Skessuhorn


Skessuhorn - 20.12.2017, Qupperneq 87

Skessuhorn - 20.12.2017, Qupperneq 87
MIÐVIKUDAGUR 20. DESEMBER 2017 87 hana hér á bænum og svo bara tími ég ekki að selja hana.” Frumbyggjar í Bjargslandi Óskar og Sigurbjörg bjuggu fyrstu hjúskaparárin heima á Tröðum en árið 1977 fengu þau úthlutað lóð í nýju íbúðahverfi í Borgarnesi, Bjargslandi. „Við vorum fyrst til að reisa hús í Bjargslandi í Réttarholti 4 og keyptum timbureiningar frá Selfossi. Þegar styttist í einingarn- ar voru starfsmenn hreppsins ekki búnir að mæla út lóðina vegna þess að sprengiefnabraggi frá Vegagerð- inni var staðsettur þar sem lóðin átti að vera. Ekkert gerðist í nokkra daga og tók ég því til minna ráða, fór upp í gröfuna og mokaði bragganum upp á vörubíl sem ég var með í láni frá pabba. Ég vissi vitaskuld að eng- ar sprengjur voru eftir í bragganum. Síðan hélt ég niður á hreppsskrifs- stofuna og bað um mælingu. Starfs- mennirnir komu af fjöllum og sögðu braggann enn á sínum stað. Ég sagði að hann væri horfinn og þeir voru hálf undrandi. Lóðin var því mæld,” segir Óskar sem bendir á að gríðar- leg uppbygging hafi verið í Borgar- nesi á þessum tíma. „Við kláruðum húsið í nóvember sama ár en það stóð síðan í heilt ár meðan við unnum inni í því. Ekkert rafmagn var komið í hverfið þegar þetta var og þurftum við því að not- ast við ljósavél. Þá var pósturinn ekki borinn út til okkar og þá var enginn sími. Vorum í raun algerir frum- byggjar,” segir Óskar en þau bjuggu í Réttarholti í 40 ár og ólu þar upp dætur sínar tvær, Katrínu Helgu og Fanneyju Svölu. „Við ákváðum síð- an að flytja hingað að Tröðum og eftir að við lukum við endurbætur þar í sumar seldum við húsið okkar í Borgarnesi,” bætir Sigurbjörg við. Tófan skæð Hjónin stunda hlunnindabúskap í Tröðum og eru því engar kindur eða kýr í útihúsunum. Sigurbjörg er þó með hesta og ríður oft út og þá sinnir hún æðarvarpinu af mikl- um áhuga. Þau eiga einnig tvær trill- ur og sigla stundum út til að veiða í soðið. „Það er ágætt bátalægi hér miðað við aðstæður og nóg af fiski hér fyrir utan,” segir Óskar. „Vorin fara hins vegar alveg í æð- arvarpið,” segir Sigurbjörg. „Ég byrja seinni partinn í apríl að hengja upp nótina þvert yfir varptangana okkar til að halda tófunni frá. Síðan girðum við út í sjó að sunnanverðu og út í vog og norður í sand,” seg- ir Sigurbjörg en töluverður tími fer hjá þeim í að verja æðarvarpið fyr- ir varginum. „Meðan ég ólst upp þekktist ekki að tófa væri á sveimi hér við sjávarsíðuna. Hún var eitt- hvað sem menn sáu og heyrðu til uppi á fjöllum í leitum. Þetta hefur breyst í seinni tíð,” bætir hún við. „Við erum með vakt heilu næturnar hér suðurfrá til að athuga hvort tóf- an sé á ferðinni. Óskar hefur sinnt vaktinni síðustu ár.” „Ég byrja svo að tína dún um 20. maí í fyrstu yfirferð og viku seinna tek ég seinni yfirferðina. Við gróf- hreinsum dúninn hérna á bænum og förum síðan með hann til Íslensks æðardúns í Stykkishólmi í fínhreins- un. Þau selja hann svo fyrir okkur.” Sigurbjörg kveðst fylgjast grannt með varpinu og segir að fleiri fuglar hafi orpið fyrir 15 árum. „Ég held að tófan hafi haft hér mikil áhrif,” seg- ir Sigurbjörg og eru hjónin sammála um að veiðikvótinn fyrir refaskytt- ur mætti vera miklu meiri. „Það er mikilvægt að yfirvöld taki þetta fast- ari tökum.” Hefur gaman að karakterum Óskar hefur undanfarna áratugi stundað kvikmyndatökur af mikl- um áhuga og hefur komið sér upp góðri aðstöðu á Tröðum til að vinna úr myndefni sem er mikið að vöxt- um. „Ég byrjaði að taka upp á átt- unda áratugnum á 8mm vél en síðar var maður kominn með svokallaða „axlavél” og byrjaður að taka upp á spólur. Ég hef einkum verið að taka myndir af fólki og helst einhverj- um skemmtilegum og áhugaverðum einstaklingum hér í héraðinu. Ég hef mög gaman að skemmtilegum karakterum. Spólusafnið er orðið mjög stórt og útheimtir mikinn tíma að vinna úr efninu. Ég hef dregið úr upptökum í seinni tíð en er þó meira að vinna úr því efni sem ég á. Stund- um set ég skot inn á Facebook eða YouTube og eru viðbrögðin mik- il enda fólk oft að sjá eftirminnilega einstaklinga sem eru löngu farnir,” segir Óskar sem einnig hefur verið að safna myndefni frá öðrum. Ánægð með viðurkenninguna Endurbæturnar á Tröðum hafa skil- að þeim árangri að á liðnu hausti fékk bærinn umhverfisviðurkenn- ingu Borgarbyggðar sem snyrtileg- asta bændabýlið. Sagði í rökstuðn- ingi dómnefndar að á Tröðum sé einstaklega snyrtilegt heim að líta, mikil áhersla lögð á að halda öllum mannvirkjum vel við og umgengni til mikillar fyrirmyndar. „Við vor- um að vonum himinlifandi með þetta og ánægð. Verðlaun sem þessi virka hvetjandi á fólk og kannski lætur það standa sig betur og hafa snyrtilegt í kringum sig,” segja þau að lokum og hefur viðurkenningar- skjalið verið hengt upp á vegg í eld- húskróknum til öndvegis. hlh Handverkshópurinn Bolli í Búð- ardal hefur verið starfandi í rúma tvo áratugi og telur á milli 70 og 80 félagsmenn. Kristín Inga Kristjáns- dóttir formaður handverkshóps- ins var á staðnum þegar fréttaritari leit við í húsnæði hópsins að Vest- urbraut 12. “Jólasalan hefur gengið ágætlega en við mönnum vaktir alla daga til jóla kl. 12-18. Við höfum alltaf opið yfir sumartímann og fram í septem- ber. Í ár höfðum við helgaropnun í októbermánuði en lokað í nóvem- ber þar til jólaopnunin hófst 24. þess mánaðar,” segir Kristín. Í Bolla er allt unnið í sjálfboða- vinnu og skiptast vaktir milli félags- manna. Á glugga við útidyr Bolla eru hagnýtar upplýsingar og gefin upp símanúmer félagsmanna sem hægt er að hringja í ef óskað er eft- ir séropnun. Kristín segir að það sé alltaf eitthvað um að fólk nýti sér þá þjónustu. Í Bolla má finna fjölbreytt handverk, sultur og bakk- elsi. En hvað skyldi seljast best? “Ég held að það sé hægt að segja að lopapeysurnar seljist best. Einnig fer mikið af húfum, vettlingum og sokkum. Og jólasveinarnir seljast allt árið. Það er merkilegt að hrúts- hornin vekja alltaf athygli, sérstak- lega hjá erlendum ferðamönnum og börnin kíkja auðvitað á þau,” segir Kristín en stóraukinn ferðamanna- straumur hefur ekki farið fram hjá þeim félögum í Bolla og sala á handverki heimamanna gengur vel yfir árið. sm Jólaopnun hjá Handverkshópnum Bolla Kristín Inga Kristjánsdóttir formaður handverkshópsins Bolla ásamt Sigríði Árnadóttur sem hér sést með lopapeysu á prjónunum. Mikið úrval er af prjónavörum í Bolla, m.a. vinsælu lopapeysurnar, vettlingar, sokkar og skrautmunir. Hér má sjá dæmi um gamaldags barnaleikföng sem boðið er upp á í Bolla. Leirmunir úr smiðju leirlistakonunnar Guðbjargar Björnsdóttur. Sigurbjörg grófhreinsar dúninn í útihúsunum á Tröðum.Óskar við JCB gröfuna sína. Hann hefur starfað sem vélaverktaki í yfir 40 ár.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.