Skessuhorn


Skessuhorn - 20.12.2017, Síða 92

Skessuhorn - 20.12.2017, Síða 92
MIÐVIKUDAGUR 20. DESEMBER 201792 Þetta máltæki; „Þá mega jólin koma fyrir mér,“ er gjarnan notað yfir athafnir sem fólki finnst nauðsynlegar í aðdraganda jóla. Byggir á hefð- um og venjum viðkomandi og getur verið afar persónubundið eða tengt fjölskyldum. Við heyrðum í nokkrum íbúum á Vesturlandi og spurðum þessarar spurningar; hvað er nauð- synlegt að gera í aðdraganda jóla? Þorsteinn Hjaltason, Grundarfirði: Mandarínurnar í hús og nóg af smákökum Jólin eru hátíð áts og friðar. Fyrir mér mega jólin koma þeg- ar mandarínur eru komnar í hús og smákökurnar standa í dunkum. Ég er ósköp lítið fyrir að þurfa að gera hluti fyrir jólin, þótt ég stjórni ekki öllum áherslum jólaundirbúnings- ins sjálfur. Það þarf til dæmis að koma jólaljósum upp úti. En að borða mandarínur og smákökur fyrir jólin býr til jóla- skapið hjá mér. Rósa, konan mín, er dugleg að bæta á súkkul- aðibitakökurnar sem ég ét svo upp þegar ég kem í land. Jóhanna Ösp Einarsdóttir, Fremri-Gufudal í Gufudalssveit: Hrútablaðið og tvístofna heimaalið jólatré Ég hef alltaf verið mikið jólabarn og þótt mjög vænt um þessa hátíð ljóss og friðar. Um leið og skammdegið fer að hellast yfir finn ég einhverja innri ró og kemst í jólafíling, of snemma finnst sumum, en mér finnst það bara passlegt. Eft- ir að börnin mín fóru að stækka og taka þátt í aðventunni og jólunum fórum við að skapa okkar eigin hefðir og venjur og aðventan fór að skipa stóran sess í heimilishaldinu í Gufs- unni. En í bland við piparkökuhúsagerð, smákökugerð, jóla- skraut, kransa og föndur er alltaf eitt sem hefur verið mikil- vægasti þátturinn af aðventunni í mörg ár. Það er Hrútablað- ið, sem kemur alltaf út rétt fyrir jól. Nei ók djók, það er ekki það mikilvægasta þó það sé án efa mjög mikilægt. Það mik- ilvægasta er þegar fjölskyldan fer hér í skóginn fyrir ofan og velur eitt af sínum forljótu jólatrjám. Forljótu? Já, ég sagði það! Við höfum alltaf viljað hafa furu í stofunni hjá okkur á jólunum og okkur finnst mikilvægt að hún sé heima „alin.“ En fururnar hér í Gufsunni eru ekki svo margar. Allavega það fáar að við tímum ekki að taka fallegustu fururnar og punta þær með allskonar glingri þannig að það sjáist ekki í tréð. Nei, þá eiga þessar fallegustu sko heima áfram út í skógi. Þannig að við förum og finnum okkur tvístofna tré og tökum annan stofinn af, þið sem þekkið ekki svona tvístofna tré vitið þá víst ekki að önnur hliðin á þeim er oft gjörsamlega nakin. Stundum meira að segja er alveg nauðsynlegt að setja tréð í horn því 2/3 af því eru hálf berir. Þessi tvístofna tré eru oft skökk og skæld en vitið þið að þegar maður er búinn að setja skraut á þau þá eru þau bara ansi sérstök. Því svo fá krakk- arnir að skreyta og þau ná mis-hátt á tréð. Það er alveg fer- legt þegar fullorðin manneskja fer í skjóli nætur og endurrað- ar skrautinu á trénu sem börnin skreyttu svo það passi betur við heildarmyndina. En þegar ljóta tréð er orðið skreytt eftir hugmyndaríka, glaða krakka og svo endurskreytt í myrkrinu án þess að neinn viti af þreyttri húsmóður á yfirsnúningi: Þá mega jólin koma fyrir mér. Haukur Páll Jónsson, Hvalfjarðarsveit: Jólalögin í loftinu Haukur er námsmaður í Amsterdam en alinn upp í Hvalfirð- inum. Fyrir honum koma jólin þegar prófin eru loksins búin. Hjá honum eru próf alveg fram á síðustu stundu og því mega þau í raun alls ekki koma neitt fyrr en von er á þeim. „Þegar það eru til jólasmákökur og það líður að jólum. Svo verða að vera jólalög í loftinu. Þá mega jólin koma fyrir mér.“ Hrund M. Þorgeirsdóttir, Hvanneyri: Að pússa jólaeplin þar til hægt er að spegla sig í þeim Á mínu heimili tíðkast það að pússa jólaepli. Þetta var erf- itt og tímafrekt verk þegar ég var lítil en eftir að ég varð stærri fór ég að verða spennt fyrir hefðinni. Að fara í búð- ina og velja fallegustu rauðu eplin, pússa allt vax eða óhrein- indi af og gera þau glansandi. Síðan voru þau sett í ávaxta- körfuna með öllu hinu gúrmeinu, mandarínunum og app- elsínunum; - jafnvel einni grenigrein upp á punt. Þetta var frábær hefð. Eða þangað til jólin sem mamma kjaftaði. Einn aðfangadaginn ætluðum við systur að fara að pússa eplin og við kvörtum á leikrænan hátt yfir því hve leiðinlegt þetta verkefni sé (sem var líka partur af hefðinni) og spyrjum af hverju þetta sé eiginlega gert! Þá svarar elsku mamma: „Ég bara varð að láta ykkur hafa eitthvað að gera þegar þið voruð litlar svo ég gæti þrifið og gert allt klárt!“ Þar með hrundu stoðir æskuminninganna á einu bretti. Þarna sátum við með viskastykki í hönd að fara að pússa einhver lygaepli, orðlaus- ar og mamma hlæjandi. Síðan þá hef ég tekið þessa hefð í sátt, ég pússa ennþá eplin á meðan mamma stússast og einn daginn munu mín börn pússa eplin þar til þau geta speglað sig í þeim! Einhvers staðar þarf allt að byrja. Frábær jóla- hefð, takk mamma. Helga Stefanía Magnúsdóttir, Hvalfjarðarsveit: Kveikt á kerti og yljað sér við minningar Bernskujólin á Króknum voru full af eftirvæntingu bið og gleði. Fyrsta merki þess að jólin væru á næsta leyti var þeg- ar tendrað var ljós á krossinum á nöfunum fyrir ofan bæinn. Síðan komu ýmsir viðburðir sem manni fannst nauðsynleg- ir eins og kókóskökur, mömmukökur, loftkökur, hálfmánar, nú og laufabrauðsbakstur. Húsið þrifið hátt og lágt, epli og appelsínur í kassa með indælli jólalykt og gosið sem ekki var á borðum dags daglega, eins og malt og appelsín ásamt kóki og sínalcó. Þá voru jólagjafirnar keyptar og skrifað á kort- in. Jólaskreytingar og tré voru aldrei sett upp fyrr en á Þor- láksmessu og þá var líka soðið hangiket sem var síðan borðað kalt á jóladag. Jólalyktin var í minningunni lyktin sem kom þegar var verið að elda rjúpurnar á aðfangadagskvöld. Þegar að ég fór að halda mín eigin jól hélt ég töluvert í þessar hefðir en þær hafa fjarað smám saman út eftir því sem árin líða. Nýbreytnin er svo lítil, við erum borðandi allskon- ar kökur og kruðerí allt árið og drekkandi gos dags daglega. Epli og appelsínur eru alltaf til ásamt úrvali af öðrum ávöxt- um. Ekkert er lengur einstakt og jólalegt. Jólin í mínum huga eru ekki bústnir sveinkar eða snjókall- ar úr Costco eða sjö sortir af smákökum. Jólin koma þó þú hafir ekki staðið með afturendann út úr öllum skápum og sett þig í lífshættu við að hengja seríur á allar hliðar húss- ins og í öll horn. Jólin eru nefnilega huglæg. Þau finnast í hjartanu og það er alveg saman hvað þú býrð til í kringum þig hin sönnu jól eru innra með þér og þá skiptir umgjörðin ekki máli. Góð uppskrift af jólum væru kanski dass af gleði, kærleika, hjálpsemi, hlátri og góðvild hrært saman og borið á borð fyrir þá sem ganga með þér götuna. Kveiktu á kerti, yljaðu þér við góðar minningar og njóttu jólanna. Halla Sigríður Steinólfsdóttir, Ytri-Fagradal á Skarðsströnd: Hryn í jólin þegar börnin eru komin í hús Hjá sauðfjárbóndanum er allt árið eitthvað til að hlakka til! Tuttugasti desember og dagarnir þar á eftir eru bestu dagar skemmdegisins. Það eru þeir dagar þegar valið er sérviskulega undir hrútana og þeir settir í. Frá þeim degi er hægt að telja dagana og hlakka til sauðburðar. Og eftir það er tilhlökkun að sjá hvernig féð kemur af fjalli. Þá eru vetrarsólhvörfin allt- af að skipa meiri sess í huga mínum. Það tengist bernskunni, minnir mig alltaf á pabba minn og mömmu sem fögnuðu þeg- ar daginn tók að lengja eitt hænufet. Og Þorláksmessan með eins illa ilmandi skötu og hægt er, hnoðmör og heimagerðu rúgbrauði og sterku til að skola niður, það er toppurinn. Þeg- ar þetta allt er frá, búið að skúra skötuilminum út og taka enn „Þá mega jólin koma fyrir mér“
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.