Skessuhorn


Skessuhorn - 20.12.2017, Side 72

Skessuhorn - 20.12.2017, Side 72
MIÐVIKUDAGUR 20. DESEMBER 201772 Þegar ég var ungur drengur, fyrir nokkrum árum, þá voru jólin afskaplega skemmtilegur tími. Tilhlökkunin eftir pakkaflóðinu var slík að tíminn virtist standa í stað. Mínar skemmti- legustu minningar eru frá Hofsstöðum í Staf- holtstungum en þar ólst móðir mín, Herdís Gróa Tómasdóttir, upp og oft héldum við jólin þar í faðmi fjölskyldunnar. Þar var margt brall- að enda yfirleitt mikið af fólki og krökkum á svæðinu. Á aðfangadag var spennan gríðarleg og þá var eins gott að finna eitthvað til að stytta sér stundir. Hvort sem það var að renna svo- kölluðum Matchbox bílum eftir gólfteppinu og dreifa þeim um allt hús eða fara út að renna sér á tómum áburðarpokum, þá náði maður alltaf að hafa gaman. Þegar maður kom inn úr kuld- anum þá fékk maður smákökur og mjólk hjá Ingunni Ingvarsdóttur ömmu minni og svo var kveikt á Ríkissjónvarpinu þar sem maður gat horft á teiknimyndir fram eftir degi. Oft fengum við frændurnir, ég og Ingvar Helgi Tómasson, að opna einn pakka klukk- an 18 fyrir mat, svona rétt til að slá á mestu spennuna. Svo kom loksins matur og þá var hefðin að hafa svokallaðan möndlugraut fyrir matinn. Þá var það grjónagrautur þar sem einn diskurinn innihélt eina möndlu og sá sem fengi hana hreppti smá verðlaun. Mér er það minnis- stætt að langafi minn, Ingvar Magnússon, fékk möndluna og laumaði henni þá á diskinn hjá einhverjum af okkur krökkunum. Svo keppt- ist maður við að klára grautinn til að finna möndluhelv... og varð svo bara hálf saddur þeg- ar hamborgarhryggurinn kom á borðið. Maður hafði svosem ekki mikla matarlyst af spenningi fyrr en eftirrétturinn kom á borðið en rjóma- ís og blandaðir ávextir var á borð borið. Svo að sjálfsögðu mátti alls ekki byrja að opna pakk- ana fyrr en búið var að vaska allt leirtau upp. Það var oft ansi erfitt að bíða eftir því sem lít- ill pjakkur. Maður fylgdist grannt með í eld- húsinu og taldi diska og glös sem röðuðust í þurrkgrindina. Svo þegar því var loksins lok- ið þá settust allir inn í stofu og kom það í hlut okkar frænda að lesa á pakkaspjöldin og dreifa þeim til viðkomandi. Þar náði spennan há- marki þangað til allir pakkar voru búnir undir trénu. Þá varð þónokkuð spennufall hjá okk- ur yngri og maður fór að dunda sér við jóla- gjafirnar. Hvort sem að það var að setja saman Lego, Playmo eða ýta bílum eftir gólfteppinu. Svo á jóladag var alltaf hangikjöt á boðstóln- um áður en haldið var til messu í Stafholti. Þar náði maður að telja stjörnurnar í loftinu á kirkjunni nokkrum sinnum á meðan mað- ur beið eftir að séra Brynjólfur lyki við guðs- þjónustuna. Þá var farið út að leika og renna sér. Maður á afskaplega hlýjar minningar frá þessum tíma og alltaf var gaman að vera hjá ömmu og afa á Hofsstöðum yfir hátíðarnar. Steinunn Matthíasdóttir er fréttaritari Skessuhorns í Búðardal. Hún kveðst oft hugsa til jólanna í æsku og einatt rifjast upp margar góðar minningar, blandnar gleði, spennu og eftirvæntingu. „Hluti af undirbúningi jólanna var að föndra, bæði í skóla og heima, og skemmti- legt þótti að taka þátt í smákökubakstrinum. Oftar en ekki saumaði mamma jólafötin. Ég hef sjaldan verið eins stolt og þegar ég mætti á litlu jól í upphafi skólagöngu minnar í Laug- arbakkaskóla í glænýjum kjól með svuntu sem mamma saumaði fyrir mig. Ég var nokkuð sannfærð um að þetta væri sá allra fallegasti kjóll sem hafði nokkurn tímann verið saum- aður. Þetta var á þeim árum sem ég var prins- essa og elskaði að láta pilsin dansa.“ Eins og á flestum heimilum var húsið þrifið hátt og lágt en ekki skreytt fyrr en á Þorláks- messu. Þó var aðventuljósið sett upp fyrsta sunnudag í aðventu ásamt jólagardínum í eldhús. „Mér þótti jólatréð nokkuð stórt og í alla staði glæsilegt. Í dag myndi það aftur á móti þykja lítið og hálf væskilslegt, með örfá- um ljóstýrum og skrauti úr ýmsum áttum. En í augum barnsins var fátt fallegra. Það var alltaf stór stund þegar jólapakk- arnir fóru að berast með póstinum, líklega hefur mesta eftirvæntingin verið eftir pökk- unum frá ömmunum og öfunum. Það þótti líka flott að fá útlenska pakka frá frændfólki í Noregi og Danmörku en pakkarnir voru allt- af í smærri kantinum enda var dýrt að senda á milli landa. Og það kom fyrir að við systkin- in fengum að opna minnsta pakkann meðan beðið var eftir því að mamma og pabbi klár- uðu fráganginn í eldhúsinu. Það hvarflar að mér að foreldrar mínir hafi notið þess að vera lengi að ganga frá eftir matinn, að minnsta kosti þótti biðin alltof löng. Þá var setið við jólatréð, þuklað á pökkum og lesið á merki- miða. Það var alveg hægt að gleyma sér í að giska á hvað væri í hverjum pakka. Fyrir barn voru pakkarnir auðvitað stór hluti af gleði jólanna og margar gjafir eru eftirminnilegar. Ein gjöfin á sér svolítið skemmtilega sögu sem gaman er að rifja upp, þótt minningarnar séu svolítið gloppóttar. Við vorum búsett á Ísafirði og ég gæti trú- að að ég hafi verið 5 ára. Ég fór með mömmu í búð þar sem við skoðuðum leikföng. Í búð- inni heillaðist ég mjög af Barbie hillu með innbyggðu rúmi sem var hægt að leggja nið- ur. Áður en búðarferðinni lauk fékk ég að gefa álit á hvað væri flottasta göfin fyrir syst- ur mína og það var tekin ákvörðun um að kaupa Barbie hilluna sem ég var svo hugfang- in af. Ég fékk síðan það stóra hlutverk að eiga leyndarmálið með foreldrunum og var afar stolt. Leyndarmálið var vel geymt og ég sam- gladdist systur minni innilega að fá svona fína gjöf, ætli ég hafi ekki öfundað hana talsvert líka. Svo komu jólin. Þótt ég muni ekki eftir miklu frá þessum tíma þá man ég vel hversu hissa og hamingjusöm ég var þegar ég opn- aði pakkann minn frá fjölskyldunni. Upp úr pakkanum kom Barbie hilla með innbyggðu rúmi sem var hægt að leggja niður.“ Skessuhorn hefur einatt í aðdraganda jóla fengið einhverja hópa til að rifja upp minn- ingar frá bernskujólum. Oft hafa verið valdir einstaklingar sem tilheyra sömu starfs- stéttinni. Að þessu sinni leitum við ekki langt yfir skammt og báðum nokkra af frétta- riturum Skessuhorns að dusta rykið af minningum tengdum jólum. Frændsystkin- in Iðunn Silja Svansdóttir og Tómas Freyr Kristjánsson segja frá sem og Steinunn Matthíasdóttir í Búðardal. Minningar fréttaritara frá þeirra bernskujólum Iðunn Silja Svansdóttir í Söðulsholti ólst upp á Dalsmynni í Eyja- og Miklaholts- hreppi. Ég verð nú að viðurkenna að þegar ég var beðin um að skrifa minningu frá jólum úr bernskunni var mér í fyrstu hugsað: „Váh, er ég í alvöru bara orðin svona gömul, hélt það væri bara gamla fólkið sem væri beðið um að svara svona.“ En eftir að hafa sest niður, velt þessu fyrir mér og rifjað upp stundir frá liðnum jólum sem krakki þá komu upp í hugann margar frábærar minningar. Heill hellingur af gjöfum, skemmti- legar fjölskylduminningar, reyndar ein óþol- andi lítil systir sem þurfti að fá að dansa í kring- um jólatréð, og tók sér ríflegan tíma í að segja jólasögur áður en hafist var handa við að rífa upp gjafirnir. Það rifjuðust líka upp minningar um slæmt veður, rafmagnsleysi og biðin enda- lausa eftir að pabbi kæmi inn úr fjósinu svo við gætum loksins farið að borða. Það komu marg- ar gjafir upp í hugann og það var sérkennilegt að átta sig á að maður er búinn að gleyma flest- um þeim gjöfum sem maður fékk í gegnum tíð- ina. Vissulega sitja sumar gjafir ofar í huganum en aðrar. Það var t.d sérstaklega gaman þeg- ar ég fékk Stiga-sleðann frá mömmu og pabba. Tímalaus klassísk. Það var alveg geggjað og það allra besta var að fá sleða á undan bræðrum sín- um. Það situr lika í mér þegar amma í Reykjavík gaf mér spil og svo nærbuxur, það hitti akkúrat á aldurinn þar sem það þótti frekar vandræðalegt! En besta jólagjöfin sem situr eftir sem sú er mér þótti allra vænst um að hafa fengið er gjöf frá afa í Dalsmynni. Það var fléttaður taumur úr gulu og bláu baggabandi sem ég fékk þegar ég var 9 eða 10 ára gömul. Þótt ég hafi ekki verið há í loftinu fannst mér strax mikið til gjafarinn- ar koma. Ég hafði fylgst með afa dunda sér við að flétta tauminn um haustið og þó að amma hefði verið dugleg að dreifa út gjöfum á stóra afkomendahópinn þeirra þá vissi ég að þetta var eina gjöfin sem afi gerði sjálfur fyrir þessi jólin. Það gerir mann stoltan og meyran þegar hugs- að er til baka. Með tilliti til allra gjafanna sem ég hef gleymt í gegnum tíðina þá undirstrik- ar þetta líka það sem jólin eiga að snúast um. Það á ekki að ofhugsa þetta og kaupa dýrustu og stærstu gjafirnar. Það skiptir mestu að búa til fallegar minningar til að gleðja og ylja fjöl- skyldu og vinum þegar þau líta tilbaka. Iðunn Silja Svansdóttir: Besta jólagjöfin var taumurinn frá afa Steinunn Matthíasdóttir í Búðardal: Upp úr pakkanum kom Barbie hilla með innbyggðu rúmi Tómas Freyr Kristjánsson í Grundarfirði: Bernskujólin á Hofsstöðum voru mikið ævintýri Guðmundur og Margrét í Dalsmynni, afi og amma Iðunnar Silju. Jólin 1987. Steinunn Matthíasdóttir á barnsaldri með dúkk- una sína. Frá vinstri: Tómas Valtýr Helgason afi Tómasar Freys, Ingvar Helgi Tómas- son móðurbróðir og Tommi. Tómas Freyr í hasar við að rífa upp jólapakkana einhver jólin.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.