Skessuhorn


Skessuhorn - 20.12.2017, Page 77

Skessuhorn - 20.12.2017, Page 77
MIÐVIKUDAGUR 20. DESEMBER 2017 77 næmir á allar tilfinningar og líkams- tjáningu, þeir eru fljótir að átta sig á hugarástandi manns. Ef maður er stressaður, stressast þeir allir upp og það er ekki gott. Ég el þá upp þann- ig að þeir eru allir jafningjar. Það verður enginn forystuhundur í mín- um hópi heldur er ég forystuhund- urinn þeirra. Ég læt þá virða mig. Þeir tengjast mér sterkum böndum og í veiði nota ég handabendingar til þess að gefa skipanir, það er lík- amstjáningin sem þeir skilja,“ segir Snorri. Það vekur athygli blaðamanns að eftir um tveggja klukkutíma spjall við Snorra hafa hundarnir aldrei gelt. „Hundarnir mínir fá að vera í sínu náttúrulega umhverfi. Nær allir hundar eru veiðihundar og þurfa út- rás. Fólk er byrjað að rækta hundana sína sem einhvers konar innihunda og að sjálfsögðu reyna hundarnir þá að nýta hvert tækifæri til að fá útrás. Þeir fara að reyna að veiða póstinn eða hvernig sem það er en raunin er sú að það er búið að taka náttúr- una af þeim. Hundarnir mínir skilja mig og virða, ég er aldrei vondur við þá en stundum er ég strangur. Þeir þurfa líka uppeldi eins og menn.“ Adrenalín í veiðinni Snorri kveðst ekki veiða dýr einung- is til að veiða þau. Í starfi sínu sem veiðimaður segist hann vera með til- gang sem hann vinni eftir. „Í starfi mínu sem veiðimaður veiði ég að- eins þau dýr sem eru að valda var- anlegum skaða á öðrum stofnum. Ég veiði tófur þegar þess þarf en svo það sé á hreinu hef ég engan áhuga á að fara í eitthvað átak gegn tófunni eins og með minkinn. Það koma upp til- felli þar sem þarf að veiða tófur en tilveruréttur tófunnar hér á landi er mikill, jafnvel meiri en okkar mann- anna,“ segir hann. Snorri stundar einnig veiði- mennsku sér til ánægju þá gjarn- an stang- og gæsaveiði. „Allt sem ég veiði borða ég og nýti. Ég elska að veiða og það er mér í blóð bor- ið. Ég tel okkur öll hafa þetta veiði- eðli. Þegar ég veiði fer ég í einhvern trans, ég verð samofinn náttúrunni og öll skilningarvit eru við fulla ein- beitingu að leita að vísbendingu um bráðina. Það fylgir þessu líka adr- enalín sem nærir mann svolítið. Ég er bara eins og hundarnir, ég verð að fá að komast út í náttúruna dag- lega og helst að veiða. Oft þegar það er einhver ólga í mér sér konan mín það og segir mér að fara út og viðra mig,“ útskýrir Snorri. Veiðimennskan framandi öðrum Snapchat er einn stærsti samskipta- miðill heims í dag og hefur Snorri notið mikilla vinsælda á snapchat eftir að hann opnaði aðgang sinn al- menningi fyrir um ári síðan. Á snapc- hat sýnir Snorri frá störfum sínum sem veiðimaður sem og hinum ýmsu ævintýrum sínum en hann er mik- ill adrenalínfíkill. „Ég hafði verið að snappa lengi fyrir vini og kunningja af störfum mínum. Um jólin síðustu segir frændi minn mér að ég ætti að opna aðganginn svo fleiri gætu séð. Ég ákvað að slá til og fljótlega sprakk þetta út og gríðarlegur fjöldi fylg- ist með mér í dag,“ segir Snorri sem viðurkennir að fljótlega hafi farið að bera á neikvæðni fólks á snapchat í garð hans. „Fólk var að segja alls kyns neikvæða hluti um mig sem ég tók alltof mikið inn á mig; að ég væri vondur við hundana mína og fleira í þeim dúr. Í dag hins vegar er yfir- gnæfandi meirihluti fólks jákvætt, það er mikið skemmtilegra. Ég held að fólk skilji nú betur hvað starf mitt snýst um og átti sig á að ég er ekki bara villimaður og mér þykir vænt um það,“ segir Snorri sem gengst við því að hluti af því að hann sé með opið snapchat sé líka vegna þess að hann sé haldinn athyglissýki. Snorri kveðst ekki hafa neitt sérstakt svar við því hvers vegna snapchatið hans sé eins vinsælt og raun ber vitni. „Ég gæti samt trú- að því að þessi heimur sé framandi mörgum og vegna þess að við höfum öll þetta veiðieðli í okkur þá vill fólk sjá þetta. Það að þetta sé framandi heimur fyrir marga segir nokkuð um hve tengsl okkar við náttúruna eru orðin rofin. Alltof margir skilja ekki lengur hvernig náttúran virkar.“ Starfið mikilvægt Veiðimennskuna vill Snorri gera að lifibrauði sínu. Hann hefur í gegn- um tíðina starfað sem sjómað- ur með veiðistarfinu en hefur ver- ið að minnka við sjómennskuna að undanförnu. „Ég ætla að reyna ein- beita mér að veiðinni. Ég vil starfa við veiðina það sem eftir er. Það er ekki mikið upp úr þessu að hafa en ég kann mjög vel við starfið þó það geti verið erfitt. Ég hef farið víða um land í starfi mínu sem veiði- maður. Ég er oft að ganga gríðar- legar vegalengdir í erfiðum aðstæð- um, 25-35 km, og finn jafnvel ekki mink. Þetta getur reynt mjög á lík- amlega og oft er maður alveg bú- inn á því en þetta reynir ekki síður á andlega. Það er erfitt að ganga lang- ar vegalengdir dag eftir dag og hafa ekkert upp úr krafsinu. Margir sem fylgjast með mér á snapchat halda að þetta gangi mjög smurt fyrir sig þar sem ég sýni aðeins þegar vel geng- ur. En fólk áttar sig oft ekki á erfið- inu sem maður hefur lagt á sig til að veiða minkinn. Ég er einnig mjög bundinn vinnunni sem og hundun- um sem ég rækta. Ég er því nær allan sólarhringinn í vinnunni. Þrátt fyrir það elska ég starfið mitt og ég myndi ekki vilja breyta neinu við það. Ég tel mig vera að gera náttúrunni gagn með starfi mínu og ég sé að breyta til hins betra, starf mitt er mikilvægt. Ég vona að ég fái að starfa við þetta í framtíðinni,“ segir Snorri að end- ingu. Hægt er að fylgjast með Snorra á snpachat undir nafninu Vargurinn og á instagram undir nafninu the- westviking. bþb Meðan á viðtalinu stóð í sumar veiddist einn minkur og var það einn veiðihunda Snorra sem gómaði minkinn. Atburðarásin frá því minkurinn fannst og þar til hann var veiddur var mjög hröð. Veiðihundar Snorra fundu mink í felum undir grjóti og við það ræsti Snorri laufblásara sem hann er með á bakinu í veiðinni. Laufblásarann notar Snorri til að fæla minkinn undan grjótinu og freista þess að fá hann upp á klettana til þess annaðhvort að geta skotið hann eða láta hundana ná honum. Fljótlega eftir að Snorri hafði ræst lauf- blásarann tóku veiðhundarnir sprett í átt að sjónum sem þýddi að minkurinn var kominn af stað. Snorri mundaði þá byssuna og miðaði í átt að minknum. Snorri þurfti þó ekki að hleypa skoti af í þetta sinn þar sem einn veiðihundanna náði minknum áður en til þess kom. Á meðan á þessu öllu stóð var blaðamaður spölkorn frá og myndaði atganginn. Snorri horfir eftir hundunum sínum sem virðast hafa fundið mink. Snorri hefur ræst laufblásarann og skimar eftir minknum ásamt hundunum. Snorri og hundarnir reyna átta sig á því hvert minkurinn hefur farið, einbeitingin í hámarki. Minkurinn kominn í augnsýn, hundarnir rjúka af stað og Snorri miðar á minkinn. Einn veiðihunda Snorra veiddi minkinn áður en Snorri þurfti að hleypa af skoti. Atburðarásin var hröð og varla hefur liðið meira en mínúta frá því að Snorri ræsti laufblásarann þar til minkurinn var veiddur.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.