Skessuhorn


Skessuhorn - 20.12.2017, Qupperneq 103

Skessuhorn - 20.12.2017, Qupperneq 103
MIÐVIKUDAGUR 20. DESEMBER 2017 103 ryðgaða járnamottuna og sýndi okk- ur hvernig við ættum að bera okkur að þessu. Hann var alveg einstakur. Sigurður Helgason var verkstjóri og þegar kaffitímarnir voru búnir sagði hann alltaf; „jæja“ ef Þorgeir var í miðjum umræðum sagði hann þá á móti: „Hvaða andskotans „jæja“ er þetta Sigurður minn?“ Komst upp í að flensa í hvalstöðinni Í hvalstöðina fór Ingvar svo sumarið 1965 og var þar í þrjú sumur. „Þetta var skemmtilegt en þrælavinna. Ég vann mig upp í það að flensa þarna með skemmtilegum mönnum, eins og t.d. Halldóri Blöndal, síðar alþing- ismanni og ráðherra. Þarna var fjöl- breyttur hópur með marga skemmti- lega karaktera. Kaupið var ekki hátt en mikil vinna og því talsverðir pen- ingar eftir úthaldið. Maður tók gjarn- an hálfa frívaktina að auki og stund- um meira. Ég byrjaði sem víramaður sem fólst í því að draga stóra vírinn frá spilinu niður í slippinn og lása í hvalinn svo hægt væri að draga hann up á planið. Einnig að krækja stórum krókum svo hægt væri að snúa hon- um og krækja í kjötið þegar það var skorið frá hryggnum. Þetta var þungt að eiga við og reyndi á kraftana. Menn þurftu enga líkamsrækt með þessari vinnu.“ Félagsstörf í Kennaraskólanum „Í Kennaraskólanum varð ég strax virkur í félagsstörfunum hvort held- ur það var innan bekkjarins eða skólafélagsins. Bekkjarfélagarn- ir kusu skemmtinefnd sem sá um kvöldskemmtanir sem ég tók þátt í. Ég var kosinn í stjórn Skólafélags- ins þegar ég var í öðrum og þriðja bekk. Seinni veturinn var ég kosinn formaður málfundanefndar. Mál- fundanefndin sá um málfundi eins og nafnið bendir til. Þá stóðum við fyr- ir stjórnmálakynningum. Ég hafði samband við „fjórflokkinn“ og bauð þeim að koma og kynna stefnu sína. Áður hafði ég borið þessa hugmynd undir Brodda skólastjóra. Hann tók þessu fálega í fyrstu. Sagði að póli- tík ætti ekki heima í skólanum. Þetta kæmi ekki til greina. Viku seinna kall- aði hann mig inn á skrifstofu sína og sagði mér að hann hefði hugsað mál- ið betur. Sagði að þetta gæti sennilega verið jákvætt að fá áhrifamenn í fjár- veitingavaldinu í heimsókn. Eins og fyrr segir bauð ég formönnum flokk- anna að koma og þeir skildu fá eitt kvöld hver. Hannibal Valdimarsson formaður Alþýðubandalagsins, Einar Ágústsson varaformaður Framsókn- arflokksins, Bjarni Benediktsson for- maður Sjálfstæðisflokksins og forsæt- isráðherra og Gylfi Þ. Gíslason for- maður Alþýðuflokksins og mennta- málaráðherra komu og kynntu starf og stefnu sinna flokka. Mjög vel var mætt á þessar stjórnmálakynning- ar, einkum hjá menntamálaráðherra, eðlilega. Eftir kynningarnar spjallaði skólastjóri og ég við formennina yfir kaffibolla. Skemmtilegt spjall og ekki síður fróðlegt.“ Varð fyrsti æskulýðs- og íþróttafulltrúinn Eftir að Ingvar lauk Kennaraskólan- um kom hann heim á Akranes og tók við nýrri stöðu æskulýðs- og íþrótta- fulltrúa hjá Akraneskaupstað en í því fólst umsjón með æskulýðsstarfi á vegum bæjarins og íþróttamannvirkj- um bæjarins. „Við vorum á hrakhól- um með húsnæði fyrir æskulýðsstarf- ið og fengum víða inni. Við vorum í Stúkuhúsinu, niðri á hóteli, í íþrótta- húsinu á Laugarbraut og í Skátahús- inu. Ég stóð fyrir því að haldin voru ýmis námskeið, m.a. ljósmyndanám- skeið fyrir unglinga í bænum og allt þetta naut vinsælda sem hópur ung- linga tók þátt í en þetta var eiginlega svolítið utangarðs og ég var ekki í þessu starfi nema í tvö ár. Ég hætti aðallega vegna þess að það fékkst engin aðstaða fyrir starfsemina. Ég var búinn að gefa mig upp í póli- tík þegar þetta var og það þýddi að ég fékk bara stuðning kratanna við það sem ég var að gera.“ Ingvar seg- ist hafa gengið í Alþýðuflokkinn 19 ára gamall og það hefði aðallega ver- ið vegna áhrifa frá Steingrími bróð- ur hans sem nýkominn var frá námi í Þýskalandi og dásamaði mjög fram- gang kratanna þar. Með starfi æsku- lýðs- og íþróttafulltrúa var Ingvar stundakennari við Gagnfræðaskól- ann og kenndi m.a. handavinnu. Þar bryddaði hann upp á nýjungum eins og smíða úr kopar og síðan að vinna smelti. Þá var settur glerung- ur yfir muni sem síðan voru hitaðir í sérstökum ofni og glerið hert. Þarna gerðu nemendur ýmsa skemmtilega minjagripi. Örlagarík sumarvinna í Hrísey Þegar Ingvar hafði sagt upp störfum hjá Akraneskaupstað ákvað hann að fara til Hríseyjar í sumarvinnu en í gegnum skólafélaga sinn í Kennara- skólanum hafði hann kynnst fólki frá Hrísey. „Svo var það einu sinni, stuttu áður en ég fór norður, að ég sat yfir í prófum í Gagnfræðaskólan- um ásamt séra Jóni M. Guðjónssyni að ég sagði við hann að nú væri ég að fara norður í Hrísey og ég hefði lof- að því að koma þangað með „meist- arabréf í mjaðargerð,“ og spurði nú séra Jón að því hvort hann væri ekki til í að skrautrita skjal upp á þetta fyr- ir mig. Hann varð alveg upprifinn af þessari hugmynd og sagði mér að fara og kaupa gráa gæru. Ég keypti gær- una og hann skrautritaði á hana fyrir mig af sinni alkunnu snilld. Þetta fór ég með norður og gæran vakti mikla kátínu. Í Hrísey vann ég við sumar- afleysingar í KEA útibúinu, bæði í búðinni og á skrifstofunni, m.a. við að reikna út bónus starfsfólksins í frystihúsinu en þá var nýbúið að taka upp bónuskerfi þar. Þarna var ég hjá kaupfélaginu um sumarið en réði mig svo sem kennara til Hríseyjar vetur- inn eftir. Þá um veturinn kynntist ég Gunnhildi Hannesdóttur, núverandi konu minni, en hún var þá ekkja með þrjú börn. Ég hafði reyndar kynnst börnum hennar í skólanum áður en elsti sonur hennar var þá 15 ára en stelpurnar tvær voru þá fimm og tíu ára og þær kölluðu mig strax pabba. Þegar ég hringdi í mömmu og sagði henni þessi tíðindi þá leist henni ekk- ert á ráðahaginn og fannst ég vera að færast of mikið í fang. Þetta hef- ur samt blessast allt saman í öll þessi ár.“ Skólastjóri í Skagafirði Allt í einu var Ingvar því kominn með fimm manna fjölskyldu. Hann segist áfram hafa unnið sumarið eft- ir hjá KEA í Hrísey en veturinn eftir að þau Gunnhildur trúlofuðu sig réði Ingvar sig sem skólastjóra í Steins- staðaskóla í Lýtingsstaðahreppi í Skagafirði. „Þetta var heimavistar- skóli með um hundrað nemendur og við Gunnhildur skiptum með okkur að sjá um stelpnavistina en aðrir sáu um strákavistina. Ég réði mig þangað í eitt ár þar sem starfandi skólastjóri hafði farið í eins árs námsleyfi. Ég lærði ýmislegt á þessum tíma þarna, m.a. að úrbeina naut. Það nám fylgdi að vísu ekki skólastjórastarfinu en Jó- hann Hjálmarsson kúabóndi á Ljósa- landi var formaður skólanefndar og kona hans María var með mötuneyt- ið. Karlinn var sérstaklega áhugasam- ur um skólann og tók hann örugg- lega fram yfir búskapinn. Hann var einhvern tímann að úrbeina naut fyr- ir skólamötuneytið og ég bauðst til að hjálpa en hann taldi af og frá að skólastjóri færi í þetta enda kynni ég þetta ekki. Ég sagðist þá bara læra af honum og það tókst ágætlega. Þetta var allt öndvegisfólk þarna í kring- um skólann og ég held að við höfum aldrei kynnst eins mörgu fólki á eins skömmum tíma og haldið sambandi við það áfram eins og þennan vetur í Skagafirði. Það er ekki á þá logið Skagfirðinga að þeir eru gleðskapar- fólk og trygglynt.“ Sveitarstjóri í Hrísey Eftir að ársvistinni í Lýtingsstaða- hreppi lauk var það frágengið að Ing- var tæki við skólastjórastöðu í Varma- hlíð í Skagafirði og þau hjónin voru farin að undirbúa flutning þangað þegar boð kom til Ingvars um að taka við sem sveitarstjóri í Hrísey en það var nýtt embætti. Fram að þessu hafði oddvitinn sinnt því starfi. „Nú var úr vöndu að ráða en Gunnhildur er inn- fæddur Hríseyingur og hún fékk að ráða. Við fórum því ekki í Varmahlíð. Þannig var að oddvitinn í Hrísey, sem jafnframt var útibússtjóri KEA, átti við heilsuleysi að stríða og treysti sér ekki til að sinna sveitarstjórastörf- unum líka. Því ákvað hreppsnefndin að ráða sveitarstjóra í fullt starf og ég samþykkti að ganga í þessa frumraun. Við fluttum aftur til Hríseyjar og ég sinnti þessu starfi í tvö ár. Þetta var erfitt en um leið lærdómsríkt. Það var mikið um að vera í Hrísey á þess- um tíma. Við vorum m.a. að leggja þarna hitaveitu en heitt vatn hafði fundist í eyjunni og það varð að nýta. Þá fékk ég vin minn og Skagamann, Þráinn Sigurðsson, út til Hríseyj- ar að sjóða saman allar lagnirnar og hann kom með sína fjölskyldu, m.a. son sinn núverandi bæjarstjóra Akra- ness, út í Hrísey og þau settust þar að í húsi, sem við útveguðum þeim, í eitt sumar. Það var mikil bjartsýni Hrísey á þessum árum og uppgang- ur, sem sýndi sig meðal annars í að fólk fór út í barneignir og árið 1973 fæddust ellefu börn í Hrísey, þeirra á meðal var Signý dóttir okkar Gunn- hildar. Sumarið 1973 voru líka fjög- ur eða fimm hús í byggingu í Hrís- ey og við vorum m.a. farin af stað með húsbyggingu, sem auðvitað var ekkert vit í, því þetta var ekki öruggt starf sem ég var í. Við gátum nú samt selt þennan grunn sem kominn var ásamt litla 59 fermetra húsinu okk- ar þar strax þegar við settum þetta á sölu og ákváðum að flytja til Akur- eyrar. Reyndar er það svo að eng- in hús standa auð í Hrísey þótt fólki hafi fækkað og mörg þeirra séu nýtt sem sumarhús. Þeir gerðu líka gott í því Hríseyingar seinna þegar þeir hellulögðu allar göturnar þar. Þetta var mjög rökrétt því þeir hefðu þurft að flytja allar malbikunarvélarnar út í eyjuna og vera svo háðir veðri með að nota þær. Í staðinn komu hell- urnar á brettum út í eyju og hægt að gera þetta í áföngum þegar aðstæður leyfðu og það var heimamaður sem tók verkið að sér.“ Aftur á Akranes eftir ellefu ár á Akureyri Þau Ingvar og Gunnhildur höfðu gift sig árið 1972 og fóru til Akra- ness að láta séra Jón M. Guðjónsson gifta sig í Akraneskirkju. Á Akureyri keyptu þau sér hús á Byggðavegi og hann fór að kenna í Lundaskóla hjá öðrum Skagamanni, Herði Ólafssyni sem þar var skólastjóri. „Þetta var mjög góður tími í Lundaskóla. Ég var þar í ellefu ár, kenndi mikið og sá um félagsstarf nemenda. Við kunn- um ágætlega við okkur á Akureyri en alltaf blundaði heimþráin á Skag- Við vígslu nýrri hluta Skátahússins 1964. Frá vinstri: Sigurður Guðjónsson, Ingvar Ingvarsson, Helgi Jónsson, Jóhannes Gunnarsson og Bragi Þórðarson. Ungur maður á skátamóti í Botnsdal. Vinir. Bræðurnir í Kallahúsum; Sigurður og Birgir Karlssynir ásamt Ingvari. Framhald á næstu síðu Fjórði flokkur Kára 1962. Aftari röð frá vinstri: Viktor Björnsson, Eyleifur Hafstein- sson, Sigurður Þórðason, Guðmundur Hannesson, Benedikt Rúnar Hjálmarsson og Benedikt Valtýsson. Fremri röð frá vinstri: Sigursteinn Hákonarson, Ingvar Ingvarsson, Gunnar Sigurðsson, Trausti Rúnar Hallsteinsson og Jón Alfreðsson.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.