónin, Kolbeinn og Lára við slíkri viðurkenningu. Þau segjast ekki óttast að verða atvinnulaus. Lára Kristín Gísladóttir við hitaveituframkvæmdir síðasta sumar þegar verið var að endurnýja lögnina yfir í sumarhúsasvæðið.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.