Skessuhorn


Skessuhorn - 20.12.2017, Page 102

Skessuhorn - 20.12.2017, Page 102
MIÐVIKUDAGUR 20. DESEMBER 2017102 „Ég er alinn upp á Akranesi en hins vegar fæddur í Brákarey í Borgar- nesi 28. apríl 1946 nánar tiltekið í Fúsaskála, sem þar stóð, en það hús var gistiheimili og um leið endastöð Norðurleiðarrútunnar,“ segir Ingvar Ingvarsson fyrrum kennari, skóla- stjóri, sveitarstjóri og bæjarfulltrúi þegar sest er niður með honum á heimili hans á Akranesi. „Norð- urleiðarrútan fór þá ekki lengra á leið sinni að norðan en til Borgar- ness. Þaðan fóru farþegar með flóta- bátunum sem voru í ferðum; Lax- fossi og síðan Eldborg eftir að Lax- foss strandaði. Akraborg tók svo við 1956. Sá Fúsi, réttu nafni Vigfús sem húsið var kennt við, byggði síðan Hreðavatnsskálann. Ástæða þess að ég fæddist í þessu húsi á þessum stað var sú að pabbi hafði verið fenginn til að setja af stað unglingaskóla í Borg- arnesi en hann hafði verið kennari við slíkan skóla á Blönduósi þar sem foreldrar mínir bjuggu. Þegar þau komu í Borgarnes var ekkert annað húsaskjól fyrir þau en í Fúsaskála. Húnvetningur í báðar ættir Foreldrar Ingvars voru þau Svava Steingrímsdóttir og Ingvar Björns- son kennari. Þau voru bæði Austur- Húnvetningar. „Mamma var dótt- ir Steingríms Davíðssonar og Helgu Jónsdóttur en afi var skólastjóri á Blönduósi í 40 ár og þar var mamma fædd. Pabbi var hins vegar fæddur á Þröm í Blöndudal, sonur Björns Björnssonar og Kristínar Jónsdóttur. Pabbi var hjá frændfólki sínu Ingvari Pálssyni og Signýju Benediktsdótt- ur, sem bjuggu lengst af á Balaskarði á Laxárdal A-Hún, frá átta ára aldri. Þau voru mér eins og afi og amma. Ég var skírður í höfuðið á Ingvari Pálssyni og fékk frá honum og konu hans merarfolald í skírnargjöf. Eftir stúdentspróf fór hann sem farkennari í Svínavatnshreppinn. Síðar kenndi hann hjá afa á Blönduósi og kenndi þá m.a. mömmu en það voru tíu ár á milli þeirra. Hann var svo fenginn til að stofna þennan unglingaskóla í Borgarnesi og var þar bara þenn- an eina vetur en um haustið 1946 fór hann í Kennaraskólann til að afla sér kennararéttinda sem hann hafði ekki þrátt fyrir alla þessa kennslu. Þessa tvo vetur sem hann var þar bjó mamma með okkur drengina, mig og eldri bræður mína; Steingrím og Björn, hjá afa og ömmu á Blöndu- ósi. Á leiðinni norður á Blönduós var búið um mig í þvottabala enda var ég ekki nema um mánaðargamall þegar við fórum norður. Ég á eina systur, Helgu sem er fimm árum yngri en ég og síðan er Kristinn yngstur okkar systkina, fæddur 1962.“ Var kominn í Kára tveggja ára Árið 1948, þegar Ingvar var tveggja ára, flutti fjölskyldan á Akraness. „Þetta var strax eftir að pabbi lauk Kennaraskólanum og ástæðan fyr- ir því að hann fór til Akraness var ábyggilega sú að þau voru samstúd- entar úr MA, hann og Ragna Jóns- dóttir kona Ragnars Jóhannesson- ar skólastjóra Gagnfræðaskóla Akra- ness, þar sem pabbi fór að kenna í fyrstu en hann flutti sig síðan yfir í Barnaskólann. Það var mikill vin- skapur milli þeirra og við fluttum í sama hús og þau. Þetta var stórt og glæsilegt hús að Mánabraut 11. Þau Ragnar og Ragna bjuggu á efstu hæð- inni, við á miðhæðinni og á jarðhæð- inni var svo Knattspyrnufélagið Kári með félagsheimili þannig að ég var strax kominn í Kára þarna tveggja ára gamall. Af Mánabrautinni fluttum við í Kaupfélagshúsið á Kirkjubraut 11, þar sem Kaupfélag Suður-Borg- firðinga var með verslun. Ég man nú lítið eftir þessu en þó minnist ég þess að ég sótti mikið yfir á Mánabraut- ina og þar var besti æskuvinur minn, Birgir Karlsson, eða Biddi eins og ég kallaði hann, en hann er ári eldri en ég. Ég átti margar góðar stundir í Kallahúsum á Mánabrautinni, sem stóðu næst Kringlu. Jafnaldrar mín- ir í götunni voru Bjarni Jó, Ævar Sig, Siggi Villi og Benedikt Rúnar. Leik- irnir voru margvíslegir allt frá fót- bolta, horna- og slá- bolta til alvöru bardaga með sverðum og skjöldum. Þegar innrásapramma rak upp í Ív- arshúsaklettana var hann tekinn her- skyldi og notaður sem virki. Við átt- um fáa ættingja á Skaganum en vor- um fljót að kynnast fólki.“ Ætlaði að verða smiður Ingvar var í fjölmennum árgangi fæddum 1946 en þau voru hátt í 80 í árganginum þá. „Ég á margar góð- ar minningar úr Barnaskólanum við Vesturgötuna en Hjálmar Þor- steinsson var umsjónarkennari minn þar og mér þótti alla tíð mjög vænt um Hjálmar. Svo þegar við komum upp í fyrsta bekk í Gagnfræðaskóla var ekki tilbúið húsnæði fyrir okk- ur svo okkur var kennt í fyrsta bekk í Barnaskólahúsinu og fórum ekki inn í Gagnfræðaskóla fyrr en í öðr- um bekk. Kennararnir komu bara til okkar á Vesturgötuna. Ég man nú ekki hver var umsjónarkennari okkar í fyrsta bekk en í öðrum bekk man ég að Jón Ben Ásmundsson var umsjón- arkennari okkar og var mikið dáð- ur af nemendum. Skólastjóri var svo Ólafur Haukur Árnason og þegar ég var í Gagnfræðaskólanum var ég for- maður Íþrótta- og bindindisfélags- ins í skólanum en í því félagi var tals- vert starf. Við skipulögðum allt starf- ið upp á nýtt og það voru kvöld- skemmtanir í hverri viku og fleira. Ég var þarna formaður þegar ég var í þriðja og fjórða bekk.“ Ætlaði að verða smiður Ingvar lauk gagnfræðaprófi og fór síðan í fyrsta bekk í Iðnskólanum. „Ég ætlaði mér að verða smiður og fór að vinna við smíðar eftir gagn- fræðapróf en svo gekk ekkert að kom- ast á námssamning svo mamma talaði við Brodda Jóhannesson, skólastjóra Kennaraskólans, sem hafði verið skólabróðir pabba í menntaskóla, og hann tók mig inn í skólann. Þar með var framtíðin ráðin.“ Þegar Ingvar var 17 ára gamall missti hann föður sinn, Ingvar Björnsson kennara, aðeins 51 árs að aldri. „Pabbi dó á afmælisdag- inn minn þegar ég varð sautján ára en það voru bæði hvítblæði og krans- æðastífla sem urðu honum að aldur- tila. Þetta var auðvitað mikið áfall og tók á ungan mann.“ „Þorgeir Jósefsson var einstakur maður“ „Ég var mikið í félagsstarfi allt frá því ég var krakki og var alltaf fljótur að eignast vini. Ég gekk í Skátafélagið strax þegar ég hafði aldur til, tíu ára gamall. Þar var margt skemmtilegt gert, m.a. farið í útilegur í Skátafell, skátamót í Botnsdal og fleira. Bragi Þórðarson var minn foringi og fyrir- mynd. Ég man alltaf eftir því þegar við vorum að innrétta Hákotið uppi í Leirárdal. Páll Gíslason var félags- foringi og hann vissi þá að ég ætlaði að verða smiður og sagði við mig að ég ætti að smíða stigann upp að úti- dyrunum. Að smíða stiga er vanda- verk og ég kunni nú ekki mikið til svoleiðis verka en lét til leiðast og sem betur fer hjálpaði Guðmund- ur Magnússon mér mikið en ég var að vinna hjá honum þá. Þetta hafð- ist og upp komst stiginn og var bara nokkuð góður. Sumarið eftir vetur- inn í Iðnskólanum fór ég að vinna hjá Þorgeir og Ellert við byggingu sjúkrahússins. Við Guðmundur Her- mannsson vorum við járnabindingar þar og vorum að mestu komnir með þær á okkar herðar. Síðan fór ég í Kennaraskólann haustið 1964 en um veturinn kom ég hingað upp á Skaga til að fagna byggingu nýrri hluta Skátahússins. Þá hitti ég Þorgeir Jós- efsson og hann spurði mig hvort ég kæmi ekki í járnabindingarnar um sumarið og tæki þær bara að mér. Ég játti því strax enda gott að vinna hjá honum. Svo gerðist það að mamma fór á stúfana að leita að sumarvinnu fyrir mig og hún færði mér svo þær fréttir að ég gæti fengið vinnu í hvalnum um sumarið en hún vissi ekki af þessu boði Þorgeirs. Nú var mér vandi á höndum því ég var allt í einu kominn með tvö atvinnutilboð. Þá sást vel hvern mann Þorgeir hafði að geyma þegar ég fór til hans og sagðist vera í vanda. Ég vildi gjarn- an vinna hjá honum en mér byðist líka vinna í hvalnum. Þá sagði Þor- geir: „Það er ekkert að marka þessa stjórnmálamenn. Þeir geta hæglega svikið okkur um öll fjárframlög í sjúkrahúsbygginguna. Farðu í hval- inn.“ Ég hafði miklar mætur á Þor- geiri og hann var einstakur maður. Hann var svo mikill félagi allra sem unnu hjá honum, jafnt okkar hinna yngri og þeirra eldri. Karlinn var að koma til okkar í kaffitímum og spjalla við okkur. Svo kom hann og fylgdist með verkinu. Ég man að einu sinni kom hann þegar við vorum að járna- binda plötuna á annarri eða þriðju hæðinni og honum fannst við fara eitthvað öfugt að þessu. Þá lagð- ist karlinn á hnén í jakkafötunum á Ingvar Ingvarsson fyrrum kennari og bæjarfulltrúi Hef alltaf verið mikið í félagsstörfum Ingvar og Gunnhildur ásamt dótturinni Signýju. Ingvar fyrir utan húsið á Vitateigi 2. Ingvar er frístundamálari og hér stendur hann við myndir sem hann hefur málað. Gunnhildur heklaði sólina í miðju tveggja myndanna.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.