Skessuhorn


Skessuhorn - 20.12.2017, Qupperneq 71

Skessuhorn - 20.12.2017, Qupperneq 71
MIÐVIKUDAGUR 20. DESEMBER 2017 71 árum þá fór ég um Reykjavík mik- ið til á hjóli. Fyrir nokkrum árum fannst bóndanum nóg um horfa á sjóndöpru frúna flengjast eina um á hjólinu. Þá ákváðum við að fjár- festa í tveggja manna reiðhjóli. Auð- vitað kemur slíkt ekki alveg í stað- inn fyrir venjulegt hjól þar sem ég þarf alltaf að fá einhvern fyrir fram- an mig. Bóndinn, drengirnir, fjöl- skylda og ýmsar vinkonur hafa feng- ið það hlutverk. Af þessum hjól- reiðaferðum hef ég mikla ánægju. Sá yngsti getur ekki beðið eftir því að fá að fara með mér út að hjóla en hann verður að bíða þangað til hann verður aðeins eldri.“ Nú á að beygja Halla Dís hefur mikinn áhuga á gönguferðum í náttúrunni, m.a. fjallgöngum. Hún fer reglulega í slíkar göngur en til þess að það sé mögulegt verður einhver að ganga á undan og vísa veginn. Hún hef- ur farið í ýmis gönguferðalög m.a. með Blindrafélaginu og gengið á Hvannadalshnúk, Fimmvörðuháls og fleiri fjöll. „Það eru virkilega skemmtilegar göngur þar sem far- ið er á þeim hraða sem henta okkur sem sjá illa.“ Halla Dís hefur einnig farið á skíði eftir að sjóninni tók að hraka, meira að segja til Austurrík- is. Að eigin sögn er hún ekki mik- ill skíðamaður en langaði að reyna þetta með fjölskyldunni. Þau fóru í heimsókn til ættingja sem búa rétt hjá Salzburg og naut Halla Dís leið- sagnar frænku sinnar í skíðabrekk- unum. Þar gilti það sama og með gönguferðirnar, að einhver væri fyr- ir fyrir framan til að segja til um hvenær þurfi að beygja. „Ef það gleymdist þá var ég í vondum mál- um, keyrði út út brautinni og jafn- vel út í skafl.“ Að nota blindrastafinn Aðspurð hvort Halla Dís noti blind- rastafinn segist hún hafa lengi verið að koma sér að því. „Ég nota stafinn aldrei hér heima í Stykkishólmi þar sem ég tel mig þekkja bæinn vel en er farin að gera það á öðrum stöð- um. Það gefur mér ákveðið öryggi og fólk tekur meira tillit til mín þeg- ar það sér mig með Hvíta starfinn. Enda sést ekkert utan á mér að ég sé sjónskert svo það er ekki nema von að fólk rekist utan í mig og ég í það. Mér fannst lengi vel óþægilegt að vera að merkja mig og láta þar með umheiminn þannig vita að ég væri sjónskert. En það er að venjast, sem betur fer. Ég hef þó á tilfinningunni að Íslendingar séu ekki mjög van- ir að umgangast stafinn, mér finnst meira tillit tekið til hans erlendis.“ Hjúkrunarfræðingur með minnkandi sjón Halla Dís segir að hún hafi haft ákveðnar áhyggjur vegna sinnar vinnu á almennri sjúkradeild þeg- ar sjónin tók að versna. „Þá varð mér stundum hugsað til þeirra orða sem samnemandi minn lét falla þeg- ar ég var í hjúkrunarnáminu. Hvað ef eitthvað slæmt gerðist sem mætti rekja til þess að ég væri farin að sjá illa og tæki ekki eftir einhverju sem væri augljóst öðrum með eðlilega sjón. Ég var því komin á þann stað að ég var að berjast við samvisku mína hvað vinnu varðar og komst að þeirri niðurstöðu að ég yrði að breyta til. Þá var ég svo heppin að vera boðin vinna á Háls- og bak- deild við sjúkrahúsið hér þar sem menntun mín nýtist mjög vel. Þar er ég hluti af fagteymi sem sérhæfir sig í endurhæfingu háls- og baksjúk- linga. Ég sinni m.a. fræðslu, slökun og almennum stuðningi. Þar af leið- andi má því segja að ég noti munn- inn meira en augun í vinnunni. Ef ég þarf á aðstoð að halda þá er hún til staðar bæði hjá mínum yfirmönn- um og samstarfsfólki og vil ég þakka þeim fyrir það. Ég get einnig miðlað af minni reynslu til sjúklinganna sem ég er að aðstoða. Ég veit vel hvernig það er að missa færni, geta ekki gert allt það sem maður gat áður, aðstæð- ur sem þeir eru oft á tíðum að glíma við líka. Það að missa færni er ætíð erfitt en maður verður að gæta þess að dvelja ekki um of við það sem var, heldur frekar við það sem er.“ Að lifa með fötlun Halla Dís hefur lært að lifa með sinni fötlun og reynir að fremsta megni að vera ekki of upptekin af henni. Það er tvennt sem erfiðast er að sætta sig við að hennar mati. Fyrst má telja að geta ekki lesið því það er svo ótal margt sem er sett fram á þann máta, t.d. innihaldslýs- ingar á vörum, merkimiðar á fatn- aði o.fl. Síðan það að eiga erfitt með að ganga þar sem ekki er slétt undir fæti, t.d. í þúfum og stórgrýti. „Þetta eru hindranir hvað sjálfstæði varð- ar. Ég hlustaði einu sinni á erindi þar sem langveikur einstaklingur var að lýsa lífi sínu. Sá sagðist vera 80% af tímanum glaður, 10% dap- ur og 10% mitt á milli. Þetta er við- horf sem ég reyni að fara eftir því ég er ekki sjónin mín, heldur er ég með þessa sjón.“ Að nota húmor „Sem betur fer get ég gert grín að ýmsum aðstæðum sem ég lendi í. Ég sé sem dæmi aldrei neinar hrukkur né grá hár hjá mér, hvað þá öðrum.“ Eins og áður hefur komið fram þá er lífið hjá Höllu Dís ekki alltaf dans á rósum því það getur verið einmanalegt að ná ekki að fylgjast með og finnast vera utangátta í aðstæðum t.d. á fyrir- lestri þar sem hún sér ekki það sem verið er að benda á þegar glærur eru notaðar. Einnig getur verið erfitt að vera í margmenni, eins og í veislum og þekkja ekki alla sem eru að heilsa. Halla Dís bætir við að henni finnist einnig erfitt að geta ekki lesið bækur, því hún hafi verið mikill bókaormur. „Það er reyndar svolítið fyndið að ég er að missa sjónina en er með gott sjón- minni,“ segir hún og hlær við. Heldur í vonina Enn sem komið er er engin lækn- ing til við augnsjúkdómnum RP en þó er ýmislegt í farvatninu sem gefur meiri von en var til staðar fyrir 10 til 15 árum. „Ég reyni að halda í vonina án þess þó að vera með of miklar væntingar en vil þó nefna að úrval hjálpartækja er margfalt meira nú en var og er í stöðugri þróun. Sem dæmi er ég með talgervil í símanum sem les fyrir mig og segir mér hvaða for- rit ég er að velja. Enn er það forrit ekki fullkomið en er eins og annað í stöðugri þróun.“ Brosandi bætir hún síðan við: „Ætli ég verði kom- in á sjálfkeyrandi bíl innan fárra ára. Þegar öllu er á botninn hvolft er yfir mörgu að gleðjast. Söngur- inn gefur mér mikið og ég á mín- ar einna bestu stundir þegar ég er í Flateyjarkirkju að vetri til og æfi mig að syngja. Þar get ég gleymt stað og stund,“ segir Halla Dís Hallfreðsdóttir brosandi að end- ingu. bgk Halla Dís hefur farið á skíði þótt hún segist ekki vera góð í þeirri íþrótt. Hér er hún á skíðum í Austurríki. Þegar ekki er hægt að vera einn á hjóli þá eru bara fundin önnur úrræði. Hér eru mæðginin, Halla Dís og Haraldur saman á hjóli. Hoelsjökull 2017 2017 Hoffellsjökull 2003 Gervitunglamynd úr Spot-5 Hoffellsjökull 2017 Gervitunglamynd úr Sentinel-2 Gleðileg jól og heillaríkt komandi ár Starfsfólk Landmælinga Íslands
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.