Skessuhorn


Skessuhorn - 20.12.2017, Page 73

Skessuhorn - 20.12.2017, Page 73
MIÐVIKUDAGUR 20. DESEMBER 2017 73 Óskum viðskiptavinum og Vestlendingum öllum gleðilegra jóla,árs og friðar með þökk fyrir árið sem er að líða Almenna umhverfisþjónustan ehf. Grundarfirði Nú styttist í jólin og undirbúning- ur þeirra á lokametrunum hjá flest- um. Það er mjög misjafnt hvernig hann fer fram frá einni fjölskyldu til annarrar og einnig hversu mikið er skreytt. Í Ólafsvík býr Ingibjörg Júlíusdóttir með fjölskyldu sinni. Ingibjörg, eða Bjögga eins og hún er jafnan kölluð, elskar jólin og er mikið jólabarn. Hún skreytir mik- ið fyrir hátíðirnar og á mikið magn af alls kyns jólaskrauti sem hún hefur safnað að sér á liðnum ald- arfjórðungi. Hefur skrautið aukist eftir því sem hús þeirra hjóna hafa stækkað. Aðspurð af hverju hún sé svona mikið jólabarn segir Bjögga að hún hafi alltaf verið svona. For- eldrar hennar voru bæði mik- il jólabörn og skreyttu mikið. Var til að mynda mikið loftjólaskraut á bernskuheimili hennar. Bjögga segist ná í jólakassana í geymsluna um miðjan nóvember og taka allt úr þeim og setja upp á borð. Svo fer hún að byrja að skreyta og gef- ur sér góðan tíma í það. Hún setur skrautið alls ekki á sömu staði ár eftir ár heldur leggur hún metnað í að allt passi saman og sé sem fal- legast. Má vel sjá það þegar geng- ið er með henni um húsið en hún var langt komin að skreyta þetta árið þegar blaðamaður heimsótti hana á dögunum í Miðbrekkuna þar sem býr. Segist hún stund- um setja einhvern ákveðinn hlut á sinn stað og breyta svo daginn eft- ir því henni finnist hann alls ekki eiga heima þar þetta árið. Að skreyta er þó langt því frá það eina sem Bjögga gerir til að undir- búa jólin. Hún bakar smákökur og steikir laufabrauð. Uppáhalds kök- ur fjölskyldunnar eru rúsínukök- urnar sem má alls ekki vanta. Einn- ig býr hún til ís og ananasfrómans sem hún gæðir sér á þegar hinir í fjölskyldunni fá sér ís. Bjögga læt- ur þó eiginmanni sínum eftir að skreyta utanhúss þó þau séu ekki alltaf sammála um litaval og stíl- iseringu eins og hún segir, en hann fær að ráða utanhúss. Henni finnst nefnilega leiðinlegast að setja upp seríur en leyfir þó engum að koma nálægt neinu innanhúss og setur þær sjálf upp þar. En hvar fær hún allt þetta fallega jólaskraut sem hún hefur eignast í gegnum árin? „Maður þarf alltaf að hugsa til jólanna,“ svarar hún og brosir en dóttir hennar skell- ir upp úr og segir að móðir henn- ar finni jólaskraut alls staðar. Hún hafi meira að segja fundið jóla- skraut á Tenerife í ágúst eitt árið í fjölskylduferð. Bjöggu hlakkar líka allt árið til að komast í Jólahúsið á Akureyri og getur hún gleymt sér þar við að skoða. Þegar hún er spurð hvað sé í uppáhaldi af skraut- inu segist hún ekki geta gert upp á milli hlutanna sinna enda hafi hún safnað þeim á löngum tíma og þeir séu alls staðar frá. Henni þykir þó vænst um gömlu hlut- ina frá mömmu sinni og það sem hún eignaðist fyrst þó það sé ekki endilega það fallegasta, enda hafi sumt af því meira að segja dottið út um glugga í snjóinn nokkrum sinnum. Skrautið tekur hún svo ekki niður fyrr en eftir að jólahá- tíðinni lýkur og dregur það stund- um aðeins til að njóta þess leng- ur. Segist Bjögga vita fátt betra en þegar allt er tilbúið, húsið komið í sitt fínasta púss og meira að segja búið að skreyta svefnherbergið og setja jólarúmfötin á, en að setjast niður við jólatréð með konfekt og bók að lesa. þa Hún Bjögga er mikið jólabarn Tannlæknastofa Hilmis Berugötu 12 Borgarnesi Jörvi ehf. Hvann eyri Nesafl sf Böðvarsgötu 5 Borgarnesi Raf nes sf. Heiða gerði 7 Akra nesi Smur stöð Akra ness Smiðju völl um 2 Akra nesi Tannlæknastofa Borgarness Skallagrímsgötu 1 • s: 437-1690 Ungmennafélagið Íslendingur Borgarfirði Þjónustustofan ehf. Grundargötu 30 Grundarfirði Jarðmenn ehf. vélaleiga Borg ar byggð Sími: 435-1238, 894-3566 Auðarskóli Ábyrgð – Ánægja – Árangur
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.