Tímarit Máls og menningar - 01.11.2005, Side 101
Bókmenntir
Przemyslaw Czarnecki
í menntagarði pólsks skálds
Tadeusz Rózewicz: Lágmynd. Þýðandi: Geirlaugur Magnússon. Uppheimar 2004.
í fyrra gaf forlagið Uppheimar á Akranesi út ljóðabókina Lágmynd eftir
pólska skáldið Tadeusz Rózewicz í þýðingu Geirlaugs Magnússonar skálds og
kennara. Ekki var þetta fyrsta þýðing Geirlaugs á ljóðum skáldsins því árið
1993 kom út ljóðasafnið í andófinu: pólsk nútímaljóð (Hörpuútgáfan) í þýð-
ingu hans með fjórum ljóðum eftir Rózewicz. I Lágmyndinni, sem á pólsku
heitir Plaskorzezba og kom út árið 1991, eru 25 ljóð og með þeim rauf Rózewicz
átta ára þögn sem skáld. Síðasta ljóðabók hans kom út fyrir þremur árum (2002
Szara strefa - Grátt svæði) en sú fyrsta (Niepokój - Óró) birtist 1947 þegar
hann var aðeins 16 ára gamall.
Tadeusz Rózewicz er meistari skáldskapar og ef til vill mikilvægasta pólska
skáldið sem nú er á lífi (hinir tveir stóru, Zbigniew Herbert og Czeslaw Milosz
eru báðir látnir, Milosz lést bara í fyrra). Sem dæmi um stöðu hans í pólskum
nútímabókmenntum má nefna það sem Nóbelsverðlaunahafinn Milosz sagði
um Rózewicz árið 1948, skömmu eftir frumraun hans1: „Lukkuleg þjóð sem á
skáld/hún er ekki orðlaus í erfiðleikum sínum.“
Þetta eru ef til vill stór orð um skáld sem var aðeins 17 ára og nýbyrjaður að
láta rödd sína heyrast. En tíminn sýndi að þetta var rétt hjá Milosz og öðrum
sem fannst að Rózewicz myndi verða skáld þjóðarinnar, skáld Pólverja.2
Að þýða er ekki bara að flytja orð og setningar úr einu tungumáli í annað,
meira að segja alls ekki það. Góður þýðandi verður að setja sig í spor skáldsins
sem hefur samið frumtextann, túlka hann og miðla lesendum á sínu máli.
Rózewicz fer með okkur í ferð um sögu og minningar Póllands og Pólverja í
mörgum ljóðum sínum, og kannski ferðumst við enn oftar um minningar og
listasögu Evrópu, jafnvel veraldarinnar. Heimur ljóðanna í Lágmynd, heimurinn
sem Geirlaugur kynnir og miðlar íslenskum lesendum, takmarkast nefnilega
hvorki af stað né tíma. í ljóðum sínum talar Rózewicz um og líka við Paul Celan
og Rembrandt, Klaus Mann og Alexander Púskin, listamenn sem lifa í menningu
heimsins um aldur og ævi og sem eru vel þekktir íslendingum. En í menntagarði
Rózewicz hittum við einnig pólsku skáldin Jan Kochanowski, Cyprian Kamil
Norwid, Adam Mickiewicz, Jan Tuwim, Zbigniew Herbert, Czestaw Milosz og
fleiri. Suma þeirra hefur Rózewicz aldrei þekkt persónulega og aldrei hitt, aðrir
hafa verið vinir hans, en allir hafa haft áhrif á líf Rózewicz, heimspeki hans
og skáldskap. Þannig verður Tadeusz Rózewicz bæði pólskt og evrópskt skáld,
listamaður með menntun og þekkingu sem bara fáir gátu aflað sér.
Það er Rózewicz sem skáld Póllands og Pólverja, en ekki eitt af stórskáld-
um Evrópu, sem er ef til vill erfiðast að kynna fyrir útlendingum. Geirlaugur
verður að túlka og skilja Rózewicz hvort sem hann talar á pólsku, latínu, þýsku
TMM 2005 • 4
99