Skessuhorn - 20.12.2017, Qupperneq 74
MIÐVIKUDAGUR 20. DESEMBER 201774
Handtakið er þétt hjá Sigurði
Hrafni Jökulssyni bónda á Vatni
þegar hann tekur á móti blaða-
manni. „Ég var að vona að þú fynd-
ir einhvern merkilegri en mig til
að tala við. Ég er ekkert fyrir þetta
sviðsljós þótt ég sé í ferðaþjónustu
og svoleiðis. Held kannski að það sé
af því að ég kann ekki að bugta mig
og beygja, er svo lítið fyrir snobb-
ið. Í veislum kann ég sem dæmi
best við að vera bara einhvers stað-
ar úti í horni. En þú ert samt hjart-
anlega velkomin og ég skal sannar-
lega tala við þig, þú hefur þetta bara
lítið,“ og Sigurður skellihlær að
undrunarsvip blaðamanns og bætir
við. „Hér er hún María mín, sam-
býliskonan sem ættuð er frá Bakka-
koti í Stafholtstungum. Ég held að
hún hafi viljað mig af því að líklega
sér hún föður sinn í mér, skrýtinn
þverhaus. Má ekki annars bjóða þér
kaffi, eða viltu frekar te? Við erum
að reyna að vera í hollustunni svona
fyrir jólin.“
Dalamaður langt
aftur í ættir
Foreldrar Sigurðar eru bæði Dala-
menn og sjálfur er hann fæddur
þar árið 1965 og uppalinn á Vatni
að mestu leyti. „Foreldar mín-
ir sem tóku við búskap hér á Vatni
árið 1968, af föðurafa mínum og
-ömmu, komu frá Eiðum þar sem
þau höfðu búið um hríð og pabbi
hafði meðal annars kennt íþróttir.
Hann kenndi svo bæði á Laugum og
í Búðardal eftir að þau fluttu hing-
að, þar til hann varð bráðkvaddur
árið 1994, íþróttakennarinn sjálfur,
aðeins 56 ára gamall. Þá hætti mað-
ur að hugsa um hollustuna,“ seg-
ir Sigurður og brosir. Ætt Sigurð-
ar hefur teygt sig víða um Dali og
Borgarfjörð, „Vassararnir,“ eins og
hann kallar ættmenni sín en ann-
ars sé ættin oft kennd við Hamar í
Hörðudal. Meðal ættmenna hans er
formaður Bændasamtakana, Sigur-
geir Sindri Sigurgeirsson. Sigurð-
ur er heldur lágvaxnari en frændinn
en hann segir að karlar í hans ætt
séu alla jafnan herðabreiðir og hafi
þurft að hafa fyrir því. „Og hvert
kíló er basl,“ segir hann hlæjandi og
vill ekkert skýra það neitt frekar.
Rándýrt hobbý
Líklega hefur Sigurður haft einna
mestan áhuga á búskap af sínum
systkinum sem eru þrjú. Hann
kom gjarnan heim að Vatni þegar
mikið lá við eins og um sauðburð
og göngur og réttir. „Þannig að
þegar pabbi deyr þá kom ég heim
til að aðstoða mömmu og átti enda
hægast með það. Systkini mín voru
í þannig störfum að erfitt var fyrir
þau að losa sig. Ég var að vinna við
smíðar í Reykjavík en er reyndar
menntaður iðnrekstrarfræðingur.
Á þessum tíma var ekki mikið fyrir
þá að gera svo ég var bara að smíða
og hafði raunar alltaf gert það. Ég
tók ekki prófið en það hefur alveg
hvarflað að mér að gera það, svona
einn daginn.“ Sigurður kaupir síð-
an jörð og bústofn af móður sinni
árið 1998 og segist bara búa með
fé fyrir mömmu. „Það er alveg
rándýrt hobbý að vera með kind-
ur en líklega kem ég nú betur út
úr því en margir því ég eyði alveg
lágmarkstíma í þetta. En vand-
inn við sauðfjárræktina er sá að
menn neita að horfast í augu við
ástandið og taka á vandamálinu.
Það eru margir aðrir í samfélaginu
sem þyrftu frekar aðstoð og í þau
ár sem ég hef búið hefur ástand-
ið alltaf verið að lagast, að því sagt
er. Útflutningurinn alltaf að fara
að bera sig og svo framvegis, en
samt er allt eins.“ Aðspurður hvort
hann sé með þessum orðum að
hnýta í frænda sinn segir hann það
alls ekki vera svo. „Forysta Bænda-
samtakanna er að reyna að gera
sitt besta en bændur sjálfir eru
bara ekki tilbúnir að horfa út fyr-
ir rammann og berja enn hausnum
við steininn.“
Sárafá hross
Sigurður hefur mjög gaman af
hrossum. Reynir að fara í hesta-
ferðir og útreiðartúra hvenær sem
færi gefst í sínum alltof stutta sól-
arhring. Honum hefur einnig
gengið ágætlega með ræktun og
hlotið viðurkenningar fyrir. „Þú
verður að segja að ég eigi sárafá
hross, þú manst það,“ segir hann
hlæjandi því vitað er að á Vatni er
gríðarlegur fjöldi hrossa. „Ég er
reyndar skíthræddur um að ég eigi
eftir að stórefnast á þessu,“ segir
hann kómískur og bætir við að um
þessar mundir sé aðeins lægð í út-
flutningnum. Krónan sé örlítið að
stríða þeim sem standi í slíku. En
þess utan sé ástandið bara þokka-
legt. „Ég hef líka passað að spara
ekki góða fola á það besta í hjörð-
inni. Það borgar sig að vanda vel
til í þessari ræktun, sem víðar.“
Ljótur svipur
ef nefndur er fiskur
Jörðin Vatn er 4400 hektarar að
stærð og liggur meðal annars að
Haukadalsá, eða Hauku eins og
hún er oft nefnd. Áin kemur úr
Haukadalsvatni sem Vatn á einnig
hlutdeild í og Sigurður segir að það
komi ljótur svipur á þá bræður ef
fiskur er nefndur, ekki síst silung-
ur og lax. „Pabbi gat borðað þetta
í alla mata svo það var oft bleikur
fiskur hér á borðum. Ástandið var
næstum eins slæmt og í Borgarfirð-
inum, þar sem hundarnir struku að
heiman ef þeir fundu fiskilykt,“
segir Sigurður hlæjandi. Hann
segist þó hafa enn minni áhuga á
laxveiðum heldur en að borða fisk
og eigi hvorki veiðistöng né golf-
kylfur. „Ég held að afgangurinn
af sólarhringnum sé betur nýttur í
eitthvað annað en þetta sport. Ég
keyri nefnilega líka skólabíl hérna.
Erfði það starf eiginlega frá pabba.
Fyrst ók ég börnum úr Haukadal
í skólann sem staðsettur er í Búð-
ardal. En þegar fólk hér um slóðir
hætti að eignast börn fékk ég nýja
leið og fer núna á Skógarströnd-
ina, alla leið að Emmubergi. Það
eru töluvert á annað hundrað kíló-
metrar sem ég keyri daglega. En ég
á nú samt börn,“ segir hann kóm-
ískur, „eina uppkomna dóttur frá
fyrra sambandi og svo tvo drengi
með Maríu minni, 5 og 6 ára.“
Eiríksstaðir
þurfa að fara í
algjöra naflaskoðun
Heima á Vatni eru tvö sumarhús.
Þau eru ekki til útleigu fyrir ferða-
menn heldur einvörðungu hugs-
uð fyrir starfsfólk Eiríksstaða en
Sigurður hefur rekið bæinn síð-
an 2004 sem verktaki hjá Dala-
byggð. „Við erum eiginlega svo-
lítið útbrunnin eftir þetta sum-
ar. Við tókum á móti 168 hópum
frá einni ferðaskrifstofu og raunar
er það alveg orðið spurning hvort
við eigum ekki eingöngu að taka
við hópum á Eiríksstöðum á með-
an ástandið þar er óbreytt. Lausa-
gangan borgar varla laun starfs-
manns.“ En hvað á Sigurður við
með óbreytt ástand og lausa-
göngu? „Það þarf að breyta ýmsu
á Eiríksstöðum. Eins og staðan er
núna greiða gestir sig bara inn í
húsið, ekki inn á svæðið. Það eru
helmingi fleiri sem koma á hlaðið
en þeir sem borga sig inn, en eru
samt að nýta þjónustuna sem boð-
ið er upp á eins og salernin. Eiríks-
staðir þurfa að fara í algjöra nafla-
skoðun. Það er of mikill kostnað-
ur sem ekki koma tekjur á móti.
Eftir uppgjör sumarsins erum við
að sjá að við höfum eiginlega ekki
haft nein laun. Það gengur ekki til
lengdar.“
Lausaganga ferða-
manna er hrikaleg
„Þessi lausaganga ferðamanna er
alveg hrikaleg og það fólk vill fá
allt frítt eða fyrir mjög lítið. Kaup-
ir inn í Bónus, gengur illa um og
keyrir um landið á kúkakampers-
bílnum eins og þeir eru kallaðir.
Við hin erum bara klósettverðir og
ruslakarlar fyrir þennan hóp. Bara
sem dæmi frá Eiríksstöðum. Fólk
sem tímir ekki að borga sig inn í
bæinn kíkir inn um gluggana, rífur
niður strompinn til að taka myndir,
hendir ruslinu þar sem það stend-
ur, fer á klósettið og greiðir ekkert
fyrir. Við erum með salernin opin
við Eiríksstaði allt árið. Þar inni
er hlýtt og notalegt og allt mjög
snyrtilegt. Við erum með miða á
veggjunum á nokkrum tungumál-
um þar sem við biðjum fólk mjög
kurteislega um að ganga snyrti-
lega um og setja eitthvað smávegis
í bauk. Það skiptir engu máli. Það
borgar aldrei neinn og umgengn-
in er hrikaleg. En við gerum þetta
vegna þess að það er skárra held-
ur en að vera með mannaafurðir
út um allar koppagrundir. En svo
gleymir maður þessu öllu þegar
koma skemmtilegir hópar og allra
bestir eru Ameríkanar, það verður
bara að segjast eins og er og þeir
eru um 60% þeirra sem sækja Ei-
ríksstaði heim. Þeim finnst aðdá-
unarvert hvernig við sem þjóðfélag
höfum tekið á ýmsum málum. Það
er alltaf gott að heyra það. Ég hef
verið í hálfgerðu lykilhlutverki á
staðnum lengi og leiðsegi bæði á
ensku og dönsku, en í sumar var
ég sjálfur minna en oft fyrr. Það
var bara annað sem var aðkallandi
þetta sumarið.“
Alltaf ljóð við rúmið
Sigurður segist vera mjög ánægður
með uppeldið sem hann fékk, með-
al annars hafi hann fengið borg-
að fyrir að lesa Laxdælu á sínum
tíma. Og ljóð séu einfaldlega hans
uppáhald. „Ég fékk mjög menn-
ingarlegt uppeldi og bókmennt-
um og ljóðum var mjög haldið að
„Það halda margir að ég sé vitlausari en ég er“
-segir Sigurður Hrafn Jökulsson, bóndi á Vatni í Haukadal
Sigurður Hrafn Jökulsson bóndi á Vatni segist eiga sárafá hross og verst sé að
hann gæti orðið stórefnaður af hrossarækt.
Það er margt brallað á Eiríksstöðum. Hér er víkingurinn Sigurður Hrafn að baka yfir eldi með skólabörnum.