Skessuhorn


Skessuhorn - 20.12.2017, Blaðsíða 88

Skessuhorn - 20.12.2017, Blaðsíða 88
MIÐVIKUDAGUR 20. DESEMBER 201788 Nýverið hætti einn reynslumesti ol- íubílstjóri landsins störfum hjá Ol- íudreifingu eftir 43 ára starf. Hér er um að ræða Mýramanninn Birgi Pálsson sem hefur ekið með olí- una - súrefni hagkerfisins – milljón- ir kílómetra á þessum mörgu árum. Skessuhorn heimsótti þennan glað- beitta og söngelska bílstjóra á dög- unum og litið var yfir farinn veg. Mýramaður í húð og hár Birgir er frá bænum Álftártungu sem áður tilheyrði Álftaneshreppi, nú hluti Borgarbyggðar. „Foreldrar mínir hétu Páll Þorsteinsson og Gróa Guðmundsdóttir en þau tóku við búi í Álftártungu árið 1937 af foreldrum mömmu, þeim Guðmundi Árnasyni og Sesselju Þorvaldsdóttur. Mamma var sem sagt fædd á bænum. Pabbi ólst aftur á móti upp á Hundastapa, en honum var komið þar fyrir í fóst- ur hjá Guðmundi Jónssyni og Stein- unni Jónsdóttur. Hann missir síð- an fósturforeldra sína aðeins 12 ára gamall. Uppeldissystir hans Anna Guðmundsdóttir og hennar mað- ur Þórður Jónsson taka hann þá að sér og búa í Skálanesi, Miklaholti og loks Álftártungukoti. Kominn í Álft- ártungukot kynnist hann mömmu, enda bara lækurinn á milli bæjanna,” segir Birgir sem er því Mýramaður í húð og hár. Páll og Gróa eignuðust sjö börn og er Birgir fimmti í röðinni. „Það var mikið líf hjá okkur á bænum og gaman að alast upp. Í Álftártungu voru bæði kindur og kýr og mig minnir að fjártalan hafi eitt sinn far- ið í um 1000 á tímabili. Við krakk- arnir byrjuðum snemma í bústörfun- um, ég man allavega ekki eftir neinu öðru en að taka þátt í búskapnum,” heldur Birgir áfram að rifja upp. Sönglíf í Álftártungu „Tónlist skipaði drjúgan sess í heim- ilishaldinu í Álftártungu og mikið var sungið en við systkinin syngjum öll og höfum tekið þátt í kórastarfi. Mamma spilaði þá á orgelið og ég man að Steinunn systir (Steinka Páls) var farin að spila á gítar 10 ára gömul,” segir Birgir sem syngur nú með Samkór Reykvíkinga. „Mamma lærði að spila hjá Ellu tvíburasystur sinni. Ella hafði nefnilega fengið til- sögn í orgelleik hjá Níels Hallgríms- syni á Grímsstöðum. Ég veit ekki hvort að það sé satt en sagt var að hún hefði verið þrjá daga að læra hjá honum. Ella varð organisti í kirkj- unni í Álftártungu. Mamma kenndi svo pabba á orgel og einnig að lesa nótur,” bætir hann við en móð- ir hans ásamt honum og Steinunni voru hluti af stofnendum Samkórs Mýramanna. Jólatré úr eini Þar sem jólin eru á næsta leyti eru jólaminningar úr Álftártungu ofar- lega í huga Birgis þessa dagana. „Við höfðum þann sið að fara nokkrum dögum fyrir jól upp í hraun sem svo er kallað og sækja eini sem þar vex. Þetta er mér mjög eftirminni- legt því eininn notaði pabbi til að búa til jólatré. Hann nýtti prik sem stofn og batt síðan eini á það. Síðan boraði hann göt í prikið og sett lít- il prik í þau, en á þeim voru svo sett kerti. Síðan bjuggum við til skraut til að hengja á, notuðum t.d. poka úr glanspappír. Þá leit þetta út eins og jólatré og þótti okkur þetta ákaf- lega skemmtilegt,” segir Birgir sem nefnir að svona eftir á að hyggja sé ótrúlegt að ekki hafi kviknað í trénu. „Svo var alltaf hangikjöt í matinn og kaldur ávaxtagrautur á eftir. Mamma var síðan búin að baka helling af smákökum sem runnu ljúflega niður í okkur systkinin.” Hóf störf í Samlaginu Birgir fór í barnaskóla á Varmalandi og hjálpaði til heima í Álftártungu eftir að skyldunáminu lauk. Síðan lá leiðin á mölina. „Ég fer í Borgar- nes árið 1963 þá 16 ára gamall og hef störf hjá Mjólkursamlagi Borgfirð- inga sem þá var við Skúlagötu neðst í bænum. Ég var aðallega í innvigtun- inni en þá kom öll mjólk inn á brús- um. Samlagið var starfandi alla daga, en ég vann sex daga í viku. Mýra- menn stýrðu Samlaginu þá, Pétur Geirsson var verkstjóri og mjólkur- bússtjóri var Sigurður Guðbrands- son. Þarna var gaman að vinna og man maður eftir mörgum góðum mönnum,” rifjar Birgir upp. Mikið athafnalíf var á þessum slóð- um á þessum tíma því hinum megin við bílaplanið hjá Samlaginu var ný- risið verslunarhús Kaupfélags Borg- firðinga og á neðstu hæðinni var Bílastöð Kaupfélagsins. „Það voru miklir flutningar í gangi um allt hér- aðið frá þessum stað. Ég átti stund- um til að fara með bílstjórunum í ferð á frídögum, fór t.d. eitt sinn með Jóni Úlfarssyni inn í Skorradal. Það var eftirminnilegt,” segir Birg- ir sem tók bílpróf 17 ára gamall hjá Sigurði Jónssyni frystihússtjóra árið 1964 og loks meirapróf 1969. Miklir olíuflutningar Leiðin lá þó ekki strax í flutningana. „Það var mikil deyfð yfir atvinnu- lífinu í Borgarnesi um 1970 og því flutti ég til Keflavíkur og fór á sjó- inn. Ég var á vertíð í fjögur ár áður en ég snéri aftur í Borgarnes. Þá var ástandið farið að batna og fékk ég starf hjá Olíufélaginu við olíuflutn- inga undir stjórn Guðmundar Ingi- mundarsonar á Essó stöðinni. Ég hóf störf 1. júlí 1974 og lauk störf- um núna í desember, 43 árum síð- ar,” segir Birgir stoltur en frá 1996 hefur hann verið starfsmaður Olíu- dreifingar. „Olíuflutningarnir voru umfangsmeiri á þessum tíma enda stór hluti fólks að nota olíu til hús- hitunar. Við vorum tveir sem unn- um fyrir Olíufélagið og vorum með bílana okkar í Borgarnesi, hinn var Jón Valberg Júlíusson. Í Nesinu voru einnig bílstjórar hjá Olís og Skelj- ungi. Birgðastöð Olíufélagsins var í Brákarey á klettinum við Stórgripas- láturhúsið en þar sóttum við olíuna sem flutt var í Borgarnes sjóleiðina, líklega einu sinni í mánuði. Bensín sóttum við hins vegar á Akranes.” Skipulag olíuflutninganna hefur breyst mikið í áranna rás, bæði vegna breytinga í orkunotkun þjóðarinnar og einnig vegna samgöngubóta. Þá hafa bílarnir breyst mikið. „Eftir að Borgarfjarðarbrúin var tekin í notk- un var hætt að flytja olíu í Borgar- nes sjóleiðina og þess í stað fórum við í birgðastöðina á Akranesi. Síðan eftir að Hvalfjarðargöngin komu þá var lokað á Akranesi og farið suður í Örfirisey í Reykjavík,” segir Birgir en frá 2012 var ákveðið að olíubíll- inn hans yrði staðsettur í Reykjavík, en hann hafði fram að þessu verið í Borgarnesi. „Ég flutti þá með suð- ur.” Heppinn á erfiðri leið Fyrstu starfsárin ók Birgir um Borg- arfjörð en einnig á sunnanvert Snæ- fellsnes. Þegar fram í sótti og sam- göngur bötnuðu bættust fleiri svæði við. Síðustu árin hefur Birgir ekið olíu vestur í Dali, Reykhólasveit og Gufudalssveit og alla leið norður í Árneshrepp á Ströndum. „Þetta er erfið leið að fara, sérstaklega á vet- urna og hefur maður lent í ýmsu. Ég hef þó verið heppinn og ekki lent í meiriháttar áföllum. Erfiðasta leið- in er á Ströndum, einkum á Veiði- leysuhálsinum milli Veiðileysufjarð- ar og Reykjafjarðar. Tvisvar hef ég fest mig á þeim slóðum og varð að bíða inn í bíl í 5-6 tíma eftir aðstoð. Í seinna skiptið var ég alveg símasam- bandslaus en þá vildi svo heppilega til að jeppakallar óku fram á mig og gátu látið vita,” segir Birgir sem við- urkennir að hafa gaman af svona æv- intýrum. Sjálfur hefur hann síðustu ár verið duglegur að taka myndir frá ýmsum aðstæðum sem hann hefur lent í og deilt þeim með vinum sín- um á Facebook við góðar undirtekt- ir. Sjáum hvað setur „Það verður hins vegar að viður- kennast að það er eftirsjá að vera hættur þessu. Maður á orðið mik- ið af vinum og kunningjum víða sem alltaf var gaman að hitta,” bæt- ir hann við. Spurður um hvað hann sé búinn að leggja marga kílómetra af velli um dagana reiknuðu vinnu- félagar hans það út á 40 ára starfsaf- mælinu að þær væru sennilega fjórar milljónir. „Það samsvarar um tveim- ur ferðum fram og til baka til tungls- ins,” bætir hann við hlæjandi. Hann útilokar þó ekki að setjast undir stýr- ið á nýjan leik og þá að fara að keyra rútur. „Sæmundur Sigmundsson er alla vega búinn að hafa samband við mig. Við sjáum hvað setur.” Pikkaló í Vesturhópi Uppkominn börn Birgis eru fjögur, Særún Lísa, Jóhanna Soffía, Krist- björg og Helgi Gísli, og þá eru afa- börnin orðin 13 og langafabörnin tvö. Næsta verkefni Birgis er hins vegar að aðstoða Kristbjörgu Sess- elju og hennar mann Gunnar Þor- kelsson á Þorfinnsstöðum í Vest- urhópi. „Þau eru nýbúinn að festa kaup á jörðinni og ferðaþjónustunni á staðnum en þar er gistirekstur. Ég ætla að vera þeim innan handar þar, verð því hálfgerður pikkaló,” seg- ir hann og hlær. „Síðan fæ ég mér nokkrar kindur til að hafa í húsi. Ég hef því nóg fyrir stafni og hlakka til næstu verkefna í lífinu,” segir Birgir Pálsson að endingu. hlh „Búinn að keyra alla vega tvisvar til tunglsins” - rætt við Mýramanninn Birgi Pálsson bílstjóra frá Álftártungu Birgir Pálsson bílstjóri frá Álftártungu. Ásamt börnunum í fjölmennu sjötugsafmæli sínu sem fram fór í Lyngbrekku í nóvember. F.v. Særún Lísa, Helgi Gísli, Birgir, Jóhanna Soffía og Kristbjörg Sesselja. Birgir að störfum við olíubílinn. Á nýmokuðum veginum í Reykjarfirði. Horft niður í Selvík á Ströndum. Eins og sjá má er unnið við að moka veginn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.