Skessuhorn


Skessuhorn - 20.12.2017, Side 107

Skessuhorn - 20.12.2017, Side 107
MIÐVIKUDAGUR 20. DESEMBER 2017 107 Ætlaði að vera með fjölskyldunni um jólin „Vinur minn er að fara til Nýja Sjá- lands 26. desember og hann hafði samband við mig til að spyrja hvort ég vildi ekki koma með. Mér fannst það mjög spennandi og sló til. Ég vildi samt verja jólunum með fjöl- skyldunni og ákvað að bóka flug til Íslands á Þorláksmessu og svo fer ég til Nýja Sjálands á öðrum degi jóla. Viku eftir að ég bókaði flugin ákvað öll fjölskyldan mín að vera á Tenerife um jólin. Þegar ég segi öll fjölskyld- an meina ég foreldrar mína, systkini mín, afa minn og systkina pabba. Ég er því að fara að fljúga næstum þvert yfir hnöttinn til að vera á Íslandi í tvo og hálfan dag og taka svo langt flug aftur þvert yfir hnöttinn til Nýja Sjálands, án þess að hitta fjölskyld- una mína,“ segir Steinunn og hlær. „En þetta verður örugglega mjög fínt, ég verð hjá frænda mínum sem ég hitti venjulega bara einu sinni á ári og mun örugglega bara hafa það gott hjá honum,“ bætir hún við. Stefnir á frekara köfunarnám Á Nýja Sjálandi ætlar Steinunn að skoða sig um, fara í fallhlífarstökk, teygjustökk og fleira. „Ég hlakka mikið til, það er svo margt spenn- andi að sjá þarna og við ætlum að skoða eins mikið og við getum.“ Að- spurð hvað taki við næst segir hún það enn óákveðið. „Ég mun fljúga frá Nýja Sjálandi til San Francisco 8. janúar og eftir það hef ég ekkert planað. Ef ég á pening langar mig að fara yfir til Mexíkó í einhvern tíma en það verður bara að ráðast þegar að því kemur. Ef ég á að segja eins og er langar mig ekkert heim til Ís- lands aftur, ég þoli ekki snjóinn og skammdegið. Ef einhver býður mér vinnu hvar sem er í heiminum þar sem ekki er snjór og svona mikið myrkur þá mun ég klárlega stökkva til,“ segir Steinunn. Hún segir fátt kalla á sig á Íslandi, annað en fjöl- skylduna. „Ég get talað við þau í gegnum tölvuna hvenær sem er svo ég hef í raun lítið að sækja heim annað en vinnu til að safna pening- um fyrir frekari ferðalögum, ég vona bara að ég fái frekar vinnu í sólríkara landi,“ segir Steinunn og bætir því við að nú sé draumurinn að komast aftur í kafaraskóla og ná sér í frekari réttindi. „Mig langar í kennararétt- indi svo ég geti mögulega búið mér til starfsframa við að kenna köfun. En til þess þarf ég að fara á lengri námskeið og vera úti í Egyptalandi í 3-4 mánuði, en ég stefni á að láta það verða að veruleika einn daginn. Þetta kostar allt mikla peninga svo ég þarf fyrst að finna mér vinnu og safna. Kannski kem ég heim til Ís- lands þegar líður á vorið og reyni að safna fyrir þessu, það verður að koma í ljós,“ segir Steinunn að end- ingu. arg/ Ljósm. úr einkasafni. Steinunn Einarsdóttir í Kaíró í Egyptalandi að skoða pýramída. Steinunn hitti þennan fallega hund í Petru í Jórdaníu. Við heimsins hæstu byggingu, Burj Khalifa í Dubai. Steinunn að láta sig fljóta í Dauðahafinu Jórdaníumegin. Með hópi fólks í Wadi rum eyðimörkinni í Jórdaníu. Á göngu við Petru í Jórdaníu. Steinunn við Blue Mosque í Istanbúl. Í ferðalagi um Egyptaland þar sem Steinunn fór m.a. í fjórhjólaferð um Sínaískaga í Egyptalandi. Steinunn fór í þriggja daga puttaferðalag um Norður Ísrael og kynntist þar strákum á hosteli í Tiberias, sem buðu henni að fara með sér á puttanum yfir fjöllin að landamærum Sýrlands.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.