Skessuhorn


Skessuhorn - 20.12.2017, Side 90

Skessuhorn - 20.12.2017, Side 90
MIÐVIKUDAGUR 20. DESEMBER 201790 Hljómsveitin Tíbrá var stofnuð árið 1975 af nokkrum gagnfræði- skólapiltum á Akranesi. Gullaldar- ár sveitarinnar voru á árunum um og eftir miðjan níunda áratuginn og var sveitin líklega ein eftirsóttasta sveitaballahljómsveitin í landshlut- anum. Hljómsveitin hefur í gegn- um tíðina verið skipuð fjölda tón- listarmanna, einkum hafa margir söngvarar komið fram með sveit- inni í áranna rás. Má þar nefna Ell- en Kristjánsdóttur, Kára Waage, Valgeir Skagfjörð og fleiri þekkta söngvara. En nær alla tíð mynduðu kjarna Tíbrár þeir Flosi Einarsson hljómborðsleikari, Jakob R. Garð- arsson bassaleikari, Eðvarð Lárus- son gítarleikari og Eiríkur Guð- mundsson trymbill. Skessuhorn hitti kjarna Tíbrár á dögunum og ræddi við þá um hljómsveitina, tón- listina og sveitaballamenninguna á gullaldarárum sveitarinnar. Eðvarð Lárusson gítarleikari er þar reynd- ar frátalinn, en hann gat ekki verið viðstaddur viðtalið sökum anna. Tilviljun eða forlögin „Það var eiginlega alltaf þessi fjögurra manna kjarni og svo al- veg haugur af söngvurum,“ seg- ir Flosi léttur í bragði. „Við erum sennilega 42 ára gamalt band í dag. Mig minnir að það hafi ver- ið 1975 sem við byrjuðum að æfa heima í stofu,“ segir Eiríkur og félagar hans taka undir það. „Það voru reyndar nokkrir strákar bún- ir að stofna eitthvað band áður. Ég man að þeir voru að reyna að plata mig í þetta. Ég kunni ekkert á hljóðfæri og gerði bara það sem þeir sögðu mér. Síðan var byrjað að glamra og fljótlega mætir Eirík- ur á einhverja æfingu,“ segir Jak- ob. „Já, ég var fenginn til að koma og kenna trommaranum eitthvað bít úr Creedence lagi, Molina, minnir mig að það hafi verið. Ég trommaði þetta og þá sagði hann við mig: „Æ, vilt þú ekki bara gera þetta,“ og rétti mér kjuðana,“ seg- ir Eiríkur og þeir hlæja við endur- minninguna. Þar með var Eiríkur orðinn meðlimur í hljómsveitinni. Það var síðan skömmu síðar sem Flosi gekk í bandið og var það með svipuðum hætti og Eiríkur. „Ég átti ekkert að verða hljómborðs- leikari heldur saxófónleikari af því ég var í lúðrasveit. En það gerðist bara það sama, hljómborðsleikar- inn hálfpartinn vék fyrir mér,“ seg- ir Flosi. Kjarni Tíbrármanna byrj- aði því að spila saman fyrir tilvilj- un, nema kannski að það hafi verið forlögin sem réðu því. Það fer eft- ir því hvaða augum maður lítur til- veruna. Æft á skólstjóra- skrifstofunni Smám saman æxluðust málin svo þannig að þeir Flosi, Jakob og Ei- ríkur fóru að æfa saman, 15 ára gamlir. Eðvarð gítarleikari bætt- ist síðan í hópinn og strákarnir sem mynduðu kjarna Tíbrár byrj- uðu að spila sig saman. „Við vor- um þarna þrír félagarnir í gaggó en Eddi er tveimur árum yngri og var ekki nema 13 ára þegar hann byrj- aði að spila með okkur. Ég man að við þurftum að fá undanþágu fyrir hann til að spila með okkur fyrstu árin,“ segir Flosi og brosir. „En hann var algjört undrabarn á gítar- inn,“ bætir hann við. „Bandið þró- aðist svo bara hægt og rólega þarna í gagnfræðaskólanum, sem nú er fjölbraut. Við fengum að æfa í skól- anum, fengum gamla skólastjór- aherbergið til afnota þar sem við gátum læst að okkur og fengið að vera alveg í friði. Hann Óli hús- vörður var alveg ótrúlega þolin- móður gagnvart okkur. Það truflaði hann ekkert að við værum þarna öll kvöld og allar helgar. Við vörðum öllu jólafríinu okkar þarna man ég, nema aðfangadagskvöldi, það mátt- um við ekki þó við hefðum glaðir viljað það,“ segja þeir. Fengu greitt í sælgæti Eftir að hafa æft upp nokkur lög haustið 1975 kom að því að tónlist- armennirnir ungu fengu sitt fyrsta tækifæri til að koma fram. „Fyrstu giggin okkar voru að spila fyr- ir starfsfólk frystihússins á jólatrés- samkomum. Ég man að við feng- um borgað fyrir í sælgætispokum og vorum ægilega sáttir við það,“ seg- ir Jakob og brosir. „Þessi gigg komu nú þannig til að pabbi söngvarans og söngkonunnar þáverandi var verk- stjóri í HB&Co.,“ bætir Eiríkur við. „Þetta sýnir bara hvað tengslanetið er mikilvægt,“ segir Flosi. „En fyrsta giggið utan Skag- ans var uppi í Borgarfirði. Við vor- um bókaðir til að spila á skólaballi í Reykholtsskóla, sem reyndar var haldið í Logalandi. Okkur fannst það mikil upphefð, 16 eða 17 ára gamlir, að vera beðnir að koma og spila í öðru bæjarfélagi,“ segir Jak- ob. Tónlistin varð ofan á Eins og flestum sveitum var Tíbrá ýtt úr vör með því að æfa upp ein- föld þriggja hljóma lög Creedence Clearwater Revival. En piltarn- ir höfðu metnað fyrir hljóðfæraleik og fóru snemma að horfa til flóknari og meira krefjandi tónlistar. Æfing- arnar urðu agaðari og markvissari. „Þetta byrjaði eiginlega þegar Flosi fékk Songs in the Key of Life með Stevie Wonder í jólagjöf. Við vor- um alveg slefandi yfir þeirri plötu, lágum yfir henni og fleiri plötum og æfðum stanslaust allt jólafríið og reyndum að líkja eftir ýmsu sem við heyrðum á plötunum,“ segir Jak- ob. „Á meðan við lágum yfir segul- bandsupptökum og æfðum okkur á hljóðfærin voru skólafélagarnir ein- hvers staðar niðri í bæ á skellinöðr- unum sínum að spóla í hringi og ég man að þið höfðuð varla tíma til að vera í fótboltanum,“ bætir hann við og lítur á félaga sína. „Já, við þurft- um eiginlega að velja á milli. Ég og Flosi vorum komnir í meistaraflokk ÍA á þessum tíma en tónlistin varð ofan á,“ segir Eiríkur. „Ég man al- veg hvernig það atvikaðist. Við fengum gigg á Arnarstapa um versl- unarmannahelgi og völdum að fara frekar þangað og spila í staðinn fyr- ir að mæta á æfingar með liðinu. Þar með var knattspyrnuferillinn eigin- lega á enda,“ segir Flosi. „En mað- ur sér ekkert eftir því. Í fótboltanum getur maður nánast bókað að vera búinn á því 35 ára en í tónlistinni er maður rétt að byrja 35 ára gamall,“ segir Eiríkur og sér ekki eftir neinu. Hjá Flosa má hins vegar greina smá eftirsjá að knattspyrnuferillinn hafi fengið jafn skjótan endi og raun ber vitni. „Ég var alltaf að hugsa um að byrja aftur í boltanum. Ég ætlaði að byrja aftur á hverju ári þangað til ég var 22 ára en þá fannst mér ég bara vera orðinn of gamall,“ segir hann. Fleytti ört fram Um svipað leyti fóru hjólin að snú- ast fyrir alvöru í Tíbrá. Árin 1980 og 1981 fór bandinu mikið fram að sögn þeirra félaga. „Þá flutti Valgeir Skagfjörð upp á Akra- nes til að giftast Auði Hallgríms- dóttur, frænku minni,“ segir Flosi. „Hann var þá orðinn þekktur tón- listarmaður og hringdi einhverju sinni í mig til að biðja okkur að æfa upp með sér nokkur lög sem átti að flytja á tónleikum í Reykjavík,“ bætir hann við. Valgeir fór ekkert úr bandinu eftir það og spilaði með Tíbrá í nokkur ár. Fékk hann til liðs við sveitina Magnús Finn Jóhanns- son félaga sinn. „Þeir höfðu verið saman í hljómsveit sem hét Cab- aret. Það var rosalega gott band með gott sánd, skipað góðum spil- urum sem við litum upp til,“ segir Jakob. „Það varð mikil breyting hjá okkur við þetta og bandinu fleytti fram. Við tókum upp fyrstu plötuna okkar sem var algjör hrærigraut- ur af tónlistarstefnum. Við vorum með alls konar misgóðar tilraunar í gangi og við hljóðfæraleikararnir vorum miklir egóistar. Við vildum spila eitthvað krefjandi og var alveg sama um söngvarana,“ segja þeir og brosa. Stálu söngvara keppinautanna Næstu árum mætti ef til vill lýsa sem nokkurs konar mótunarárum sveitarinnar. Þeir félagar voru að undirbúa sig fyrir það sem á eft- ir fylgdi, leggja grunninn að gull- aldarárum Tíbrár um miðjan ní- unda áratuginn. Valgeir Skagfjörð og Magnús Finnur hurfu á braut og Tíbrá fékk til liðs við sig söngv- arann Kára Waage úr Borgarnesi. „Kári var feykilega góður söngv- ari sem við stálum úr hljómsveit- inni Chaplin í Borgarnesi. Þar með kipptum við aðeins fótunum und- an þeim,“ segir Eiríkur, en Chapl- in var eitt þeirra banda sem Tíbrá keppti við um aðsókn að dansleikj- um framan af níunda áratugnum. Seinna urðu helstu keppnautarnir sveitir á borð við Stuðmenn, Greif- ana og hina ungu og upprennandi sveit Sálina hans Jóns míns. Hljómsveitin Tíbrá rifjar upp ferilinn: „Kjarninn í þessu öllu saman var algjört sveitaballahark“ Hljómsveitin Tíbrá frá Akranesi á gullaldarárum sveitarinnar um miðjan níunda áratuginn. Frá vinstri: Flosi Einarsson hljómborðsleikari, Eiríkur Guðmundsson trymbill, Eðvarð Lárusson gítarleikari, Kári Waage söngvari og Jakob R. Garðarsson bassaleikari. „Við vorum á kafi í Duran Duran og öllum þessum 80´s smellum. Svo mikið að við vorum stundum kallaðir Tíbrá Tíbrá,“ segir Flosi. Tíbrá á árunum eftir 1980, eftir að Valgeir Skagfjörð gekk til liðs við sveitina. Ungir og upprennandi tónlistarmenn á Akranesi. Hljómsveitin Tíbrá snemma á ferlinum. Eiríkur bakvið trommusettið á æfingu á gömlu skólastjóraskrifstofunni í gagn- fræðaskólanum á Akranesi haustið 1975.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.