Skessuhorn


Skessuhorn - 20.12.2017, Qupperneq 78

Skessuhorn - 20.12.2017, Qupperneq 78
MIÐVIKUDAGUR 20. DESEMBER 201778 Í Grundarfirði búa hjónin Runólf- ur Guðmundsson og Edda Svava Kristjánsdóttir. Hann hefur stigið ölduna í hartnær hálfa öld en hún sá um börn og bú á meðan eigin- maðurinn stundaði sjóinn. Kíkt var í aðventuheimsókn til þeirra hjóna þar sem rætt var um lífið í öllum sínum fjölbreytileika; börnin, fyr- irtækið og ekki síst lífið eftir sjó- mennskuna. Aldrei farið að heiman „Ég er fæddur og uppalinn hér í Grundarfirði og hef því í raun og veru aldrei farið almennilega að heiman,“ segir Runólfur þegar búið er að koma sér fyrir í stofunni á heimili þeirra hjóna í Grundar- firði. „Við erum sjö bræðurnir og ein systir. Karlinn hætti ekki fyrr en komin var stelpa í hópinn,“ segir Runólfur og hlær dátt. „Reyndar er í raun einn bróðir enn, hann Mós- es Geirmundsson sem hefur alist upp með okkur, ekki síst í fyrirtæk- inu. Pabbi vildi hafa það þannig og okkur var það ljúft að hlíta því. Við systkinin erum öll búandi og starf- andi hér við fyrirtækið nema einn bróðir sem býr annars staðar. Það var mikið fjör, þá og nú, en það er bara eins og lífið er og á að vera.“ Fyrirtækið er Guðmundur Run- ólfsson hf. sem faðir Runólfs stofn- aði á sínum tíma og hefur verið fjöl- skyldufyrirtæki alla tíð. Runólfur segir einnig að hann þurfi að heyra vatnsnið, helst í sjónum. „Ég fór einu sinni á sundnámskeið í Reyk- holt í Borgarfirði og var þar í hálf- an mánuð. Fyrstu vikuna var brjál- að veður og mér hefur aldrei leiðst eins mikið á ævinni og bara í þetta eina skipti. Seinni vikuna var hins vegar hægt að vera úti og við fór- um m.a. í fótbolta á einhverri flöt sem við máttum sparka á. Þá heyrði ég niðinn í ánni, Reykjadalsá sem þarna rennur. Þá fattaði ég hvað olli leiðindunum. Ég heyrði engan vatnsnið.“ Eiginkona Runólfs er Edda Svava Kristjánsdóttir. Hún er uppalin í Stykkishólmi. “Svo þú sérð,“ bæt- ir Runólfur við; „að ég þurfti ekki einu sinni að fara af Nesinu til að ná mér í konu, hér er því allt sem ég þarf.“ Edda bætir kankvís við að það hafi nú stundum verið tekn- ar skemmtilegar umræður um það, hvor staðurinn væri betri, Stykk- ishólmur eða Grundarfjörður. En þar sem sitt hafi sýnst hverjum í því, hafi eiginleg niðurstaða aldrei fengist í málið. Bóndi eða sjómaður Á yngri árum var Runólfur mik- ið í sveit hjá móðurforeldrum sín- um á Þingvöllum í Helgafells- sveit. Þar undi hann sér gríðarlega vel. Runólfur er sjálfur Sjálfstæð- ismaður en afinn deildi ekki þeim stjórnmálaskoðunum með honum en það gerði hins vegar föðuraf- inn. „Afi var mikill Sjálfstæðismað- ur, svo mikill að það jaðraði við trú- arbrögð. Einn karl í sveitinni fékk sér bíl á þessum árum, en bílar voru ekki á hverju strái. Sá hinn sami var Framsóknarmaður. Eitt sinn var afi að fara í kaupstaðinn og á leiðinni þurfti að sæta sjávarföllum. Fram- sóknarmaðurinn var einnig á leið í kaupstaðinn, á bílnum. Hann stoppaði hjá afa og bauð honum far. Sá gamli horfði á hann og svaraði síðan sem svo; maður fer nú ekki upp í bíl með hverjum sem er. Nei, ég held ég gangi frekar og klofaði yfir vöðin eins og hann hafði allt- af gert,“ segir Runólfur og hlær dátt að endurminningunni. Þegar Runólfur var 14 ára vildi faðir hans taka strákinn með sér á sjó og fóru þeir feðgar fyrst saman á síld. „Afi sagði að honum þætti þetta miður því ég hefði orðið ágætur bóndi. En ég hef verið viðloðandi sjóinn síð- an. Þetta er bara svona.“ Aðspurð- ur hvort hann hafi verið sjóveikur svarar hann því til að svo hafi ver- ið, fyrstu vikuna á síldinni en síð- an aldrei meir. „Ég hélt að pabbi myndi senda mig heim en þetta slapp.“ Runólfur tók Landspróf og fór síðan í Sjómannaskólann þaðan sem hann útskrifaðist á 21. afmæl- isdegi sínum í maí 1969. Hann fór á fyrsta togara fjölskyldufyrirtækis- ins árið 1975, Runólf SH 135, sem var annar skuttogarinn sem byggð- ur var á landinu. Runólfur gerðist skipstjóri á nafna sínum árið 1976. Sjóinn stundaði hann síðan á ýms- um skipum í hartnær hálfa öld. Börnin koma til sögunnar Þeim hjónum Runólfi og Eddu varð ekki barna auðið svo þau tóku ákvörðun um að ættleiða barn. „Við hjónin ákváðum að ættleiða dreng frá Suður Kóreu,“ segir Runólfur þegar talið berst að börnum þeirra hjóna. „Þetta var eiginlega nokkuð skondið allt saman. Suður Kórea var á þessum tíma, árið 1977, ansi langt í burtu og samgöngur nokk- uð á annan veg en gerist í dag. Fólk kvaddi okkur því formlega áður en við lögðum af stað. Líklega hefur það talið að við kæmum ekkert aft- ur.“ Edda bætir við að margir hafi einnig haft áhyggjur af samskipt- um þeirra við barnið. „Við vorum meðal annars spurð að því hvern- ig við ætluðum að tala við dreng- inn. Hann var tæplega fimm mán- aða þegar við fengum hann.“ En foreldrar og barn komu óhult heim og drengur óx og dafnaði. Það er síðan árið 1980 að þau hjón ákveða að fara í langt frí til Portúgal. „Ég var búinn að taka gríðarlega langa törn og var eiginlega alveg bú- inn á því,“ segir Runólfur og held- ur áfram. „Þegar við komum til Portúgal þá er þar hitabylgja svo við förum að ræða hvort við ætt- um ekki bara að fara eitthvert ann- að. Á þessum tíma voru vinir okkar, María Gunnarsdóttir og Árni Hall- dórsson, að vinna við þróunarað- stoð á Grænhöfðaeyjum við Afríku og ég hringdi í þau. Upp úr sam- talinu kemur að við skellum okk- ur þangað. Fljótlega eftir komuna hittum við þýska konu sem horf- ir undarlega á Eddu og drenginn. Svo spyr hún hvort við eigum þetta barn, sem við sögðum auðvitað já við. Hún horfir hún á mig og aft- ur á Eddu og segir svo eitthvað á þá leið að eiginkonan hafi nú laglega gabbað mig,“ og Runólfur brosir breitt. Edda heldur áfram og segir að auðvitað hafi verið útskýrt fyr- ir konunni að drengurinn væri ætt- leiddur. „Þýska konan spyr okkur þá hvort við séum tilbúin að ætt- leiða annað barn. Hún sé með litla stúlku sem þurfi nauðsynlega að eignast heimili og hún geti eigin- lega ekki haft hana sjálf. Við vorum svo sem alveg tilbúin að hitta kon- una en áður en til þess kom, hitt- um við fjölskyldu með sjö börn sem ekki var hægt að ala önn fyrir. Börn- unum var stillt upp í röð fyrir okk- ur og við máttum bara velja hvert þeirra sem var, nema það yngsta.“ Þeim hjónum fannst þessar aðstæð- ur ekki góðar, að þurfa að velja eitt barn af sjö svo þau þökkuðu bara fyrir en fóru og hittu áðurnefnda þýska konu. „Þetta var eiginlega með ólíkindum,“ segir Runólfur. „Við komum heim til konunnar þar sem okkur var boðið sæti á meðan beðið var eftir litlu stúlkunni. Hún kom hlaupandi inni í herbergið og beint í fangið á mér og vildi ekki fara. Hún valdi mig bara þarna á staðnum. Frekari vitna þurfti ekki við, svo við gengum bara í að klára alla ættleiðingarpappíra. Við eigum því tvö börn, dreng fæddan 1976 og stúlku fædda 1979.“ Ljósmóðurstörf og barnapössun Edda segist alltaf hafa unnið úti frá heimilinu en hætt því þegar fyrsta barnið kom til sögunnar og fannst það afar gefandi að vera heima með þau. Nú eiga hjónin orðið fimm barnabörn og segjast vera að rifna „Það er allt til alls á Nesinu“ -segja hjónin Runólfur Guðmundsson og Edda S. Kristjánsdóttir í Grundarfirði Runólfur Guðmundsson og Edda Svava Kristjánsdóttir í Grundarfirði. Bræðurnir Runólfur og Unnsteinn Guðmundssynir í brúnni á Hring eldri árið 1996.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.