Skessuhorn


Skessuhorn - 20.12.2017, Side 110

Skessuhorn - 20.12.2017, Side 110
MIÐVIKUDAGUR 20. DESEMBER 2017110 Eimskip | Korngörðum 2 | 104 Reykjavík | Sími 525 7000 | www.ebox.is eBOX er ný, þægileg og einföld lausn til að flytja minni sendingar frá Evrópu til Íslands. Á ebox.is er reiknivél sem segir þér á augabragði hver flutningskostnaðurinn er. Traust og áreiðanlegt leiðakerfi Eimskips á Norður-Atlantshafi tryggir að sendingin þín kemur heim með fyrstu ferð. Auðvelt og fljótlegt. auðveldar smásendingar Í STÓRUM SKIPUM RÚMAST LÍKA SMÆRRI SENDINGAR ������� ��������� � e���.�� F ÍT O N / S ÍA MT: Stefán Gísli með verðlauna- gripinn síðastliðinn sunnudag. „Ert þú búin að setja þér markmið fyrir árið 2018?“ Spurni g vikunnar (Spurt á Akranesi) Vilborg Þórunn Guðbjartsdóttir Nei, ég er ekki búin að því. Kristjana Halldórsdóttir Nei. Lilja Halldórsdóttir Já, að eignast húsnæði Ívar Árnason Já, að leggja meira fyrir. Sigurjón Hannesson Nei Skallagrímskonur urðu að játa sig sigraðar gegn Haukum, 84-63, í síð- asta leik Domino‘s deildar kvenna fyrir jólafrí. Leikið var á Ásvöllum í Hafnarfirði á laugardag. Mikið jafnræði var með liðun- um í upphafi leiks og liðin skiptust á að skora. Skallagrímur leiddi með einu stigi þegar upphafsfjórðungur- inn var hálfnaður en eftir það kom- ust Haukakonur í gírinn. Þær náðu yfirhöndinni í leiknum og með góð- um kafla náðu þær sjö stiga forskoti áður en fyrsti leikhluti var úti, 24-17. Haukar tóku síðan öll völd á vellinum í öðrum leikhluta. Liðið jók forskot sitt snarlega í 14 stig og hélt þeirri forystu meira og minna óbreyttri til hálfleiks. Staðan í hléinu var 46-30, Haukum í vil og liðið í vænlegri stöðu fyrir síðari hálfleik. Hægt og sígandi náði Skallagrímur að minnka muninn í tíu stig, 63-53, seint í þriðja leikhluta. En Hauk- ar áttu lokaorðið í leikhlutanum og náðu 16 stiga forskoti á nýjan leik fyrir lokafjórðunginn, 69-53. Hauk- ar réðu lögum og lofum á vellinum allt til leiksloka og sigruðu að lokum örugglega, 84-63. Carmen Tyson-Thomas var at- kvæðamest í liði Skallagríms með 33 stig, 17 fráköst og fimm varin skot. Jóhanna Björk Sveinsdóttir skoraði 18 stig og tók níu fráköst en aðrir leikmenn Skallagríms náðu sér ekki á strik í leiknum. Helena Sverrisdóttir setti upp myndarlega þrennu í liði Hauka, skoraði 23 stig, tók 16 fráköst og gaf 15 stoðsendingar. Þóra Kristín Jóns- dóttir skoraði 18 stig, tók sjö frá- köst og gaf fimm stoðsendingar og Cherise Michelle Daniel skoraði 17 stig og tók tólf fráköst. Skallagrímskonur sitja í sjötta sæti deildarinnar með tólf stig, fjórum stigum á eftir næstu liðum fyrir ofan. Næst leikur Skallagrímur á nýju ári, 6. janúar næstkomandi þegar liðið heimsækir Njarðvík. kgk/ Ljósm. úr safni/ Kvennakarfa Skallagríms. Skallagrímskonur lágu gegn Haukum Skallagrímur og ÍA mættust í Vest- urlandsslag í 1. deild karla í körfu- knattleik á fimmtudagskvöld. Leik- ið var í íþróttahúsinu í Borgarnesi. Eftir nokkuð jafnan fyrri hálfleik tóku heimamenn öll völd á vellin- um í þeim síðari og sigruðu örugg- lega, 127-96. Jafnræði var með liðunum í upphafi leiks en Skallagrímur hafði þó heldur undirtökin. Eftir því sem leið á fyrsta leikhluta sigu Skallagrímsmenn fram úr. Þeir leiddu með níu stigum seint í fjórðungnum en þá tóku Skagamenn góða rispu og minnkuðu muninn í tvö stig fyrir annan fjórðung, 31-29. Skallagrímur leiddi áfram en Skaga- menn fylgdu þeim eins og skugg- inn næstu mínúturnar. Þegar heima- menn virtust ætla að slíta sig frá ná- grönnum sínum var þeim tilburðum svarað snarlega. Eftir að hafa leitt með átta stigum skömmu fyrir hálf- leik minnkuðu Skagamenn muninn í tvö stig skömmu fyrir hálfleik, 51-49 og aðeins munaði þremur stigum í hléinu. Skallagrímur leiddi, 58-55. Það var síðan í þriðja leikhluta að Skallagrímsmenn tóku öll völd á vellinum. Þeir mættu mun ákveðnari til síðari hálfleiks, settu síðan í flug- gírinn um miðjan þriðja leikhluta og höfðu 23 stiga forskot að hon- um loknum, 96-73. Þessi leikkafli réði úrslitum og Skagamenn náðu aldrei að svara fyrir sig. Heimamenn héldu öruggu forskoti allt til leiks- loka og sigruðu að lokum örugglega, 127-96. Aaron Parks skoraði 27 stig fyr- ir Skallagrím, tók níu fráköst, gaf sjö stoðsendingar og stal boltanum sjö sinnum. Eyjólfur Ásberg Hall- dórsson skoraði 25 stig, tók átta frá- köst og gaf sjö stoðsendingar. Darrel Flake var með 15 stig og fimm frá- köst, Bjarni Guðmann Jónsson 15 stig einnig, Kristófer Gíslason 13 stig og sex fráköst og Arnar Smári Bjarnason 13 stig. Marcus Dewberry dró vagninn í liði Skagamanna og fór mikinn. Hann lauk leik með hvorki fleiri né færri en 44 stig, tíu fráköst og sjö stoðsendingar. Aldursforsetinn Jón Frímannsson skoraði 20 stig og Jó- hannes Valur Hafsteinsson ellefu en aðrir höfðu minna. Liðin verja jólafríinu á sitthvor- um enda deildarinnar. Skallagrímur trónir á toppnum með 20 stig, jafn mörg og Breiðablik í sætinu fyrir neðan en á leik til góða á nýja árinu. Skagamenn eru aftur á móti stiga- lausir á botni deildarinnar, tveimur stigum frá næsta liði en eiga tvo leiki til góða. Skallagrímur leikur næst fimmtu- daginn 4. janúar þegar liðið mæt- ir Gnúpverjum í Borgarnesi. Skaga- menn leika sunnudaginn 7. janúar þegar þeir mæta Snæfelli í Vestur- landsslag á Akranesi. kgk/ Ljósm. Skallagrímur Körfu- bolti. Skallagrímur á toppnum um jólin Snæfell tók á móti Breiðabliki í síð- ustu umferð Domino‘s deildar kvenna fyrir jólafrí. Leikið var í Stykkishólmi á laugardag. Urðu Snæfellskonur að játa sig sigraðar, 66-71, í leik þar sem gestirnir höfðu yfirhöndina lungann úr leiknum. Liðin fylgdust að í upphafi leiks og Snæfell leiddi með einu stigi, 7-6, þegar fyrsti leikhluti var hálfn- aður. Þá náðu gestirnir forystunni og höfðu fjögurra stiga forskot þeg- ar leikhlutinn var úti, 13-17. Jafn- ræði var með liðunum framan af öðrum leikhluta en þegar líða tók nær hléinu fóru gestirnir að síga fram úr. Breiðablik leiddi með ell- efu stigum í hálfleik, 28-39. Snæ- fellsliðið kom ákveðið til síðari hálf- leiks og minnkaði muninn jafnt og þétt framan af þriðja leikhluta. Um hann miðjan hafði Snæfell minnkað forskot gestanna í fimm stig, 40-45. Eftir það náðu Blikakonur góðri rispu og leiddu með 13 stigum fyr- ir lokafjórðunginn, 47-60. Snæfells- konur minnkuðu muninn jafnt og þétt í fjórða leikhluta en Breiðablik sleppti aldrei tökum sínum á leikn- um. Snæfell komst ekki nær en sem nam fimm stigum í stöðunni, 63-68, þegar tvær mínútur lifðu leiks en þar við sat og Breiðablik hafði að lokum sigur, 66-71. Kristen McCarthy var atkvæða- mest í liði Snæfells með 27 stig, tólf fráköst og fimm stolna bolta. Næst henni kom Berglind Gunnarsdótt- ir með 20 stig og þá Rebekka Rán Karlsdóttir með ellefu stig. Ivory Crawford átti stórleik fyr- ir gestina, skoraði 34 stig, tók sjö fráköst og gaf fimm stoðsendingar. Auður Íris Ólafsdóttir var með 18 stig en aðrar höfðu minna. Þegar deildin fer í jólafrí situr Snæ- fell í sjöunda og næstneðsta sæti með tíu stig, tveimur stigum á eftir Skalla- grími í sætinu fyrir ofan en langt frá stigalausum Njarðvíkurkonum sem verma botnsætið. Næst leikur Snæ- fell gegn Íslands- og bikarmeistur- um Keflavíkur. Sá leikur fer fram í Stykkishólmi á nýju ári, laugardag- inn 6. janúar næstkomandi. kgk Snæfellskonur þurftu að lúta í gras á heimavelli Berglind Gunnarsdóttir og stöllur hennar í Snæfelli þurftu að játa sig sigraðar gegn Breiðabliki. Ljósm. úr safni/ Haukur Páll. Yfirþjálfarar landsliða og landsliðs- þjálfarar í hópfimleikum hafa val- ið úrtakshóp vegna Evrópumóts- ins í hópfimleikum sem fram fer á næsta ári. Um 200 iðkendur mættu á fyrstu úrtaksæfingu landsliðsins og alls voru hundrað iðkendur frá átta félögum valdir í fyrsta úrvalshópinn. Þrjár stúlkur úr Fimleikafélagi Akra- ness voru valdar í úrvalshóp stúlkna. Það eru þær Guðný Sigurrós Jó- hannsdóttir, Guðrún Julianne Unn- arsdóttir og Valdís Eva Ingadóttir. Þá voru fjórir fyrrum iðkendur Fim- leikafélags Akraness valdir í úrvals- hóp karla, þeir Guðmundur Kári Þorgrímsson, Logi Örn Axel Ingv- arsson, Helgi Laxdal Aðalgeirsson og Guðjón Snær Einarsson. Allir æfa þeir nú með Stjörnunni. Á heimasíðu Fimleikasambandsins segir að landsliðsþjálfarar muni fylgj- ast vel með þróun iðkenda og endur- skoða hópinn fyrir seinni úrtaksæf- ingu sem haldin verður í mars. Það er því enn möguleiki að vinna sér sæti í hópnum með góðri frammistöðu í mótum vetrarins. Lokahópurinn fyr- ir Evrópumótið í hópfimleikum verð- ur síðan valinn um miðjan maí. kgk/ Ljósm. Fimleikafélag Akraness. Sjö Vestlendingar í úrvals- hópi í hópfimleikum Um liðna helgi hittust ÍA klifrarar á Jólamóti ÍA í aðstöðu klifurfélags- ins að Vesturgötu á Akranesi. Um 30 klifrarar mættu prúðbúnir til leiks og glímdu við 13 klifurleiðir sem leiða- smiðir ÍA höfðu sett upp. Mótið heppnaðist afar vel. Leiðasmiðir lögð mikla vinnu í að setja upp skemmti- legar leiðir fyrir klifrara að glíma við og að þessu sinni voru allar leiðir klifraðar. Á komandi önn mun Klifurfélag- ið bjóða upp á klifur fyrir fullorðna en félagið hefur gert tilraun með slíka tíma á haustönn og hafa þeir verið vel sóttir og augljóst að eftirspurn eft- ir klifri fyrir fullorðna er til staðar, að sögn Þórðar Sævarssonar. „Skrán- ing fyrir vorönn verður auglýst inn- an skamms og biðjum við því klifrara um að fylgjast með. Reynt verður eft- ir bestu getu að tryggja öllum áhuga- sömum pláss á klifurveggnum,“ seg- ir Þórður. Fleiri myndir frá Jólamótinu má sjá á fésbókarsíðu Klifurfélags ÍA. mm Hittust á jólaklifurmóti
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.